Morgunblaðið - 25.11.2020, Side 17
honum kært og má segja að oft
hafi verið leitað til Sverris þegar
eitthvað bjátaði á í húsum félag-
anna KFUM og K í bænum. Við
Sverrir vorum saman í bygging-
arnefnd vegna nýbyggingar fé-
lagsins við Holtaveg og kom þar
fram góð reynsla hans við verk-
legar framkvæmdir. Nú hin
seinni ár höfum við orðið sam-
ferða á fundi í AD, eftir að Sverrir
hætti að keyra. Á leið okkar var
oft spjallað um starfið og eins um
fólkið í félaginu. Mér fannst með
ólíkindum hvað hann fylgdist vel
með og oft kom hann mér að óvör-
um með fréttir sem ég hafði ekki
heyrt.
Ég þakka Sverri góða vináttu í
gegnum árin og bið börnum hans
og öllum hans afkomendum Guðs
blessunar.
Narfi.
Það var gæfa að fá að kynnast
Sverri og starfa með honum. Aðr-
ir munu gera grein fyrir ævi hans
en mig langar að koma á framfæri
fáeinum þakkarorðum. Ég þakka
samstarf á Holtavegi 28, í húsi
KFUM og KFUK þar sem hann
sinnti margvíslegum sjálfboða-
störfum. Hann var traustur, mað-
ur útsjónarsemi, framkvæmda,
jákvæðni og þakklætis. Persónu-
lega þakka ég orð hvatningar og
uppörvunar, hvort sem var þá,
eða fyrr og síðar í þjónustu
kristniboðsins og tímaritsins
Bjarma. Í þeim orðum birtist um-
hyggja Sverris og að baki var án
efa fyrirbæn fyrir mér og mínum.
Eins ber að þakka fyrirbænir og
stuðning við kristniboðsstarfið á
langri ævi. Drottinn blessi minn-
ingu Sverris en líf hans var öfl-
ugur vitnisburður um hinn kross-
festa og upprisna frelsara, drottin
Jesú Krist.
Ragnar Gunnarsson.
Kveðja frá Skógarmönnum
KFUM
Í dag kveðja Skógarmenn góð-
an félaga, Sverri Axelsson.
Vatnaskógur var Sverri hug-
leikinn, hann sat í stjórn Skógar-
manna KFUM á árunum 1974 til
1978 en umhyggja og framlag
hans til starfsins varði í raun allt
hans líf. Sverrir byrjaði sem ung-
lingur að aðstoða við ýmis verk,
en síðar stýrði hann ýmsum
stórum verklegum framkvæmd-
um á staðnum og kom víða við
varðandi uppbyggingu staðarins.
Sverrir vann ætíð sem sjálfboða-
liði og eru þau mörg verkin sem
liggja eftir Sverri á staðnum, unn-
in af brennandi anda fyrir starf-
inu í þjónustu við ungmenni Ís-
lands. Meðal þeirra verka er hann
leiddi voru framkvæmdir við end-
urnýjun á vatns- og frárennslis-
málum staðarins. Þeirra fram-
kvæmda njóta Skógarmenn enn
og þær bera glöggt merki um
natni og fagmennsku Sverris sem
aldrei kastaði til höndunum.
Í vetrarvinnuflokkum í Vatna-
skógi var Sverrir oftar en ekki
verkstjórinn og oft var grjóna-
grautarpotturinn úr Hellulandi
með og sá því Sverrir mönnum
bæði fyrir fæði og verkefnum.
Margur ungur maðurinn kynntist
þar verksviti og útsjónarsemi
Sverris og fékk þar tilsögn í verk-
legum framkvæmdum, en kynnt-
ist jafnframt einstökum eldmóð
hans og kærleika.
Árið 2000 var Sverrir sæmdur
gullmerki Skógarmanna fyrir
ómetanlegt framlag til starfsins í
Vatnaskógi. Síðan eru liðin 20 ár
og Sverrir hélt áfram, vann og að-
stoðaði við uppbygginguna í
Vatnaskógi fram á tíræðisaldur
eða á meðan heilsan leyfði.
Skógarmenn KFUM þakka
samfylgd við góðan félaga og
senda fjölskyldu Sverris innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Sverris Axelssonar.
F.h. Skógarmanna KFUM,
Ársæll Aðalbergsson.
