Morgunblaðið - 17.11.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 17.11.2020, Síða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ VALLARBRAUT EHF vallarbraut.is Trönuhrauni 5, Hafnarfirði Sími 454 0050 VALLARBRAUT EHF býður uppá allar gerðir á einstaklega góðu verði ROYAL ENFIELD mótorhjólin hafa verið framleidd óslitið frá 1901 Bjóðum nú HIMALAYAN á einstöku tilboði í nokkrum litum sem eru til á lager HIMALAYAN SLEET 1.350.000 kr. HIMALAYAN SNOW WHITE 1.350.000 kr. HIMALAYAN BLACK 1.410.000 kr. HIMALAYAN ROCK RED 1.382.000 kr. Hliðartöskur (silfur) 80.000 kr. Hliðartöskur (svartar) 90.000 kr. Mótorhlífar (svartar) 16.000 kr. Yfirbreiðslur 10.000 kr. Andrés Magnússon andres@mbl.is S íðustu mánuði og misseri hefur orðið bylting í orku- notkun bíla á Íslandi. Að miklu leyti hefur sú þróun haldist í hendur við þróunina annars staðar á Vesturlöndum, aðallega þó hvað varðar framboð á bílum. Hún hefur örugglega einnig mótast af auknum áhyggjum af loftslagsmálum og opinberri íhlutun vegna þeirra. Þær skýringar hrökkva þó varla til þegar litið er á þróunina upp á síð- kastið, því sala á rafmagnsbílum hef- ur rokið upp af þvílíkum krafti, án þess þó að unnt sé að benda á sér- stakar tækniframfarir, verðlækkun eða opinberar aðgerðir sem sérstaka ástæðu þess. Og olíumarkaðir með skaplegasta móti. Nei, þar er nærtækara að horfa til almennrar hugarfarsbreytingar, að æ fleiri hafi komist á þá skoðun, hver í sínu horni, að rafmagnsbílar séu mál- ið. Að orkuskiptin séu að verða til fyr- ir sjálfsprottinn áhuga almennings. Þó má nefna eitt, sem kann að hafa valdið þessum hvörfum, en það er kórónuveiran. Margir voru með meira fé handa á milli í sumar, upp- söfnuð spurn eftir bílum og margir að ferðast innlands. Við þær kring- umstæður kann fólk að hafa verið opnara fyrir rafmagnsbílum. 11% af flotanum nýorkubílar en 55% nýskráðra 2020 Í landinu eru nú ríflega 357 þúsund vélknúin ökutæki, en þar af eru 220 þúsund fólksbílar í umferð. Af þeim eru nú um 16 þúsund rafbílar, bæði hreinir rafmagnsbílar og tengiltvinn- bílar. Rafmagnsbílarnir eru um 6.500 talsins eða 3% af flotanum, en tengil- tvinnbílarnir um 9.700 eða um 4,4%. Þá eru einnig um 8.200 rafblendingar af ýmsum gerðum, mestmegnis með bensínvél, eða um 3,7%. Samtals eru þetta rúm 11%, þótt tölurnar séu ei- lítið ónákvæmar, þar sem munur er á hlutföllum nýorkunotkunar fólksbíla og atvinnubíla. Þessar hlutfallstölur bílaflotans alls segja þó ekki nema brot af sög- unni. Að jafnaði eru um 16.000 ný- skráningar á ári, svo árleg endurnýj- un bílaflotans er um 4,5% en meðal- aldur ökutækja í umferð er rétt tæp 10 ár og hefur farið ögn lækkandi síð- ustu ár (eftir að hafa hækkað nokkuð skarpt árin upp úr hruni). Af því leið- ir að orkuskipti í bílaflotanum verða aldrei örari en sem nemur endurnýj- un flotans og auðvitað talsvert hæg- ari en það. Nýorkubílar henta ekki til allra þarfa, drægi þeirra er enn nokkuð takmarkað og dreifikerfi orkunnar ófullkomið og enn í uppbyggingu. Þar fyrir utan er framboð á tegundum enn