Morgunblaðið - 17.11.2020, Page 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum
í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla.
Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og
eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi.
Sendum um allt land.
www.pgs.is
pgs@pgs.is
s 586 1260
Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík
Alternatorinn eða
startarinn bilaður?
Breyttir jeppar frá Arctic Trucks
þykja ómissandi í starfi flestra
björgunarsveita og gjörbreyttu
getu sveitanna þegar þeir komu
fyrst fram á sjónarsviðið. „Fram að
því reiddu björgunarsveitirnar sig
á vélsléða og beltadrifna snjóbíla
sem þurfti að flytja á vettvang
björgunaraðgerða. Var þá ekið upp
að snjólínunni, snjóbíllinn þá tekinn
af palli og ekið þangað sem að-
stoðar var þörf. Breyttur jeppi
kemst alla leið og þarf bara að
hleypa úr dekkjunum þegar komið
er í þunga færð,“ útskýrir Emil.
„Þar að auki nota breyttir hálend-
isjeppar mun minna eldsneyti en
snjóbílar, eru ódýrari í viðhaldi, eru
þægilegri og komast hraðar yfir.“
Ökutæki
sem komast
alla leið
Það markaði kaflaskil í störfum björgunarsveitanna þegar breyttu háfjallajepparnir komu til sögunnar. Úr safni.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
A
rctic Trucks afhenti á
dögunum fyrsta eintakið
af nýrri kynslóð björg-
unarsveitajeppa sem
byggja á Ford F150-pallbílnum.
Jeppinn var þróaður í nánu sam-
starfi við íslenskar björgunarsveitir
og útkoman farartæki sem ætti að
nýtast enn betur við leitar- og
björgunarstörf við erfiðustu skil-
yrði.
Emil Grímsson er fram-
kvæmdastjóri Arctic Trucks Int-
ernational og
stjórnarformaður
Arctic Trucks á
Íslandi. Hann
segir að með því
að nota Ford
F150 sem grunn
verði rýmra um
ökumann og far-
þega og meira
pláss fyrir búnað
og sjúkraflutn-
inga. „Plássið er mun betra og fer
vel um þrjá í aftursætinu. Eldri
gerðir höfðu þann ókost að það gat
verið þröngt fyrir þrjá að sitja aft-
ur í og ekki gaman að þurfa að
ferðast um langan veg í slíkum
þrengslum,“ segir Emil en ef þess
er óskað má fá björgunarsveitarbíl-
inn með tveimur þriggja manna
sætaröðum svo hann rúmar sam-
tals sex manns. Þóttplássið hafi
verið aukið þarf ekki meirapróf til
að aka nýja björgunarsveit-
arbílnum.
Stefnan sett á 50 bíla
Nýi björgunarsveitajeppinn not-
ar dekk sem Arctic Trucks hannaði
í samvinnu við finnska fyrirtækið
Nokian og þykja gefa einstaklega
gott flot og grip í snjó. Allur bún-
aður um borð hefur verið upp-
færður og vandlega gætt að því að
bæði raftæki og hreyfanlegir hlutar
ráði vel við hörkufrost og krefjandi
aðstæður. Segir Emil að ráðist hafi
verið í þróun ökutækisins með það
fyrir augum að framleiða 50 bíla og
fyrir vikið miklu meiri vinna verið
lögð í alla grunnhönnun en hægt er
þegar hver og einn bíll er sérhann-
aður fyrir hverja björgunarsveit
fyrir sig. Með fjöldaframleiðslu
gefst fyrirtækinu því kostur á að
bjóða kaupendum enn vandaðra
ökutæki á hagstæðara verði og
bæta skilvirkni í viðhaldi og
rekstri. „Þar sem allir bílarnir eru í
grunninn eins er hægt að ganga að
því sem vísu að tiltekinn vír á til-
teknum stað geri það sama í þeim
öllum, og ef í ljós koma t.d. veik-
leikar eða bilanir í tileknum íhlut
hjá einum þá getum við nýtt okkur
það til að koma í veg fyrir að aðrir
lendi í því sama, bætt þannig
rekstraröryggi bílanna og um leið
þjónustu og öryggi landsmanna,“
útskýrir Emil og bætir við að þeg-
ar verkefnið er lagt upp með þess-
um hætti verði upphafskostnaður
mikið hærri og selja þurfi marga
bíla þar til næst fyrir kostnaði.
