Morgunblaðið - 16.12.2020, Side 12

Morgunblaðið - 16.12.2020, Side 12
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Manntalið sem HagstofaÍslands ætlar að takameðal landsmanna eftiráramót er viðamikið verkefni og verður unnið upp úr raf- rænum upplýsingum sem til eru um landsmenn og rafræn gögn verða endurnýtt í því skyni að draga upp heildarmynd eða nokkurskonar skyndimynd af þjóðinni eins og hún er þann 1. janúar næstkomandi. Þó að mikið magn rafrænna upplýsinga sé til um íbúa landsins eru þær hins vegar gloppóttar að sögn Ómars Harðarsonar, verkefnisstjóra manntalsins hjá Hagstofunni. T.d. sé lítið vitað um heimili landsmanna. „Fjölskyldurn- ar flosna upp í þjóðskránni þegar börnin verða 18 ára. Það er vitað heilmikið um vinnandi fólk en það er fyrir mismunandi og ólík þýði. Vinnumarkaðsrannsóknin skoðar bara 16 til 74 ára, atvinnuskráningin í gegnum staðgreiðsluna nær til allra á Íslandi sem vinna, líka þeirra sem greiða skatt en búa ekki hér. Mann- talið skoðar alla sem búa á landinu og metur þá líka sem vinna erlendis jafnframt því að búa á Íslandi, manntalið skiptir þjóðinni upp í heimili, tekur þá frá sem búa á stofn- anaheimilum og setur saman fjöl- skyldur óháð aldri barna. Við skoð- um við hvaða húsnæðisaðstæður heimilin búa og hvaða tekjur þau hafa. Svo getum við séð hver mennt- un landsmanna er, en skráning á menntunarstöðu var eitt af því sem best tókst til í manntalinu 2011 og við búum enn að því,“ segir Ómar í svari við spurningum um manntalið. Með manntalinu á að vera hægt ná til þeirra sem eru án húsnæðis eða eru á útigangi. Ómar segir að þar sem um heildartalningu sé að ræða gefist kostur á að brjóta öll þessi gögn niður á smásvæði án þess að ljóstra upp persónuupplýsingum. Hefur Hagstofan skipt öllu landinu upp í 206 smásvæði með að meðaltali um 1.750 manns á hverju svæði. Reykjavík er t.d. skipt upp í 70 svæði. „Við byggjum þessi gögn á skráðum upplýsingum eins og þau voru 1. janúar. Ef fólk lætur breyta þessum upplýsingum aftur í tímann tökum við tillit til þess ef þau gögn berast í tæka tíð. Fólk sem giftir sig 31. desember er t.d. ekki endilega skráð 1. janúar, en ef hjúskapar- gögnin berast síðar á næsta ári verð- ur tekið tillit til þeirra,“ segir Ómar. „Við ætlum ekki að ganga í hús eins og gert var 1981 og fyrr. Við endurnýtum það sem til er af raf- rænum gögnum. Þetta er nokkuð kostnaðarsamt í þetta skipti, en mestur hluti kostnaðarins nú fer til að gera það kostnaðarminna til frambúðar með því að búa til ferla og gagnagrunna sem er einfalt að upp- færa, og þá helst árlega.“ Búa okkur undir framtíðina Ómar segir að fyrir utan aug- ljósa kosti þess að hafa eina heildar- mynd af þjóðinni og geta dregið af því mikilvægar ályktanir, þá sé Hag- stofunni einnig uppálagt að fram- kvæma slíkt manntal. Íslenska ríkið hafi skuldbundið sig til að taka manntöl á tíu ára fresti í samn- ingnum um evrópska efnahags- svæðið og er taka manntals fest í lög hér á landi. „Það er þörf á manntali til að draga saman í heildstæða mynd allar þessar rafrænu upplýsingar sem til eru um landsmenn, það er lögboðin skylda að gera það og það er viða- mikið verkefni. En fyrst og fremst er það viðmikið nú því við erum að búa okkur undir framtíðina, þegar uppfærslan verður léttari,“ segir Ómar. Skyndimynd tekin af þjóðinni 1. janúar Talning Skopteikning sem fylgdi grein Hagstofunnar í Morgunblaðinu um manntalið 1981 þar sem útskýrt var hvernig fylla ætti út manntalsskýrslu. 