Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.11.2020, Blaðsíða 13
inn. Skottið er rúmgott og ekki yfir neinu að kvarta þar. Einn helsti kosturinn við bílinn er góð veghæð. Hann er ekki lágur og þegar stigið er út úr bílnum þarf maður ekki að lyfta sér upp úr sæt- inu. Að þessu leyti minnir hann líka á jeppling; það er ekki bara í útliti. Léttur og lipur Rafmagns MX-30 er léttur og lip- ur í keyrslu og stýrið er þægilegt. Hann er þéttur og hljóðlátur og liggur vel á vegum. Hann er enginn sportbíll, en hann tekur ágætlega við sér þegar maður gefur í. Bakk- myndavélin er skýr og góð og lítið mál að bakka inn í stæði á þessum netta bíl. Þetta ágæta ökutæki er klárlega ekki fyrir fjölskyldufólk, nema þá sem annar bíll heimilisins. Hann mun auðvitað spara fólki mikið fé þar sem hann er 100% rafmagns og ekki þarf að fara framar á bens- ínstöð. Er heldur ekki verra að leggja sitt af mörkum til umhverf- isins. Bíllinn kemst 265 kílómetra á fullri hleðslu í bæjarakstri og 200 kílómetra í langakstri. Hægt er að hlaða rafhlöðuna heima á rúmum þremur tímum úr 20% í 80% en að- eins tekur 36 mínútur að ná sömu hleðslu á lengri ferðalögum á þeim hleðslustöðvum sem finna má við þjóðveginn. Fimm tíma tekur að fullhlaða rafhlöðuna. Sparar fé og er umhverfisvænn Hér er á ferð farartæki sem er tilvalið fyrir einstaklinga og pör til að snattast í bænum. Þarf enginn að skammast sín fyrir að aka þess- um um göturnar því hann er með lúkkið í lagi; er bæði umhverf- isvænn og nettur, og hefur yfir sér yfirbragð og að sumu leyti eig- inleika jepplings. Þess má geta að Mazda MX-30 hlaut Red Dot 2020 hönnunarverðlaun fyrir framsækið útlit og notkun umhverfisvænna efna. Mazda MX-30 er flottur val- kostur fyrir þá sem vilja keyra um á fallegum bíl, spara pening og hugsa um umhverfið. Ljósin eru fallega hönnuð og smart. Sumir hafa gaman af því að kíkja undir húddið. Frekar þröngt er aftur í, enda hentar bíllinn ekki endilega fjölskyldufólki. Sætin eru nokkuð þægileg og smart úr steingráu efni. Skottið er nokkuð rúmgott. MORGUNBLAÐIÐ | 13 Smiðjuvegi 34 Gul gata Kópavogi biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða 544 5151tímapantanir Bíljöfur – Varahlutir Smiðjuvegi 72 Þjónustuaðilar IB SelfossiGetum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með áralanga reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.