Bæjarins besta - 04.01.1990, Síða 9
BÆJARINS BESTA
9
Arið 1989:
Vala Völva
spáir...
Framhald af bls. 7
mikla hörku, vinna af krafti
við að sprengja allt sem í
vegi þeirra verður.
Stefnubreyting
hjá Vegagerðinni
Kvótastríðið trekkir auð-
vitað túrhesta hingað og nýr
Faggi verður keyptur í hvelli
til að ferja mannskapinn út á
mið til að taka myndir af at-
ganginum þar.
Þegar fer að snjóa í vor
senda ráðherrar að sunnan
boð til Vegagerðarinnar um
að hætta að moka vegi til
þess að koma í veg fyrir að
menn haldi áfram að hittast
og plotta um ný vélabrögð
gegn lýðveldinu og Vega-
gerðin þorir ekki annað en að
hlýða en Vestfirðingar finna
engan mun og taka varla eftir
stefnubreytingunni.
Slitlagið
skilur sig
f haust, þegar nýja slitlag-
ið í miðbæ ísafjarðar kemur
undan snjónum, kemur í ljós
að það hefur skilið sig eins
og illa þeyttur rjómi og
nauðsynlegt er að malbika
allt upp á nýtt. Þetta reynist
bæjarsjóðnum þungur baggi
en málið er leyst með því að
bæjarfulltrúar ganga með
Sjötugs-
afmæli
GUÐRÚN Sveinbjörns-
dóttir, Hafnargötu 125,
Bolungarvík verður 70 ára
þann 5. janúar n.k. Guðrún
og eiginmaðurhennarbjóða
ættingjum og vinum að
þiggja veitingar á afmælis-
daginn kl. 15-19 í veitinga-
húsinu Skálavík.
betlibauk á milli gamals
fólks, sem áður hefur reynst
þeim vel þegar þá vantar
peninga, og aldraðir borga
brúsann.“
Nú segist völvan vera farin
að þreytast en tekur þó vel í
að spá að síðustu fyrir um
þau mál sem hvað mest hafa
verið í brennidepli að undan-
förnu í fjölmiðlum, þ.e.
læknamál ísfirðinga. Hún
vindur sér í hvítan slopp,
dregur upp hlustunarpípu og
horfir inn í hana:
Fáum bæklinga
í skyndihjálp
,,Hér er mikill hiti og mik-
ill vindur. Mér sýnist helst
að skömmu eftir áramótin
verði búið að blása í svo
margar blöðrur að þær
hreinlega springi og tætlurn-
ar fjúki með sunnangolunni
á brott. Læknar þeir sem síð-
astir yfirgefa staðinn eru þó
ekki alveg hjartalausir og
dreifa í hús bæklingum sem
innihalda leiðbeiningar í
skyndihjálp.
Lítið flugfélag, sem áður
gekk ansi hreint illa, græðir
mjög á þessu og hefur í kjöl-
farið áætlunarsjúkraflug til
Reykjavíkur tvisvar á dag
með viðkomu í Hveragerði.
Vestfirðingar eru að vonum
ekki hressir með ástandið og
á endanum er gerður út
flokkur manna, með nokkuð
þrekinn mann- og glaðlyndan
í fararbroddi, sem fer suður
yfir heiðar og rænir þar bæði
læknum og hjúkrunarkonum
af spítölunum, enda eru
alltof margir læknar þar.
Fólki þessu líkar vistin hér
ágætlega þegar því verður
ljóst að hvergi er betra að
búa en á Vestfjörðum þar
sem menn fiska eins og þeim
sýnist, segja það sem þeim
sýnist og já, almennt, haga
sér eins og þeim sýnist.“
Og með það þakkar blaða-
maður BB Völu völvu fyrir
skýr og góð svör og heldur út
í skammdegið sannfærður
um að framtíðin verður jafn-
björt og stjörnurnar sem
skína hátt á himni yfir rétt-
látum sem ranglátum.
-V.D.
BÆJARINSBESIA
- svalar lestrarþörf
Vestfirðinga.
r
★ * SJALLINN: * *
FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 23-03.
DISKÓTEE
PÖBBINN OPINN FIMMTUDAGS-, LAUGARDAGS- OG
SUNNUDAGSKVÖLD KL. 20 -01. OG FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 20-23
ALDURSTAKMARK 18 ÁR.
MUNIÐ NAFNSKÍRTEININ!