Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það var sér-stök mann-gerð sem
horfði fyrst og síð-
ast á fyrirferðar-
mikla stórlaxa ná á
örfáum árum
undirtökum í íslensku við-
skiptalífi í krafti einkenni-
legrar stöðu í alþjóðlegu lána-
kerfi, sem þeir náðu að misnota
út í æsar. Einn stjórnmála-
flokkur rann á blóðlyktina.
Samfylkingin sem þjáðst hafði
lengi af pólitískri minnimáttar-
kennd gaut augum til þessa
bjargræðis. Hún var þó ekki
ein flokka um að forðast að taka
hart á móti, eins og skylt var.
Fleiri áttu einnig sök. En Sam-
fylkingin var ein um að tala
beinlínis máli þeirra sem byggt
höfðu upp óeðlilegar aðstæður
og voru ráðnir í að nota þær út í
æsar. Og forsvarsmenn hennar
báru blak af því opinberlega og
af mikilli ósvífni í þeirri von að
fá að fljóta með til pólitískra
áhrifa.
Eftir að áfallið varð víða um
lönd var búin til bylting hér,
hún kennd við búsáhöld til að
gefa því vingjarnlegt yfirbragð.
Nú harma menn mest alls að
hafa ekki náð að brjóta varnir
landsins á bak aftur. Þeir sem
voru drýgstir við að kosta um-
brotin voru sömu aðilar og
tókst að ryksuga lífeyrissjóði í
aðdraganda fjármálaáfallsins.
Það var aldrei rannsakað, þrátt
fyrir látalæti, því að forsvars-
menn þeirra héldu sjálfir utan
um „könnun“ þess máls og er
það einn versti kattarþvottur
þessara ára og reyndar
óskammfeilið að kenna þau
brögð við þá snyrtilegu dýra-
tegund.
Ríkisstjórn Jóhönnu og
Steingríms var ráðin í því að
ganga erinda erlendra fjár-
glæframanna gagnvart eigin
þjóð og gerði tilraun til að
hengja skuldir sem glæfra-
menn höfðu sjálfir stofnað til á
herðar íslensks almennings.
Með því átti að kenna stjórn-
málalegum andstæðingum um
atferlið og láta slíkar fullyrð-
ingar ganga um langt árabil.
Það tókst ekki eins vel og til
stóð, þar sem tekið var á móti í
því tilviki.
Til hliðar við þetta var soðin
upp staða og látið eins og sú
væri bein afleiðing af banka-
áfallinu hér, þótt það hefði
sömu meginástæðu sem gerði
vestrænum þjóðum almennt
erfitt fyrir. Það var ákveðið að
á Íslandi hefði íslenska stjórn-
arskráin verið undirrót ófar-
anna! Sú sama sem nánast
hvert mannsbarn, sem aldur
hafði til, hafði samþykkt í sömu
mund og til lýðveldis var stofn-
að í landinu. Hvergi í öðrum
löndum var sá tilbúnaður hafð-
ur uppi. Þá var því beinlínis
skrökvað upp að
vandinn hefði kom-
ið upp hér fyrst og
síðast vegna þess
að Ísand væri ekki
í ESB! Það var
stórbrotin tilraun
til að hafa endaskipti á tilver-
unni. Það hrópaði framan í
hvern mann hvernig ESB-ríki
höfðu farið út úr ógöngunum,
frá Grikklandi og upp úr.
Í ESB var gripið til aðgerða
sem sagt var að aldrei hefðu
sést áður og gætu einungis
staðið um skamma hríð. Nú,
meir en áratug síðar hefur
seðlabanki ESB ekki enn náð
sér út úr ógöngunum sem öfug-
snúin vaxtastefna heldur lönd-
unum í. En tilþrifin áttu eftir að
versna. Kallað var á fólk með
tombóludrætti til að hefja um-
byltingu á stjórnarskrá. Eng-
inn hafði velt stjórnarskrár-
málum fyrir sér! Enginn heyrt
á það minnst að íslenska stjórn-
arskráin væri vandræðagripur!
Þannig var ekki talað í nálæg-
um löndum. Þúsund manns sat
við 100 borð í Laugardalshöll
með „leiðbeinendur“ á hverju
borði. Og það gerðust mikil
undur, svo minnti helst á fjöl-
mennan miðilsfund. Á 100
borðum duttu menn niður á 5
helstu „vandamálin“ við ís-
lensku stjórnarskrána. Í fram-
haldinu var kosið „stjórnlaga-
ráð“ til að fá þetta veganesti.
Kosningarnar enduðu með
þeim ósköpum að Hæstiréttur
landsins komst ekki hjá því að
blása vitleysuna út af borðinu.
Einhver hefur sennilega komið
því inn í höfuðið á Jóhönnu að
með svona aðferðum hefðu
Bandaríkjamenn fundið John
Adams, Benjamin Franklin,
Hamilton, Jefferson, Madison
og George Washington.
