Morgunblaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 ✝ SteingrímurSigurjónsson, húsasmíðameistari og byggingafræð- ingur, fæddist á Kleppsveginum í Reykjavík í húsi sem hét Reykhólar 20. ágúst 1944. Hann lést á heim- ili sínu í Reykjavík 27. september 2020. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Sveinsson, arkitekt og byggingarfulltrúinn í Reykjavík, f. 3. júlí 1918, d. 1. nóvember 1972 og Ólöf Stein- grímsdóttir, húsmóðir og gjald- keri, f. 9. mars 1919, d. 23. des- ember 2016. Bræður hans eru Sveinn Geir, f. 11. mars 1949 og Kristinn, f. 8. október 1954. Barn Steingríms með Aðal- björgu Rósu Pálsdóttur, f. 6. nóv- ember 1944, er Páll, f. 26. nóv- ember 1965, eiginkona Þórunn Halldórsdóttir, f. 9. apríl 1972, dætur þeirra eru Aðalbjörg og Sólbjört. Sonur Páls með Hlédísi Gunnarsdóttur, f. 22. ágúst 1967, byggingafræði frá Danmörku nokkrum árum síðar enda dvaldi hann í Danmörku og Svíþjóð í all- nokkur ár við nám og vinnu, upp- haflega einn á ferð en síðar með fjölskyldu sinni. Steingrímur vann að mestu við smíðar alla tíð, að frátöldum ýmsum verkum svo sem við múr- verk, húsvörður, rútubílstjóri, leiðsögumaður og ýmislegt sem til féll í lífshlaupinu. Fyrir allnokkrum árum hann- aði hann tröppur smíðaðar úr tréafgöngum á vinnustöðum, fékk þær viðurkenndar af Vinnu- eftirlitinu og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og hafði hann af smíði þeirra talsverða vinnu allt til æviloka. Var hann af því kallaður Steini tröppusmiður. Hann var áhugamaður um hand- bolta, æfði og keppti með ÍR í mörg ár, þegar því skeiði lauk var hann dómari í yngri flokkum handbolta. Ungur gekk hann til liðs við Flugbjörgunarsveitina í Reykja- vík.Steingrímur verður jarð- sunginn frá Grensáskirkju í dag, 3. nóvember 2020, klukkan 15. Vegna aðstæðna verða bara þeir nánustu viðstaddir. Streymt verður frá útför: http://www.sonik.is/steingrimur Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https.//www.mbl.is/andlat d. 23. júní 2009 er Elvar. Steingrímur kvæntist 5. júlí 1975 Valgerði Sigmars- dóttur, f. 12. sept- ember 1947, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Ólafur, f. 20. nóvember 1979, sambýliskona Aldís Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 5. desember 1983, sonur þeirra er Brimir. 2) Guðríður, f. 13. júlí 1984, eiginmaður Daði Janusson, f. 20. nóvember 1984, dætur þeirra eru Sigrún Vala, Karen Jana og Kristín Lára. 3) Kristín, f. 13. júlí 1984, sam- býlismaður Martin Öberg, dætur þeirra eru Emma Júlía og Hanna Lilja. Steingrímur ólst upp í Reykja- vík, gekk í Laugarnesskólann að því frátöldu að foreldrar hans bjuggu í Noregi frá 1955 til 1957, hann lauk sveinsprófi í húsasmíði 23. október 1966 og meist- araprófi 2. janúar 1970 og prófi í Vart er hægt að segja að frá- fall Steinda, eins og hann var jafnan nefndur af okkur félögun- um, hafi komið á óvart. Krank- leiki hafði hrjáð hann lengi og síðustu 2-3 árin verið brött. Þessi stóri sterki maður hafði lengi vitað að mein sækti að honum. En hann var veifiskati enginn og tók hlutskipti sínu af hreysti og skilningi á gangi lífs og dauða. „Viltu lofa mér því að gera ekkert með það ef ég fæ áfall, Valli minn,“ spurði kempan eitt sinn. Nei, ekki gat ég heitið því. Þá glotti karl og lagði til að hafa hægferð á hjálparkallinu. Steindi batt ekki sína hnúta á sama hátt og samferðafólk hans. Hann var stórhuga hugsjóna- maður með hagsmuni heildar í huga en smá hagnaðarvon í bland. Vegabætur, flugöryggi og flóttaleiðir í byggingum svo fátt eitt sé talið. En hann átti við sína erfiðleika og harm að stríða en bar bagga sína af karl- mennsku. Oft ræddum við sam- an í góðu tómi, t.d. í fjölmörgum ferðum til Kaupmannahafnar sem var hans heilaga borg. Þar fór margt á milli sem að góðum sið geymist. Þó get ég sagt þetta: Honum lá aldrei illt til nokkurs manns, hann bar djúpa virðingu fyrir föður sínum löngu látnum sem og móður sinni sem einnig er látin nú. Stoltur var hann af börnunum sínum sem öll komust til manns og mennta. Og hafði bræður sína í hávegum. Vöknaði karli stundum í krók þegar talið barst að fjölskyld- unni. Þar fannst honum ýmislegt hafa mátt betur fara en stund- um sendir lífið fólki úrlausnar- efni sem ekki ræðst við. Stein- grímur var bóngóður með afbrigðum og vildi allt fyrir alla gera. Því var miður að fyrir kom að menn misnotuðu sér það. Ljótur leikur var þegar aðilar úr atvinnugrein hans báðu hann að skipuleggja fyrir sig ferð til Kaupmannahafnar sem þeir ætl- uðu aldrei í. Þá sárnaði honum. Borgina þá þekkti hann út og inn, hafði dvalið þar langdvölum í námi og starfi. Bjó Steindi meðal annars hjá Klöru Pontop- pidan leikkonu, einni af þjóð- argersemum Dana. Urðu þau góðir vinir og kenndi hún honum almennilega yfirstéttardönsku. Eldra fólk í þessari gömlu höf- uðborg okkar heyrði strax á framburðinum að kappinn hafði haft kennara sem um munaði. Árum saman naut Lyftingasam- band Íslands aðstoðar Steinda í keppnisferðum þangað. Enn heyrist óma í íþróttahúsinu á Gunnar Nu Hansens Plads á Austurbergi hvatningarorð hans svo til var tekið. Sem fyrrver- andi formaður LSÍ leyfi ég mér að þakka fyrir það hér. Það var gaman að ganga um borgina við Eyrarsund með leiðsögn meist- arans. Mikil skemmtun var að eiga með honum stundir og heyra hans nálgun á hlutunum. Það er dýrmætt núna. Við áttum síðast samtal í síma rúmri viku fyrir andlátið. Var mjög af hon- um dregið þá og sennilega vissi hann að óðum styttist í. Það verður söknuður að Steingrími Sigurjónssyni. Minnti hann mjög á kappa fornaldar, hár og herðabreiður, rómsterkur og af- rendur að afli. Dettur mér nú í hug hvernig Hriflu-Jónas kvaddi annan sérlundaðan kappa með þessum orðum og geri þau að mínum: „Vertu sæll, Grettir.“ Þeim sem vilja þiggja sendi ég samúðarkveðjur. Valbjörn Jónsson. Fallinn er frá mikill sóma- drengur, Steingrímur Sigurjóns- son. Hann gekk í raðir okkar flugbjörgunarsveitarmanna fyrir um það bil 50 árum og helgaði sig björgunarstörfum alla tíð síðan. Steini var stór og stæði- legur og það sem hann hafði fram yfir ýmsa aðra var að hann hafði einnig stórt hjarta. Fyrir mörgum árum slasaðist sonur þess er þetta skrifar og var Steini fyrsti maður til að banka upp á hjá mér, bara til að faðma og sýna stuðning. Þetta gleymist aldrei. Hann var tryggur vinur. Sólarhring áður en hann hvarf úr þessu jarðlífi var hann eins og alltaf hrókur alls fagnaðar með okkur eldri félögum FBSR í kaffi. Ekki datt okkur í hug að þetta væru síðustu samveru- stundir okkar. Hann hafði fengið áfall nokkrum dögum áður, en að sjálfsögðu var hann mættur í kaffi eins og ekkert væri. Fyrir rúmum 20 árum fóru eldri með- limir flugbjörgunarsveitarinnar að hittast á laugardagsmorgnum í kaffi og fljótlega bættist Steini í þann hóp og hefur mætt þar alla tíð síðan. Þessi hópur geng- ur undir nafninu „Lávarðar“ og var hann stoltur af því að vera innan þessa hóps, hann fékk þann titil að vera hirðbílstjóri hópsins. Hann útvegaði rútur í ferðir sem við höfum farið í og var að sjálfsögðu bílstjóri. Það fór ekkert fram hjá mönnum þegar Steini mætti, hann bar höfuð og herðar yfir menn og það heyrðist líka í honum, þá var og stutt í hláturinn. Hagur flugbjörgunarsveitarinnar var ætíð í fyrsta sæti hjá honum, sama á hverju gekk. Oft höfum við talið að endalok Steina væru komin, hann hefur gengið í gegn um ýmis áföll í gegn um tíðina, en alltaf risið upp aftur. Að lok- um hafði maðurinn með ljáinn betur. Steina verður sárt sakn- að, það er komin hola í hópinn og menn syrgja góðan og heið- arlegan dreng sem aldrei talaði illa um nokkurn mann. Lávarðar senda innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda. Farðu í friði kæri vinur. F.h. Flugbjörgunarsveitarinn- ar í Reykjavík og Lávarða- flokks, Grétar F. Felixson. Steingrímur Sigurjónsson ✝ GuðbjörgBenjamíns- dóttir fæddist á Hellissandi 18. maí 1935. