Morgunblaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020 Sænska liðið Alingsås kom nokkuð á óvart í Evrópudeild karla í hand- knattleik í gær þegar liðið vann þýska liðið Magdeburg 30:29 í Sví- þjóð. Aron Dagur Pálsson leikur með liðinu og átti flottan leik. Skor- aði þrjú mörk og gaf fjórar stoð- sendingar. Ómar Ingi Magnússon átti stórleik fyrir þýska liðið og skoraði átta mörk og gaf þrjár stoð- sendingar. Gísli Þorgeir Krist- jánsson lék ekki með Magdeburg. Eru liðin í tveimur efstu sætum C-riðils með fjögur stig eftir þrjá leiki. sport@mbl.is Alingsås vann óvæntan sigur Morgunblaðið/Eggert Evrópudeild Aron Dagur Pálsson stóð sig vel gegn Magdeburg. Landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Rosenborg í fjögur ár er liðið mátti þola 2:3-tap fyrir Brann í Ís- lendingaslag í norsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gær. Hólmar lék allan leikinn í vörn Rosenborg og Jón Guðni Fjóluson gerði slíkt hið sama í vörn Brann. Mark Hólmars kom í uppbótartíma og reyndist síðasta mark leiksins. Hólmar skoraði síðast fyrir Ros- enborg í nóvember 2016, en hann yfirgaf norska félagið sama ár og fór til Maccabi Haifa. Morgunblaðið/Eggert Skoraði Hólmar Örn Eyjólfsson er miðvörður hjá Rosenborg. Hólmar skoraði fyrir Rosenborg SVÍÞJÓÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Bjarni Ófeigur Valdimarsson ákvað að velja handboltann fram yfir námið þegar hann samdi við sænska úrvals- deildarfélagið Skövde á dögunum. Bjarni Ófeigur er 21 árs gamall en hann hefur leikið með FH í Hafnar- firði undanfarin ár og varð bikar- meistari með liðinu í mars 2019. Stórskyttan stundar nám í lög- fræði við Háskólann í Reykjavík en hann mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik fyrir Skövde gegn Varberg í Skövde á laugardaginn kemur. „Þeir vildu fá mig strax út en það dróst aðeins þar sem ég er í námi. Ég var í miðjum lokaprófum og ég fékk þess vegna leyfi til þess að klára öll próf áður en ég færi út,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið en hann hélt út til Svíþjóðar um síðustu helgi. „Forráðamenn Skövde höfðu fyrst samband við mig fyrir nokkrum vik- um og þá voru þeir meira að kanna stöðuna á mér. Upphaflega vildu þeir fá mig út til sín næsta sumar en svo breyttist hljóðið í þeim fyrir nokkr- um dögum. Þá voru þeir tilbúnir að kaupa upp samning minn við FH þar sem þeir vildu fá mig strax út. Ég þurfti aðeins að melta þetta enda stóð alltaf til að klára BA- námið í lögfræði heima á Íslandi, áð- ur en ég færi út í atvinnumennsku. Ég átti nokkra góða fundi með for- ráðamönnum félagsins og eftir því sem leið á leist mér alltaf betur og betur á þetta. Ég ákvað svo að slá til og ég er mjög jákvæður og auðvitað spenntur fyrir þessu frábæra tæki- færi. Ég tel að þetta sé mjög gott skref fyrir minn feril enda er Skövde flott- ur klúbbur og það er allt til alls þarna ef svo má segja,“ sagði Bjarni en Skövde hefur farið vel af stað á tímabilinu og er í þriðja sæti deild- arinnar með 17 stig eftir tólf umferð- ir, tveimur stigum minna en topplið Ystads. Hægir á náminu Bjarni á aðeins eina önn eftir í námi sínu í lögfræðinni í HR en hann ætlar sér að klára BA-gráðuna á næstu árum. „Eins og staðan er í dag þá hallast ég meira að því að hægja aðeins á náminu á þessum tiltekna tíma- punkti. Það gæti reynst um of að ætla að vera í 100% námi í nýju landi þar sem er talað nýtt tungumál og ég að spila með nýju liði. Ég sé þess vegna fyrir mér að taka bara minn tíma í að klára námið í rólegheitum en ég ætla mér að sjálfsögðu að klára námið einhvern tíma, það er alveg á hreinu. Ég á aðeins eftir að útfæra hvern- ig ég mun gera það en í gegnum tíð- ina, þegar að ég var í Mennta- skólanum í Reykjavík og svo lögfræðinni, þá hefur handboltinn oft verið í öðru sæti. Hann hefur í raun þurft að gjalda fyrir námið en í þetta skipti ákvað ég að setja handboltann í fyrsta sætið og námið í annað sætið, sem er ágætis tilbreyting. Þegar allt kemur til alls var þetta tækifæri of gott og ég hefði alltaf séð eftir því ef ég hefði hafnað þessu til- boði.