Morgunblaðið - 17.11.2020, Qupperneq 14
Ljósmyndir:
Tesla.com
Wikipedia – Shadman
Samee (CC)
Wikipedia – OSX (CC)
Wikipedia – Cliff (CC)
Wikipedia – SG2012 (CC)
imz-ural.com
Draumabílskúrinn
Hinn fullkomni íslenski hversdagsbíll: Lexus RX 350
árg. 2007. Ég á svoleiðis bíl og er sá besti sem ég hef
átt um dagana. Hann var svolítið notaður en þokkalega
með farinn þegar ég keypti hann fyrir um þremur árum
og kostaði mig þá sama og nýr Yaris hefði gert.
Í villtustu draumum:
Ferrari 250 GTO. Mig
hefur alltaf langað til
að eignast Ferrari en
einhverra hluta vegna
hefur aldrei orðið af
því. Ef maður lætur
sig dreyma þá væri
gaman að eiga svona
undurfagran 250 GTO
í bílskúrnum. Síðast
þegar einn slíkur
skipti um eigendur
mun verðið hafa verið
rétt tæplega 50 millj-
ónir dollara, eða um
sjö milljarðar ís-
lenskra
króna.
Sunnudagsbíllinn:
Citroën Traction Av-
ant árgerð 1950,
þegar þetta fagur-
fræðilega og tækni-
lega undraverk kom
fram á sjónarsviðið
árið 1934 hljóta allir
áhugamenn um bíla
að hafa fallið í stafi
yfir frumlegri hugs-
un, tæknilegum
framförum og þessu
töfrandi útliti. Allir
gangsterar í frönsk-
um kvikmyndum
sem höfðu einhverja
sjálfsvirðingu létu
ekki sjá sig á öðrum
bílum en Citroën
Traction Avant
næstu áratugina.
Litli borgarbíllinn:
Mazda Miata: sport-
bíll hins hagsýna
heimilisföður.
Fíni bíllinn: Tesla Model S. Rafbílar virðast vera nánasta
framtíð og þessi Tesla er enginn barnavagn. Hún er sögð
komast í 100 km hraða á 3,9 sekúndum. Ég prófaði bíl af
þessari gerð og held að þetta sé alveg rétt, þótt ég hafi
ekki verið með stoppúr til að mæla það.
Fyrir lottóvinninginn: Cord
árgerð 1932. Glæsilegur
amerískur bíll og var
á undan sínum tíma.
Mótorhjólið: Ural M70 með hliðarvagni.
Ég veit ekki hvernig Theobald félagi minn
tæki því að setja upp stormgleraugu og hjálm
í hliðarvagninum en ég sé okkur samt fyrir mér
í hringferð að skoða þetta dásamlega land okkar.
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þ
ráinn Bertelsson skiptir
sjaldan um bíl og ók t.d.
um á sama Volvo-
skutbílnum í tvo áratugi.
„Það var haturs-ástarsamband allan
tímann,“ segir Þráinn glettinn en
Volvoinn var af gerðinni 240 og
keyptur nýr beint frá umboðinu.