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er ólíklegtað þeir semekkert hafa lært um eðli og markmið Evrópu- samstarfsins á liðn- um árum muni draga lærdóm af togstreitu Breta og sambands- ins við að koma úrsögn úr ESB frá sér. Þar er um venjulegt fram- kvæmdaatriði að ræða, og felst að mestu leyti í að færa efnis- atriði úr ótal öðrum samningum yfir í þennan samning. Stærsti hluti þjóða heims er ekki í ESB en á þó vandræðalaust í um- fangsmiklum viðskiptum við sambandið. Legið hefur fyrir í fjögur ár að Bretar tóku óafturkræfa ákvörðun um að ganga út, sem búrókratar beggja vegna hafi enga heimild til að eyðileggja. Okkar maður sagði forðum tíð „út vil ek“ og taldi að norskt konungsvald ætti ekki síðasta orðið um það. Og út hann fór. Af því beið hann bana síðar, sungu skáldin, þar sem innlendir handlangarar töldu sér henta að fylgja vilja konungsvaldsins. Hvernig getur staðið á því að á lokastundu hinnar formlegu útgöngu Breta skuli hinar heimatilbúnu öngþveitisspár ESB einkenna hana? Fjögur ár ættu að vera yfirdrifinn tími til að kópíera aðra samninga og snurfusa annað til sem teljist óvenjulegt við þessa samninga- gerð. En það er sláandi skýring á því hvers vegna fjögur árin dugðu svo illa. Ástæðan er að Evrópusambandið nýtti lung- ann af hinum langa tíma til að streitast við að eyðileggja áform bresku þjóðarinnar um útgöngu. Áhangendur ESB í áhrifastöðum í Bretlandi gengu í skítverkin fyrir það. Fjöl- margir þingmenn voru ráðnir í því að gera allt sem þeir mættu til að koma í veg fyrir að vilji þeirra eigin þjóðar fengi að ganga fram. Þó höfðu allir flokkar lýst því yfir, bæði fyrir þjóðaratkvæði og eftir það, að hver svo sem markmið þeirra hefðu verið í málinu þá myndu þeir að sjálfsögðu virða út í æs- ar þá niðurstöðu sem þjóðin skilaði í kjörkassana. Cameron forsætisráðherra hafði í barátt- unni verið með hrein látalæti um að hann myndi endursemja um stöðu Breta í ESB og næði hann ekki fullnægjandi árangri í þeirri samningagerð þá myndi hann sjálfur styðja útgöngu Breta. Hluti af leikrænum til- burðum hans var að sækja allar ESB-þjóðir heim til að leita at- beina þeirra. Hann þekkti það auðvitað eftir veru í ESB að ekkert mark er tekið á smælk- inu í sambandinu. Enda kom á daginn að ekkert kom út úr samtölum við odd- vita þess. En ímyndarfræðingar baráttunnar gegn brexit reyndu að nota þessi ferðalög og fátæklegar frá- sagnir af „samn- ingaviðræðum“ til að ljá verk- efninu einhverja alvöru. Starfi þessara aðkeyptu krafta er mikilvægastur þegar draga þarf upp mynd af því sem ekk- ert er. Og þá er taxtinn þeim hagstæðastur. Þau Merkel og Macron fengu engan þrýsting frá smælkinu annan en þann að sérstaða Breta innan ESB væri þegar of mikil. Skoðanakann- anir sýndu að auki að brexit yrði hafnað með verulegum meirihluta og því væri enn minni ástæða til að lyfta litla fingri fyrir Cameron í tilefni af öllum þessum samninga- viðræðum. Í „samningaviðræð- unum“ nú koma leiðtogar ESB- þjóðanna hvergi nærri. Það koma vissulega fréttir af því að samningamenn sunnan sunds eigi samráð við fyrrnefnda tví- menninga en enga aðra. Eftir úrslit þjóðaratkvæð- isins varð Íhaldsflokknum ljóst, að Cameron forsætisráðherra hlyti að víkja og forystumaður í flokknum sem endurspeglaði vilja þjóðarinnar tæki við. En nóttina áður en af því varð greip heimsþekkt brútusarafbrigði stjórnmálanna inn í atburða- rásina. Þess vegna skolaði frú May óvænt inn fyrir dyr í Downingstræti 10, og vænk- aðist nú mjög hagur þeirra sem vildu gera allt til þess að eyði- leggja ákvörðun um útgöngu fyrir þjóðinni. Munaði litlu að það svikabrall gengi eftir og hafði misnotkun starfandi þing- forseta sitt að segja. En fyrir óvænt „mistök“ nýs og óreynds leiðtoga flokks Frjálslyndra náði Boris Johnson að knýja fram kosningar í desember fyrir ári. Og þvert á allar spár sýndi þjóðin að sér væri nóg boðið. Kjördæmi sem höfðu staðið örugg með Verkamanna- flokki í áratugi féllu nú til Íhaldsflokksins og sigur hans varð miklu meiri en leiðtoginn hafði þorað að vona. Blásin hafði verið upp upp sú hætta sem hlyti að fylgja því að Bretar „gengju út án samnings“. En sami hræðsluáróður var látinn dynja á Bretum í aðdraganda þjóðaratkvæðis en dugði ekki til. Og hræðslutalið var einnig inntak sömu afla í kosningunum fyrir ári. Og það var rassskellt af kjósendum svo glumdi í. Hljóta Bretar að treysta því að forystumenn þeirra taki for- dæmið frá almenningi en breyt- ist ekki í gungur á seinustu metrunum. Það fæli ekki aðeins í sér ömurleg svik, heldur væri það algjör óþarfi. Það skiptir öllu fyrir Boris að hann haldi höfði og falli ekki fyrir grátkór um gervivandamál} Kunnuglegir taktar Í pólitík er til tvenns konar samstarf. Annars vegar valdasamstarf og hins vegar málefnasamstarf. Enginn hefur nokkurn tíma útilokað samstarf um ein- staka málefni. Valdasamstarf er allt annað mál. Flokkar sem hafa sýnt að þeir kunna ekki að fara með völd eiga ekkert erindi í valda- stöður. