Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 9
fyrirtækin hyggjast nýta sem orku-
gjafa.
Þannig gefst nú kærkomið tæki-
færi til þess að upplifa MEB og
hvernig hin byltingarkennda þróun
hefur áhrif á aksturseiginleika og út-
litshönnun raunverulegs fararskjóta.
Rúmgóður og hár
Upplifunin af því að nálgast ID.3 í
fyrsta sinn er svipuð og þegar maður
leit aðra kynslóð Laufsins í fyrsta
sinn. Þarna er kominn bíll sem er
hugsaður fyrir fjöldann, hann sker
sig ekki sérstaklega úr útlitslega og
honum er ekki ætlað að hrópa á nær-
stadda: Ég er rafbíll! Þetta er einnig
svipuð nálgun og Audi hefur tekið
með e-tron sem sver sig mjög í ætt
við aðra Audi-bíla og er ekki jafn
farmúrstefnulegur og t.d. EQC frá
Mercedes-Benz og I-Pace frá Jagú-
ar.
Það er gott að setjast inn í bílinn
og hann er rúmgóður strax við fyrstu
kynni. Maður situr nokkuð beinn í
bílnum sem gerir upplifunina af því
að hann sé hár enn meiri og sann-
arlega er hann það. Ég setti tvo
barnabílstóla í aftursætið og það er
fyrirferðarmikill búnaður. Það er
ekki hægt að segja að rúmt sé um
slíka stóla eða börnin sem í þeim
sitja en það sleppur allt til. Mun
meira fótapláss er þegar barn situr á
sessu og þokkalega fer um fullvaxinn
einstakling í aftursætunum.
Á meðan rýminu í aftursætum
svipar mjög til Laufsins og i3 frá
BMW er upplifunin sú að plássið sé
meira í framsætunum. Því marki er
að einhverju leyti náð með því að
hafa sætin þynnri. Þau virka fyrir
vikið nokkuð harðari. Það er þó til-
finning sem rennur fljótt af manni,
ekki síst í MAX-útgáfunni sem er
með rafstillanlegan mjóbaksstuðn-
ing ásamt nuddvirkni. Hnoðið er
sannarlega fremur einfalt en það er
notalegt, ekki síst á lengri keyrslu
eða þegar maður kemur nývaknaður
út í bíl og hefur ekki náð að gera
Müllers-æfingarnar í tímaþrönginni
sem einkennir flesta morgna.
Margt er afar vel hugsað í inn-
anrými bílsins. „Gírstöngin“ er nær
ósýnileg og hluti af efri helmingi
mælaborðsins. Með henni er auðvelt
að gefa bílnum skipanir um hvert
skuli stefnt og í sömu stöng er hægt
að virkja mótorbremsuna. Hún er
mjög þægileg og alls ekki höst eins
og stundum vill verða með búnað af
þessu tagi. Sjálfur hef ég verið hrif-
inn af þrepskiptum mótorbremsum í
tveimur eða þremur þrepum en
flestir framleiðendur virðast hallast
að því að hafa hana í einu þrepi og
venst það svo sem fljótt.
Lyklalaust í öðru veldi
Það er líka skemmtilegt að bíla-
framleiðendur færi sig í auknum
mæli í átt að því að nýta lyklalaust
aðgengi til fulls og þannig sest mað-
ur upp í bílinn og ræsir hann með því
einu að stíga á fótbremsuna. Með
sama hætti dugar að setja bílinn í P
og stíga út úr honum til þess að
„drepa“ á honum. Það er staðsetning
lykilsins sem ræður öllu um virkn-
ina. Sé hann inni í bílnum er hægt að
ræsa með bremsunni og bíllinn
skynjar sömuleiðis vilja ökumanns-
ins þegar hann hefur stöðvað bílinn
og stigið út. Það þarf ekki hinn hefð-
bundna sviss eða takka til þess að
gefa hið augljósa merki.
Snarpur og skarpur
Krafturinn í bílnum er feykinógur
og eru hestöflin ríflega 200 og togið
einnig. Mun flestum þykja mótorinn
skila meiru en nóg afli en hann er þó
eftirbátur Tesla 3 sem skilar ríflega
280 hestöflum og 45% meira togi.
Kann það að freista þeirra sem eru
að leita að kryddi í tilveruna en
praktískir bílakaupendur munu ekki
láta slíkan mun ríða baggamuninn.
Það var heppilegt að prufuakst-
urinn fór fram nú um miðjan nóv-
ember og þá var komin hálka á göt-
ur, ekki síst í efri byggðum
borgarlandsins. Þar var gott að
kynnast aksturseiginleikum bílsins
sem ekki var búinn grófum dekkjum.
Var hann einstaklega stöðugur í
þeim aðstæðum og spólvörnin var í
raun afburðagóð. það er mjög mik-
ilvægur eiginleiki þegar kemur að
rafbílum þar sem aflið hleypur beint
úr inngjöfinni og út í dekkin.
