Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 12
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
H
já Brimborg má nú finna
Mazda-bifreið sem er
knúin áfram af 100%
rafmagni, Mazda
MX-30, sem er fyrsti hreini rafbíll-
inn frá framleiðandanum. Blaða-
maður prófaði ódýrustu útgáfuna,
Sky, og keyrði um götur borg-
arinnar í sól, roki, rigningu og að
lokum hagléli. Allt á einum degi;
sannkölluð íslensk veðrátta.
Minnir á jeppling
Það fyrsta sem kona tekur eftir
við bíla er útlitið, að minnsta kosti
undirrituð. Mazda MX-30 er nett-
ur og töff að utan, vel hannaður og
ekkert sem truflar augað. Hann
minnir á jeppling í útliti, nema í
minni útgáfu. Það er hægt að fá
hann í nokkrum litum, en þessi
hvíti sem blaðamaður prófaði var
ansi smart með svörtu þaki.
Að innan er hann líka nokkuð
huggulegur og sætin þægileg. Þó
mæli ég ekki með MX-30 fyrir fólk
í stærri kantinum; sætið rétt rúm-
aði minn meðalstóra rass. Sætið er
nefnilega með bríkum á köntunum
og ef maður passar ekki þar á
milli, situr maður á brík, sem er
ekki þægilegt. Það er ekki hiti í
sætum og þau eru ekki rafknúin,
sem er í sjálfu sér ekki stórmál,
þótt ég myndi alltaf kjósa það. Það
er auðvitað hægt að fá meiri lúxus
ef maður borgar fyrir. Hægt er að
fá dýrari útgáfur, First Edition og
Cosmo, með hita í sætum og
mörgum fleiri kostum. En Sky-
útgáfan er að minnsta kosti búin
þeim lúxus að í bílnum er forhitari
sem hægt er að tímastilla og hafa
hann þannig heitan og góðan á
köldum vetrarmorgnum.
Góð veghæð
Tveir skjáir eru í bílnum, fyrir
utan mælaborðið sem mætti kalla
skjá líka. Annar skjárinn er of-
arlega við framrúðu og þar má sjá
leiðsögukerfi, kerfi fyrir símann
og tónlistarmöguleika. Til að
stjórna skjánum er hringlaga
takki á milli sæta og annar minni
til að hækka og lækka í græjunum.
Mjög þægilegt er að stjórna með
þessum tökkum og það tók stutta
stund að uppgötva hvernig þeir
virka.
Hinn skjárinn er neðar og sýnir
hitastillingar bílsins. Á milli sæt-
anna má svo finna tvö hólf fyrir
flöskur eða kaffibolla, og góður púði
er þar til að hvíla handlegginn.
Undir þessu, nánast við fætur
manns, er geymslurými fyrir dót,
sem er kannski undarlegur staður,
en nýtir vel plássið.
Þröngt er aftur í og myndi ég
segja að sætin þar væru tilvalin
fyrir börn sem komin eru úr bíl-
stólum og hafa ekki enn náð fullri
hæð. Til að komast aftur í þarf að
opna litla hurð sem opnast í öfuga
átt við bílstjórahurð og hjálpar
vissulega til við að komast inn í bíl-
inn. Fyrir fullorðna manneskju er
samt svolítið erfitt að troða sér þar
Umhverfisvænn og
með lúkkið í lagi
Mazda MX-30 er nýr
100% rafmagnsbíll.
Hann er sportlegur,
smart, þægilegur í
akstri og hentar vel til
notkunar innanbæjar.
Mazda MX-30 minnir á jeppling en er þó fólksbíll. Straumlínuleg hönnunin er vel heppnuð.
Morgunblaðið/Ásdís
Hægt er að opna afturdyrnar sem gerir aðgengi betra til að komast aftur í.
Mazda MX-30 er 100% rafmagnsbíll og tekur ekki langan tíma að hlaða. Takkarnir á milli sæta eru afar þægilegir í notkun.
12 | MORGUNBLAÐIÐ
» 35,5 kWst rafhlaða
» 145 ha. rafvél
» Framdrifinn
» 0-100 km/klst. á 9,7 sek.
» Hámarskhraði:
140 km/klst.
» Allt að 265 km drægni
innanbæjar
» Eigin þyngd: 1.750 kg
» Stærð farangursrýmis:
366 lítrar, stækkanlegt
Umboð: Brimborg
» Grunnverð: 4.090.000 kr.
» Verð eins og prófaður:
4.090.000 kr.
Mazda
MX-30 Sky
Mazda MX-30 er töff, sportlegur
og umhverfisvænn. Hann hentar
vel í daglegan borgarakstur,
enda léttur og lipur í bíll akstri.