„Minni kynslóð var innrætt að
vera nýtin; að hlutirnir ættu að vera
vandaðir og að þeir ættu að endast,“
segir Þráinn um hvernig hann nálg-
ast það að kaupa og reka bíl. „Ef ég
eignast bíl þá lít ég á það sem lang-
tímasamband sem þarf í það minnsta
að endast í nokkur ár. Ég veit alveg
um menn sem skipta um bíl jafnvel
oft á ári en þótt ég hefði efni á að
kaupa mér nýtt módel árlega – sem
ég hef ekki – þá er þetta eitthvað sem
ég væri á móti.“
Um gamla Volvoinn segir Þráinn
að hann hafi helst minnt á þægilegan
traktor á hjólum. „Þetta var ekki
skemmtilegur bíll þótt hann hafi ver-
ið öruggur, rúmgóður og þægilegur í
akstri úti á vegum. En alltaf var hann
lasinn og smábilanir sífellt að herja á
hann. Bíllinn var ökufær en aldrei al-
veg laus við bilanir og var nánast eins
og hann kynni betur við sig á verk-
stæði en á götunni.“
Spurður hvers vegna Þráinn lét sig
þó hafa það að aka sænska skutbíln-
um í tuttugu ár segir hann að Volvo-
inn hafi verið annar af aðeins tveimur
bílum sem hann keypti nýja á allri
lífsleiðinni. „Því fannst mér að ég
væri skyldugur að athuga hvað þetta
fyrirbæri gæti enst lengi, en ef til vill
var grundvallarástæðan að ég hafði
alltaf á tilfinningunni að ég væri eins
öruggur í þessum bíl og yfirleitt er
hægt að vera í bifreið. Ég gafst svo
upp eftir þessi tuttugu ár en það get-
ur vel verið að bíllinn sé enn í notkun
einhvers staðar enda öflugir bílar og
smíðaðir úr góðu stáli.“
Bílar eru eins og föt
Í dag ekur Þráinn um á Lexus RX
350 sportjeppa, árgerð 2007, sem
hann eignaðist fyrir þremur árum og
kostaði þá á við nýjan Yaris. „Þessi
Lexus er í sérflokki; fallegur, þægi-
legur og vel hannaður, og eiginlega
allt of fínn fyrir mig því ég geng ekk-
ert vel um svona tæki sem ég nota
dags daglega. Ég umgengst bílana
mína eins og fötin mín og lít á þá sem
nytjahluti þótt ég hafi líka gaman af
að pæla í þeim sem bæði listmunum
og tækniundrum.“
Inntur eftir því hvort honum þætti
ekki gaman að vera á ögn nýrri Lex-
us segist Þráinn ekki kunna að meta
þá stefnu sem útlitshönnun japanska
lúxusbílaframleiðandans hefur tekið
alveg upp á það síðasta. Þá sé enginn
vandi að aka um á rösklega tíu ára
gömlum Lexus enda þjónustan hjá
umboðinu fyrsta flokks.
Svakalegar veltur við tökur
Bílar hafa komið við sögu með
ýmsum hætti í bókum og kvikmynd-
um Þráins. Stendur þar upp úr bíla-
eltingarleikurinn í Löggulífi sem var
sá fyrsti í íslenskri kvikmyndasögu.
Þráinn segir það hafa verið af-
skaplega skemmtilega lífsreynslu að
mynda eltingarleikinn þótt oft hafi
hann verið logandi hræddur um að
ökumennirnir færu sér að voða:
„Við nutum velvilja lögreglunnar
þótt við fengjum ekki beina aðstoð,
og tókum kappaksturinn meira eða
minna upp í leyfisleysi. Þar sem á
þurfti að halda lokuðum við götum si-
svona upp á okkar einsdæmi en í
kvikmyndinni berst kappaksturinn
fljótlega á svæði með tiltölulega lítilli
bílaumferð, s.s. niður tröppurnar við
Austurbæjarskóla, gegnum Heilsu-
verndarstöðina og á endanum til
Reykjavíkurhafnar,“ segir hann. „Og
þegar áhættubílstjórarnir hvolfdu
bílunum saup ég hveljur og hugsaði
með mér hvort ég væri endanlega
orðinn geðveikur að standa að öðru
eins – en þeir skriðu hlæjandi út úr
bílflökunum og allt fór vel að lokum.“
Að eiga bíl á
að vera lang-
tímasamband
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Draumabílskúr Þráins Bertelssonar
Þráinn með undrahundinum Theobald. „Ég
veit alveg um menn sem skipta um bíl jafn-
vel oft á ári en þótt ég hefði efni á að kaupa
mér nýtt módel árlega – sem ég hef ekki –
þá er þetta eitthvað sem ég væri á móti.“