Fleiri minningargreinar
um Sverri Inga Axelsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2020
✝ Gunnar ÖrnGuðsveinsson
fæddist í Hafnar-
firði 3. ágúst 1943.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 14. nóvem-
ber 2020.
Foreldrar hans
voru Guðsveinn B.
Þorbjörnsson, lög-
reglumaður í
Hafnarfirði, og
Ólöf Kristjánsdóttir. Þau eru
bæði látin. Systir Gunnars var
Oddrún, f. 1945, d. 9. janúar
2015. Eftirlifandi maður henn-
ar er Gestur Guðnason, f.
1946. Þeirra börn eru Guð-
sveinn Ólafur, Helga og Lóa
Björg.
Gunnar ólst upp í Hafnar-
firði og lauk prófi frá Flens-
borgarskóla. Hann lauk námi
sem framreiðslumaður frá
Matreiðslu- og framreiðslu-
skólanum 1963. Með náminu
vann hann á Gullfossi og í
Klúbbnum. Skömmu eftir að
stofnaði fljótlega annað fyrir-
tæki, HG Vending, sem hélt ut-
an um rekstur á Scanomat-
kaffivélunum og –kaffinu.
Gunnar hætti rekstri fyrir-
tækjanna 1996 og hóf störf hjá
Sælkeradreifingu hjá Bjarna
Óskarssyni. Fyrirtækið var
selt til OJK og Gunnar fylgdi
með og sá aðallega um vöru-
innkaup.
Gunnar ferðaðist mikið
vegna starfa sinna. Á við-
skiptaráðstefnur í Evrópu,
Skandinavíu, Bandaríkjunum,
Japan og Kína.
Þau hjónin ferðuðust mikið.
Börn þeirra bjuggu í Noregi
og Danmörku og fóru þau í
ótal ferðir til þeirra. Þau fóru
og dvöldu í þorpinu Kovalam í
Kerala-héraði á Suður-
Indlandi. Á Ítalíu, í litla þorp-
inu þeirra Levanto í Liguria-
héraði, dvöldu þau mörg sum-
ur. Gunnar hafði alltaf mikinn
áhuga á íþróttum og voru
handbolti, knattspyrna, golf og
snóker þar efst á blaði.
Faðir hans, Guðsveinn Þor-
björnsson, var einn af frum-
kvöðlum knattspyrnufélagsins
Hauka og stofnandi handknatt-
leiksdeildar félagsins. Gunnar
byrjaði snemma að iðka knatt-
spyrnu, en seinna átti hand-
boltinn hug hans allan. Hann
átti sæti í fyrstu stjórn hand-
knattleiksdeildar félagsins
1958 og varð m.a. Íslands-
meistari í 3 fl. karla og var í
sigurliði meistaraflokks Hauka
1964 þegar það tryggði sér
sæti í 1. deild.
Dóttir Gunnars og Odu Jak-
obsen frá Færeyjum (þau
skildu) er Diana Guðsveinsson
Mejnholt, f. 1972, gift Morten
Mejnholt, f. 1972. Þeirra börn
eru Alberte, f. 1998, Lukas, f.
2005, Alma, f. 2008 og Oskar,
f. 2009.
Eftirlifandi eiginkona Gunn-
ars er Helga Þórunn
Guðmundsdóttir, f. 1942. Son-
ur Helgu og uppeldissonur
Gunnars er Fidel Helgi San-
chez, f. 1973, kvæntur Guðríði
Jónsdóttur, f. 1973. Þeirra
börn eru Thor, f. 2001, Oliver,
f. 2003, og Emma Rán, f. 2008.
Börn Gunnars áður eru Már,
f. 1963 og Björk, f. 1964.
Útför Gunnars fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 25. nóv-
ember 2020, kl. 13. Streymt
verður frá athöfninni. Slóð á
streymið:
https://youtu.be/lE4DNoNgTTg
Virkan hlekk á streymið má
einnig nálgast á:
https:/www.mbl.is/andlat
Hótel Saga var
opnuð réðst Gunn-
ar þangað sem
framreiðslumaður.
Gunnar fluttist
til Danmerkur
1970. Hann starf-
aði á Hótel Mari-
enlyst í Helsingör
sem þjónn og
seinna á hótel
Trouville í Horn-
bæk.
