Bæjarins besta - 04.01.1990, Side 12
AEG-BRAUN
heimilis- og raftæki.
Gjafavara í úrvali.
Gleðilegt nýtt ár.
/////
straumur hf
Silfurgötu 5 S 3321
Vetur konungur:
Jólasnjórinn
kom og fór
ÞAÐ snjóaði duglega um hátíðarnar á Vestfirðinga eins
og sjá má á þessarri kuldalegu mynd sem tekin var um
jólin á ísafjarðarhöfn. Skíðamenn hafa eflaust margir hverjir
dregið fram skíðin og byrjað að bera á en verða víst að stinga
þeim í geymslurnar aftur og bíða enn um sinn eftir að rigning
og hlýindi síðustu daga sáu um að skola burtu sköflunum.
Kaupir V onina
frá Keflavík
Keypti báta og lausakvóta fyrir 70-80 milljónir á síðasta ári
HRÖNN h.f., sem gerir
út Guðbjörgu ÍS, hefur
gert tilboð í bátinn Vonina
frá Keflavík og að sögn Þor-
leifs Pálssonar skrifstofu-
stjóra fyrirtækisins er reikn-
að með að gengið verði frá
kaupunum á næstu dögum.
Vonin hefur 430 tonna
þorskígildiskvóta, síldar-
kvóta og rækjukvóta.
Einnig voru keyptir og
seldir kvótar síðustu daga
ársins og sagði Þorleifur að
ekki hefði neinn kvóti fallið
C TJ Ó RNUNA RFÉLAG
t3íslands afhenti þann 29.
desember árlegar viður-
kenningar sínar fyrir bestu
árskýrslur hinna ýmsu fyrir-
tækja í landinu. Viðurkenn-
ingu fyrir bestu skýrsluna
fékk Iðnlánasjóður og sér-
stakar viðurkenningar fyrir
góðar skýrslur fengu Orkubú
Vestfjarða, Glitnir h.f. og
Kísiliðjan h.f.
Ritstjóri ársskýrslu Orku-
búsins var Guðmundur Hall-
dórsson og var skýrslan
prentuð í H-prenti. í umsögn
Stjórnunarfélagsins um
skýrsluna segir m.a.: „Ars-
skýrslan þykir vera mjög vel
gerð og án alls íburðar. Frá-
sögn af starfseminni er skýr
og töflur vel uppsettar. Þá
þykir ársreikningurinn
einnig mjög vel gerður.
Töluyfirlit eru skipulega sett
fram og skýringar greinar-
góðar.“
niður ,,dauður“ þ.e. öll
tonn hefðu nýst og tekist
hefði að selja það sem Guð-
björgin náði ekki að veiða,
t.d nokkuð af ýsu. Þá er
geymdur kvóti í sumum teg-
undum til næsta árs sam-
kvæmt leyfum.
Hrönn h.f. keypti fimm
báta og einnig töluvert af
lausakvóta á síðasta ári.
„Þessir fimm bátar voru
keyptir á mun hagstæðara
verði heldur en gengur í slík-
um kaupum í dag því við
vorum það snemma í því“
sagði Þorleifur. „Ég hef ekki
dregið saman hve mörg tonn
þetta eru en við höfum greitt
á milli 70-80 milljónir fyrir
þessa kvóta.“
BB spurði Þorleif álits á
ummælum Sigurðar Ólafs-
sonar formanns Sjómannafé-
lags ísfirðinga í 53. tbl. BB
þar sem hann sagði að fyrir-
tæki sem gætu keypt kvóta
fyrir tugmilljónir ættu að
geta bætt kjör sinna manna
og svaraði hann þá því að ef
Hrönn h.f. hefði ekki farið
út í þessi kaup eða kaup á
lausum kvóta þá væri ekki
ósennilegt að Guðbjörgin
hefði legið við bryggju í tvo
til tvo og hálfan mánuð í lok
ársins. „Að geta haldið úti
Eigendur Guðbjargar ÍS-46, keyptu báta og lausakvóta fyrir
70-80 milljónir á síðasta ári.
skipi allt árið, hvort sem það
er þetta skip eða eitthvað
annað, hlýtur að vera kjara-
bót bæði fyrir sjómenn og
landverkafólk“ sagði Þor-
leifur.
Hrönn h.f.:
Orkubú Vestfjarða:
Fékk viðurkenningu
fyrir ársskýrsluna