Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ JEPPADEKK OG FELGUR DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR Í SÍMA 540 4900 Vönduð amerísk jeppadekk sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður. Stærðir 29 - 44”. KANNAÐU ÚRVALIÐ! VERSLUN.ARCTICTRUCKS.IS Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þ að fyrsta sem vakti athygli við aksturinn var hversu mjúkur hann var. Rétt eins og fyrri kynslóðir er þessi sprækur á veginum, bíllinn lipur og viðbragðsfljótur og stýr- ingin góð. Bíllinn er sem fyrr létt- ur, aðeins rétt rúmlega eitt tonn eða svo, og þess vegna mjög líf- legur í akstri eins og við er að bú- ast. Sá sem þetta ritar hefur ekki átt jafnlítinn smábíl og það kom því ánægjulega á óvart hversu auðvelt reyndist að leggja Yaris í þröng stæði miðborgarinnar. Knappur beygjuradíus bílsins og bakk- myndavél komu þar vitaskuld einn- ig að góðum notum. Yaris kom fyrst fram á sjónar- sviðið árið 1999 og var frumsýndur á Íslandi í mars það ár. Bíllinn sló rækilega í gegn frá fyrsta degi og markaði það upphafið að velgengn- inni á íslenskum bílamarkaði sem stendur enn, en alls hafa 14.074 Yarisar verið skráðir hér á landi og af þeim eru um 11.600 bílar enn í notkun. Innblástur í Japan Toyota hefur ekki tekið vinsæld- um Yaris sem sjálfsögðum hlut með því að höggva í sama knérunn frá því um síðustu aldamót er saga og sigurganga Yaris hófst. Þvert á móti hefur bíllinn tekið stórstígum breytingum gegnum árin og hefur vegferðin að mestu verið farsæl. Samhliða nýja byggingarlaginu hefur Yaris að þessu sinni nýtt út- lit út á við. Með ávölum línum og gljáandi áferð sækir hann inn- blástur til japönsku kuromame- baunarinnar. Eða svo segir að minnsta kosti í bæklingnum. Og lögunin minnir óneitanlega á slíka baun. En það sem meira máli skiptir er að þessi útlitsbreyting heppnast alls ekki svo illa. Bíllinn er í það minnsta mun nútímalegri í útliti en kynslóðin sem á undan kom. Ef til vill eðlileg krafa, en dæmin hafa sýnt að slíkar yfirhaln- ingar á útliti lukkast ekki í hvert sinn. Hleður rafhlöðurnar sjálfur Eins og áður sagði er bíllinn hannaður eftir svonefndri TNGA- hönnunarstefnu Toyota. Nýr Yaris er í boði með þrenns konar vélum: 1,0 lítra og þriggja strokka og nýrri 1,5 lítra og þriggja strokka, með eða án tvinnkerfis. Fæst hann einnig í nokkrum útfærslum og auðvelt virðist að sníða þessa baun að þörfum hvers og eins. Athygli þarf að vekja á því að rétt eins og margir aðrir tvinnbílar framleiðandans stingur maður þessum ekki í samband, heldur hleður hann rafhlöðurnar með akstrinum sjálfum. Það er ef til vill þess vegna sem maður getur ekki farið mjög hratt áður en bens- ínvélin tekur við af rafmagninu. En fram að því rennur hann ljúft og hljóðlega áfram. Kraftmikill verður bíllinn seint sagður en samt sem áður tekur hann vel við sér þegar gefið er í, í miðjum akstri, og bensínvélin tek- ur vissulega snurðulaust við af raf- hleðslunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýja baunin lipur og létt Það telst alltaf til tíðinda þegar japanski bílaframleiðandinn Toyota kynnir nýja kynslóð af vinsæla smábílnum Yaris. Bíllinn hefur nú verið hannaður upp á nýtt frá grunni, með nýju heildrænu byggingarlagi framleiðandans sem gengur á ensku undir skammstöfuninni TNGA. Þessi nýjasta kynslóð barst á strendur Íslands fyrr í haust fyrir tilstilli Toyota-umboðsins. Hönnuðir Toyota notuðu kuro- mame-baunina sem innblástur þegar útlit nýja Yaris var mótað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.