Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ sem við erum með mikið klefapláss en síðustu aðgerðir hafa vissulega áhrif,“ segir Heiður og bætir við að ferðavilji Íslendinga sé eðlilega lítill í þessu ástandi. „Við erum búin að búa til margar áætlanir, enda sáum við tækifæri í því að bjóða Íslendinga velkomna í vetur. Við vorum mjög spennt fyrir því en maður veit varla lengur við hvaða áætlun skuli miða við. Það sem hefur aftur á móti gerst er að heimamenn hafa tekið staðnum gríðarlega vel. Árskortshafar á heimamarkaði eru að nálgast þúsund og það munar vissulega um það.“ Byggir upp eigið fyrirtæki Fram undan hjá Heiði er áfram- haldandi uppbygging ferðaþjónustu- fyrirtækisins Austurfarar sem er í hennar eigu. Fyrirtækið var sett á laggirnar árið 2011. „Þá var þetta í grunninn ferðaskrifstofa sem var auk þess í öðrum tengdum verkefn- um. Við vorum að selja ferðir um Austurland. Áherslurnar hafa breyst og byggir fyrirtækið nú á heilsárstjaldstæði og upplýsinga- miðstöð ásamt því að vinna markaðs- verkefni með sveitarfélaginu. Þess utan erum við í fleiri verkefnum og margt á teikniborðinu sem ég bíð spennt eftir að koma í framkvæmd,“ segir Heiður. „Ég er mikill frumkvöðull í eðli mínu og því vissi ég að hlutdeild mín að Vök Baths kæmi til með að vera tímabundin. Ég sá fyrir mér að taka þátt í því að koma þessu af stað og fá þannig að setja minn svip á verk- efnið. Eftir ár í rekstri taldi ég mig vera búna að gera það sem ég ætlaði mér og því væri upplagt fyrir nýjan aðila að koma inn. Þrátt fyrir veiruna hefur uppbyggingin gengið vel og fólk er virkilega ánægt með hvernig til hefur tekist. Nú fer ég aftur í frumkvöðlagírinn, sem er alltaf jafn spennandi.“ Knúin til að skella í lás Baðlónið Vök Baths var opnað fyrir um ári og hefur notið mikilla vinsælda.  Nýr framkvæmdastjóri tekur við Vök Baths á næstu vikum  Hafa selt nær þúsund árskort til heimamanna  Áætlanir breytast sífellt sökum faraldurs nýir fólksbílar það sem af er ári og er það aukning upp á 1,9% miðað við sama tíma í fyrra þegar selst höfðu 4.314 bílar til sama hóps. Umræddur hluti markaðarins er því nokkurn veginn á pari miðað við fyrra ár. Almenn fyrirtæki, að bílaleigum undanskildum, hafa keypt 1.656 bif- reiðar í ár miðað við 1.690 bifreiðar í fyrra, eða einungis 2,0% færri en í fyrra. Samdrátt í heildsölu það sem af er ári má því nær einvörðungu rekja til færri seldra bíla til ferða- þjónustunnar. aronthordur@mbl.is Sala á nýjum fólksbílum jókst um 12% í október sé miðað við sama mánuð í fyrra. Október er þannig þriðji mánuðurinn af síðustu fjórum þar sem söluaukning mælist milli ára. Þetta kemur fram í tölum Bíl- greinasambandsins. Þó er samdráttur í sölu ef horft er til fyrstu tíu mánaða ársins saman- borið við sama tímabil í fyrra. Í heildina hefur salan því dregist sam- an um 23,7%. 8.008 fólksbifreiðar hafa selst í ár en í fyrra voru þær 10.449 talsins. Til einstaklinga hafa selst 4.396 Sala á nýjum fólksbifreiðum jókst  Aukningin nemur 12% í október Morgunblaðið/Ómar Bifreiðar Söluaukning er í flokki nýrra fólksbifreiða í októbermánuði. 3. nóvember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 140.56 Sterlingspund 182.33 Kanadadalur 105.64 Dönsk króna 22.069 Norsk króna 14.815 Sænsk króna 15.859 Svissn. franki 153.63 Japanskt jen 1.3439 SDR 198.49 Evra 164.33 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 195.0482 Hrávöruverð Gull 1875.8 ($/únsa) Ál 1820.5 ($/tonn) LME Hráolía 37.5 ($/fatið) Brent Birgir Jónsson hefur sagt starfi sínu lausu sem forstjóri Póstsins en hann tók við starfinu í maí í fyrra þegar fyrirtækið var á barmi gjaldþrots. Í tilkynningu frá Íslandspósti sagði að Birgir hefði leitt mikið um- breytingastarf hjá fyrirtækinu sem skilað hefði mikl- um viðsnúningi á vettvangi þess. Í færslu sem Birgir birti á Lin- kedin í kjölfar tíðindanna skýrði hann frá því að með aðkomu sinni hefði hann viljað sýna fram á að hægt væri að reka ríkisfyrirtæki á sama hátt og öll önnur fyrirtæki. „Þetta hefur verið algjörlega frá- bært verkefni en ég taldi að nú væri rétti tíminn til að skipta um við stýrið, stærstu rekstrarmálin eru leyst og önnur sjónarmið, og svo það sé bara sagt hreint út pólitískari sjónarmið, fara að skipta meira máli. Þetta er kannski eðlilegt í ljósi eignarhaldsins. Ég sem rekstrarmaður finn mig hins vegar ekki alveg nógu vel í slíkri stöðu og tel mig ekki hafa mikið að gefa í henni.“ Í tilkynningu fyrirtækisins segir að Birgir muni gegna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans verður ráðinn til starfa. Birgir hættir Birgir Jónsson  Pólitísk sjónarmið blandast í reksturinn BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það má að vissu leyti segja að þetta hafi verið dramatískt. Á mínum síð- asta degi kom tilkynningin frá ríkis- stjórninni og í kjölfarið var skellt í lás hjá okkur,“ segir Heiður Vigfús- dóttir, fyrrver- andi fram- kvæmdastjóri Vök Baths á Eg- ilsstöðum. Hún lét af störfum nú um helgina eftir fjögur ár í starfi hjá félaginu en staðurinn var opnaður sumarið 2019. „Ég þáði starf- ið fyrir fjórum árum og var ég þá bú- in að sjá fyrir mér að eftir um ár í rekstri myndi ég gefa boltann yfir á annan aðila. Núna bíð ég bara spennt eftir því að nýr framkvæmdastjóri mæti á svæðið,“ segir Heiður, en ráðningu nýs framkvæmdastjóra hefur seinkað sökum faraldursins. Ráðgert er þó að gengið verði frá ráðningu á næstu vikum. Heimamenn æstir í lónið Ljóst er að heimsfaraldurinn hef- ur gríðarleg áhrif á rekstur Vök Baths enda eru nær engir ferða- menn í landinu. Forsendubresturinn er því algjör, sem hefur gert undan- farna mánuði þunga. Þá hefur fyrir- tækið neyðst til að skella í lás í ljósi nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar. „Það er lokað hjá okkur núna, en það er stefnt að því að hafa hefðbundinn afgreiðslutíma áfram í vetur. Það verður opið alla daga og lengur um helgar. Fjöldatakmarkanir hafa hingað til haft lítil áhrif á okkur þar Heiður Vigfúsdóttir Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.