Morgunblaðið - 03.11.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.11.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.is ljósmyndastofa JÓLAGJÖFIN! GJAFABRÉF handa ömmu og afa, mömmu og pabba og minningarnar gleymast ekki Best a Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er auðvitað eftirsjá að Ægi. Þetta er stórmerkilegt skip og eitt það besta sem ég hef verið á,“ segir Halldór B. Nellett, skipherra Land- helgisgæslunnar. Auglýst var um helgina að til stæði að selja varðskipið Ægi. Skipið hefur ekki verið í notkun hjá Land- helgisgæslunni síðustu ár og liggur nú við Skarfabakka. Varðskipið Æg- ir hefur þjónað Landhelgisgæslunni lengi en það var smíðað í Danmörku árið 1968. Ægir átti stóran þátt í 50 og 200 mílna þorskastríðunum og var meðal annars fyrst íslenskra varðskipa til að beita togvíraklippum á landhelgisbrjót. Halldór byrjaði á Ægi 16 ára gam- all árið 1972. Hann segir synd og skömm að Ægir hafi ekki verið gerð- ur meira út og lengur. Skipið hafi nýst vel í þorskastríðunum og bjarg- að óhemju mörgum skipum eftir það. „Það er sorglegt að sjá hvernig var búið að fara fyrir þessu góða skipi. Undanfarin ár hefur mikið ver- ið skorið niður og það er skelfilegt hvað er lítið úthald á varðskipunum. Þrátt fyrir góðæri hafa stjórnvöld ekki viljað spýta í og ég er verulega svekktur yfir því. Núna erum við með eitt varðskip á sjó, Þór eða Tý. Það er afleitt fyrir þjóð sem á allt sitt undir fiskveiðum að vera ekki með meiri björgunargetu en það. Lág- markið er að vera með tvö skip á sjó, við erum með tvö góð skip en þetta snýst um áhafnir,“ segir Halldór sem telur löngu tímabært að huga að nýju varðskipi. Horft til sjálfbærni Í auglýsingu frá Ríkiskaupum kemur fram að til þess að undirbúa söluferli er gerð undanfarandi mark- aðskönnun sem ekki er skuldbind- andi fyrir seljanda. Jafnframt fylgir sögunni að áður en tekin er ákvörðun um næstu skref í söluferlinu er óskað eftir hugmyndum um nýtingu skips- ins og líklegt söluverðmæti. Áhuga- sömum er gefinn frestur fram til 15. janúar til að skila inn hugmyndum að nýtingu og verðhugmyndum. „Við mat á sölu skipsins verður horft til endurnýtingar, sjálfbærni, kolefnislosunar og annarra sam- félagslegra áhrifa. Áhugasömum verður gefið tækifæri til að skoða skipið að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum áður en skilafresti til að senda inn gögn lýkur ef aðstæður leyfa,“ segir Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa. Þegar hafa komið fram hugmynd- ir um nýtingu Ægis en starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri hefur óskað eftir að Ísa- fjarðarbær finni varðskipinu stað á Flateyri og það verði nýtt undir safn sem og fyrir gisti- og veitingaþjón- ustu. Seldur eftir nær 50 ára þjónustu  Varðskipið Ægir auglýst til sölu hjá Ríkiskaupum  Fyrsta varðskipið til að beita togvíraklippum á landhelgisbrjót  Hefur bjargað óhemju mörgum skipum, segir skipherra  Markaðskönnun nú hafin Morgunblaðið/Ómar Tímamót Varðskipið Ægir hefur legið óhreyft við Skarfabakka síðustu ár. Eftir áramót kemur í ljós hvort raunhæf tilboð berast Ríkiskaupum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Matsmenn hafa verið dómkvaddir til að leggja mat á fjárhagslegt tjón Vinnslustöðvarinnar og Hugins í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar makrílkvóta. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að tjón fyrirtækjanna hafi verið metið af þeirra hálfu og skaðabótakrafa byggð á því mati. Dómkvaddir matsmenn fari nú yfir málið og það ferli geti tekið einhvern tíma. Hæstiréttur felldi tvo dóma í desember 2018 um að ekki hefði verið byggt á aflareynslu við útgáfu kvóta á grundvelli reglugerða 2011 til 2014 eins og skylt hefði verið og sama fyrirkomulag hefði verið við- haft fram til 2018. Ríkið væri skaðabótaskylt í málinu þar sem ranglega hefði verið staðið að út- hlutun makrílkvótans og minna komið í hlut fyrirtækjanna en þeim hefði borið samkvæmt lögum. Sjö útgerðarfélög stefndu ríkinu til greiðslu skaðabóta alls að upp- hæð um 10,2 milljarðar. Fimm fé- laganna féllu frá málarekstri síð- asta vor í ljósi áhrifa af kórónuveikifaraldrinum. Eftir standa kröfur Vinnslustöðvarinnar og Hugins. Krafa Vinnslustöðv- arinnar er upp á 982 milljónir króna og Hugins upp á 839 millj- ónir. Vill ræða við ráðherra Sigurgeir rifjar upp að hann hafi síðasta vor lýst áhuga á að fara yfir stöðuna með oddvitum ríkisstjórn- arinnar, sem gagnrýnt hafa kröf- urnar. Hann segir að það boð standi enn og þá myndi gefast tækifæri til að fara yfir málið og hugsanlega semja um lyktir þess. Hann segist gera sér grein fyrir að í nógu hafi verið að snúast hjá ráðherrunum síðustu vikur og mán- uði og hafi því ekki ýtt á eftir slík- um fundi. Matsmenn meta tjón í makríl  Kröfur vegna makríls enn í gangi Samráð Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson vill ræða við ráðherra. Reglugerð menntamálaráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna kór- ónuveirufaraldursins tekur gildi í dag. Í reglugerðinni er meðal annars kveðið á um grímuskyldu fyrir börn í fimmta bekk og upp úr. Einnig er kveðið á um fjöldatakmarkanir. Til að aðstoða við skólahald sendi biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, sóknum þjóðkirkjunnar bréf á sunnudag þess efnis að þær brygðust við og byðu fram, þar sem hægt er að koma því við, safnaðar- heimilin undir skólastarf. Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, velti því upp í samtali við Morgunblaðið í gær hvort ekki hefði verið einfaldast að koma á grímuskyldu fyrir alla ald- urshópa grunnskóla. Hrefna segir mikilvægt að reglurnar séu einfald- ar og skýrar. „Maður skilur auðvitað að það getur verið snúið fyrir yngri börnin að hafa þær á sér en ég held að það sé alltaf sveigjanleiki og skilningur með það, þetta er líka nám, að læra að nota grímu, snúa því upp í leik. Við erum auðvitað að tala um börn og mismunandi þroskastig og taka þarf tillit til þess,“ segir Hrefna. Vel undir grímuskyldu búin Jón Pétur Zimsen, aðstoðar- skólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík, segir nemendur og starfsfólk skólans vel búið undir nýj- ar reglur. Nemendur við skólann hafa notað grímur undanfarnar tvær vikur. Jón segir að mikið sé lagt upp úr loftræstingu í skólanum auk grímunotkunar. „Við erum svo heppin að vera með svalahurðir í mörgum stofum og get- um opnað í gegn. Svo keyptum við viftur fyrir stofur sem eru ekki með hurðir og þá getum við sett viftur við gluggana og blásið inn fersku lofti í stofurnar þar sem loftið er frekar kyrrt. Maður verður að leita leiða til að koma loftinu í gang. Þetta er líka ódýr lausn sem hefur mikil áhrif, eins og með grímurnar,“ segir Jón. Jón segir það skipta mestu að nemendur hafi fasta viðveru í skól- anum „fyrir andlega heilsu, að hafa eitthvað fyrir stafni og að það reyni vitsmunalega á þau í skólanum. Það er ekkert út í bláinn að þau séu í skólanum, við þurfum að halda áætl- un og ég held að það muni takast betur núna en í fyrstu bylgju,“ segir Jón. liljahrund@mbl.is Breytt snið skólahalds hefst í dag  Allt gert til að lágmarka áhrif aðgerða á skólagöngu barna og ungmenna  Skólahald mikilvægt jöfnunartæki, segir skólastjóri  Sóknir hvattar til að bjóða fram safnaðarheimili undir skólahald Morgunblaðið/Eggert Jöfnunartæki „Svo er skólinn líka bara jöfnunartæki, að nemendur komi, fái að borða og geti talað við fullorðna um líðan sína. Það er algjört lykilatriði að við fáum nemendur sem mest hingað inn,“ segir Jón Pétur Zimsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.