Annar búnaður sem eykur á þæg-
indi í akstri er allur mjög aðgengi-
legur. Það á t.d. við um fjarlægð-
arskynjara að framan og aftan og
skynvæddan hraðastilli. Þá komst
blaðamaður eitt sinn í hann krappan
á hinni stórhættulegu Hringbraut
þar sem hálfsofandi bílstjóri ók í veg
fyrir bílinn. Þá brást árekstr-
arvöktun bílsins hárrétt við og neyð-
arhemlaði og brást hraðar við en
undirritaður hefði náð að gera sjálf-
ur. Er búnaðurinn í raun orðinn eins
og sjálfur Lukku-Láki, sneggri en
skugginn.
Eitt af því sem hefur reynst raf-
bílaframleiðendum nokkur haus-
verkur að leysa úr er veghljóð. Vél-
arhljóðið sem fylgt hefur
sprengihreyflinum frá upphafi hefur
yfirgnæft gnauðið frá vindi og vegi.
Nú þegar bensínvélarnar hafa þagn-
að og hinn þögli rafmótor hefur tekið
yfir sviðið þarf að leita leiða til að
draga úr veghljóði og vindi. Það virð-
ist hafa heppnast vel í ID.3 og í hröð-
um akstri sem og hægum finnur
maður lítið fyrir umhverfishljóðum.
Bíllinn sem var prófaður var búinn
20 tommu Sanya-felgum sem maður
hefði mögulega talið að myndu auka
veghljóðið miðað við t.d. 18 tommu
felguna en það var ekki að heyra að
þörf væri á að minnka felgur til að
draga úr veghljóði.
Frábært sjónvarp aftur úr
Þá verður að segjast eins og er að
bakkmyndavélin er óvenjuskýr og
góð og kemur það nokkuð á óvart
enda yfirleitt allt of lítið lagt upp úr
því að sá búnaður gefi mjög glögga
mynd með skýrum litum. Var engu
líkara en að maður væri að bakka í
4K háskerpu sem er ekki aðeins til
yndisauka heldur eykur gildi örygg-
isbúnaðarins til muna.
Orkan sem máli skiptir
Hekla virðist eins og flestir leggja
höfuðáherslu á þá útfærslu bílsins
sem er með 58 kWs rafhlöðu sem
samkvæmt opinberum mælingum
tryggir bílnum allt að 420 km
drægni. Þó er einnig hægt að kaupa
svokallaðan Pro S-bíl sem er með 77
kWs rafhlöðu sem tryggir 130 km
auka drægni. Sennilega dugar flest-
um minni rafhlaðan og vel það og í
heimahleðslu (sem kostar lítið að
setja upp) er ekkert mál að halda
bílnum vel fullum á hverjum morgni.
Hleðslutími í hraðhleðslustöð (100
kW9 er 30 mínútur úr 0 og upp í 80%
en 38 mínútur á stærri rafhlöðunni.
Niðurstaðan í fáum orðum
Heilt yfir er ID.3-bíllinn afar vel
heppnaður og gefur góð fyrirheit um
það hvað MEB-undirvagninn getur
gert á markaðnum. Ósennilegt er að
bíllinn skáki Tesla 3 í töffaraskap og
snerpu en stór hluti markaðarins er
ekki að leita að þeim eiginleikum sér-
staklega ufmram það sem ID.3 býð-
ur upp á. Sennilega verður ID.3 í
hörðum slag við Laufið á mark-
aðnum hér sem annars staðar. Þar
kann hins vegar að verða við ramm-
an reip að draga enda Laufið búið að
vera lengi á markaði við góðan orðs-
tír og mörgum þykir betra að kaupa
aðra kynslóð eða þriðju af bílteg-
undum heldur en þá fyrstu sem oft
er undirorpin ákveðnum „byrj-
unarerfiðleikum.“ Þrátt fyrir það er
full ástæða til að spá ID.3 bjartri
framtíð.
Fótapláss í aftursætum er þokkalegt og ætti ekki að vera til trafala fyrir fólk í meðalhæð.
Nokkuð þröngt er um barnastóla en það er ekki skrítið enda flestir slíkir ógnarstórir.
Gott er að stíga inn og út úr ID.3 sem er kostur fyrir fólk á öllum aldri og mun höfða til
margra. Sætaskipan er einnig með því móti að börn sjá vel út úr bílnum úr aftursætum.
Bíllinn er furðurúmgóður að innan og sannar MEB-undirvagninn sig í því að nýta plássið sem allra best.
MORGUNBLAÐIÐ | 9
Öllu er sérstaklega haganlega komið fyrir í bílnum og þar sannast yfirburðir þess að hanna rafbíla frá grunni.
Skottplássið er ekki það drýgsta í heimi en nægilegt fyrir bíl af þessari
stærð. Ég myndi ekki treysta mér til að koma barnavagni þar fyrir.