Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 03.11.2020, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 Leicester er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu eftir þægilegan 4:1-sigur gegn Leeds á Elland Road í Leeds í gær. Harvey Barnes og Jamie Vardy skoruðu sitt markið hvor fyrir Leicester og þá skoraði Youri Tielemans tvívegis fyrir Leicester. Stuart Dallas skoraði eina mark Leeds í leiknum. Þá vann Fulham sinn fyrsta leik í deildinni á tímabilinu þegar WBA kom í heimsókn á Craven Cottage. Bobby Cordova-Reid og Ola Aina skoruðu mörk Fulham í 2:0-sigri. Leicester upp í annað sætið AFP 7 Jamie Vardy skoraði sitt sjöunda mark í úrvalsdeildinni gegn Leeds. Knattspyrnumaðurinn Jósef Krist- inn Jósefsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 31 árs að aldri, en þetta kom fram á sam- félagsmiðlum Stjörnunnar í gær. Jósef er uppalinn í Grindavík þar sem hann lék í fimm ár áður en hann gekk til liðs við búlgarska fé- lagið Chernomorets Burgas í febr- úar 2011. Hann sneri aftur til Grindavíkur í ágúst 2011 áður en hann samdi við Stjörnuna árið 2017. Jósef lék 131 leik í efstu deild með bæði Stjörnunni og Grindavík þar sem hann skoraði níu mörk. Skórnir komnir á hilluna Skapti Hallgrímsson Hættur Jósef Kristinn Jósefsson hefur lagt skóna á hilluna. Agla María varð í öðru sæti með 17 M, sem í flestum tilvikum hefðu átt að duga til sigurs, og var langt á undan þeim næstu í röðinni. Agla María fékk M fyrir alla leiki nema tvo á tímabilinu og fjórum sinnum tvö M. Í þriðja og fjórða sæti urðu síðan Berglind Rós Ágústsdóttir, fyr- irliði Fylkis, og Hlín Eiríksdóttir, kantmaður úr Val, en þær fengu þrettán M hvor. Fjórir Blikar í úrvalsliðinu Þar á eftir komu síðan Elín Metta Jensen úr Val, Stephanie Ri- beiro úr Þrótti og Alexandra Jó- hannsdóttir úr Breiðabliki með tólf M hver. Þessar eru allar í ellefu manna úrvalsliði Morgunblaðsins fyrir keppnistímabilið 2020, sem byggt er á M-gjöfinni og má sjá hér fyrir ofan. Þar eiga Íslandsmeistarar Breiðabliks flesta leikmenn, fjóra talsins. Til hliðar eru síðan tíu varamenn sem stóðu næst því að komast í úrvalsliðið. Tíu M í átta leikjum Þar má benda sérstaklega á frammistöðu Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur landsliðskonu. Hún kom til Vals á miðju tímabili og hafði aðeins leikið átta leiki þegar það var blásið af en fékk samt tíu M, er þar með í hópi varamann- anna og lítið vantaði upp á að hún færi alla leið inn í byrjunarliðið. Þetta er þriðja keppnistímabilið þar sem Morgunblaðið er með M- einkunnagjöf fyrir úrvalsdeild kvenna. Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV, var sú fyrsta sem vann M- gjöfina árið 2018 en hún leikur nú með Benfica í Portúgal. Sveindís með yfirburði og vann annað árið í röð  Efst í M-gjöfinni og fékk 21 M í fimmtán leikjum Íslandsmeistara Breiðabliks Morgunblaðið/Eggert Breiðablik Sveindís Jane Jónsdóttir fékk flest M annað árið í röð. UPPGJÖR 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sveindís Jane Jónsdóttir er besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max- deildarinnar, samkvæmt ein- kunnagjöf Morgunblaðsins, annað árið í röð. Í fyrra vann Sveindís, þá sem leikmaður nýliða Keflavíkur, M- gjöfina eftir harða baráttu við El- ínu Mettu Jensen en endaði með 19 M í 18 leikjum, tveimur á undan Valskonunni. Í ár var Sveindís með talsverða yfirburði. Hún var nú leikmaður Breiðabliks, var í láni frá Keflavík, og fagnaði Íslandsmeistaratitl- inum með Kópavogsliðinu þegar mótið var blásið af á föstudaginn. Hún fékk hvorki fleiri né færri en 21 M í aðeins 15 leikjum en Breiðablik átti eftir að spila þrjá leiki þegar mótinu var hætt. Sveindís fékk M í öllum leikjum nema einum á tímabilinu og var eini leikmaðurinn sem fékk hæstu mögulegu einkunn, 3 M. Þá var hún oftast allra valin í lið umferð- arinnar hjá Morgunblaðinu, eða sjö sinnum í þeim fimmtán um- ferðum sem Breiðablik lék í. Viðburðaríkt tímabil Óhætt er að segja að tímabilið hafi verið viðburðaríkt fyrir þessa nítján ára Keflavíkurstúlku því í haust lék hún í fyrsta skipti með A-landsliði Íslands, skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum, gegn Lett- um, og lagði upp jöfnunarmark gegn Svíum með gríðarlega löngu innkasti sem er eitt af mörgum vopnum í hennar vopnabúri. Sveindís er alls enginn nýgræð- ingur í meistaraflokksfótbolta