Morgunblaðið - 16.12.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.12.2020, Qupperneq 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020 ✝ Sigurborg Sig-urgeirsdóttir fæddist í Heimabæ á Folafæti í Ísa- fjarðardjúpi 7. ágúst 1931. Hún andaðist á Hrafn- istu Hafnarfirði 3. desember 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Margrét Guðfinns- dóttir, f. 29. mars 1909 í Litlabæ í Ögursveit, d. 3. okt. 1994, og Sigurgeir Guðmundur Sigurðsson, f. 22. júlí 1902 á Markeyri í Skötu- firði, d. 28. júlí 1995. Systkini Sigurborgar eru Evlalía, f. 13. apríl 1927, d. 1. des. 2014, Guðfinnur, f. 28. apríl 1929, d. 17. ágúst 1930, Erla, f. 24. des. 1932, Hall- dóra, f. 8. ágúst 1936, d. 29. júlí 2017, Jón Eggert, f. 17. okt. 1937, d. 15. des. 1995, Þórarinn, f. 12. maí 1939, d. 9. og eiga þau fjóra syni og sex barnabörn. 4) Þórarinn Sig- urgeir, f. 31.12. 1960, maki Berglind H. Bjarnadóttir, f. 6.12. 1962, og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. 5) Davíð, f. 17.12. 1964, sambýlis- kona Ásta Sóllilja Þorsteins- dóttir, f. 23.7. 1972, og á hann einn son. Sigurborg útskrifaðist frá Húsmæðraskólanum á Varma- landi árið 1950. Hún vann lengi við fiskvinnslu og önnur hefðbundin störf sem falla til í sjávarplássi, en lengst af starfaði hún á „Skýlinu“, Sjúkraskýli Bolungarvíkur. Hún tók alla tíð virkan þátt í félagsstarfi og var öflugur liðsmaður í kvenfélaginu Brautinni í Bolungarvík. Sig- urborg fluttist frá Bolung- arvík 2013 á Hrafnistu Hafn- arfirði. Útför Sigurborgar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16. desember 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður á slóðinni: https://youtu.be/UGpHmj2ozl0 Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat feb. 1961, Guð- mundur Baldur, f. 20. júní 1941, Svenna Rakel, f. 31. mars 1943, d. 16. feb. 2008, Heiðrún, f. 1. mars 1946. Upp- eldisbróðir Ásgeir Guðmundsson, f. 12. des. 1919, d. 13. janúar 1997. Sigurborg gift- ist 24.12. 1955 Gesti O.K. Pálmasyni, f. 25. maí 1930, d. 8. september 2006. Þau eign- uðust fimm börn: 1) Ólafur Svanur, f. 27.11. 1951, d. 3.5. 2010, maki Alda Jóna Ólafs- dóttir, f. 29.8. 1952, og á hann einn son og tvö barnabörn. 2) Pálmi, f. 2.10. 1957, maki Sig- urlaug Halldórsdóttir, f. 9.11. 1959, á hann þrjú börn og fjögur barnabörn. 3) Sigríður Lovísa, f. 16.9. 1958, maki Við- ar Ernir Axelsson, f. 3.5. 1953, Mín yndislega tengdamóðir og vinkona, Sigurborg Sigurgeirs- dóttir, er látin. Leiðir okkar lágu saman fyrir nær tuttugu og fimm árum, ég sá hana fyrst á Traðarstígnum, hún kom til dyra trúlega jafn feimin og ég, ekki óraði okkur fyrir því þá hve samband okkar yrði náið þeg- ar fram í sækti. Börnin mín, Márus Brynjar og María Birta, voru þá tíu og átta ára og þeim varð hún strax amma. Ekkert var eðlilegra hvorki henni né þeim. Yngsta barnabarnið hennar og Gests afa fæddist svo árið 2000, Mímir Bjarki. Í Bolungarvíkinni dvöldum við oft langdvölum, réðumst í það að gera upp Miðstræti 3, húsið þar sem Bogga hafði alið unglingsár sín og eignast Pálma. Það var Boggu mikils virði að sjá Hjara verða að heimili að nýju. Hún gaf okkur gamla muni sem höfðu prýtt húsið og sagði mér svo ótalmargt um lífið í Víkinni forð- um. Við nutum líka samvista Boggu fyrir sunnan, þegar ég fór tvisvar í mánaðarlanga vinnuferð bjó hún hjá okkur og sá um heimilið. Hví- lík gæfa fyrir Mími að hafa ömmu Boggu með sér alla daga þá. Bogga var mikill húmoristi og öll okkar samskipti einkenndust af gleði og kátínu. Ég gat leitað til hennar með alla skapaða hluti, hún var auðvitað þeirrar kynslóð- ar sem hljóp ekki út í búð eftir hverju sem var og það gerði hana útsjónarsama og lausnamiðaða. Mér tókst að plata hana með mér í tveggja daga vinnuferð til Ameríku eitt haustið og þar opn- aðist henni nýr og framandi heim- ur. Auðvitað sat hún