Þessir kunnu til verka, þótt
lítið bæri á trallinu og hefur
verk þeirra enst vel.
Lengi vel lét almenningur
þennan skrípaleik fara fram
hjá sér. En eftir að hópur, sem
kom að þessu verki þótt Hæsti-
réttur hefði ógilt kosningu
hans, fór að hafa hátt, gerðu
flestir ekkert með þau tilþrif og
gengu út frá að vitleysan myndi
gufa upp. En engu er líkara en
að íslenskir stjórnmálamenn,
og jafnvel þeir sem eiga þó að
teljast í fremstu röð, séu
hræddir þetta hávaðafólk. Það
hefur þó enga stöðu nema
þennan hávaða. En nú er farið
að sjást að margur hefur fengið
nóg. Fjölmargir lögfræðingar
hafa tjáð sig um allan þennan
vandræðagang, af ígrundun og
skynsamlegu viti og hávaða-
laust. Er fengur að því. Von-
andi hætta stjórnmálamenn að
láta þá hotta á sig sem minnst
allra hafa um þetta mál að
segja, ef hávaðinn er skilinn
frá.
Af hverju segir eng-
inn þessu fólki satt
um hið sárgrætilega
furðuverk?}
Ónýtt umstang
F
yrir fjórum árum var litið á forseta
Bandaríkjanna sem leiðtoga hins
frjálsa heims. Leiðtogi á að vera
fyrirmynd, hann eflir virðingu
fyrir góðum gildum og gætir þess
að stofnanir samfélagsins standi vörð um þau.
Trump hefur þvert á móti markvisst dregið úr
trausti manna á milli og á stofnunum sam-
félagsins. Það gera þeir líka sem feta í fótspor
hans og gera lítið úr vísindum, tortryggja sífellt
hina vönduðustu fjölmiðla og búa til hliðstæðan
veruleika með „annars konar staðreyndum“.
Svona fólk er líka til á Íslandi. Búið er til bull
um „djúpríkið“ sem vinnur gegn alvöru stjórn-
málamönnum eins og Trump, bandalag sem er
svo ósýnilegt og leynilegt að þeir sem eru hluti
af því hvorki sjá það sjálfir né vita af því.
Alið er á vantrausti í garð „andlitslausra
embættismanna“ sem dragi úr valdi kjörinna fulltrúa.
Embættismenn eiga einmitt að gæta þess að lögum sé
fylgt og að sömu reglur gildi um alla. Þegar menn eins og
Trump ná kjöri er einmitt þörf á stofnunum sem geta
gripið inn í þegar þeir virða reglur að vettugi. Þar brást
stjórnkerfið í Bandaríkjunum, en sem betur fer ekki allir
fjölmiðlar.
Sumum þótti lítið til George W. Bush koma því hann
væri mikill hægri maður, sem kannski er rétt. Hann var-
aði við þremur hættum sem steðjuðu að samfélaginu,
ólánsþríburarnir: Einangrunarstefna, verndarstefna og
þjóðernishyggja. Allt þetta hefur Trump ástundað. Sumir
hægri menn á Íslandi telja að þeir eigi að halda með
Trump, manni sem er andsnúinn öllum hug-
sjónum um frjáls viðskipti, alþjóðlega sam-
vinnu og virðingu fyrir jafnrétti. Í raun er
hann holdgervingur sérhagsmuna – fyrst og
fremst eiginhagsmuna.
Sú mynd sem hefur stimplast skýrust inn í
huga minn um Trump er meðferðin á börnum
þeirra sem reyndu að komast inn í Bandaríkin.
Forsetinn gaf skipun um að aðskilja þau frá
foreldrum sínum. Morgunblaðið flutti fréttir af
þessu fyrir tveimur árum: „Börnin, sem meðal
annars eru geymd í búrum, gráta og biðja um
foreldra sína.“
Þegar einhver vill hrósa Trump, segir að
hann tali mannamál og standi við orð sín, hugs-
um þá um 545 börn sem enn eru í slíkum búð-
um vegna þess að foreldrar þeirra finnast ekki.
Forsetinn sjálfur sagði að „það væri svo vel
séð um þessi börn“. Í greininni var sagt frá heimsókn í at-
hvarf í Texas þegar blaðamaður kemur að tveggja ára
grátandi stúlku sem liggur á dýnu: „Starfsmaður reynir
að færa henni leikföng og bækur og að róa hana niður, án
árangurs. Enda mega starfsmennirnir ekki snerta börnin,
þeir mega ekki taka litlu stúlkuna upp og reyna að hugga
hana.“
Sumir telja að Trump tapi vegna þess að hann hefur
reynst skemmdarverkamaður í faraldrinum. Kannski
dugir það til, en þá sannast máltækið: Fátt er svo með öllu
illt að ekki boði nokkuð gott.
