Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020
Sagt hefur verið að
það sé hugsjón í dag
að vera sauðfjárbóndi.
En hvað um mjólk-
urbóndann? Ætli það
sé auðvelt að vera við
dyr banka og fjár-
málastofnana eftir leit
að nýju veði fyrir
hækkandi láni til að
geta stækkað búið?
Svör bankastofnana:
Þú færð ekki lán nema þú stækkir
búið enn meira og fjárfestir meira.
Þú verður að kaupa aukinn mjólk-
urkvóta og um leið verður þú að
stækka fjósið og kaupa fleiri tæki,
þau nýjustu og afkastamestu sem
eru á markaði.
Af tvennu illu er auðveldara að
vera þvingaður til að lifa af hugsjón
en að lifa nær alla ævi í endalausu
kapphlaupi við að kaupa kvóta í
mjólkurframleiðslu eða sauðfjár-
framleiðslu, sem fást ekki keyptir
með venjulegum viðskiptaháttum.
Mjólkurframleiðsla umfram kvóta,
er nær verðlaus í dag, um 4 kr. á
lítra og seldur dilkur án kvóta
greiðir ekki nema örlítinn hluta af
framleiðslukostnaði.
Kvótinn
Kvóti var settur á þessar tvær
hefðbundnu búgreinar til að stjórna
framleiðslunni, sem var aðgangur
að beingreiðslum til bænda, um 12
milljörðum á ári. Þrátt fyrir það
lifa bændur ekki af þessari fram-
leiðslu, nema þeir geti aukið fram-
leiðsluna verulega, sem tiltölulega
fáir hafa getað gert, því mjög lítill
kvóti fæst keyptur á markaði
vegna bundins lágmarksverðs.
Kvótinn bindur þetta fjármagn
bænda án möguleika til verðmæta-
aukningar við þessar aðstæður og
er algjör andstæða við fisk-
veiðikvóta að þessu leyti. Verðið fer
ekki eftir eftirspurn heldur upp-
gefnu lámarksverði sem miðað er
við.
Kvótinn hindrar þannig í dag all-
ar framfarir í þessum búgreinum
og því verður að breyta verðlagn-
ingu kvóta, sem heimild til nið-
urgreiddrar framleiðslu, með upp-
kaupum ríkisins af handhöfum,
eftir því sem þeir hætta fram-
leiðslu. Við það gæti yngri kynslóð
tekið við af þeirri
eldri, sem fengi greitt
fyrir kvótann sem hún
hefur áunnið og við-
haldið eða keypt dýru
verði. Leyfi til fram-
leiðslu vegna upp-
kaupa ríkisins af slík-
um kvóta væri
úthlutað smátt og
smátt án verðs, með
tilliti til þess að góð
bú gætu stækkað.
Afurðastöðvarnar
Bændum er sagt að þeir eigi af-
urðastöðvarnar og geti stjórnað
þeim. Reyndin virðist vera sú að
forstjórar stjórni og að bændur á
aðalfundum eða í stjórn fái þar
engu ráðið. Hvernig er háttað
greiðslum til bænda fyrir afurð-
irnar frá afurðastöðvunum? Sama
og ætíð áður. Allir fá sitt í fram-
leiðslu til neytenda nema bændur.
Við þá er sagt: Þetta er það sem er
eftir. Sauðfjárbóndinn fær t.d. tæp-
lega eitt læri úr búð fyrir lambið
sem hann lagði inn.
Afurðastöðvarnar eru í dag ein-
okunarstöðvar gagnvart bændum,
því það er engin samkeppni á þess-
um markaði. Þær ráða hvað kemur
til sölu frá þeim og á hvaða verði.
Einnig ber að líta til hinna þriggja
stóru viðskiptaaðila, Festi, Haga og
Nettó (kaupfélögin), hver með sína
afurðastöð án samkeppni í kaupum
þar á milli. Síðan verður að skoða
uppgjörsaðferðir, þar sem þær
ráða hvernig hagnaði eða veltu er
skipt milli vinnslu og sölu.
Það verður að ná fram sam-
keppni milli afurðastöðva um af-
hendingu afurða inn á opinn frjáls-
an markað með gegnsæi í
útreikningum á afurðarverði til
bænda. Einnig verður að tryggja
að framleiðendur geti selt afurðir
sínar beint til neytenda, sem koma
heim á framleiðslustað eins og gert
er erlendis.
