Morgunblaðið - 03.11.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.11.2020, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 ✝ Björn ArnarBergsson var fæddur í Reykja- vík 13. júlí 1935, sonur hjónanna Söru Ólafsdóttur og Bergs Arn- björnssonar sem bjuggu lengst af á Akranesi. Björn lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 22. október 2020. Björn ólst upp í Reykjavík, Borgarnesi og Akranesi. Systkini hans voru Ólafur, f. 1927, d. 2008, Þorgerður, f. 1928, d. 2008, Guðrún, f. 1933, d. 2018, og Auður, f. 1945, d. 1963. Björn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ingólfsdóttur, þann 1. janúar 1958Foreldrar Ingibjargar voru Ingólfur Gunnlaugsson og Sesselja Sveinsdóttir. Börn Björns og Ingibjargar eru: 1) Sesselja, fædd 30. októ- ber 1957. Hún á Ingu Maríu og Ara Björn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Ólafi Unnari Kristjánssyni. Inga María er gift Ásgeiri Viðari maí 1975. Ingólfur Arnar, fæddur 17. ágúst 1976. Hann er giftur Carynu Gladys Boliv- ar og saman eiga þau Ingi- björgu Carmen. Björn og Inga bjuggu lengst af á Garðabrautinni á Akra- nesi, í húsinu sem þau byggðu þar. Síðustu sautján árin áttu þau heimili á Prestastíg í Grafarholti. Björn lauk meistaraprófi í rafvirkjun 1959 og varð síðar meistari í rafveituvirkjun. Hann vann alla tíð hjá RARIK og sá um Borgarfjörðinn. Hann var bæði í línuviðgerð- um og sá um að tengja bæi og bústaði. Einnig las hann af mælum og sinnti viðhaldi. Fjölskyldan fór ósjaldan með honum í ferðirnar upp í Borg- arfjörð. Björn var mikið í veiði, bæði skot- og laxveiði. Þau hjónin byggðu bústað við Vesturhópsvatn og undu sér þar löngum stundum. Björn Arnar var í björgunar- og hjálparsveitinni á Akranesi og fóru þau hjónin á sumrin í æf- ingaferðir upp á hálendi Ís- lands, löngu áður en ferðir þangað tíðkuðust. Þau ferð- uðust alla tíð mikið um landið og víða í Evrópu. Útför Björns fer fram frá Áskirkju í dag, 3. nóvember 2020. Í ljósi aðstæðna verða aðeins hans nánustu við- staddir. Árnasyni og eiga þau saman Freyju Rún og Írisi Kötlu. Ari Björn á soninn Ólaf Árna með fyrrverandi sam- býliskonu sinni, Hildi Árnadóttur. 2) Sara, fædd 16. febrúar 1962, gift Gulleik Løvskar. Hún á Arnar Ólaf Hvanndal með fyrrverandi sambýlismanni sínum, Ólafi Hvanndal, f. 1962, d. 2014. Fyrri sambýlis- kona Arnars er Fanney Hólm Margrétardóttir og saman eignuðust þau Kristófer Egg- ert. Núverandi sambýliskona Arnars er Þórunn Hafdal og saman eiga þau Storm Gulleik. Fyrir á Þórunn synina Berg Andra og Hávarð Arnar. 3) Inga Birna, fædd 6. júlí 1965. Inga Birna á Stellu Björt með Gunnari Bergmann Trausta- syni og Guðmund Ámundason með eiginmanni sínum, Ámunda Guðmundssyni. Stella er í sambúð með Alexander Fannari Kristjánssyni og eiga þau soninn Véstein Flóka. 