þótt hún sé ung að árum. Hún var búin að leika í fjögur ár með meist- araflokki Keflavíkur í 1. deild, frá fjórtán ára aldri, áður en liðið komst í úrvalsdeildina fyrir tíma- bilið 2019. Sveindís skoraði m.a. 18 mörk í 1. deildinni tímabilið 2016, þá aðeins fimmtán ára. Hún hefur skorað 24 mörk fyrir yngri lands- lið Íslands, í 41 landsleik, og lék bæði með U19 ára liðinu og A- landsliðinu á þessu ári. Agla María varð önnur Sú eina sem fylgdi Sveindísi eitthvað eftir í M-gjöfinni á þessu keppnistímabili var samherji hennar í Breiðabliksliðinu, Agla María Albertsdóttir. Þær Agla María og Sveindís náðu mjög vel saman, en þær urðu einmitt jafnar og markahæstar í deildinni með 14 mörk hvor og áttu báðar fjölda stoðsendinga auk markanna. 4-3-3 Hversu oft leikmaður var valinn í lið umferðarinnar2 Varamannabekkur Fjöldi sem leikmaður fékk á leiktíð2 11 10 Phoenetia Browne FH Betsy Hassett Stjörnunni Sandra Sigurðardóttir Val Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Val Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Breiðabliki Stephanie Ribeiro Þrótti Laura Hughes Þrótti Olga Sevcova ÍBV Þórdís Elva Ágústsdóttir Fylki Guðný Árnadóttir Val 8 12 11 10 10 10 9 9 3 2 4 1 4 1 2 3 2 1 Cecilía Rán Rúnarsdóttir Fylki 9 Agla María Albertsdóttir Breiðabliki 17 Sveindís Jane Jónsdóttir Breiðabliki 21 Elín Metta Jensen Val 12 2 5 76 Kristín Dís Árnadóttir Breiðabliki 11 Arna Sif Ásgrímsdóttir ÞórKA 10 Berglind Rós Ágústsdóttir Fylki 13 Mary Alice Vignola Þrótti 10 5 5 5 3 Karitas Tómasdóttir Selfossi 12 Hlín Eiríksdóttir Val 13 Alexandra Jóhannsdóttir Breiðabliki 12 15 4 Lið ársins 2020 hjá Morgunblaðinu Skotinn snjalli, Steven Len- non, skoraði flest mörk í Pepsi Max-deild karla á keppn- istímabilinu og er því marka- kóngur Íslandsmótsins. Lennon skoraði 17 mörk fyrir FH. Á samfélagsmiðlum varð ég var við að einhverjir vilja gefa sér að þar með hefði hann slegið hið lífseiga markamet sem Pétur Pétursson setti árið 1978 þegar hann skoraði 19 mörk fyrir ÍA. Pétur skoraði 19 mörk í aðeins 17 leikjum en Lennon lék 18 leiki í deildinni þetta tímabilið eða í jafn mörgum leikjum og menn léku á Íslandsmótinu þegar tíu lið voru í deildinni. Ég held að menn ættu ekki að gefa sér neitt í því sambandi þótt FH hafi átt fjóra leiki eftir. Af einhverjum ástæðum hafa 19 mörk í efstu deild karla á Íslandi reynst veggur sem ekki hefur tekist að fara fyrir. Framarinn Guðmundur Torfason jafnaði metið árið 1986, Skagamaðurinn Þórður Guðjónsson árið 1993, Eyjamaðurinn Tryggvi Guð- mundsson árið 1997 og Bolvík- ingurinn Andri Rúnar Bjarnason árið 2017 en hann var þá hjá Grindavík. FH átti eftir að spila gegn KA, Gróttu og Val úti og KR heima hefði tímabilið náð 22 umferð- um. Lennon hefði sjálfsagt bætt við marki eða mörkum miðað við frammistöðuna á tímabilinu þótt erfitt sé að segja til um hvernig mönnum hefði vegnað eftir langt hlé. En hingað til hafa menn rek- ið sig á vegginn. Guðmundur og Þórður höfðu báðir leik í loka- umferðinni til að bæta metið og Andri skaut í stöng úr víti í loka- umferðinni 2017. Jafnaði svo raunar metið síðar í leiknum. Ætli Steven Lennon hefði ekki jafnað metið eins og hinir og skorað 19 mörk ef hann hefði spilað 22 leiki. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Marco Rossi, landsliðsþjálfari Ungverja í knattspyrnu, til- kynnti í gær 27 manna hóp fyrir úrslitaleik um- spilsins fyrir EM karla gegn Ís- landi sem fram fer í Búdapest 12. nóvember og þar eru gleðifrétt- ir fyrir ungverska knattspyrnu- áhugamenn. Ungverjar endurheimta einn sinn besta mann, hinn bráðefnilega Dominik Szoboszlai, en Salzburg leyfði honum og fleiri leikmönnum ekki að fara í landsleikina í októ- bermánuði. Szoboszlai skoraði fyrir Salzburg gegn Atlético Madrid í naumum ósigri austurríska liðsins, 3:2, í Meistaradeild Evrópu á Spáni í síðustu viku, tveimur dögum eftir tvítugsafmælið sitt. Ekkert þótti annars koma á óvart í vali Rossis en hann bætti leikmönnum við hópinn til að hafa svigrúm ef upp kæmu meiðsli eða annað á lokasprettinum. Helsta athygli vekur að miðju- maðurinn Laszló Kleinheisler kem- ur inn í liðið eftir meira en árshlé og framherjinn Ádám Gyurscó er í hópnum í fyrsta skipti í þrjú ár.  Leikmannahóp Ungverja má sjá í heild sinni á mbl.is. Szoboszlai verður með Ungverjum Marco Rossi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.