Morgunblaðið - 17.11.2020, Síða 10
alltaf verið maður undir stýri en því var
ekki til að dreifa í tilviki hins magnaða
rafbíls Robocar.
Öll lið í keppni sjálfekinna rafdrifinna
kappakstursbíla brúka eins undirvagn og
eins aflrás, en verða svo að þróa sín eigin
rauntíma-algrímstölvuforrit og gervi-
greind til að komast um og eftir keppn-
isbrautinni.
Frumgerð þróunarbíls Robocar leit
dagsins ljós árið 2017. Hann var knúinn
fjórum rafmótorum sem saman skiluðu 700
hestum afls.
agas@mbl.is
Án ökumanns á 282 km hraða
Aðstandendur heimsmeistaramóts framtíð-
arinnar fyrir sjálfakandi bíla vildu láta á
reyna hversu hratt bíll þeirra mundi fara.
Skunduðu þeir til flugvallarins við Elv-
ington í Englandi og slepptu þar beisl-
unum af bílnum Robocar. Sem þakkaði fyr-
ir sig og skaust hraðast á eftir
flugbrautinni á 282 km/klst. hraða.
Sá árangur hefur verið staðfestur sem
met hjá Heimsmetabók Guinness fyrir árið
2021.
Þessa braut hafa keppnislið formúlunnar
mörg hver notað til að kanna gagnsemi
loftaflsflata og yfirbyggingar. Þar hefur
Roborace er enginn venjulegur
bíll. Lesendum til glöggvunar
er framendi hans til hægri.
10 | MORGUNBLAÐIÐ
Í samstarfi við bílaumboðið BL
hefur bílbreytingafyrirtækið Arc-
tic Trucks lokið vel heppnaðri
breytingu á tveimur nýjum Land
Rover Defender fyrir 35“ torfæru-
dekk. Hafa bílarnir verið afhentir
Jaguar Land Rover við Hestháls
þar sem þeir eru aðgengilegir til
skoðunar og reynsluaksturs.
Að sögn Bjarna Þórarins Sig-
urðssonar, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Jaguar Land Rover
hjá BL, er 35“ breyting Arctic
Trucks afar vel heppnuð þar sem
öll megineinkenni bílsins halda sér
fullkomlega.
„Til dæmis samsvara bretta-
kantarnir sér afar vel með yf-
irbyggingunni, en þeir eru auka-
hlutur frá Land Rover og síðan
aðlagaðir hjá Arctic Trucks fyrir
33“ og 35“ breytingarnar.“
Bjarni segir ekki nauðsynlegt
að lækka drifhlutföll til mótvægis
við stærri dekk eða skipta um
dempara enda hafi upprunalegu
dempararnir mjög mikla slag-
lengd.
Að sögn Guðfinns Þórs Páls-
sonar, framkvæmdastjóra Arctic
Trucks, er verð AT35-grunnbreyt-
ingarinnar 1.290 þúsund krónur.
Með breytingunni er hægt að
kaupa aukahluti á borð við loft-
dælukerfi og fleira auk vöruúrvals
sem verslun AT hefur að geyma
og ætti að vera í öllum breyttum
bílum. Má þar nefna dekkja-
viðgerðarsett, loftmæli, góðan
teygjuspotta, skóflu og margt
fleira. Guðfinnur segir kosti breyt-
ingar sem þessarar fjölmarga.
„Bíllinn hækkar um 7,7 cm undir
lægsta punkt. Vegna belgmeiri
dekkja er bíllinn líka enn mýkri á
grófum vegum heldur en óbreytt-
ur bíll, akstursgetan eykst í tor-
færum vegna hækkunar og gróf-
leika dekkjamunstursins og síðan
gera dekkin það að verkum að
með því að lækka loftþrýsting
eykst flot bílsins í snjó og þar með
kemst hann enn lengra í vetr-
arferðum,“ segir Guðfinnur.
Áhugi á Defender á 35“
Á nýliðnu hausti var Defender á
33“ í eigu BL ekið rúmlega eitt
þúsund kílómetra á hálendinu og
reyndist bíllinn í alla staði mjög
vel til torfæruaksturs. Kom m.a.
fram í máli Ingólfs Stefánssonar,
sem ók bílnum á ferðalaginu, að
fjöðrunarkerfið eitt og sér væri
einstakt og sér hefði ekki fundist
nauðsynlegt að minnka loft í
dekkjunum þrátt fyrir mikið tor-
leiði. Bjarni Þórarinn hefur því
miklar væntingar til 35“ breyting-
arinnar á Defender enda hafa nú
þegar nokkrir áhugasamir aðilar
haft samband til að spyrjast fyrir
um útfærsluna. „Við eigum von á
því að 35“ bíllinn höfði til ákveð-
inna aðila sem ferðast mikið hvort
sem er á eigin vegum eða vegna
vinnu,“ segir Bjarni. Nú þegar
hafa rúmlega fjörutíu Defender
verið nýskráðir hér á landi frá því
í júní þegar BL frumsýndi bílinn.
agas@mbl.is
Arctic Trucks setur Defender
á voldug 35 tommu dekk
Land Rover Defender er fær í flestan sjó eftir að völundarsmiðir Arctic Trucks hafa farið höndum um hann.