4) Ingólfur, andvana fæddur 26. Elsku pabbi reyndist mér alltaf vel og var góður og traustur vinur. Ég er óendan- lega þakklátur fyrir að hafa átt hann að. Hann var af gamla skólanum, fæddur 1935 en var samt óhræddur við að tjá vænt- umþykju sína til sinna nánustu. Ég á eftir að sakna hlýlegs faðmlagsins sem hann var óspar á. Ég á líka eftir að sakna hnyttinna tilsvara og samtala um lífið, dauðann og allt þar á milli. Pabbi var fróðleiksfús og for- vitinn um lífið og tilveruna og var til dæmis mikill aðdáandi Lifandi vísinda og horfði alltaf á „Nýjustu tækni og vísindi“ með mér og afa þegar ég var lítill strákur. Og hann var einnig forvitinn um hið ókunna og las til dæmis bækur Erichs von Däniken. Hann var með opinn huga og vissi að við vitum ekki allt. En hann var sannfærður um að eitthvað biði okkar allra að þessu lífi loknu. Hann sagði mér eitt sinn að hann óttaðist sko ekki dauðann, nei hann væri eiginlega þvert á móti bara svolítið spenntur að fá að sjá hvað væri handan móðunnar miklu. Það var mér huggun að vita til þess að hann hefði þessa trú þegar hann kvaddi. Það er svo skrítið að hugsa til þess að hann sé ekki lengur hérna með okkur, en minning- arnar lifa og ég á nóg af þeim. Stórt safn af góðum minningum um góðan mann sem hugsaði vel um fjölskyldu sína og vini. Hans verður sárt saknað. Hvíl í friði elsku pabbi. Þinn sonur, Ingólfur Arnar. Í dag kveðjum við pabba, heiðarlegan og traustan mann. Hann átti góða vini í gegnum lífið og var mjög trygglyndur. Hann var húmoristi, fannst gaman að koma okkur til að hlæja og lagði töluvert í grínið. Hann var hugmyndaríkur og munum við eftir honum með sprell og mömmu hlæjandi. Fjölskylda pabba var stór og hann náinn sínum systkinum. Þau Stella systir hans bjuggu á Akranesi nálægt hvort öðru. Heimilin runnu saman og frændsystkinahópurinn var stór og náinn. Óli bróðir hans bjó í Reykjavík og Dúna í Kópavogi. Fjölskyldur þeirra voru líka barnmargar og hátíð í bæ þeg- ar þau komu í heimsókn á Akranes eða við suður til þeirra. Pabbi og mamma voru saman í 65 ár og fögnuðu demants- brúðkaupi 1. janúar 2018. Þau kynntust sumarið 1955 í Forna- hvammi og voru saman alla tíð eftir það. Pabbi var hávaxinn og grannur með eldrautt, liðað hár og glettinn augnsvip. Mamma var lítil og nett, með blásvart hár, bókelsk, jafnlynd og dul. Á einu ferðalaginu um landið var pabbi á spjalli við mann í Kaupfélaginu á Egils- stöðum. Mamma spurði hann hvort þetta hefði verið gamall skólafélagi þar sem hún kann- aðist ekki við manninn. Nei, hann hafði hitt hann í Kaup- félaginu á Höfn deginum áður. Foreldrar okkar ferðuðust mik- ið um landið, með okkur börnin og vinahópnum. Við fórum í tjaldútilegur og dagsferðir með nesti á sólríkum dögum. Fórum í skautaferðir í Skorradal þar sem pabbi dró okkur á snjóþot- um á bílnum og skautuðum á stöðuvötnum hér og þar í Borg- arfirði. Á frosnum vötnum gat maður séð niður á botn, sem var spennandi og ógnvekjandi. Við urðum aldrei hrædd því pabbi vissi hvað hann var að gera. Oft fórum við til Reykja- víkur til fjölskyldu mömmu, stundum í snarvitlausu veðri. Einmitt það sem pabbi var van- ur; þvælast um sveitir í veð- urofsa vinnunnar vegna. Einu sinni á leið til Reykjavíkur skreiddumst við í gegnum snjó- byl með þokuljósin á þar til við komum að stórum skafli. Pabbi fór þá út með skóflu og mokaði, setti keðjur undir bílinn og kom okkur heilum í bæinn. Hann keypti gjarnan nýjustu græjur og sniðugt dót sem hann fann. Oft voru þetta raf- tæki og alls kyns vasaljós og ýmsar nýjungar handa mömmu. Eitt af þessu var græja til skera kartöflur og fengum við fyrstu frönsku kartöflurnar