Ný landbúnaðarstefna
Ekki er hægt að una áfram við
það kerfi í íslenskum landbúnaði,
sem skilar ekki bændum launum
fyrir störf sín með uppbyggingu og
stækkun búa sinna. Það er hvorki
hægt að lifa þar af hugsjón né í
skuldaklöfum.
Núverandi beingreiðslur til
bænda, áður niðurgreiðslur rík-
isins, til að lækka verð til neytenda
miðast við framleiðslu og hvetur til
umframframleiðslu. Þetta kerfi er
ekki samanburðarhæft við nið-
urgreiðslur í öðrum löndum.
Það þyrfti að taka upp landbún-
aðarkerfi með samskonar stuðningi
og þekkist annars staðar í Evrópu,
sem miðast við nýtingu jarðarinnar
sem hver ábúandi býr á. Miða
stuðning ríkisins við verndun lands-
ins og nýtingu en ekki framleiðsl-
una. Ef um umframframleiðslu er
að ræða á markaði, minnki bændur
landnot sín til framleiðslunnar, ella
sé stuðningurinn minnkaður.
Þessar breytingar gætu náðst
fram með aðlögun á lengri tíma frá
núverandi kerfi til þess sem við
tæki, þannig að bændur yrðu ekki
fyrir fjárhagslegum skaða, en
fengju ný tækifæri til að auka
tekjur sínar og frelsi til sóknar.
Eitt tækifærið er að opnast við
útgöngu Breta úr EB, sem þyrfti
að bregðast við strax til að geta
nýtt möguleika á útflutningi á skyri
sem MS í dag lætur erlenda aðila
framleiða fyrir sig með sérleyf-
issamningum úr erlendum hráefn-
um og þar með lakari vöru.
Fleiri tækifæri ætti að nýta, t.d.
að vernda innlenda landbún-
aðarframleiðslu gagnvart innflutn-
ingi út frá Parísarsamkomulaginu
með því að setja á sérstakt kolefn-
isgjald á vörur sem eru fram-
leiddar á Íslandi.
Samþykkja ætti sérstök lög á Al-
þingi, sem hindri innflutning á af-
urðum sem framleiddar eru með
mikilli lyfjanotkun sem getur þann-
ig myndað óheilbrigða samkeppni
við innlenda framleiðslu og valdið
neytendum heilsutjóni. Einnig þarf
strax að koma í veg fyrir tollam-
isnotkun, þegar unnið kjöt er flokk-
að sem óunnið við innflutning.
Eftir Halldór
Gunnarsson »Ekki er hægt að una
við það kerfi í ís-
lenskum landbúnaði,
sem skilar ekki bændum
launum fyrir störf sín
með uppbyggingu og
stækkun búa sinna.
Halldór Gunnarsson
Höfundur er fyrrverandi bóndi og
sóknarprestur í Holti.
Landbúnaður í fjötrum
Þótt sjúkdómurinn
hafi verið þekktur
a.m.k. síðan á dögum
Krists héldu menn
lengi vel, a.m.k. hér á
landi, að þetta væri
húðsjúkdómur. Ill-
vígur að vísu, en æv-
inlega var fjallað um
hann sem skaðlítinn.
Þegar vísindin
sýndu fram á að þetta
var alvarlegur sjálfsónæm-
issjúkdómur, með alvarlegum fylgi-
sjúkdómum, var farið að rannsaka
hann betur.
Við vorum svo heppin hér á Ís-
landi að eiga framsækna vísinda-
menn sem 1996 rannsökuðu stóra
misveika psoriasisfjölskyldu. Þessi
rannsókn er enn burðarbitinn í
framhaldsrannsóknum sem vonandi
eiga eftir að gagnast öllum heim-
inum.
Spoex, félagið okkar, hefur borið
gæfu til þess að starfa náið með
læknum og rannsakendum. 2005
stofnuðu Bárður Sig-
urgeirsson og Spoex
rannsóknarsjóð til að
efla rannsóknir á
psoriasis og exem-
sjúkdómum. Hann er
aðeins einn af mörgum
sem hafa lagt lóð á
vogarskálarnar til þess
að halda okkur upp-
lýstum um sjúkdóm-
inn.