Benedikt Jó-
hannesson
Pistill
Dagur vonar
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ungt fólk hefur lengi staðiðframmi fyrir miklumerfiðleikum við að komasér þaki yfir höfuðið,
ekki síst við að brúa bilið á milli
íbúðalána og kaupverðs. Um nýliðin
mánaðamót tóku gildi lögin um hlut-
deildarlán sem eiga að auðvelda
tekju- og eignaminni einstaklingum
að fjármagna sín fyrstu fasteigna-
kaup. Opnað var fyrir umsóknir ein-
staklinga í gær og jafnframt var
opnað fyrir skráningu byggingar-
aðila í samstarf við Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun (HMS) um upp-
byggingu íbúða inn í kerfið. Reynsl-
an á svo eftir að leiða í ljós hversu
vel þetta úrræði mun leysa úr hús-
næðisvanda ungs fólks.
Þurfa á stuðningi að halda
Fram kom þegar frumvarpið
um hlutdeildarlán var lagt fram að
þótt fyrstu kaupendum á fasteigna-
markaði hefði fjölgað þyrfti sífellt
hærra hlutfall þeirra á stuðningi for-
eldra eða annarra að halda til að
geta keypt fasteign. HMS vísaði í
kannanir sem leiddu í ljós að hlutfall
þeirra sem fengu aðstoð við að fjár-
magna fyrstu íbúðakaup sín frá ætt-
ingjum eða vinum allt frá árinu 2010
er 59%. Til samanburðar var hlutfall
þeirra sem fengu aðstoð aðeins 35%
á níunda áratugnum og 44% frá
aldamótum til ársins 2009.
Fyrstu kaupendum í fasteigna-
viðskiptum fer þó fjölgandi jafnt og
þétt. Þjóðskrá hefur nú birt tölur
sem leiða í ljós að hlutfall þeirra sem
eru að kaupa sér sína fyrstu fast-
eigna af heildarfjölda viðskipta á
fasteignamarkaði hefur ekki verið
hærra um árabil. Það fór yfir 30% í
fyrsta sinn á landinu öllu á þessu ári.
Á höfuðborgarsvæðinu fór hlutfallið
upp í 32% (795 kaupsamningar) af
öllum fasteignaviðskiptum á þriðja
fjórðungi þessa árs og hefur ekki
verið hærra allt frá árinu 2008, sem
er það tímabil sem gögn ná yfir. Til
samanburðar var hlutfall fyrstu
kaupenda íbúðarhúsnæðis 8-10% á
árinu 2010 og 20-22% á árinu 2015.
Þessi þróun hefur verið í sömu átt í
öðrum landshlutum. Hlutfall fyrstu
kaupenda var hvergi hærra en á
Vesturlandi þar sem það var 39% og
38% á Austurlandi.
Fjallað var um ástæður þess að
hlutur fyrstu kaupenda á húsnæð-
ismarkaði hefur margfaldast á ein-
um áratug í mánaðarskýrslu Hús-
næðis- og mannvirkjastofnunar í
ágúst sl. og var þar bent á að í kjöl-
far efnahagshrunsins mætti gera
ráð fyrir að yngra fólk hefði ekki
haft tök á að festa kaup á íbúð og
hlutfallið því verið lágt þess vegna.
Þegar hagkerfið komst aftur á skrið
mætti sjá að hlutfallið tók aftur að
hækka. Fasteignaverð hækki yfir-
leitt nokkuð vel í takt við hagsveifl-
una sem geri að verkum að veðrými
heimilanna aukist, sem aftur geri
mörgum foreldrum kleift að lána af-
kvæmum sínum fyrir útborgun
fyrstu kaupa. Fleira kemur vita-
skuld til, bæði vaxtalækkanir að
undanförnu og heimildir til að nota
séreignarsparnað í íbúðakaup hafa
stuðlað að fasteignakaupum.
Stærsti hópurinn eignast sitt
fyrsta húsnæði fyrir þrítugt
Sjá má af tölum Hagstofu Ís-
lands að stærsti aldurshópur þeirra
sem eru að ráðst í sín fyrstu fast-
eignakaup eignast sitt fyrsta íbúðar-
húsnæði fyrir þrítugt. Hlutfall
þeirra sem eignast sitt fyrsta íbúð-
arhúsnæði af meðalmannfjöldanum
hér á landi nær hámarki í kringum
26 til 28 ára aldur en hlutfallið fer
síðan lækkandi með hærri aldri.
Fyrstu kaupendum
fjölgar á markaði
Morgunblaðið/Eggert
Nýbygging Af 2.448 fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu á þriðja
ársfjórðungi voru 795 eða 32% að kaupa sína fyrstu íbúð, skv. Þjóðskrá.
Fjöldi þeirra sem kaupa sína fyrstu íbúð
Eftir ársfjórðungum á höfuðborgarsvæðinu 2015-2020
35%
30%
25%
20%
15%
800
600
400
200
0
Fjöldi fyrstu kaupenda Hlutfall heildarfjölda (%)
2015 2016 2017 2018 2019 2020
H
ei
m
ild
:
H
ag
st
of
an
Hlutfall Fjöldi
20%
32%
30%
26%
24%
26%