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 23. október 2020. For- eldrar hennar voru Kristín Jóhanna Jónasdóttir, fædd á Öndverðarnesi 1903, dáin 1971 og Benjamín Hjartarson, f. á Norð- ur-Bár á Snæfellsnesi 1904, dá- inn 1957. Guðbjörg var yngst í röð sex sammæðra systkina og eina barn föður síns. Systkini hennar voru Jónas Breiðfjörð Guðmundsson, f. 1925, d. 1976, Einar Breiðfjörð Guðmundsson, f. 1926, d. 2010, Fjóla Guð- eru Kristján Þór Ólafsson, f. 1979, d. 2010 og Daníel Martyn Knipe, f. 1989 og á hann tvö börn. Sigríður Vilhelmsdóttir, f. 21.1. 1958, d. 3.9. 1960. Benja- mín Vilhelmsson, f. 21.10. 1960, d. 17.3. 2015, maki Martha Ólína Jensdóttir, f. 1948, þau skildu. Dóttir þeirra er Guðbjörg Benjamínsdóttir, f. 1984, og á hún þrjú börn. Agnes Vilhelms- dóttir, f. 3.4. 1964. Kolbrún Vil- helmsdóttir, f. 3.2. 1970, maki Ólafur Skúli Guðmundsson, f. 1968, börn þeirra eru Ásdís Brynja, f. 1998, Viktor Tumi, f. 2000, Stefán Emil, f. 2005 og eitt barnabarn. Guðbjörg vann lengi í Bæjarútgerð Reykjavíkur og við móttöku og símsvörun í fjár- málaráðuneytinu. Árið 1994 giftist hún Einari Þorvarð- arsyni, f. 6.9. 1928, d. 20.9. 2017 og bjuggu þau í Reykjavík. Ein- ar átti fjögur börn af fyrra hjónabandi, þau eru Guðlaug, Þorvarður, Herdís og Sigvaldi. Guðbjörg var jarðsungin 2. nóv- ember 2020. mundsdóttir, f. 1929, d. 1998, Auð- ur Guðmunds- dóttir, f. 1930 og Guðmundur Krist- inn Guðmundsson, f. 1932, d. 1946. Guðbjörg fór í Hús- mæðraskóla á Löngumýri í Skagafirði og út- skrifaðist þaðan 1955. Hún giftist Vilhelm Þór Júlíussyni, f. 30.5. 1932, d. 16.7. 2013 og bjuggu þau sér heimili í Vest- mannaeyjum og síðar meir í Breiðholtinu, þau skildu. Börn þeirra eru: Ragna Vilhelms- dóttir, f. 21.1. 1958, d. 28.4. 2008, maki Martyn Knipe, f. 1957, þau skildu. Synir Rögnu Elsku mamma er búin að fá hvíldina sína. Hún var orðin svolítið þreytt í restina og eng- inn þarf að vera hissa á því. Mamma var alla tíð hörkunagli, hún vann fulla vinnu, var með fullt hús af börnum og prjónaði og saumaði á kvöldin, til að drýgja tekjurnar. Enda var hún einstaklega lagin í höndunum. Það var nefnilega þannig að ég gat bent á hvaða flík sem var í tískublaði og hún hannaði og saumaði og jafnvel á vinkonur mínar líka. En líf mömmu var eiginlega tvískipt. Fyrri hlutinn var henni oft á tíðum erfiður en seinni hlutinn var mjög ham- ingjuríkur þrátt fyrir að hún þyrfti að jarða börnin sín eitt af öðru. Þegar mamma var um fimmtugt fórum við saman til spákonu. Við vorum báðar pass- lega skeptískar á þetta ævintýri og hlógum alla leiðina til spá- konunnar og svo alla leiðina heim. Mamma fór inn á undan og ég spurði spennt: hvað sagði hún? Mamma náði varla að halda andlitinu og sagði: „Ég beið bara eftir að hún færi að spá mér fleiri börnum.“ En viti menn, spádómurinn rættist því stuttu seinna hitti hún sinn lífs- förunaut, hann Einar. Þau smellpössuðu hvort við annað og dönsuðu og héldust í hendur eins og ástfangnir unglingar fram á síðustu stund. Þau nutu sín í ferðum saman, í bústaðn- um á Hól og í lífinu öllu. Mamma ljómaði þegar hún sagði frá því þegar þau gistu á fína hótelinu í Dubai og Einar leiddi hana út á dansgólfið undir laginu What a wonderful world. Ég held að hamingjan hafi ekki getað verið meiri. Þegar Einar féll frá árið 2017 missti mamma svolítið dampinn. Þrátt fyrir sorgina var samt stutt í húm- orinn og þegar við ræddum heimspólitíkina dró hún ekkert undan: „Trump er bara himpa- gimpi og hann hefði getað sett greiðu í gegnum hárið á sér, allt annað en hann Pútín sem er svo fallegur maður.“ Orðaforðinn hennar var oft skrautlegur og vinkonur mínar vitna oft í henn- ar orð og tala um föt sem eru þá annaðhvort „hálfgerð skyrpa eða roð“ í merkingunni lélegt efni. En svo dró af og heilsunni hrakaði. Mamma mín var við- stödd þegar ég kom í heiminn og ég var viðstödd þegar hún fór héðan. Ég þakkaði henni samfylgdina og óskaði henni góðrar ferðar því að fyrir hand- an taka svo margir vel á móti henni. Takk fyrir allt elsku, mamma mín, ég mun sakna þín. Agnes Vilhelmsdóttir. Elsku mamma er farin í sitt síðasta ferðalag. Hún var búin að bíða nokkuð eftir þessari ferð, þó ekki væri hún að fara á skemmtiferðaskip eða til fram- andi landa, eins og hún gerði með Einari sínum áður fyrr. Mamma er langsterkasta kona sem ég hef þekkt. Hún hefur upplifað fleiri og stærri áföll á sinni ævi en ætti að vera leyfilegt að leggja á eina mann- eskju, en aldrei gafst hún upp. Þrjóskan og þrautseigjan miklu stærri en búkurinn sagði til um. Í minningunni sat hún ýmist við saumavélina eða með prjón- ana og útbjó flíkur á okkur krakkana, eða lopapeysur sem hún seldi. Ég sat löngum stund- um og fylgdist með eða ég sat við fætur hennar og strauk þá með atrix-handáburði meðan hún prjónaði. Stundum þurfti þó að klóra undir ilina eða troða fingrum á milli tánna til að hrekkja smá. Á einu tískutíma- bilinu var aðalmálið að vera í skærlitum ullarkápum. Þá bara skellti kerla saumavélinni í sam- band og saumaði tvær kápur. Gula handa mér og bláa handa Agnesi systur. Við vorum ekk- ert smá flottar. Elsku mamma mín. Um leið og ég óska þér góðrar ferðar í sumarlandið vil ég þakka þér fyrir samfylgdina og vænti þess að þú hafir fengið hlýjar mót- tökur. Skilaðu kveðjur til allra hinna, ég elska þig. Þín Kolbrún. Það var síðla hausts 1996 að ég hitti Guðbjörgu fyrst, þá nýbúinn að kynnast Kolbrúnu dóttur hennar. Áður en fundum okkar bar fyrst saman setti ég mig í stell- ingar með það fyrir augum að mögulega væri ég að fara að hitta framtíðartengdamóður mína. Eftir einn kvöldverð í Bláhömrum með Guðbjörgu og Einari varð mér ljóst að öll til- gerð og tilbúningur væri óþarf- ur. Best að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Guðbjörg var skarpgreind og viðræðugóð kona með alveg eitraða kímnigáfu, já og á stundum eilítið tvíræða. Það var alveg einstaklega gaman að fá að fylgjast með Guðbjörgu og Einari, hvernig þau nutu lífsins saman til fulln- ustu haldandi hvort í annars hönd, hvort heldur sem var á ferðalögum til framandi landa eða í einfaldleikanum í sumar- húsinu í Grímsnesinu. Lífshlaup Guðbjargar var á engan hátt auðvelt og áföllin mörg, svo mörg að fyrir flest okkar er ómögulegt að setja okkur í hennar spor. En hverja raun stóð hún af sér, hélt í lífs- gleðina og sá fegurðina í hinum einföldustu hlutum. Elsku tengdamóðir mín, ég kveð þig í bili, treysti því að þið Einar haldist í hendur. Kveðja, Ólafur Skúli Guðmundsson Guðbjörg Benjamínsdóttir Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL HALLDÓR GUÐMUNDSSON málarameistari frá Oddsflöt í Grunnavík, lést á Landspítalanum 25. október. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en hægt verður að fylgjast með streymi. Gróa Sigurlilja Guðnadóttir Albert Pálsson Edda Júlíana Georgsdóttir Sigrún Erla Hákonardóttir barnabörn og barnabarnabörn Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði. Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á minningargreinum. Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug. Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í kyrrþey. Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar- greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins. Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Birting minningargreina Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.