Fyrir utan hvað
hann er langvinnur og
illskeyttur leggst hann
afar mismunandi á hvern og einn,
þannig að hver verður að læra á
sig.
Það er mikilvægt að fara í einu
og öllu eftir ráðleggingum lækna
enda skiptir það sköpum í meðferð
sjúkdómsins. Ég þori ekki fyrir
mitt litla líf að nefna fleiri íslenska
lækna eða rannsakendur af ótta við
að gleyma einhverjum, en þeir eru
ófáir sem hér hafa lagt hönd á
plóg, heimsbyggðinni allri til hjálp-
ar.
Nú mitt í heimsfaraldri er nóg að
gera á ljósastöðinni okkar, þar sem
ferðir í sólina eru ótryggar. Margir
hafa lýst hræðslu við þessar að-
stæður, en psoriasissjúklingar taka
ástandinu með yfirvegun og rósemi.
E.t.v. hefur margra ára barátta og
streð við erfiðan sjúkdóm látið okk-
ur skiljast að æðruleysi er besta
vörnin.
Miklar þakkir til allra sem leggja
sig fram við að gera okkur lífið
léttbærara.
Stafsfólk Spoex fær einlægt
þakklæti fyrir öll góðu ráðin og
elskusemi.
Þekking sjúklinga á sjúkdómi
sínum stuðlar að bættri líðan.
Ekki veitir af.
Eftir Ernu
Arngrímsdóttur
Erna Arngrímsdóttir
»Nú mitt í heimsfar-
aldri er nóg að gera
á ljósastöðinni okkar,
þar sem ferðir í sólina
eru ótryggar
Höfundur er sagnfræðingur.
vorerna@gmail.com
Verum upplýst
Undanfarnar vikur
hafa átt sér stað mót-
mæli í Nígeríu gegn
lögregluofbeldi þar í
landi. Mótmælunum
var hrundið eftir nýj-
ustu fregnir af morð-
um á saklausum borg-
urum sem framin
voru af sérsveit-
armönnum SARS,
sem lengi hafa starfað
án refsingar.
Þó að SARS (Special Anti-
Robbery Squad) hafi upphaflega
verið stofnað árið 1992 til að berjast
gegn uppgangi vopnaðra rána hefur
það fengið orðspor fyrir handahófs-
kennda handtöku, pyntingar, fjár-
kúgun og morð án dómstóla. Í ljósi
starfa sveitarinnar vinna sérsveit-
armennirnir oft í venjulegum fötum
og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síð-
ustu ár orðið þekktir fyrir að kúga
saklausa unga Nígeríubúa grimmi-
lega og starfa utan laga. Algengast
er að þeir taki sérstaklega fyrir
unga menn af handahófi og saki þá
um fjársvindl á netinu, með enga
sönnun nema það að þeir eigi far-
tölvu eða síma. Þeir krefja þá
mennina um öfgakenndar upphæðir
til þess að losna úr haldi. Í öðrum
tilvikum hafa þeir tekið fyrir fólk
og beint því að hraðbanka til þess
að taka út háar upphæðir, á meðan
þeir miða að því byssum. Einnig
hefur komið fram í skýrslum að það
er ekki óalgengt að þeir taki ungar
konur haldi og nauðgi þeim áður en
þeir sleppa þeim.
Mótmæli sem þessi eru ekki ný
af nálinni í Nígeríu, en árið 2016
var herferð hrundið af stað þar sem
kallað var eftir því að SARS yrði
leyst upp. Herferðin var farsæl og
vakti mikla athygli. Innan þriggja
ára hafði deildin verið endurbætt,
yfirfarin og leyst upp þrisvar eða
fjórum sinnum. En án árangurs.
SARS eru enn starfrækt og halda
ofbeldinu áfram.
Eftir að mótmælin höfðu staðið í
nokkra daga tóku yfirvöld á það ráð
að taka rafmagnið af ákveðnum
svæðum um landið, en mótmæl-
endur dóu ekki ráðalausir og gripu
til þess að bera kerti og ljós til þess
að sýna fram á friðinn sem þeir
óskuðu eftir. Kertafleytingar og
ljósasýningar eru þekkt tæki mót-
mæla, og má þá t.d. nefna árlega
ljósagöngu UN Women á Íslandi.