Gunnar opnaði veitingastað
sinn „Kabyssen“ ásamt félaga
sínum Hans Kröger mat-
reiðslumanni. Gunnar seldi
sinn hlut í veitingastaðnum er
hann flutti heim til Íslands
1983.
Hann stofnaði fyrirtæki sitt
HG heildverslun 1984, ásamt
eiginkonu sinni Helgu, með
innflutning á tækjum, hús-
gögnum og innréttingum fyrir
hótel, veitingahús og stofn-
anir. Fyrirtækið óx hratt og
var fyrst staðsett í Sundahöfn
og síðar í Fákafeni. Gunnar
Þá er hann látinn, víkingur-
inn, vinur minn, Gunnar Guð-
sveinsson. Æðrulaus, glaður og
reifur og þakklátur, allt til enda.
Strákarnir okkar, æskuvinirn-
ir, Óli og Fidel, leiddu okkur
saman. Gunnar hafði lifað og
starfað lengi í Danmörku og
m.a. rekið veitingahúsið Kabys-
sen í Helsingör, held ég í ein 10
ár.
Hér heima hafði hann nú hitt
Helgu Guðmundsdóttur, sem
varð ástin hans og helsti stuðn-
ingsmaður frá þeim tíma til
hinstu stundar. Árin liðu, Gunn-
ar var á tímum allumsvifamikill,
m.a. við rekstur fyrirtækis
þeirra Helgu, HG heildverslun-
ar, sem seldi tæki og tól fyrir
veitingahús og hótel.
Þar naut reynsla Gunnars sín
vel af veitingarekstri og svo var
hann menntaður framreiðslu-
maður. Þá var hann hreinlega
sölumaður af Guðs náð, sem
aldrei sló af í sölumennskunni
og hvers manns hugljúfi. Gunn-
ar og Helga urðu viðskiptavinir
mínir á lögfræðistofunni og ævi-
vinir okkar barna minna.
Ótalmarga aðfangadaga var
einn áfangastaða okkar krakk-
anna á jólarúntinum að heim-
sækja þessa elskulegu vini okk-
ar. Eftirminnileg er veisla okkar
vinanna þegar okkur tókst að
smala saman Óla og Fidel og
fjölskyldum þeirra og Gunnar
eldaði af snilld sinni ofan í okkur
öll, sérvaldar stórsteikur og lék
á als oddi. Áfengið og vinur
minn áttu ekki gott skap saman,
en honum þótti gaman að kaupa
það.
Naut ég lengi góðs af þessum
áhuga hans. Þannig barst
straumur ljúffengra veiga á
borð mitt frá vini mínum. Fyrir
nokkrum árum bauð Gunnar
mér í veiði í Norðurá, varð þetta
hans fyrsta og síðasta ferð til
laxveiða. Þá kom sér illa hvað
hann var harður af sér og end-
aði tvíbrotinn eftir túrinn. En
samvera okkar þarna varð til
þess að við uppgötvuðum það
ótrúlega:
Við höfðum nefnilega verið
samskipa á Gullfossi í ágúst
1961 rúmum 20 árum áður en
leiðirnar lágu saman samkvæmt
áðurgreindu, þegar ég var á leið
heim á Frón í fyrsta sinni frá
Þýskalandi með mömmu og
þremur systkinum mínum og
hann, sem þá var að læra til
þjóns á Hótel Sögu, að leysa af
á Gullfossi, þar sem fjörið var
mest og kaupið hæst. Lengi
hittumst við Gunnar í „löns“ til
skrafs og ráðagerða, á völdum
veitingastað, sem uppfyllti
strangar gæðakröfur hans, varð
Kringlukrá oft fyrir valinu.
Á útleiðinni kíkti Gunnar
venjulegast við hjá meistara eld-
hússins til að athuga hvort ekki
þyrfti að endurnýja einhver
tæki í eldhúsinu Helga og Gunn-
ar samglöddust mér innilega
þegar þau fréttu af kynnum
okkar Kristbjargar minnar og
buðu okkur út að borða, þrátt
fyrir að Gunnar væri orðinn
mjög veikur. Okkur þótti mjög
vænt um það. Sjálfsagt sleppa
fáir á langri ævi við að fá ör á
sálina og fór vinur minn ekki
varhluta af því, en um þau mál
var honum tregt tungu að
hræra.