“ Erfitt að kveðja FH-ingum var spáð góðu gengi í úrvalsdeildinni, Olísdeildinni, á síð- ustu leiktíð þegar tímabilinu var af- lýst og einnig í ár og viðurkennir Bjarni að það hafi verið erfitt að kveðja liðið á þessum tímapunkti. „Auðvitað hefði það verið draumi líkast að kveðja FH með Íslands- meistaratitili. Ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir alla sem koma að fé- laginu og stuðningsmennina. Við urðum bikarmeistarar í fyrsta sinn í 25 ár tímabilið 2019 sem var stór- kostlegt og ég get rétt ímyndað mér að tilfinningin að verða Íslands- meistari sé ennþá stærri og betri. Eins erfitt og það er að kveðja FH og það sem við hefðum getað áorkað saman þá er líka alveg hægt að horfa á það þannig að ef ég hefði hafnað Skövde þá væri ég að hlaupa frá því verkefni ef svo má segja. Ég hefði kannski séð eftir því og ég vil ekki horfa til baka og sjá eftir þeim ákvörðunum sem ég hef tekið á ferl- inum. Ég vona innilega að FH verði Ís- landsmeistari í vor og ég mun að sjálfsögðu styðja þétt við bakið á þeim alla leið,“ bætti Bjarni Ófeigur við í samtali við Morgunblaðið. Ákvað að setja handboltann í fyrsta sætið í þetta skipti Morgunblaðið/Eggert Skot Bjarni Ófeigur Valdimarsson skrifaði undir tveggja ára samning í Svíþjóð eftir þrjú ár í herbúðum FH.  Bjarni Ófeigur er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Skövde í Svíþjóð Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Krasnodar – Sevilla.................................. 1:2 Rennes – Chelsea ......................................1:2 Staðan: Chelsea 10 stig, Sevilla 10, Kras- nodar 1, Rennes 1. F-RIÐILL: Borussia Dortmund – Club Brugge ....... 3:0 Lazio – Zent St. Petersburg.................... 3:1 Staðan: Dortmund 9, Lazio 8, Club Brugge 4, Zenit 1. G-RIÐILL: Dynamo Kiev – Barcelona....................... 0:4 Juventus – Ferencvaros .......................... 2:1 Staðan: Barcelona 12 stig, Juventus 9, Dy- namo Kiev 1, Ferencvaros 1. H-RIÐILL: Man Utd – Istanbul Basaksehir.............. 4:1 París St. Germain – RB Leipzig ............. 1:0 Staðan: Man Utd 9 stig, París St. Germain 6, RB Leipzig 6, Basaksehir 3. England B-deild: Luton – Birmingham ............................... 1:1 QPR – Rotherham.................................... 3:2 Stoke – Norwich ....................................... 2:3 Wycombe – Huddersfield ........................ 0:0 Barnsley – Brentford............................... 0:1 Preston – Blackburn ................................ 0:3 Bournemouth – Nottingham Forest ...... 2:0 Staða efstu liða: Norwich 13 8 3 2 17:10 27 Bournemouth 13 7 5 1 21:11 26 Bristol City 12 7 2 3 16:11 23 Swansea 12 6 4 2 14:7 22 Watford 12 6 4 2 15:10 22 Reading 12 7 1 4 19:16 22 Stoke 13 6 3 4 21:18 21 Brentford 13 5 5 3 18:12 20 Luton 13 5 4 4 11:13 19 Blackburn 13 5 3 5 25:15 18 Middlesbrough 12 4 6 2 9:6 18 Millwall 12 4 6 2 11:9 18 QPR 13 4 5 4 15:18 17 Barnsley 13 4 4 5 14:14 16 Preston 13 5 1 7 16:17 16 Huddersfield 13 4 3 6 15:17 15 Birmingham 13 3 6 4 10:12 15 C-deild: Doncaster – Blackpool............................ 3:2  Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Blackpool. Exeter – Colchester ................................ 