Mótmælendur hafa m.a. safnast
saman við Lekki-tollhliðið í Lagos
til þess að loka á umferð. Yfirvöld
gripu þá til þess að setja á út-
göngubann til að
sporna við mótmæl-
unum. Mótmælin hafa
farið mjög friðsællega
fram, en hinn 20. októ-
ber tóku yfirvöld raf-
magnið af öllu Lekki-
hverfinu og sendu her-
inn á mótmælendur,
sem hófu skotárás
gegn þeim. Sjö létust
samstundis og fjöldi
fólks særðist alvarlega.
Mótmælin eru ekki
bara söguleg vegna
þess að ungt fólk í Nígeríu rís upp
gegn lögregluofbeldi í landinu,
heldur líka vegna þess að konur eru
í forystu mótmælanna. Lengi hafa
konur verið kúgaðar í Nígeríu og
ekki haft eins mikil umsvif og karl-
ar, en með þessari nýju bylgju mót-
mæla má sjá breytingar í öllu sam-
félaginu, þar sem bæði konur og
fólk í LGBTQIA+-samfélaginu eru
að fá meiri rödd og það er almenn
vitundarvakning fyrir allsherj-
arbreytingum í samfélaginu.
Mótmælin hafa einnig farið út
fyrir landsteinana, en Nígeríubúar
hafa safnast saman fyrir framan
sendiráð Nígeríu um allan heim til
þess að vekja athygli á málefninu.
Alþjóðlegur stuðningur er gríðar-
lega mikilvægur til að setja pressu
á nígerísk yfirvöld. Til dæmis er
núna undirskriftasöfnun í gangi fyr-
ir því að bresk yfirvöld setji við-
urlög á nígerísk stjórnvöld til þess
að fá þau til að hlusta á og virða
kall mótmælendanna. Nú þegar
hafa tæplega 200.000 manns skrifað
undir, en 100.000 er nóg til þess að
málið verði tekið fyrir á breska
þinginu.
Ég hvet alla til þess að vekja at-
hygli á málinu á samfélagsmiðlum
með því að taka þátt í #EndSARS-
herferðinni, og íslensk stjórnvöld til
þess að taka málið upp og sýna
ungu fólki í Nígeríu, og þar með um
allan heim, stuðning.
#EndSARS-upp-
reisn gegn lögreglu-
ofbeldi í Nígeríu
Eftir Rut
Einarsdóttur
Rut Einarsdóttir
»Mótmælin eru ekki
bara söguleg vegna
þess að ungt fólk í Níg-
eríu rís upp gegn lög-
regluofbeldi í landinu,
heldur líka vegna þess
að konur eru í forystu
mótmælanna
Höfundur nemur átaka- og
þróunarfræði við SOAS-háskólann í
London.
ruteinarsdottir@gmail.com
Það er alltaf verið að birta
skoðanakannanir um fylgi
flokka og það eru 100% í
boði. Nú er sú breyting á
orðin, miðað við gömlu góðu
dagana, að það eru langtum
fleiri flokkar um hituna, að
skipta þessum prósentum á
milli sín.
Meðan fjórflokkurinn
ríkti einn var minna mál að
ná kjölfestufylgi með traust-
um stefnumálum og hæfi-
legri íhaldssemi í bland við
þjóðlegan metnað og vel-
ferðarstefnu.
Nú eru a.m.k. þrír flokkar sem
gera út á þessa pólitík, og hyllast til
að yfirbjóða, ef eitthvað er, hvort sem
það er trúverðugt eða ekki.
Þegar fimm til sex hlaupaflokkar
mælast á góðum degi með 10-17%
fylgi hver, og allt að 8% fara í hrat, þá
eru ekki efni eftir í meira en í mesta
lagi 25% fyrir stærsta flokkinn.
Þannig er nú stærðfræðin í praxís.
Hún lætur ekki að sér hæða, ekki
frekar en á dögum Sölva Helgasonar
þegar hann lék sér að tölum.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Til varnar flokknum
Alþingi Mikil fjölgun hefur orðið á stjórn-
málaflokkum sem berjast um hylli kjósenda.