Bæjarins besta - 04.01.1990, Page 7
BÆJARINS BESTA
ir fyrir
is 1990
ylgd spákonu.
íti sér?
í skauti sér. Hvernig skyldi
ia áfram, munu koma læknar
Jækur í skyndihjálp? Svör við
firðingum um áramót hefur
anna á þessum árstíma, (sem
lu og nefnir sig hér því Völu
ti og fræðist um framtíðina:
þessir vekja auðvitað feikna
athygli, gott ef ekki heimsat-
hygli, (kominn tími til að við
kæmumst í pressuna!) og
hingað streyma fjölmiðla-
menn í tugatali. ffver endir-
inn verður á þessarri bann-
settri vitleysu allri sé ég
ekki, skyggnið í kúlunni er
farið að minnka, sennilega
verður mikil þoka á miðun-
um seint á árinu.
Ég sé þó að rækjutogari,
sem áður var í Gæslunni, er
útbúinn til hernaðar á ný og
skilar útgerð sinni nú mun
meiri gróða en áður.“
Togari sagaður
í tvennt
Þetta var ansi hreint fróð-
legt og við biðjum Völu nú
að færa sig frá stormasömum
miðunum úti fyrir Vestfjörð-
um og upp á land. Hvað get-
ur hún sagt okkur af afkomu
fyrirtækjanna í sjávarútveg-
inum, t.d. kaupfélögunum
og frystihúsunum? Hún
dregur nú upp úr innkaupa-
poka stórt SÍS-merki og fjar-
lægir netakúluna. Þuklar
merkið, lygnir aftur augun-
um og tekur til máls á ný:
,,Hér finn ég einhverja
skítalykt en litla peninga-
lykt. Nú, jæja: Það er auð-
vitað alveg brjálað að gera í
fiskinum á meðan sjómenn-
irnir moka aflanum á land en
einhverjir þrjóskast áfram
við að gjalda keisaranum
það sem hans er og sýsli fer
eitthvað á stúfana. Á
ákveðnum stað, ekki hér
langt frá, er ákveðið að setja
upp vinduhurðir á allar inn-
gönguleiðir í fyrirtækinu
þannig að fljótlegt er að
opna aftur þó lokað sé öðru
hverju.
Á einum stað, þar sem
gerður er út einn og hálfur
togari, (ég nefni engin nöfn
hér heldur), er rifist um
hvort selja eigi hálfan togara
til viðbótar eður ei og lýkur
málinu á mjög afdrifaríkan
hátt þegar eigendur fremri
helmingsins saga togarann í
sundur og fara með sinn
helming heim til sín í annað
bæjarfélag.
Rækjuverkandi
prentar
ríkisvíxla
Sunnar á kjálkanum færist
líf á nýjan leik í annars frem-
ur dauflegt atvinnulíf þegar
bæjarfélaginu berst óvænt
austfirskur togari sem tekinn
er herfangi í kvótastríðinu á
miðunum. Bæjarbúar taka
gleði sína á ný, fara að for-
dæmi annarra Vestfirðinga
og sigla beint á miðin, kvóta-
lausir og allslausir og mok-
fiska í trássi við lýðveldið Is-
iand, sem að þeirra mati,
hefur fyrir löngu fyrirgert
rétti sínum til að skipta sér af
því sem gerist hér vestra.“
Og nú tekur Vala sér ör-
litla málhvíld og leitar í vös-
um sér að einhverju. Loks
finnur hún það sem hún leit-
ar að, ýtir burt SÍS-merkinu
og leggur á borðið örlitla
rækju:
,,Rækjan, já. Hér sé ég
miklar breytingar líka.
Snemma vors fer ákveðið
fyrirtæki loks á hausinn eftir
langa bið og það hlakkar í
hrægömmunum. Eigandinn
gefst þó ekki upp heldur hef-
ur forgöngu um stofnun
lánastofnunar Vestfjarða,
þar sem allir bankarnir hætta
að lána útgerðunum af
hræðslu við liðið fyrir sunn-
an sem er orðið alveg ga-ga
út af kvótastríðinu. Hann
lánar mörgum fullt af pen-
ingum og græðir mikið, al-
veg þar ti! í Ijós kemur að
hann hefur leynt í kjallaran-
um gamalli prentvél og
prentað á hana ríkisvíxla
sem hann hefur selt fyrir
sunnan.
Niðursuðubakka-
stöðin stofnuð
Aðrir rækjuverkendur,
sem hafa fengið hjá honum
lán, sjá sitt óvænna og sam-
einast allir í eitt fyrirtæki í
hvelli til að bjarga því sem
bjargað verður. Fyrirtækið
hlýtur nafnið Niðursuðu-
bakkastöðin h.f. og í stjórn
þess verða um tuttugu
manns, þar af einn sem hlýt-
ur stöðu sem sérstakur
blaðafulltrúi þar eð hann
hefur látið af störfum hjá
hálfopinberri stofnun sem er
hvort eð er því sem næst
gjaldþrota."
Bolís h.f.
pumpar
upp olíu
Það er ljóst að Vala hefur
mikla hæfileika og nú er rétt
að spyrja um nýjar atvinnu-
greinar sem hljóta að spretta
upp við þennan mikla upp-
gang. Hún stendur upp,
gengur að lítilli kommóðu og
gramsar þar smástund. Kem-
ur síðan aftur með dollara-
seðil í höndunum og rækj-
unni er skutlað á gólfið:
,,Hér er mikil og góð pen-
ingalykt. Gott ef ekki olíu-
lykt. Já, nú skýrist þetta allt
saman: Maður sem til þessa
hefur verið nefnur J.F. tekur
upp nýtt nafn og er nú nefnd-
ur J.R. eftir að hann finndur
djúpa olíulind í rótum Bola-
fjalls. Hann stofnar fyrirtæk-
ið Bolís h.f., pumpar upp
olíu í massavfs, hættir við að
flytja suður og selur bók-
haldaranum sínum aðrar eig-
ur sínar fyrir skít og kanel.
Svartolía undir
höfninni
Seint á árinu, þegar loks
er farið er að kanna hvað
veldur olíumengun við Hafn-
arhúsið á ísafirði, kemur í
ljós að engar leiðslur leka,
heldur eru svartolíulindir í
setlögum undir höfninni og
þá eru nú jólin og jólin hjá
bæjarstjórninni.
Gjaldeyrir berst einnig frá
Grænlendingum sem kaupa
upp allan loðnukvóta loðnu-
togarans á Vestfjörðum, þar
eð loðnan finnst ekki heldur
á næsta ári og mun hún
sennilega flytja búferlum á
friðsælli mið.“
Þá vitum við það. En
kosningar eru í vændum með
vorinu og hver verða nú úr-
slitin? Völvan verður hálf-
gremjuleg á svip, segir að sér
leiðist pólitík. Lætur þó til-
leiðast og nær á endanum í
stafrófskubba sem hún raðar
á borðið.
Safnað í púkk
fyrir kjörseðlum
,,Ég sé fjölda bókstafa um
allar jarðir. Bæði listabók-
stafi og mikið af prentsvertu
sem fyllir öll blöð svo út úr
lekur kjaftæði og kosninga-
loforð sem allir eru löngu
hættir að taka mark á. Ekki
tekst þó öllum flokkum að
smala saman frambjóðend-
um, bæði eru margir búnir
að fá leið á skítkastinu og
blönkum bæjarsjóðum og
eru farnir á skak.
Sumir eru þó ólmir í að
sitja áfram og fara um allar
trissur til að hrista hendur og
kaupa atkvæði. Mikið er
hamrað á fjármálum í kosn-
ingabaráttunni og menn geta
ómögulega komið sér saman
um hverjum það er að kenna
að ekki er til aur til að borga
kosningarnar. Á endanum
fara frambjóðendur í togara-
túr og slá saman svo hægt sé
að prenta kjörseðla. Urslitin
sýnist mér verða svipuð um
allt, kjósendur læra aldrei
neitt af reynslunni og kjósa
sinn flokk aftur, sem skiptir
víst litlu því það er sami rass-
inn undir þeim öllum.“
Hret fram
eftir sumri
Snúum okkur þá að veðr-
áttunni, kemur snjórinn?
(Athugið, viðtalið er tekið í
byrjun desember.) Vala tek-
ur upp litla kúlu með jóla-
sveini og vatni og hristir
hana duglega. Og sjá, niður
falla snjókorn: „Eins og þú
sérð góða, þá mun snjóa og
það duglega, sérstaklega um
jólin. Eg spái nokkrum hret-
um fram eftir sumri þannig
að hér verður hvorki vetur
né sumar en það verður allt í
lagi því þá eigum við svo
mikla peninga eftir undan-
gengin stórævintýri að við
skellum okkur bara til
Majorka og Kanarí.“
Nú, þá eru það samgöngu-
málin og ferðamálin. Völvan
hreinsar nú til af borðinu og
dreifir síðan yfir það grjóti
og möl. Tekur upp eina
steinvölu og segir:
,,Já, ég sé hér að jarðgöng
verða drifin af á ótrúlega
skömmum tíma. Bolís h.f.
lánar bora og nokkrir for-
sprakkar úr verkalýðshreyf-
ingunni, sem kunnir eru fyrir
SUZUKI FOX
TilsöluerSuzukiFox SJ410, árgerð 1984.
Upphækkaður með 31” dekkjum.
Upplýsingar í síma 3041 eða 3462.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýju við andlát og útför
Sigríðar Bogadóttur
Hlíðarstræti 6
Bolungarvík
Margrét Eyjólfsdóttir - Jórt Karl Þórhailson
- Áslaug Jóhannsdóttir
Gunnar Jónsson - Gróa Guðjónsdóttir
Guðjón Bjarnason - Ásthildur Ólafsdóttir
Valur Karlsson - Gunnhildur Halldórsdóttir
Ingþór Karlsson - Elísa Baldursdóttir
Börn og barnabörn