Margar af minningum mínum
af þeim Gunnari og Helgu eru
perlur á minningafesti minni.
Að leiðarlokum þakka ég
Gunnari samfylgdina og skila
góðri kveðju frá fjölskyldu
minni og óska Helgu og öðrum í
fjölskyldu hans Guðs blessunar.
Tryggvi Agnarsson.
Nú á kveðjustund hrannast
minningar æskuáranna upp og
þar er af mörgu að taka. Ég
gleymi aldrei kvíðanum þegar
við, ég, þú, Ingvar og Óli, vorum
sendir í danskennslu til Rigmor
Hansen, 10-11 ára. Allt gekk
það samt vel og nú á aðeins ég
eftir að stíga síðasta dans fyrir
lokun. Og ekki var kvíðinn minni
þegar við spiluðum fjórhent
Veiðimannamars á skemmti-
kvöldi hjá Haukum í Sjálfstæð-
ishúsinu – og fer ekki mörgum
sögum af þeim hæfileika.
Ofarlega í huga eru Dan-
merkurárin þín, heimsóknir og
höfðinglegar móttökur og gagn-
kvæmu keppnisferðirnar sem þú
komst á við Helsingörliðið í
handbolta sem þá var eitt það
sterkasta í Danmörku. Veit ég
að margir minnast þeirra með
söknuði.
Flestar minningar tengjast
félaginu okkar, Haukum, en þar
vorum við í fyrstu stjórn hand-
knattleiksdeildar félagsins, 14
og 15 ára.
En nú er mál að linni, kæri
vinur. Ég kveð þig með þakk-
læti fyrir öll árin okkar og óska
þér góðrar ferðar með orðum
Starra í Garði:
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
Bjarni Hafsteinn Geirsson.
Gunnar Örn
Guðsveinsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
MARGARET ROSS SCHEVING
THORSTEINSSON
hjúkrunarfræðingur,
lést á Landspítalanum 13. nóvember.
Útför fer fram frá Lindakirkju
miðvikudaginn 25. nóvember klukkan 11, að nánustu ættingjum
viðstöddum. Athöfninni verður streymt á netinu á
https://youtu.be/l-wKMIncp9Y
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Rauða kross Íslands.
Gunnar Bent Scheving Thorsteinsson
Carole Ann Scheving Thorsteinsson
Guðrún M. Scheving Thorsteinsson
Ósk Scheving Thorsteinsson
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson
Ástríður Scheving Thorsteinsson, Karl Trausti Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
VIKTORÍA KARLSDÓTTIR,
Áshamri 3f,
Vestmannaeyjum,
lést 31. október.
Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum mánudaginn
30. nóvember klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins
nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður
streymt frá vef Landakirkju, www.landakirkja.is.
Jónas Ragnar Gíslason Erika Ruiz
Stella Gísladóttir
Guðmundur Gíslason Guðný Jensdóttir
Viktoría Gísladóttir
Fanney Gísladóttir Oddur Magnús Oddsson
Bryndís Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
GUÐFINNA THORLACIUS
hjúkrunarkennari,
Háagerði 4, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
22. nóvember. Útför fer fram frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 10.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök
Sjúkrahússins á Akureyri. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins
nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina.
Streymt verður frá athöfninni af síðu Akureyrarkirkju.
Kristjana Aðalgeirsdóttir Jari Turunen
Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir
Margrét Th. Aðalgeirsdóttir Ari Gunnar Óskarsson
Petra, Breki, Gunnar Aðalgeir og Inga Rakel
Margrét G. Thorlacius Ólafur Þór Thorlacius
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og
langafi,
JÓHANN PÉTUR RAGNARSSON
frá Efri-Tungu, Skutulsfirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
17. nóvember. Útförin fer fram frá
Ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. nóvember,
að viðstöddum nánustu ættingjum.
Guðmundur Jens Jóhannss. Soffía Þóra Einarsdóttir
Björn Bergsson
Jóhann Pétur Guðmundsson Nanna Vilborg Harðardóttir
Bjarki Guðmundsson Þórdís G. Guðmundsdóttir
Ragnar A. Guðmundsson Þóra Matthíasdóttir
Einar Ási Guðmundsson Guðbjörg Ebba Högnadóttir
Sólveig G. Guðmundsdóttir Valtýr Þórarinsson
barnabarnabörn
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar