Morgunblaðið - 03.11.2020, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, og tek að
mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Korpúlfar Opið í Borgum í dag frá kl. 08:00 til 16:00 en allt félagsstarf
fellur niður. Virðum samfélagssáttmálann og allar sóttvarnir.
Seltjarnarnes Vegna lokunar sundstaða þá er engin vatnsleikfimi í
dag. Ath. engin námskeið eru í boði í dag. Kaffispjallið og samveran á
Skólabrautinni er eingöngu fyrir íbúa Skólabrutar. Í dag kl. 10.30
verður púttað á vellinum við Skólabraut ef veður leyfir og þar höldum
við fjarlægðarmörk. Munið almennar sóttvarnir og að grímuskylda er
í félagsaðstöðunni á Skólabraut bæði hjá gestum og starfsfólki.
Vantar þig
dekk?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
Ekki man ég
hvenær ég sá
Hjalta Geir fyrst.
Mér finnst hann
alltaf hafa verið þarna eins og
fjöllin og sólskinið.
Kannski var það þegar hann
Hjalti Geir
Kristjánsson
✝ Hjalti GeirKristjánsson
fæddist 21. ágúst
1926. Hann lést 13.
október 2020. Útför
Hjalta Geirs fór
fram 27. október
2020.
sprangaði um götur
borgarinnar með
sitt íðilfagra konu-
efni sem seinna
varð frú Sigríður.
Ég held ég hafi
fyrst tekið eftir
henni. Strax var
augljóst að lífsham-
ingjan var með í för.
Foreldrar Guð-
rúnar konu minnar
leigðu hjá föður
Hjalta Geirs, Kristjáni Siggeirs-
syni, á Hverfisgötu 28. Faðir
hennar, Jón J. Brynjólfsson, lést
skyndilega 1947. Þá var Guðrún
aðeins fjögurra ára og tveir ung-
ir bræður. Leigusalar Ástu móð-
ur hennar, Kristján og Ragnhild-
ur, ferðuðust oft til útlanda og
færðu börnunum alltaf gjafir
þegar þau komu til baka úr þeim
ferðum. Þetta hefur aldrei
gleymst í yfir 70 ár. Þessi nær-
gætni hefur gengið í arf í fjöl-
skyldunni. Samúð var einkenni
Hjalta Geirs.
Hjalti Geir var góður fulltrúi
gamla kapítalsins, afkomandi
Eldeyjar-Hjalta, sem hann heitir
eftir og var afi hans. Þótt Hjalti
Geir hefði margt fram yfir með-
bræður sína, efni, menntun og
hæfileika, var hann ávallt sann-
gjarn. Hann setti alla við hlið
sér, jafnt háa sem lága.
Samskipti okkar jukust mikið
þegar við sátum samtímis í
stjórn Verslunarráðs Íslands.
Þar var hann mjög áhrifamikill,
traustur og ábyggilegur. Ég sá
hann aldrei skipta skapi né
hækka róminn. Hann breytti
bara í alvarlegan svip þegar
hann vildi leggja áherslu á mál
sitt. Það dugði.
Á níræðisafmæli sínu hét
Hjalti Geir og fjölskyldan stór-
kostlega veislu í Laufási þar sem
hún á sumarbústað. Þar mætti
mikill fjöldi fólks við mikinn
fögnuð. Eins og mál æxluðust
má segja að Hjalti Geir hafi við
þetta tækifæri kvatt samtíðar-
menn sína með stæl.
Við Guðrún vottum frú Sigríði
og fjölskyldunni samúð okkar og
þökkum góða vináttu og hlýhug
alla tíð.
Guðrún og
Jóhann J. Ólafsson.
Þótt móðir mín
sé nú aðeins
minningin ein
mun ég ávallt minnast
hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Mamma var engum lík, alltaf
tilbúin með opinn faðminn og
opinn huga. Hlý og mjúk, fag-
urkeri mikill en engu unni hún
meira en fjölskyldu sinni og vin-
um, smáfólkið var henni allt og
sérstaklega núna síðustu árin,
þetta eru einu geðlyfin sem ég
þarf, sagði hún þegar maður
kom með litla afkomendur í
heimsókn.
