Morgunblaðið - 03.11.2020, Page 8

Morgunblaðið - 03.11.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 Á Íslandi vissu allir nema frétta-menn á „RÚV“ að „stór- blaðið“ NYT hefði stutt demókrata í öllum kosningum um herrans háa tíð. „RÚV“ sló jafnan upp sem mikilli frétt þegar dagblaðið nefndi að það myndi styðja demókrata núna eins og jafnan. Það má vera að „RÚV“ hafi sleppt þessu loksins núna, enda búið að hlæja óþægi- lega mikið að því hvað fréttastofan var úti að aka. Sumir bentu á að skrítna fréttastofan hefði mis- munað demókrötum og páfanum með því að segja ekki frá því að páfinn gæfi til kynna að hann væri veikur fyrir kristinni trú um þess- ar mundir. Páll Vilhjálmsson sér þetta svona:    Kosningasigur Trump fyrir 4árum var í raun krýning Pút- íns lávarðar Rússlands á forseta Bandaríkjanna. Sögðu fjölmiðlar. Margra ára rannsóknir afhjúp- uðu Pútín-samsærið sem heila- spuna frjálslyndra og fjölmiðla.    Degi fyrir kjördag 2020 und-irbúa frjálslyndir fjölmiðlar (sama liðið) nýja Elvis Presley lifir kenningu. Að Trump lýsi yfir sigri þótt hann tapi. Rökin verða þau að Trump sigri á kjördag en enn séu ótalin x milljónir utankjörfund- aratkvæða.    Kannski sigrar Trump, enkannski tapar hann. Kannski verður jafntefli á kjördag, eða því sem næst. Enginn veit.    En allir sem fylgjast með vitaað stærsti rugludallurinn í al- heimstjörninni eru frjálslyndir fjölmiðlar.“ Sjá enn geimverur STAKSTEINAR Útivistarskór SMÁRALIND www.skornir.is • Leður • Vatnsheldir • Vibram sóli Verð 24.995 Stærðir 36-47 Netverslun www.skornir.is Le Florians High Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi lést á hjúkrunarheimilinu Sól- túni 30. október síðast- liðinn, níræður að aldri. Örlygur fæddist 21. desember 1929 í Viðey, sonur Hálfdanar Hall- dórssonar, verslunar- stjóra Kárafélagsins í Viðey, og Jóhönnu Guð- laugar Bjarnadóttur, húsmóður í Viðey og Reykjavík. Örlygur ólst upp í Viðey, þorpinu sem stóð á Sundbakka við austurenda eyjunnar. Hann gekk þar í Viðeyjarskóla sem síðar komst í eigu Steins Steinarr skálds. Örlyg- ur stundaði einnig nám við Héraðs- skólann á Núpi í Dýrafirði og síðar við Samvinnuskólann, lauk þar verslunarprófi 1953 og framhalds- deildarprófi árið eftir. Áður en Örlygur sneri sér að bókaútgáfu starfaði hann m.a. hjá Samvinnutryggingum og í nokkur ár á fræðsludeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, SÍS. Hann var um tíma ritstjóri Hlyns, blaðs samvinnustarfsmanna og var blaða- maður hjá Samvinnunni. Ásamt svila sínum, Erni Mar- inóssyni, stofnaði Örlygur Bókaút- gáfuna Örn & Örlyg árið 1966, sem starfrækt var til 1994. Meðal ritverka sem hann kom að var Landið þitt, Reykja- vík - sögustaður við Sund, Ensk-íslensk orðabók, Íslensk al- fræðiorðabók og fleiri orðabækur, Ferðabók Eggerts og Bjarna, Dýraríki Benedikts Gröndal og Skútuöld- in. Síðar stofnaði hann Íslensku bóka- útgáfuna sem hélt áfram útgáfu ferða- handbóka og fleiri rit- verka; gaf m.a. út Vegahandbókina og Útkallsbækur Óttars Sveins- sonar. Örlygur var meðal stofnenda Við- eyingafélagsins og stóð lengi fyrir leiðsögn um eyjuna. Hann var um skeið forseti Slysavarnafélags Ís- lands, eftir að hafa setið í stjórn slysavarnadeildarinnar Ingólfs og verið þar formaður. Hann fékk fjöl- margar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. fálkaorðuna árið 1991 og árið 2006 var hann heiðraður af Ferðafélagi Íslands með Pálsorð- unni. Eftirlifandi eiginkona Örlygs er Þóra Þorgeirsdóttir húsmóðir. Syn- ir þeirra eru Þorgeir, Örlygur Hálf- dan, Matthías, d. 2014, og Arnþór. Andlát Örlygur Hálfdanarson Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Eigendur og stjórn Mjólkursamsöl- unnar (MS) hafa ákveðið að skipta starfseminni upp í sjálfstæð félög í sömu eigu. Tvö ný félög munu fara með erlenda starfsemi fyrirtækisins en það þriðja með innlenda starf- semi, að því er fram kemur í til- kynningu sem samvinnufélagið Auðhumla hefur sent bændum. Með breytingunni munu Ísey út- flutningur ehf. og eignarhlutur í móðurfélagi Ísey Skyr Bars ehf. færast í félagið MS erlend starf- semi ehf. og hlutur í bandaríska skyrfyrirtækinu Icelandic Provi- sions í félagið MS eignarhald ehf. Bæði félögin verða síðan í eigu sam- vinnufélagsins Auðhumlu sem fer með 80% hlut og Kaupfélags Skag- firðinga sem fer með 20% hlut eins og í MS. Fram kemur í tilkynningunni að Ari Edwald, sem hefur verið fram- kvæmdastjóri Ísey útflutnings sam- hliða forstjórastarfinu hjá MS, mun nú stýra MS erlendri starfsemi og MS eignarhaldi. Ari mun þannig fara með alla erlenda starfsemi. Pálmi Vilhjálmsson hefur verið ráðinn forstjóri MS, en han var áð- ur aðstoðarforstjóri félagsins. Erlend starfsemi MS sett í ný félög  Ari Edwald stýrir nýju félögunum en Pálmi Vilhjálmsson verður forstjóri MS Ljósmynd/aðsend Skyr Vörur undir merkinu Ísey finnast sífellt víðar um heiminn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.