Morgunblaðið - 25.11.2020, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kórónuveiraner búin aðherja á fólk
og fyrirtæki í
næstum ár og enn
eru í það minnsta
nokkrir mánuðir
eftir af ósköpunum. Þegar
þessu tímabili lýkur, vænt-
anlega eftir umfangsmiklar
bólusetningar hér og erlendis,
tekur við tímabil endurreisnar í
atvinnulífinu, en þar eru mörg
fyrirtæki hreinlega rjúkandi
rúst og flest önnur í miklum
vanda. Mörgum þeirra sem illa
eru stödd í dag verður vonandi
hægt að bjarga, en ekki öllum,
og mörg standa tæpt og lítið
þarf til að velta þeim fram af
brúninni.
Þetta ástand ríkir víðast
hvar í heiminum þó að misjafnt
sé eftir löndum og jafnvel
heimshlutum hve þungt veiran
hefur lagst á heilsu fólks og
rekstur fyrirtækja. Enginn er
þó ósnortinn.
Þeir sem horfa til Íslands og
skoða tölur um þróun launa á
síðustu mánuðum gætu þó ætl-
að að veiran skæða kæmi okkur
ekki við. Einhverjir sem sæju
þær tölur teldu jafnvel að veir-
an hefði orðið til að örva efna-
hagslífið hér, verið Íslend-
ingum mikill og góður
búhnykkur.
Nýjar upplýsingar um þróun
launa, launavísitala Hagstof-
unnar, sýna að síðustu tólf
mánuði hafi laun hér á landi
hækkað um 7,1% þrátt fyrir
efnahagsástandið.
Þessi þróun kemur í fram-
haldi af mikilli launahækkun
hér á landi mörg undanfarin ár
og svo virðist sem aðilar vinnu-
markaðarins hafi ekki allir átt-
að sig á, eða vilji ekki átta sig á,
að aðstæður hafa breyst í
grundvallaratriðum. Í Hagsjá
Landsbankans kemur fram að
kaupmáttaraukning hér á landi
hafi verið 30% frá
árinu 2014-2019.
Og enn vex kaup-
mátturinn þrátt
fyrir ástandið.
Meginverkefni að-
ila vinnumarkaðar-
ins við þær aðstæður sem nú
ríkja ætti að vera að verja
kaupmáttinn eftir því sem
hægt er miðað við aðstæður, en
um leið að reyna að forða því að
fleiri fyrirtæki gefist upp en
óhjákvæmilegt er.
Það hve íslenskur vinnu-
markaður er orðinn ótengdur
efnahagslegum veruleika sést
líka þegar launaþróunin er bor-
in saman við þróunina erlendis.
Í Hagsjá Landsbankans kemur
fram að á árunum 2012-2019
hafi laun hér á landi hækkað
um 79% mælt í evrum. Á sama
tíma hafi hækkunin í Þýska-
landi aðeins verið 17% og í
Noregi og Svíþjóð hafi laun
lækkað á þennan mælikvarða á
umræddu tímabili.
Íslendingar geta ekki búist
við því að hér á landi geti at-
vinnulífið til lengri tíma starfað
óháð efnahagslegum veruleika
og óháð því sem gerist í öðrum
löndum. Þetta er augljóst og
allir nema þeir sem eru alger-
lega úr tengslum við raunveru-
leikann hljóta að taka undir
þetta. Engu að síður reynir for-
ysta verkalýðshreyfingarinnar
enn að halda í þá afstöðu sína
sem komið hefur íslensku at-
vinnulífi í þann vanda sem
þessi launaþróun veldur. Og
ekki nóg með það, hún hyggst
halda fast við þá hækkun launa
sem vofir yfir íslensku atvinnu-
lífi um áramótin. Þann skell eru
fyrirtæki landsins um þessar
mundir að reikna inn í áætlanir
næsta árs og mörg þeirra eiga
engan annan kost en að bregð-
ast við með enn frekari upp-
sögnum, sem er nöturleg stað-
reynd á þessum erfiðu tímum.
Enn berast fréttir af
launaþróun sem
engin innistæða er
fyrir í atvinnulífinu}
Jarðtengingu skortir
Í sveitarstjórnumer snúnara að
fela sig en í hópn-
um sem sinnir
landsmálum. Nú-
verandi oddviti í
Reykjavík blasir æ
oftar berrassaður við. Nú sein-
ast skreytir hann sig með stoln-
um fjöðrum, og átti þó ekki eina
einustu sjálfur. Líkast var að
hann hefði reytt sér skraut úr
heilu hænsnabúi. Hitt megin-
einkenni hans sem stjórnmála-
manns er að hlaupa jafnan frá
allri ábyrgð á öllu því sem af-
laga fer. Fyrra dæmið er ein-
kenni þeirra sem smáir eru í
sniðum en hið síðara er einkar
ógeðfellt. Ekki síst vegna þess
að borgarstjórastarfið gefur
þeim sem trúað er fyrir því
mikið svigrúm til
að láta til sín taka.