sem við höfðum séð og bragðað áður en þær fengust á veitinga- stöðum. Pabbi var rómantískur og stjanaði við mömmu. Á veturna skóf hann bílinn áður en mamma vaknaði, hitaði hann upp og hellti upp á könnuna. Hann var morgunhani en mamma næturhrafn. Þau bættu hvort annað upp eins og dagur og nótt. Hjá RARIK ók hann nálægt milljón kílómetrum. Við gætum fundið það út nákvæmlega, því hann skráði það vegna vinnunn- ar og henti engu. Við munum hann við skrifborðið og mamma að elda og stússa, þá heyrðum við hann kalla eitthvað á þessa leið: „Inga, hvar var ég á fimmtudaginn í síðustu viku?“ „Þú fórst upp í Andakílsárvirkj- un um morguninn, hringdir í hádeginu frá Vatnshömrum og sagðist vera á leiðinni inn í Lundarreykjadal.“ Í bílnum var talstöð, við heyrðum oft kall úr henni, pabba svara og ljúka samtalinu með: yfir og út. Við kveðjum pabba í dag, með þakklæti í hjarta og minn- umst lífsins með honum. Hann trúði á áframhaldandi líf og að eftir dauðann myndi hann hitta foreldra sína og systkini. Við sjáum hann því fyrir okkur glaðan með sinni upprunafjöl- skyldu, það er fallegt. Sesselja, Sara og Inga Birna. Meira: mbl.is minningar Elsku afi minn, ég kveð þig með söknuði og minnist allra góðu stundanna þegar ég kom til ykkar ömmu upp á Akranes þegar ég var lítil. Þú varst allt- af mikil barnagæla og ég man hvað það var gott að kúra á stóru bumbunni þinni þegar ég var þreytt. Bestu stundirnar okkar tveggja saman voru allir bíltúr- arnir okkar niður á bryggju að skoða fuglana, þú leyfðir mér að sitja frammí og ég mátti stjórna útvarpinu. Mér fannst líka alltaf æðislegt að fá að fara með þér í vinnuna. Þú leyfðir mér að velja bækur á bókasafn- inu sem var á hæðinni fyrir neðan skrifstofuna þína og svo sat ég hjá þér og las. Í kaffitím- anum dýfðirðu iðulega sykur- mola í kaffi og gafst mér. Þú varst mikill græjukall og varst sá fyrsti sem ég vissi af sem eignaðist þráðlausan síma. Þú komst heim ofsaspenntur með ristastóra tösku, settir upp NMT-símann og hringdir í hann úr heimasímanum. Þetta fannst mér alveg ótrúlegt og hélt að þú hlytir að vera ein- hvern veginn að gabba okkur, það hefði verið þér líkt. Á sumrin fór ég oft með ykk- ur ömmu í bústaðinn ykkar við Vesturhópsvatn og hef haldið í þá hefð eftir að ég óx úr grasi og eignaðist mín eigin börn. Ein mín uppáhaldsminning af þér er í eitt skipti þegar ég var að hlaupa út til að loka hliðinu út á veg, þá sast þú í sólinni við Selið og kallaðir til mín: „Ertu þarna elsku stelpan mín.“ Ég er þakklát fyrir að dætur mínar og eiginmaður hafi feng- ið að kynnast þér elsku afi minn. Hvíldu í friði. Inga María. Björn Arnar Bergsson Einar Þorláks- son, fyrrum sveit- arstjóri á Blöndu- ósi, er látinn eftir langa og farsæla starfsævi. Hann var sveitarstjóri Blönduóss árin 1963-1978, þá Einar Ingvi Þorláksson ✝ Einar IngviÞorláksson fæddist 3. janúar 1927. Hann lést 7. október 2020. Útförin fór fram 17. október 2020. var hann einnig fulltrúi í sveitar- stjórn um tíma. Á þeim tíma sem hann var sveitar- stjóri var sveitarfé- lagið í mikilli mótun og uppbygging mikil á þessum ár- um. Þetta tímabil er líklega eitthvert mesta uppbygging- artímabil í mörgum byggðarlögum á landsbyggðinni. Á þessum tíma var