Hún var búin að berjast lengi
við heilsubrest, var mjög þakk-
lát þegar hún komst inn á Höfða
og gat aftur farið að njóta sín í
örygginu þar en saknaði sam-
Svana Jónsdóttir
✝ Svana Jóns-dóttir fæddist
18. ágúst 1939. Hún
lést 17. október
2020.
Útför hennar fór
fram 27. október
2020.
búðarinnar við
pabba en hann var
einstaklega natinn
við hana og hún
kunni svo sannar-
lega að meta stund-
irnar sem þau áttu
saman.
Við mamma vor-
um mjög nánar og
eyddum ómældum
tíma saman og voru
það forréttindi að fá
að dekra við hana síðustu árin
því þótt líkaminn sviki hana þá
vildi hún alltaf líta vel út og
skreyta sig með skartinu sínu og
láta greiða hárið sitt og klæðast
fallegum og litríkum fötum.
Skemmtilegustu stundirnar voru
þegar ég kom með langömmuk-
rílin til hennar, þá lifnaði svo um
munaði yfir henni og það var oft
erfitt að fara með þau í burtu
því hún var strax byrjuð að
sakna þeirra og í símtölum okk-
ar á milli þá snerust þau oftar
en ekki eingöngu um þau.
Hún skipti sér ekki af uppeld-
inu þegar ég skellti mér ung í
móðurhlutverkið en var alltaf til
í að veita ráð ef ég þurfti og bað
um þau, þetta er eitthvað sem
ég ákvað að hafa að leiðarljósi
þegar dætur okkar Helga byrj-
uðu að eignast börn, ég sagði við
þær að ég myndi ekki skipta
mér af nema mér þætti þær
vera að gera eitthvað rangt, mér
finnst ég fyrir vikið fá að njóta
þess í botn að vera „bara“
amma.
Mamma var alltaf á undan
áætlun, óþarflega stundvís
fannst okkur systkinunum
stundum, en þetta hefur svo sem
smitast yfir í okkur. Þegar
skrokkurinn fór að svíkja hana
og við þurftum að grípa meira
inn í þá þurfti stundum að
bremsa hana af því hausinn var í
lagi og hún var farin að plana
hlut D á meðan við vorum enn
að vesenast í hlut A. En hún
reyndi að sitja á sér.
Mamma var með mikla út-
geislun og átti auðvelt með að
gefa af sér og var ótrúlega fé-
lagslynd. Og það er því ansi leitt
að geta ekki haft útför hennar
með hefðbundnum hætt, hefðum
alveg verið til í góða og glæsi-
lega veislu hennar lífi til heiðurs
en það bíður betri tíma og von-
andi getum við þá slegið upp
teiti sem hæfir drottningunni
henni mömmu minni.
Andlát hennar bar frekar
brátt að og greinilegt að maður
er aldrei undir það búinn, þótt
maður sé orðinn fullorðinn og
kominn með smá í reynslubank-
ann þá er vont að missa mömmu
sína, bara ferlega vont.
Elsku mamma, takk fyrir allt.
Við systkinin höldum áfram að
hlúa að pabba og hvert að öðru
eins og við erum búin að vera að
gera síðustu dagana. Góða ferð í
Sumarlandið, það verður án efa
tekið vel á móti þér.
Elska þig, þín
Helga.
Á einum fegursta degi hausts-
ins, lést kær vinkona okkar og
vinnufélagi Svana Jónsdóttir.
Dagurinn var fagur og góður
eins og vinkona okkar var, en
henni kynntumst við fyrst þegar
hún byrjaði að vinna með okkur
í Samvinnubankanum á Akra-
nesi. Þar var góður og samstæð-
ur hópur sem hún féll vel inn í,
enda með eindæmum jákvæð og
glaðvær kona. Hún var ákaflega
listræn og mikil handavinnu-
kona, og nutum við konurnar
þess aldeilis í öllu jólaföndrinu
okkar á hverju ári. Við eigum
eftir að sakna hennar mjög og
þökkum fyrir árin okkar saman.
Við sendum fjölskyldu hennar
innilegar samúðarkveðjur og
kveðjum kæra vinkonu og félaga
með orðum skáldsins.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(G.J)
Fyrir hönd samstarfsfólks,
Hansína Hannesdóttir
Helga Dóra
Sigvaldadóttir.
Veistu, ef þú vin átt
er þú vel trúir,
og vilt þú af honum
gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Hann Hörður Bergmann
kunni list vináttunnar.