á Saga Class eins og drottning og ég naut þess að geta nú dekrað við hana. Það var ógleymanleg stund þegar við fórum saman í jóladeildina í Ma- cy’s, þar voru ótal mismunandi skreytt jólatré og Bogga varð eins og lítið barn í ævintýraveröld. Á eftir fórum við í kokteil á Mar- riott-hótelið og dáðumst að því sem tínst hafði í pokana. Síðustu sjö árin bjó Bogga á Hrafnistu og þrátt fyrir mjög svo breyttar aðstæður leið henni und- urvel þar og naut sín í alls kyns fé- lagsstarfi. Hún hafði afar gaman af að fara í leikhús og eftir að hún flutti suð- ur lagði hún sig fram um að sjá all- ar sýningar sem Pálmi hennar lék í. Mörg jól vorum við svo lánsöm að hafa hana hjá okkur á aðfanga- dagskvöld. Það voru bestu jólin. Líf okkar Boggu ófst saman í gegnum árin á einhvern undra- verðan hátt, ég held við höfum bætt hvor aðra, andstæðir heimar okkar opnuðu nýjar víddir og skilning á ýmsum málum og við sögðum hvor annarri sögur af ólíkum uppruna. Hún var hógvær kona og lítillát sem sá alltaf það fallegasta í mannfólkinu. Hún snerti streng í hjarta allra sem kynntust henni. Ég hef síðustu daga oft verið að því komin að hringja í hana, það tekur tíma fyrir sálina að vinna úr svona stórri breytu, að einhver manni svo náinn sé horfinn að ei- lífu. Ég er þakklát og meyr fyrir að hafa fengið að kynnast svona stór- kostlegri konu eins og henni Boggu minni. Tilveran verður ekki söm aftur, en öðruvísi. Það eru oft þeir hógværu og lít- illátu sem skilja eftir sig sterkustu minningarnar. Sigurborg Sigurgeirsdóttir var einstök kona sem skilar fallega lif- uðu lífi. Sigurlaug Halldórsdóttir (Dillý). Þegar ég sest niður og hugsa um ástkæra tengdamóður mína renna upp fyrir mér margar sælar minningar. Ég var einungis 15 ára þegar ég kom inn á heimilið, bara stelpukjáni. Bogga og Gestur reyndust mér einstaklega vel frá fyrsta degi, en Bogga var dugleg að gefa mér ráð um hina ýmsu hluti. Ég þóttist ekki þurfa öll hennar ráð en hún vissi betur. Oft þegar ég efaðist um ráð hennar setti hún upp sitt blíða bros og náði mér á sitt band. Auðvitað var þetta allt rétt hjá henni. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Á hverju ári bök- uðum við lagkökur fyrir jólin, Bogga aðstoðaði mig við slátur- gerð, saumaskap og svo mætti endalaust telja áfram. Við sungum saman og hún kenndi mér að meta gamla söngtexta og ljóð. Mér þótti mikið koma til Boggu sem ömmu barna minna. Hún hafði endalausa þolinmæði fyrir þessu hlutverki, hvort sem það var að lesa sögur, kenna þeim að prjóna, yrkja ljóð og allt það sem henni datt til hug- ar að gera með þeim. Hún hafði alltaf tíma. Hún hafði mikinn áhuga á barnabörnum og barna- barnabörnum sínum og fylgdist með þeim fram á síðasta dag. Mér er minnisstætt þegar ég hóf störf á sjúkraskýlinu fyrir vestan og margir veltu fyrir sér hvernig mér dytti í hug að fara að vinna með tengdamóður minni. Um þetta var jafnvel samið lag sem sungið var á þorrablótinu. Ég hafði þó litlar áhyggjur af þessu fyrirkomulagi og reyndist sam- starf okkar mjög gott, enda áttum við alltaf skap saman. Þú varst mér sem önnur móðir. Glettnin, hláturinn, brosið, hlýjan. Þú bjóst yfir öllum þeim eiginleik- um sem maður leitar eftir í fari fólksins sem er í kringum mann. Ég mun sakna þín mikið og hugsa til þín við ótal tilefni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég kveð elsku tengdamömmu í dag með hlýju og virðingu. Hvíldu í friði elsku Bogga. Þín tengdadóttir, Linda. Amma mín var besta kona sem ég hef kynnst. Alltaf var hún glöð og hress, sama hvað bjátaði á. Þegar við bræðurnir vorum litlir vorum við mikið hjá ömmu og afa á Traðarstígnum. Þar var ekki stressinu fyrir að fara og var af- skaplega notalegt að dunda sér þar. Alltaf var amma klár með bakkelsi úr búrinu, en reyndar þurfti maður fyrst að borða eina brauðsneið, svo mátti fá sér