Svonefndir borgarbílar spjara
sig vel við flestar aðstæður en
segja mætti að þá þyrsti ekki
sérlega mikið við hraðakstur,
eins og til dæmis á hrað-
brautum.
Rannsóknarmenn franska
bílablaðsins hafa tekið 30 borg-
arbíla með bensínvél til kost-
anna í Montlhery-brautinni
suður af París og mælt með-
ferð þeirra á eldsneytinu. Sex
bílanna voru með tvinnaflrás,
en skilyrði var að þeir væru
ekki með stærri aflrás en 130
hestafla.
Útkoman var tiltölulega jöfn
en aðeins munaði röskum lítra
á þeim sparneytnustu og þeim sem mest supu.
Í efsta sæti urðu þrír bílar en tveir þeirra voru tvinnbílar, 100 hesta Renault Clio 1,0 Tce og 116
hestafla Toyota Yaris, auk 125 hestafla Ford Fiesta með 1,0 lítra EcoBoost-vél. Fóru þeir með 5,5
lítra bensíns hver.
Segir í blaðinu að það hafi komið höfundum á óvart að Yaris sæti ekki einn í efsta sæti, heldur
hafi hann þurft að deila því með svonefndum mildum tvinnbíl eins og Fiesta.
Í fjórða sæti varð 140 hesta Renault Clio-tvinnbíll með 5,7 lítra neyslu og jafnir í fimmta sæti 90
hestafla Mazda 2 með mildri tvíaflsrás, 100 hesta Peugeot 208 og 75 hesta Renault Clio. Fóru
þessir þrír með 5,8 lítra á ferðinni.
Þá komu 109 hestafla Honda Jazz-tvinnbíll með 5,9 lítra, Opel Corsa með 100 hesta túrbóvél og
svo 130 hesta Renault Clio.
agas@mbl.is
Sparneytnir á hraðbrautum
Ford Fiesta varð á toppnum ásamt Toyota Yaris og Renault Clio.
Austur í Kína var nýverið vígð brú
yfir fljót sem væri ekki orð á ger-
andi nema sakir þess að brúargólfið,
sem er 526 metra langt, er úr gleri.
Mun þetta vera lengsta glerbrú
heims.
Brúin var hönnuð af rannsókn-
arstöð Zhejiang-háskólans en sjálfa
er brúna nýstárlegu að finna í
„Þriggja gljúfra“ héraðinu í Hu-
angchuan í suðurhluta landsins.
Þverar brúin ána Lianjiang.
Brúin var reist með glergólfi til að
laða til hennar ferðamenn. Um er að
ræða hengibrú sem tengir báðar
hliðar gljúfurs 210 metra yfir ánni.
Hún getur borið 500 manns í einu.
Brúargólfið er úr 4,5 sentimetra
þykku samlímdu og sérhertu gleri.
Með eiginleikum þess er það afar
tært og gefur ferðamönnum kost á
að horfa beint niður. Einhverja gæti
sundlað við það, einkum þegar stór
skip sigla þar undir. Hönnuðir gólfs-
ins sögð við brúarvígsluna, að það
glitraði sem kristall, væri tært að
gegnsæi og ljósbrot eins og best yrði
á kosið.
Brúin er sex metra breið sem ger-
ir fólksbílum kleift að aka um hana.
Um hana mun þó ekki liggja al-
mennur vegur, heldur verður hún
brúkuð í þágu ferðaþjónustu. Hún
var rúm þrjú ár í byggingu og mun
hafa sprengt kostnaðaráætlunina
sem hljóðaði upp á 43 milljónir doll-
ara.
Nokkrar glerbrýr er að finna í
Kína en enga þó alveg jafn langa og
Þriggja gljúfra brúna.
agas@mbl.is
Kínverjar aka um glerbrýr
Jeppar leggja á glerbrúna nýju yfir ána Lianjiang og eins gott að haldi.
Árlega er haldin heljarinnar klessu-
bílakappakstur í bænum Saint-
Lazare-de-Bellechasse í Quebec-
fylki í Kanada.
Hátíð bókhveitisflatbökunnar
heitir hún þótt seint verði hægt að
finna bein tengsl á milli nafngift-
arinnar og þess sem fram fer á há-
tíðinni.
Þar fá menn nefnilega góða útrás
fyrir eyðileggingarmátt sinn. Mættu
alls 125 keppendur með þreytulega
og úrsérgengna bíla sína. Þegar upp
var staðið var aðeins einn ökumaður
ósigraður, maður að nafni Mathieu
Langlois á Toyota Corolla af árgerð-
inni 2001. Verðlaunin voru 10.000
dollarar. Ekki svo rýr eftirtekja eftir
um 50 mínútna akstur.
Eins og gefur að skilja var hans
bíll sá eini sem slapp við að verða
sendur til niðurrifs hjá brotajárns-
kaupmanni.
agas@mbl.is
Allir nema einn sendir í brotajárn
Af 125 bílum var aðeins einn ökufær eftir 50 mínútna kappakstur.