Slíkri aðstöðu
fylgir ábyrgð. Með
því að hlaupa und-
an í hvert sinn
bregst hann trún-
aði við borgarbúa. Því fyrr sem
hann hverfur til smærri verk-
efna sem hæfa persónunni því
betra. Fyrirrennari hans og
skjólstæðingur gekkst hins
vegar upp í því að hafa borgar-
búa að fíflum með eigin fíflaríi
og slapp hann skár með skrípa-
leikinn enda líður hann ekki
fyrir alþekktan skort á kímni-
gáfu eins og sá sem tók við. Á
tímum beggja hallaði hratt
undan fæti höfuðstaðarins, þótt
brattinn hafi aukist þetta kjör-
tímabilið.
Það er óheppilegt
hversu núverandi
borgarstjóri er
sjálfum sér líkur}
Ábyrgðarlaus fjaðraþjófur Í
hátíðahöldunum 17. júní hallaði forseti
lýðveldisins sér að borgarstjóra þar
sem þeir sátu á Austurvelli undir stytt-
unni af Jóni Sigurðssyni og spurði:
„Hvað heldurðu að það yrði mikið mál
að setja styttu af undirrituðum við hliðina á
Jóni?“ Dómsmálaráðherra sat nokkrum bekkj-
um aftar, grúfði sig yfir símann sinn og tísti:
„KOSNINGASVINDL. Hinir flokkarnir munu
stela frá okkur næstu kosningum með UTAN-
kjörfundaratkvæðum. SLÆMT.“
Forsætisráðherra hafði snarlega aflýst
heimsókn til Danmerkur viku áður, er dönsk
starfssystir hennar neitaði að láta Grænland af
hendi við Íslendinga, sem er þó gömul krafa og
enginn getur talið ósanngjarna. Til allrar lukku
var þó ekki öllum samskiptum við útlönd slitið,
því fjármálaráðherra hafði nýlega bókað stóran
sérfræðingahóp frá OECD inn á eitt af hótelum sínum. Á
fundi með sendinefndinni lýsti umhverfisráðherra því yfir
að hann hefði aldrei séð neinar sannanir um hlýnun jarðar:
„Það kólnar bráðum, sannið þið til.“
Sumum fannst óþægilegt að félagsmálaráðherra sæti
undir ásökunum um að hafa áreitt 26 konur og að jafnvel
væri til upptaka þar sem hann stærði sig af slíku káfi. Allir
tóku það samt gott og gilt þegar ráðherrann upplýsti að
svona töluðu karlar í sturtuklefum.
Ímynd stjórnarinnar styrktist þegar grein birtist um að
samgönguráðherra hefði skotið peningum undan skatti ár
eftir ár. Aðspurður svaraði hann: „Auðvitað kem ég mér
undan því að borga skatta. Ég er enginn bjáni.“ Skömmu
áður sagði sjávarútvegsráðherra ákveðinn að
drukknaðir sjómenn væru engar hetjur hafs-
ins. Þeir væru í raun aular og lúserar. Ummæl-
in féllu bara í þröngum hópi í kaffisamsæti á
sjómannadaginn og því fannst engum ástæða
til þess að gera mikið úr þeim.
Heilbrigðisráðherra hló að gagnrýni á að
hafa haldið fjölmennt boð í ráðherrabústaðn-
um fyrir stuðningsmenn stjórnarflokkanna
meðan „svokallaður faraldur“ var í gangi.
Öllum hefði verið boðið að sötra hreinsandi
þvottalög með kampavíninu.
Atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali að í Ís-
lensku þjóðfylkingunni væri mjög vandað fólk
sem réttilega benti á að við þyrftum að loka
landinu fyrir múslimum. Ekki olli yfirlýsingin
neinum deilum í ríkisstjórninni, en utanríkis-
ráðherra taldi að einfaldast væri að taka börn
frá hælisleitendum á landamærunum. „Það ætti að kenna
þeim lexíu.“
Landsmenn fylltust stolti er menntamálaráðherra upp-
lýsti þjóðina um yfirburðahæfni sína og þekkingu. Á prófi
tókst ráðherra að hafa yfir fimm orð í réttri röð. Meira að
segja löng og erfið orð eins og persóna og myndavél. Eftir
allnokkra umhugsun gat ráðherrann líka bent á mynd af
dýri með rana og sagt: „Fíll.“
Sem betur fer er greinin tóm þvæla, en einhvers staðar
er til ráðamaður sem hefur afrekað allt þetta. ÓTRÚ-
LEGT en SATT!!!
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Værum við ekki stolt?
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Evrópu og leggja til tillögur að
breytingum í þeim efnum,“ segir í
greinargerðinni.
Að sögn heilbrigðisráðuneytis-
ins eru helstu breytingarnar á lög-
unum sem starfshópurinn leggur til
m.a. orðskýringar með helstu hug-
tökum svo sem samkomubanni,
sóttkví og einangrun. Þá er svæðis-
skipting sóttvarna skýrð og kveðið á
um umdæmislækna sóttvarna.