meðal ann- ars uppbygging Hitaveitu Blönduóss í gangi sem var veru- legt hagsmunamál byggðarlags- ins. Einar var öflugur í störfum sínum og hafði ríkan áhuga á velgengni og framþróun svæð- isins og er ástæða fyrir okkur samferðamennina að þakka fyrir það. Þegar sveitarstjórnarstörfun- um lauk sneri Einar sér að verslunarrekstri í Vísi og varð Verslunin Vísir með öflugan rekstur um árabil þar sem þau hjónin og fjölskyldan öll þjónaði viðskiptavinum sínum af alúð og ræktarsemi. Einar var ungur mikill áhuga- maður um íþróttastarf og var þátttakandi bæði sem íþrótta- maður og öflugur félagsmaður innan ungmennafélagsstarfsem- innar. Þegar aldurinn knúði dyra naut hann þess að fylgjast með sýningum og íþróttaumfjöllun í sjónvarpinu en hann naut þess að vera með gott minni og skýra hugsun til æviloka. Þá var hann mikill áhugamað- ur um tónlist og var lengi þátt- takandi í söngstarfsemi og tón- listarflutningi hér á staðnum, þessi áhugi hefur erfst vel til af- komenda hans. Ég vil með þessum orðum þakka framlag Einars til okkar samfélags og minnist hans sem trausts félaga sem lét gott af sér leiða með ákveðni og hógværð. Minningin lifir um traustan mann. Við Vilborg flytjum Arndísi og fjölskyldunni allri okkar sam- úðarkveðjur. Valgarður Hilmarsson Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRLYGUR HÁLFDANARSON bókaútgefandi, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 30. október. Útförin verður auglýst síðar. Þóra Þorgeirsdóttir Þorgeir Örlygsson Iðunn Reykdal Hálfdan Örlygsson Guðbjörg Geirsdóttir Arnþór Örlygsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA H. SIGURJÓNSDÓTTIR, Sóleyjarima 21, lést á Hrafnistu Laugarási fimmtudaginn 29. október. Hrönn Scheving Björn Björnsson Kristín V. Samúelsdóttir Kjartan Viðarsson Bára Scheving Kjartan Guðjónsson barnabörn og langömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÉRA ÁRNI SIGURÐSSON, lést á Litlu-Grund mánudaginn 26. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á www.sonik.is/arni Arnór Árnason Ásta Rögnvaldsdóttir Hildur Árnadóttir Pétur Böðvarsson barnabörn og barnabarnabörn Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR menntaskólakennari, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 30. október. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd barnabarna, barnabarnabarna og annarra aðstandenda, Guðbjartur Kristófersson Tómas Guðbjartsson Dagný Heiðdal Hákon Guðbjartsson Magnea Árnadóttir Ingibjörg Guðbjartsdóttir Brynjólfur Þór Gylfason Okkar ástkæri STEINGRÍMUR SIGURJÓNSSON byggingafræðingur verður jarðsungin frá Grensáskirkju þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 15. Vegna aðstæðna verða bara þeir nánustu viðstaddir. Athöfninni verður streymt á http://www.sonik.is/steingrimur Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur hjá Landsbjörg. Aðstandendur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ÓSKAR HÓLMGRÍMSSON fv. bóndi í Vogi, Hvassaleiti 56, lést á Landspítalanum 31. október. Sigríður Jóhannsdóttir Jón Skúli Indriðason Hólmgrímur Jóhannsson Svanhvít Jóhannsdóttir Ragnar Axel Jóhannsson Olga Friðriksdóttir Ingvaldur Jóhannsson Ásdís Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.