kökur og vínarbrauð. Annað slagið fékk maður að gista hjá ömmu og afa og það var mikið tilhlökkunarefni. Þegar ég varð eldri fékk ég að hjálpa til með ýmislegt, eins og að setja kartöflur niður á vorin, og taka þær svo upp að hausti. Það sem amma óttaðist mest var að manni væri kalt eða að maður væri svangur. Hún þreyttist ekki á að brýna fyrir manni að klæða sig vel, sama hversu vel dúðaður maður var. Svo stakk hún ávallt upp á að maður fengi sér eina brauðsneið svo maður yrði nú ekki svangur. Amma var hæglát og ró- leg og gaf sér alltaf tíma fyrir mann, sagði manni sögur og spjallaði um daginn og veginn. Þegar ég var kominn á fullorð- insár fluttist ég einn vestur og bjó í Afahúsi. Þá eyddum við amma miklum tíma saman, og þegar ég lít nú til baka var það ómetanlegur tími. Ég var mikið í heimsókn hjá henni, ýmist í mat eða bara spjalli yfir kaffibolla. Amma sendi mig iðulega heim með nesti úr þessum heimsóknum. Oft reyndi ég að neita og sagðist ekki þurfa nesti. En amma tók það ekki í mál, nest- ið skyldi ég taka með. Síðustu árin, eftir að amma var komin suður, fór ég reglulega með syni mína að heimsækja lang- ömmu. Amma var alltaf jafn glöð að sjá þá, enda fannst henni fátt skemmtilegra en að fá gesti. Amma tók þá í fangið, knúsaði þá og söng fyrir þá. Þessar heim- sóknir enduðu allar eins, rúntur á hjólastólnum með ömmu. Þá sátu þeir í fanginu á henni og ég ýtti hjólastólnum um alla ganga Hrafnistu. Amma hafði rosalega gaman af þessu og strákarnir ekki síður, enda kölluðu þeir hana „langömmu í hjólastólnum“. Það er sárt að kveðja ömmu og mikið verður hennar saknað. En eftir sitja minningar um frábæra ömmu og þegar ég sé hana fyrir mér er hún brosandi og hlæjandi. Elmar Ernir Viðarsson og fjölskylda. Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund. Þakklæti er mér efst í huga. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Allar þessar góðu stundir sem við áttum á Traðar- stíg 8. Ég man hvað þú varst dug- leg að spila við mig. Þú gerðir við fötin mín ef það þurfti að laga þau. Þú hlustaðir á mig ef ég þurfti að tala. Ég kom mjög reglulega til ykk- ar í hádegismat á Traðarstíginn í hafragraut og slátur. Þær stundir voru mér mjög dýrmætar. Þú hafðir mikla trú á mér og reyndir að kenna mér handavinnu, sagðir að ég gæti þetta alveg en við vor- um ekki alveg sammála þar. Ég man þegar ég fékk að gista hjá ykkur afa, þá fékk ég alltaf gula náttkjólinn sem Sirrý hafði átt sem barn og bað þig að lesa sömu bókina fyrir svefninn. Mér fannst þessi bók svo fyndin eða sérstak- lega einn kafli, ég bað þig að lesa hann aftur og aftur, ég fékk hlát- urskast og þú líka. Eins og gengur og gerist var ég oft í einhverju heilsuátaki en þú sagðir alltaf við mig: „Sigurborg, þú ert mjög fín eins og þú ert, hættu þessari vitleysu.“ Takk fyr- ir það, mér þótti mjög vænt um að heyra það í öll þessi skipti elsku amma mín. Ég hef tekið eftir í gegnum tíð- ina að þegar fólk var að spyrja mig hvað væri að frétta af þér, þá ljómaði fólk og það kom svo mikil hlýja í röddina. Ég held að það segi allt sem segja þarf. Þú hafðir mjög marga kosti en sá kostur sem mér fannst alltaf svo aðdáunarverður var sá að þú talaðir aldrei illa um nokkurn mann. Mér finnst í raun og veru bara eitt mikilvægt í lífinu og það er að vera góð manneskja. Það varst þú svo sannarlega. Ég ætla að vona að ég komist einhvern tímann með tærnar þar sem þú hafðir hælana. Hvíl í friði elsku amma mín. Sigurborg Þórarinsdóttir. Ég datt aldeilis í lukkupottinn þegar ég kynntist Boggu tengda- móður minni fyrir tæpum 17 ár- um. Hún tók svo vel á móti mér að öll feimni hvarf eins og dögg fyrir sólu enda var erfitt að vera feimin kringum hana, eins blíð og ljúf og hún var. Fyrsta máltíðin okkar saman voru vestfirsk svið sem henni þóttu ægilega góð en mér ekki en seinna hrósaði hún mér fyrir