Skýrt er kveðið á um að sóttvarna-
ráð skuli vera ráðgefandi við stefnu-
mótun og að hlutverk þess skarist
ekki við hlutverk sóttvarnalæknis.
Einnig er skýrt kveðið á um að
sóttkví, stöðvun atvinnurekstrar og
útgöngubann séu hluti af opinberum
sóttvarnaráðstöfunum. Leidd eru í
lög ákvæði alþjóðaheilbrigðis-
reglugerðarinnar um sóttvarna-
ráðstafanir gagnvart ferðamönnum
og gjaldtökuheimildir vegna ráð-
stafana gagnvart ferðamönnum
færðar til samræmis við ákvæði
fyrrnefndrar reglugerðar. Auk
þess er skýrð málsmeðferð
ákvarðana um að setja fólk í
sóttkví eða einangrun.
Þá er kveðið á um meðferð
máls fyrir dómi ef einstaklingi er
gert að sæta einangrun eða
sóttkví gegn vilja sínum. Loks
er skýrar kveðið á um skyldur
einstaklings sem lækni grun-
ar að sé haldinn smit-
sjúkdómi.
Lög um sóttvarnir
löguð í ljósi reynslu
Heilbrigðisráðherra skipaði
starfshóp til að skýra ákvæði
laga um opinberar sóttvarna-
ráðstafanir í ljósi fenginnar
reynslu af Covid-19. Formaður
var Sigurður Kári Árnason, yfir-
lögfræðingur í heilbrigðis-
ráðuneytinu. Aðrir í hópnum
voru Dagrún Hálfdánardóttir,
tilnefnd af embætti landlæknis,
Inga Þórey Óskarsdóttir, til-
nefnd af dómsmálaráðuneytinu,
Haraldur Briem, tilnefndur af
sóttvarnalækni, Ólafur Bald-
ursson, tilnefndur af Land-
spítala, Sigríður Dóra
Magnúsdóttir, tilnefnd
af Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins, og
Víðir Reynisson, til-
nefndur af embætti
ríkislögreglustjóra.
Starfsmaður
hópsins var
Rögnvaldur G.
Gunnarsson.
Skýrari
ákvæði
SÓTTVARNARÁÐSTAFANIR
Svandís
Svavarsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Sóttvarnaráðstafanir Reynslan af kórónuveirufaraldrinum sýndi að
skerpa þurfti á ýmsum ákvæðum laga um sóttvarnir.
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Svandís Svavarsdóttir heil-brigðisráðherra hefur lagtfram frumvarp til laga umbreytingu á sóttvarnalög-
um nr. 19/1997. Í frétt heilbrigð-
isráðuneytisins kemur fram að við
endurskoðun laganna hafi sér-
staklega verið horft til álitsgerðar
dr. Páls Hreinssonar, sem hann
vann að beiðni stjórnvalda. Hún
fjallar um valdheimildir sóttvarna-
læknis og heilbrigðisráðherra til
opinberra sóttvarnaráðstafana í
ljósi meginreglna stjórnsýsluréttar
og mannréttindaákvæða. Einnig var
óskað eftir því að hann gerði frum-
tillögur að breytingum á lögum eða
reglum eftir því sem tilefni var til.
Starfshópurinn sem heilbrigðis-
ráðherra skipaði til verksins fjallaði
fyrst og fremst um endurskoðun á
IV. kafla laganna en hann snýr að
opinberum sóttvarnaráðstöfunum
og tengdum ákvæðum. Það var talið
brýnt í ljósi reynslu af Covid-19-
faraldrinum að skýra sem fyrst ým-
is ákvæði hvað það varðar.
Ráðstöfunum fyrst beitt nú
Núgildandi sóttvarnalög voru
sett árið 1997 og hafa tekið nokkr-
um breytingum síðan. Það var fyrst
í faraldrinum, sem nú gengur yfir,
að opinberum sóttvarnaráðstöf-
unum samkvæmt IV. kafla laganna
var beitt frá gildistöku þeirra.
Vegna reynslunnar sem fengist hef-
ur síðustu mánuði vegna heims-
faraldursins þótti nauðsynlegt að
yfirfara lögin, að því er segir í
greinargerð með frumvarpinu. Tek-
ið er fram að gildandi lög og reglur
hafi almennt reynst vel í baráttunni
við faraldurinn en rétt sé að skerpa
á og skýra löggjöfina miðað við
fengna reynslu og niðurstöður úr
álitsgerð dr. Páls Hreinssonar. Þar
segir m.a. að opinberar sóttvarna-
ráðstafanir geti takmarkað mann-
réttindi sem vernduð eru af mann-
réttindaákvæðum stjórnar-
skrárinnar.
„Þannig var talið nauðsynlegt
að yfirfara og skoða almennt hvort
lögin taki nægilegt tillit til þeirrar
þróunar sem orðið hefur í beitingu
mannréttindaákvæða stjórnarskrár-
innar og mannréttindasáttmála