talsvert minna en gerist með hef- bundunum bílum með sprengihreyfla fyrir jarðefnaeldsneyti og svo má ekki gleyma því að nokkurrar íhalds- semi gætir hjá mörgum þegar um svo stóra fjárfestingu heimila er að ræða. Þegar við lítum aftur á móti á ný- skráningar bíla undanfarin ár kemur hins vegar breytingin glögglega í ljós. Það er dregið fram í súluritinu hér að ofan, sem sýnir hlutfallstölur helstu orkugjafa. Fyrir aðeins sex árum voru tæp 97% allra bíla á Íslandi knúnir jarðefnaeldsneyti; bensíni eða dísil. Nýorkubílarnir unnu jafnt og þétt á, en í ár má það heita sprenging, tvöföldun frá í fyrra. Þá voru jarð- efnaeldsneytisbílar með 72% ný- skráninga, en í ár hefur hlutfallið dottið niður í 45%, orðið innan við helmingur nýskráninganna. Það eitt eru stórtíðindi. Úr þessum tölum má líka lesa að aukningin er mest í hreinum rafbíl- um. Tengiltvinnbílar er enn dágóður hluti, en hann minnkar ört. Hið sama má segja um blendingana. Aðrir ný- orkubílar eru svo að segja úr sögunni, náðu sér aldrei á strik. Hugsjónir, tíska eða hagkvæmni ráða vali Sem fyrr segir er erfitt að benda á einhverja eina skýringu. Ákveðin hugarfarsbreyting hefur augljóslega orðið og eflaust ræður tíska þar tals- verðu. Bílar eins og Teslurnar urðu stöðutákn, en á eftir hafa siglt rafbílar frá Jaguar, Audi og Porsche, sem ekki gefa þeim eftir og Polestar virð- ist ætla að verða ný stjarna á þeim himni. Það hefur líka komið fram ágætt úrval hagkvæmra borgar- og fjölskyldubíla, frá framleiðendum á borð við Ford, Hyundai, Kia, Nissan, Peugeot, Renault og VW, jafnvel mjög krúttlegir bílar eins og Honda e og Mini Cooper og rafmagnsútgáfa af Fiat 500 er rétt handan við hornið. Fyrir Íslendinga hefur það ugglaust skipt meira máli en í ýmsum öðrum löndum, að komið hafa fram jeppar og jepplingar, þótt þar hafi blendingar raunar verið mest áberandi til þessa. Þar hefur drægið og útbreiðsla hraðhleðslustöðva vitaskuld haft afar mikið að segja. Þær eru enn í upp- byggingu, en líkt og sjá má á kortinu hér á síðunni er netið óðum að þétt- ast, helst að Norðausturland hafi ver- ið örlítið út undan, enda óvenjustrjál- býlt, hringvegurinn sneiðir hjá vænum hluta þess og stór svæði úr al- faraleið. Við uppbyggingu þeirra inn- viða skipta hraðhleðslustöðvar mestu máli fyrir ferðalanga, svo þeir þurfi ekki að dvelja tímunum saman meðan beðið er eftir hleðslunni. Það er ekki vandalaust að koma upp hraðhleðslustöðvum á sumum stöðum, en þó má benda á hina nýju hraðhleðslustöð Tesla við Staðar- skála í Hrútafirði, sem sýnir að ýmis- legt er nú hægt að gera í því. Og það munar um Staðarskála, sem gerir ferðir á rafbílum milli Reykjavíkur og Akureyrar miklum mun auðveldari en áður. Eftir því sem slíkt net verður þéttriðnara þarf fólk minna að hugsa sig um hvort næsti bíll eigi að vera rafbíll. Enn sem komið er koma rafbíl- arnir samt nokkuð við pyngjuna, en það er að breytast. Bílaframleiðendur eru við það að slíta barnsskónum við gerð þeirra og ýmissa framfara von. Þar hefur hægast miðað í raf- hlöðutækni. Þær hafa verið stórar