Heppilegur fyrir
Ameríkumarkað
Bíllinn gengur í dag undir nafn-
inu Ford F150 AT44 Rescue en
hefur ekki enn fengið formlegt
heiti. Emil segir Arctic Trucks
vera að skoða möguleika á mark-
aðssetningu ökutækisins á heim-
skautasvæðum Kanada og Banda-
ríkjanna en þar hjálpar mikið að
Ford-pallbíll skuli vera notaður
sem grunnur enda bandarísk smíði
og geysivinsæll á þessum slóðum.
„Þetta gerir skráningar og þjón-
ustumál frekar auðleysanleg en við
lentum á veggjum þegar við reynd-
um að gera það sama byggt á
Toyota Hilux AT44,“ útskýrir Emil
en fram til þessa hefur Arctic
Trucks einkum sótt inn á Evr-
ópumarkað og Mið-Austurlönd og
þá fyrst og fremst með breyttum
Nissan- og Toyota-bifreiðum.
„Þessi grunnbreyting getur hent-
að fjölþættari starfsemi á þessum
slóðum í Norður-Ameríku, Arctic
Trucks er þegar þekkt og sterkt
vörumerki víða og við teljum okkur
geta náð nokkuð langt með þetta
verkefni,“ segir Emil. „Á mörgum
landsvæðum bæði í Kanada og
Alaska geta ökutæki eins og björg-
unarsveitarbíllinn umbylt sam-
göngum en í dag er einkum notast
við þung beltatæki á þessum slóð-
um eða vegir ruddir með ærnum
tilkostnaði og miklum útblæstri.“
Breyttir jeppar Arcitc Trucks
hafa þegar sannað notagildi sitt
bæði á Íslandi og á svæðum eins og
Suður-heimskautinu sem farartæki
fyrir landkönnuði og rann-
sóknastöðvar og hæfa vel að-
stæðum í köldustu héruðum Norð-
ur-Ameríku. „Bæði má nota
jeppana okkar til að þjónusta af-
skekktar byggðir en líka náma- og
olíuvinnslusvæði,“ segir Emil.
Rýmri og enn betri björgunarjeppi
Með því að nota Ford
F150 sem grunn eygir
Arctic Trucks mögu-
leika á að hefja sókn
inn á Bandaríkja- og
Kanadamarkað.
Fordinn tekur sig vel út í björgunarlitunum og breyttur á ýmsa vegu.
Það fer vel um björgunarfólk á leiðinni á vettvang enda nóg af plássi.
Emil Grímsson
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Hvað varðar bremsulengd jeppa þá standa borgarjeppar
ekki jafnfætis eftir prófanir á þessum mikla örygg-
isþætti. Því fer fjarri að niðurstaðan sé af mistaka völd-
um.
Níu metrar eru nákvæmlega lengd tveggja Citroën C5
Aircross samanlögð. En það er líka munurinn á bremsu-
lengd bestu bílanna og þeirra slöppustu, samkvæmt
mælingum tilraunamanna franska bílablaðsins Auto-
Plus.
Þeir tóku í gegn 30 borgarjeppa og mældu hvað þeir
voru lengi að nema staðar af 130 km/klst. ferð. Með-
altalið reyndist 64 metrar. Nokkrir gerðu miklu betur og
aðrir mun lakar. Nokkrir þeirra síðarnefndu voru með
tvíaflrásir sem vegna aukins tæknibúnaðar eru yfirleitt
mun þyngri.
Í þeim hópi er t.d. Honda CR-V tvinnbílinn (22. sæti
með 66 metra bremsulengd), Lexus UX (23. sæti – 67
metrar), Kia Niro (27. sæti – 68 metrar), Toyota RAV4-
tvinnbíllinn (29. sæti – 69 metrar). Síðasti bíllinn hafði
svona nokkuð sér til afsökunar; Range Rover Evoque
sem þurfti 70 metra til að staðnæmast úr 130 km ferða-
hraða, eða níu metrum meira en þeir bestu.
Jafnir í þremur efstu sætunum með 61 metra bremsu-
lengd voru 90 hestafla Audi Q3, 192 hesta BMW X2 og
190 hesta VW Tiguan.
Fimm urðu jafnir í sætum fjögur til átta eða 140 hesta
BMW X1, 160 hesta Nissan Qashqai, 130 hesta Peugeot
3008, 190 hesta Seat Ateca og 150 hesta Volvo XV40.
Jafnir í níunda til ellefta sæti urðu 150 hestafla Ford
Kuga, 115 hesta Kia Sportage og 140 hesta Renault
Kadjar. Níu bílar þurftu svo 64 metra til að staðnæmast.
agas@mbl.is
Smájeppar
bremsa misvel
Morgunblaðið/
Audi Q3, BMW X2 og VW Tiguan komu best út.