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, þetta ættu að vera sjálfsögð sannindi. En einhverra hluta vegna virkar samstarf um völd öðruvísi á Íslandi. Annaðhvort gerir stjórn- málastéttin sér ekki grein fyrir því eða að valda- græðgin er einfaldlega svo mikil að allt annað fýkur út í veður og vind. Nema hvort tveggja sé. Píratar hafa fyrir undanfarnar kosningar bent á tvo flokka sem, að gefinni reynslu, ætti ekki að treysta fyrir völdum. Það eru Sjálfstæð- isflokkurinn og Miðflokkurinn. Þessir flokkar eru ekki stjórntækir því ef upp koma svipuð mál og Lands- réttarmálið, Panamaskjölin, feluleikurinn með skattaskjóls- skýrsluna, uppreist æra, lögbann á fjölmiðil, bréfasamskipti um utanríkismál fram hjá þinginu, Klaustur – þá væri nið- urstaðan bara á einn veg. Vantraust. Það skiptir ekki máli hvaða flokkur fer svoleiðis með vald, slíkt myndi þýða van- traust og að ráðherra axli ábyrgð. Við flokkum sem fara svona með vald, eins og ofangreind mál og fleiri eru dæmi um, þurfa viðbrögðin að vera höfnun. Því ef ekki er brugðist við þá endurtaka brotin sig, aftur og aftur. Við höfum það auðvitað í huga að fólk lifir og lærir af mis- tökum sínum. En til þess verður það að byrja á því að viðurkenna mistökin. Það hefur verið til- finnanlegur skortur á slíkri viðurkenningu á undanförnum árum, sérstaklega varðandi mál þar sem misnotkun á valdi var vandamálið. Það þýðir hins vegar ekki að málefnalegt samstarf um einstaka mál við þessa flokka sé útilokað. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn hafa hins vegar óneitanlega átt erfitt með að starfa samkvæmt því. Ef það á að tala um málefni þá er það til dæmis alltaf á for- sendum Sjálfstæðisflokksins, sagt að það þurfi „víðtæka“ sátt þegar flestir eru sáttir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Ekki einu sinni aukinn meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 var nóg fyrir Valhöll. Aukinn meirihluti sem telst í öllu lýðræðislegu samhengi vera víðtæk sátt. Þess vegna er ekki hægt að tala við Sjálfstæðisflokkinn um völd og varla hægt að tala við hann um málefni. Það er því eðlilegt að hafna valdasamstarfi við flokka sem misnota vald og sýna því enga iðrun. Ég endurtek. Það er enginn að hafna samstarfi um ein- staka málefni. Bara samvinnu um valdastöður. Það þarf ekki völd til þess að koma góðum hugmyndum í fram- kvæmd ef fólkið sem fer með völd umgengst það af virð- ingu. Björn Leví Gunnarsson Pistill Heilbrigð höfnun Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Þegar manntöl voru tekin á sein- ustu öld fór það vart fram hjá nokkrum manni. Manntöl 1960 og fyrr fóru þannig fram að telj- arar gengu í hús og skrifuðu nið- ur eftir heimilismönnum. Næst var manntal svo tekið 1981. Al- þingi samþykkti sérstök lög um framkvæmd þess og þá var fólki sjálfu gert að fylla út eyðublöð, sem send voru inn á hvert heim- ili. Mikil umræða fór fram um manntalið 1981 og það krafðist mikils undirbúnings. Hagstofan birti opnugrein í blöðum með leiðbeiningum og sendur var út 30 mínútna þáttur í sjónvarpinu, þar sem sýnt var hvernig fylla ætti út. Fólki var ráðlagt að byrja að fylla út föstudagskvöldið 30. janúar þegar leiðbeiningarþátt- inn var sendur út og kl. 12.30 á sunnudegi hófu teljarar störf, gengu í öll hús og söfnuðu skýrslunum. Í Reykjavík störfuðu 1.400 manns við manntalið og var borginni skipt upp í 1.230 teljarahverfi. Gengu hús úr húsi MANNTÖL Á SÍÐUSTU ÖLD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.