Morgunblaðið - 17.11.2020, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ | 7
Sérfræðingar
í hleðslustöðvum
fyrir rafbíla
Reykjavík
Klettagörðum 25
Sími 5 200 800
Akureyri
Draupnisgötu 2
Sími 4 600 800
Reykjanesbær
Bolafæti 1
Sími 420 7200
Reyðarfjörður
Nesbraut 9
Sími 470 2020
Selfoss
Eyrarvegi 67
Sími 4 800 600
Hafnarfjörður
Bæjarhrauni 12
Sími 5 200 880
Grundartangi
Mýrarholtsvegi 2
Sími 5 200 830
Nánari upplýsingar á ronning.is/rafbilar
» 1,5 lítra TNGA bensín-tvinnvél
» Rafstýrð stiglaus gírskipting
» 116 hö / 120 Nm
» 0-100 km/klst. á 9,7 sek.
» Hámarkshr. 175 km/klst.
» CO2: 87-112 g/km (blandaður)
» 3,8-4,9 l/100 km (blandaður)
» Eigin þyngd: 1.080 til 1.180 kg
» Farangursrými 286 l
Umboð: Toyota á Íslandi
» Grunnverð (Yaris Live):
3.240.000 kr.
» Verð eins og prófaður:
3.980.000 kr.
Toyota Yaris
Active Hybrid
árg. 2021
Hefði mátt slaka á inngjöfinni
Árið 2020 skiptir ekki síst máli
hversu vel maður getur tengt bílinn
öllum manns græjum og tólum. Hér
eru allar helstu tækninýjungar inn-
an seilingar og auðveldlega hægt að
tengja snjallsíma með hvort
tveggja Apple CarPlay og Android
Auto.
Skemmtilegasta nýjungin fólst
óneitanlega í skilaboðunum sem
biðu manns að loknum hverjum
akstri, á miðju mælaborðinu. Þar
fékk maður að vita hversu vel hefði
til tekist að halda akstrinum spar-
neytnum. Ég hefði til dæmis mátt
slaka eilítið á inngjöfinni þegar ég
tók af stað. Sagði bíllinn mér.
Þessu til viðbótar má hlaða niður
appi sem nefnist MyT og kemur úr
smiðju Toyota. Það býður upp á
frekari greiningu á aksturslagi
ökumannsins, auk ýmissa gagn-
legra upplýsinga um hvernig megi
auka hlutfall aksturs á rafmagni og
þannig spara eldsneytið enn meira.
Pípt á ökumanninn
Af öðrum nútímahjálpartækjum
má nefna árekstrarviðvörunarkerfi
sem notar bæði sjálfvirka hemlun og
stýrisaðstoð, umferðarskynjara að
aftan, sem einnig nýtir sjálfvirka
hemlun, og akreinastýringu ef bíllinn
byrjar að rása frá miðju reinarinnar.
Þetta síðastnefnda truflaði mig
nokkuð. Ég er nefnilega þeim ágalla
haldinn að ég nota helst ekki stefnu-
ljós nema ég sjái að aðrir vegfar-
endur hafi af því gagn til að komast
leiðar sinnar. Og þegar ekki nokkur
bifreið var í augsýn, og ég hugðist
færa mig um akrein án stefnuljóss,
þá heyrðist hátt píp og gott ef stýrið
reyndi ekki líka að stýra mér til
baka.
Þetta gerðist nokkrum sinnum,
áður en ég fann út hvernig mætti
slökkva á þessu, sem reyndist auð-
velt – aðeins að halda inni takka í
nokkrar sekúndur. Það þarf þó að
gera í hvert sinn sem bíllinn er
keyrður. Ef til vill fyrir bestu. Fullkominn búnaður fylgist með aksturslaginu og veitir gagnleg ráð.
Viðbragðið er ágætt og margt þægilegt við það að vera á smábíl í borgarumferðinni. Yaris hefur notið töluverðra vinsælda á Íslandi og um 11.600 slíkir á götunum í dag.