6:1  Jökull Andrésson varði mark Exeter. Spánn B-deild: Lugo – Real Oviedo ................................. 0:0  Diego Jóhannesson var ekki í leik- mannahópi Oviedo. Holland B-deild: Jong PSV – Jong Utrecht ....................... 1:1  Kristófer Ingi Kristinsson lék allan leik- inn með Jong PSV. Belgía Waasland-Beveren – Oostende.............. 2:0  Ari Freyr Skúlason var ekki í leik- mannahópi Oostende. Kasakstan Astana – Kaisar Kyzylorda .................... 3:1  Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á hjá Astana á 79. mínútu. Noregur Rosenborg – Brann ................................. 2:3  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg og skoraði.  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Brann. Staðan: Bodø/Glimt 25 22 2 1 85:28 68 Molde 25 16 2 7 62:30 50 Vålerenga 25 13 7 5 42:29 46 Rosenborg 25 13 6 6 45:28 45 Odd 25 13 3 9 45:37 42 Kristiansund 25 10 10 5 47:35 40 Viking 25 10 6 9 44:44 36 Haugesund 25 10 4 11 32:40 34 Stabæk 25 7 10 8 31:37 31 Sarpsborg 25 8 4 13 30:35 28 Brann 25 7 7 11 33:43 28 Sandefjord 25 8 4 13 27:40 28 Start 25 6 7 12 30:45 25 Strømsgodset 25 5 9 11 31:47 24 Mjøndalen 25 6 2 17 21:42 20 Aalesund 25 2 5 18 27:72 11  Fjögur Íslendingalið eru eftir í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu en dregið var til 32-liða úrslita í keppninni í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir og liðs- félagar hennar í Evrópumeistaraliði Lyon mæta ítalska stórliðinu Juven- tus í 32-liða úrslitum. Sara Björk skoraði þriðja mark Lyon í 3:1-sigri liðsins gegn Wolfsburg í úrslitaleik keppninnar á síðustu leiktíð sem fram fór á San Sebastián-vellinum á Spáni 30. ágúst. Lyon hefur unnið Meistaradeild- ina undanfarin fimm ár en Juventus, sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu átta leiki sína í ítölsku A- deildinni, hefur aldrei fagnað sigri í keppninni, enda nýkomið fram á sjónarsviðið með kvennalið. Vegna árangursins á undanförnum árum þykir Lyon sigurstranglegasta liðið en þýska liðið Wolfsburg hefur verið ekki verið langt á eftir og París St. Germain er einnig orðið geysilega öflugt lið eins og Breiðablik fékk að kynnast í keppninni í fyrra. Glódís Perla Viggósdóttir og liðs- félagar hennar í sænska liðinu Ro- sengård mæta Lanchkhuti frá Georgíu. Ingibjörg Sigurðardóttir og samherjar í Vålerenga frá Noregi mæta Bröndby frá Danmörku. Cloé Lacasse og portúgölsku meistararnir SL Benfica mæta svo Chelsea en viðureignirnar fara fram dagana 9. og 10. desember og 15. og 16. desember. Cloé kemur frá Kan- ada en er með íslenska ríkisborgara- rétt. Glasgow City, sem sló Val út í 2. umferð undankeppninnar, dróst gegn Sparta Prag frá Tékklandi og á því ágæta möguleika á að komast í sextán liða úrslitin. Breiðablik sló Sparta Prag út í 32ja liða úrslitum keppninnar á síðasta ári. Sara leikur gegn Juventus AFP Sara Franska liðið Lyon á titil að verja í Meistaradeild Evrópu. Danmörk Bjerringbro/Silkeborg – Skjern ....... 32:26  Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Skjern. Evrópudeild karla Kristianstad – Sporting Lissabon ..... 20:25  Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð- mundsson skoraði ekki. RN Löwen – Pelister........................... 24:16  Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö- wen og Alexander Petersson er meiddur. Alingsås – Magdeburg........................ 30:29  Aron Dagur Pálsson skoraði 3 mörk fyr- ir Alingsås.  Ómar Ingi Magnússon skoraði 8 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson lék ekki með.  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.