og þungar, sem varla breytist mikið í bráð, en þær eru líka dýrar, sennilega um þriðjungur af framleiðsluverði bílsins. Þær endast þó ekki að eilífu, svo fyrr eða síðar þarf að skipta um þær og sá reikningur verður ekkert grín. Af sama leiðir að eftir 2-3 ár fer ástand rafhlöðunnar að hafa afger- andi áhrif á endursöluverð. Notand- inn getur raunar haft nokkur áhrif á það, notkunarmynstur, reglulegar hleðslur, næturfrost og margt fleira geta haft mikið að segja. Það sparast hins vegar margt með notkun rafbíla. Vélarnar eru margfalt einfaldari, slit á þeim hverfandi og enginn hefðbundinn gírkassi, svo við- haldskostnaður er miklu minni og eykst ekki verulega með aldri, eins og hjá hefðbundnum bílum. Fyrst og fremst horfir fólk þó til orkukostnaðarins, sem munar mikið um í heimilisbókhaldinu. Og mun raunar líka muna mikið um í þjóð- arbúskapnum, því nú eru flutt inn um 1,1 milljón tonna af hreinsuðum jarð- olíuafurðum fyrir ríflega 90 milljarða króna og það í erlendri mynt, sem vafalaust mætti nýta betur í annað. Ekki er nóg með að næg orka sé til í landinu til þess að knýja ökutæki, heldur er hún öll endurnýjanleg. Öf- ugt við flestöll lönd önnur, þar sem raforka er oftast framleidd í orkuver- um með jarðefnaeldsneytisbruna til þess að tappa henni á bíla, þá eiga Ís- lendingar orkuna svo lengi sem hér þrýtur ekki votviðri og þyngdarlög- málið heldur áfram að virka. Hér er því allur ávinningur með orkuskipt- um í samgöngunum og til mikils að vinna, bæði fyrir budduna og móður jörð. Rafbílabylting á Íslandi Rafbílum fjölgar ein- staklega ört á þessu ári og eru 16 þúsund hreinir rafbílar á göt- unum. Hægst hefur á aukningu tengiltvinn- bíla og blendinga og í fyrsta sinn eru bensín- og dísilbílar innan við helmingur nýskráðra. 50 kW stöð 50 kW stöð áformuð Hæghleðslustöð 150 kW stöð áformuð 150 kWTesla stöð 250 kWTesla stöð 250 kWTesla stöð áformuð Reykjanesbær Höfuðborgarsvæði Borgarnes Akranes Þingvellir Vegamót Ólafsvík Stykkishólmur Búðardalur BjarkalundurPatreksfjörður Ísafjörður Hólmavík Staðarskáli Blönduós Sauðárkrókur Siglufjörður Akureyri Mývatn Húsavík Skjöldólfsstaðir Egilsstaðir Seyðisfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur Höfn í Hornafirði Jökulsárlón Freysnes Skaftafell Kirkjubæjarklaustur Vík í Mýrdal Hvolsvöllur Hella Geysir Borg í Grímsnesi Selfoss Hveragerði Þorlákshöfn Varmahlíð 11 2 2 2 2 Heimildir: Plugshare, stjórnarráðið og Tesla. Ath.: Á kortinu er aðeins jafnstraums (DC) hraðhleðslustöðva, 50kWeðameira, getið með staðarheiti. Um 200 lágspennustöðvar fyrir almenning eru einnig í landinu, flestar merktar hér með gulum díl, og þúsundir í einkaeigu. Hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á Íslandi 50, 150 og 250 kW stöðvar, núverandi og fyrirhugaðar Nýskráningar fólksbíla eftir orkugjöfum Hlutfallslega frá 2014 til 2020 Heimild: Bílgreinasambandið 0% 20% 40% 60% 80% 100% Bensín/dísill Metan Blendingur Tengiltvinn Rafmagn 2020201920182017201620152014 45% 13% 17% 24%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.