Þegar við Ingólfur A. Þorkels-
son gengum í hjónaband fyrir
réttum 60 árum fékk ég í kaup-
bæti nokkra tryggðavini. Þeir
Hörður og Ingólfur voru bestu
vinir. Það fór ekkert á milli mála.
Og falleg var birtingarmynd
þeirrar vináttu þegar Ingólfur
dvaldi í Sóltúni seinustu þrjú ævi-
árin og háði harða glímu við
vægðarlausan Parkinson. Allan
þann tíma leið varla sú vika að
Hörður kæmi ekki að vitja vinar
síns.
Það var fallegt og það var
ómetanlegt. Mér hlýnar um
hjarta við tilhugsunina.
Rúmum áratug síðar greindist
svo Hörður einnig með Parkin-
Hörður Bergmann
✝ Hörður Berg-mann fæddist
24. apríl 1933.
Hann lést 10. októ-
ber 2020.
Útför Harðar fór
fram 20. október
2020.
son, sem skerti lífs-
gæði hans með ógn-
arhraða. Sjálfur
sagði Hörður að
ekkert við sjúkdóm-
inn kæmi sér á
óvart, því einkennin
væru nákvæmlega
þau sömu og hjá
Ingólfi. Enginn má
sköpum renna.
Eiginkona Harð-
ar, Dórothea Sveina
Einarsdóttir, kölluð Dóra, og ég
urðum fljótt góðir mátar. Dóra
var jákvæð og lífsvæn og hafði
einstaklega góða nærveru. Allt
lék í höndunum á henni. Við höfð-
um talsvert mikið saman að
sælda um ævina. Á vori lífsins
fórum við saman í minnisstæða
ferð norður í land. Það var á önd-
verðum sjöunda áratugnum þeg-
ar Hörður og Ingólfur fóru sam-
an nokkur sumur í
uppgripavinnu í síldarverksmiðj-
um fyrir norðan og austan.
Óvenjuvel hafði árað og um
haustið buðu þeir félagar okkur
Dóru að koma til móts við þá á
Akureyri, þar sem við gistum á
Hótel KEA í nokkrar nætur.
Fyrir okkur öll var þetta fáheyrð-
ur lúxus og Norðurland skartaði
sínum fegurstu haustlitum.
Það varð fjölskyldu og vinum
Dóru mikill harmur þegar hún
missti heilsuna fyrir aldur fram
og hvarf smám saman á vit
gleymskunnar. Þá reyndist
Hörður henni einstaklega vel og
annaðist hana af stakri alúð.
Þótt kringumstæður breyttust
gættum við Hörður þess að missa
ekki sjónar hvort á öðru og höfð-
um samband af og til. Ræddum
það sem skipti okkur máli.
Spurðum frétta af nákomnum og
forvitnuðumst um hvað hitt væri
að lesa. Síðan skiptumst við
gjarnan á skoðunum um það sem
hæst bar í pólitíkinni þann dag-
inn. Sá áhugi dó aldrei alveg.
Ég mun sakna þess á aðvent-
unni að fá ekki pésann með nýj-
ustu pælingum Harðar sem hann
var vanur að gauka að mér á
þessum árstíma.
Og næst þegar við blótum
þorra mun ég sakna Harðar úr
hópnum mínum. Hann hafði allt-
af eitthvað gott fram að færa.
Um mitt seinasta ár, nokkru
áður en Herði hrakaði svo um
munaði og þó nokkru áður en Co-
vid skellti í lás, fórum við Hörður
ásamt Sigrúnu Árnadóttur í
heimsókn á Grund, til okkar
tryggðavinkonu, Jónu Kristjáns-
dóttur. Bjart er yfir minningunni.
Við vorum kát og nutum þess að
vera saman. Skáluðum og þökk-
uðum góðar gjafir lífsins. Meðvit-
uð um mikilvægi stundarinnar,
þótt við vissum ekki þá að þetta
var kveðjustund og síðasta skipti
sem við hittumst öll saman.
Við Jón Arnar, Þorkell Már og
Þóra Sigríður sendum þeim Hall-
dóru Björk, Atla, Jóhönnu, Helgu
Lilju og fjölskyldum þeirra hug-
heilar samúðarkveðjur.
Góður vinur er genginn.
Rannveig Jónsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram.
Minningargreinar