að hafa samt borðað heilan kjamma og það var henni líkt að taka eftir hlutum sem kannski aðrir gerðu ekki. Það var eins ef maður kom í nýrri flík eða með nýja klippingu, þá tók hún eftir því og hrósaði manni og gerði gott úr því ef klippingin var ekki vel heppnuð. Þannig var hún hvetj- andi og vildi gera öllum gott til og gleðja. Hún fylgdist vel með tískunni og hafði gaman af fallegum flíkum og hafði svo sannarlega skoðun á því í hverju hún var fram á síðasta dag. Fannst gaman að fara í búðir og hefði líklega gert mun meira af því hefðu fæturnir ekki verið orðnir svona lasburða síðustu ár- in. Undanfarin ár bjó hún á Hrafn- istu í Hafnarfirði og undi sér vel þar og það var yndislegt að koma til hennar og spjalla og þá sérstak- lega um gömlu dagana og þá sagði hún mér skemmtilegar sögur af æsku sinni og frá því þegar hún og Gestur fóru að eiga börnin sín, þá ljómuðu í henni augun. Henni þótti svo vænt um þennan tíma og eins þegar hún ræddi ýmis störf sem hún vann með foreldrum sín- um og þar held ég að heyskapur hafi staðið upp úr og hún talaði oft um hversu gaman það væri að koma í Tjarnkot og grípa í hríf- una. Hún kom þrisvar til okkar Davíðs í sveitina og þar leið henni vel og hún kenndi mér að baka pönnukökur og steikja kleinur, því mun ég ekki gleyma. Hún var mikil hannyrðakona og dugleg að láta okkur öll njóta afurðanna og ég á ótal sokka og vettlinga sem mér þótti vænt um og þykir enn vænna um í dag. Líklega þótti henni nú samt skemmtilegast að fara til berja fyrir vestan og saknaði þess mjög eftir að fæturnir fóru að gefa sig að geta ekki farið þær ferðir með systkinum sínum en þó var sára- bót ef ég kom með ber og rjóma til hennar á Hrafnistu. Alveg fram á síðasta dag spurði hún mig alltaf hvað synir mínir, Franz og Brynjar, væru að gera og hvort þeir ættu ekki örugglega kærustur og það þótti mér virki- lega vænt um. Að lokum vil ég þakka fyrir þessu góðu kynni og það gerði held ég alla að betri manneskjum að kynnast henni Boggu. Fjöl- skyldu hennar og vinum votta ég innilega samúð. Þín tengdadóttir, Ásta Sóllilja. Ég man alltaf fyrstu kynni mín af Boggu. Það var árið 1994 og fyrsta heimsókn mín til Bolung- arvíkur, að hitta fólk sem átti eftir að verða tengdafólk mitt og hafa mikil áhrif á líf mitt næstu árin. Þar sem Óli Svanur var úti á sjó og ekki væntanlegur í land fyrr en daginn eftir bauð hún mér í mat um kvöldið. Hún var svo hlý og gaf svo mikið af sér. Mér líkaði strax mjög vel við hana. Ég sagði henni frá ferð minni vestur og hvað mér fannst fallegt Djúpið, og þá sérstaklega Skötufjörðurinn með öllu þessu grjóti. Henni fannst það ekki leiðinlegt að heyra þar sem hún átti sterkar tenging- ar þangað. Ég vann stóra vinninginn í tengdamömmulottóinu. Bogga var ekki bara tengdamóðir mín, hún var líka vinkona mín. Betri tengdamóður er ekki hægt að hugsa sér. Frá fyrsta degi leið mér vel í návist hennar og ég held að það eigi við um flestalla sem kynntust henni. Barnabörnin mín kölluðu hana Boggu ömmu, og þótti þeim öllum afar vænt um hana. Enda hún yndisleg manneskja. Það er margs að minnast; kaffi- sopar á Traðarstígnum, skötu- veislur í Afahúsi, jól og áramót í Ljósalandinu og svo margt fleira. Það var alltaf gott að hittast. Eftir að við vorum báðar fluttar suður hittumst við reglulega. Hún hafði einlægan áhuga á fólki. Spurði alltaf um fólkið mitt. „Hvernig hefur hún mamma litla það?“ Þá átti hún við dótturdóttur mína sem á tvö lítil börn. Spurði líka um hin barnabörnin mín, hvernig þau hefðu það. „Hvað er að frétta af …?“ Hún fylgdist vel með öllu sínu fólki. Elsku Bogga mín, takk fyrir samfylgdina síðustu 26 árin. Þau hefðu verið snauðari án þín. Alda Jóna Ólafsdóttir. Nú í fyrstu viku jólaföstu kvaddi Bogga systir okkar þetta líf. Hún var þriðja barn foreldra okkar og fæddist í Fætinum (Folafæti) en ólst upp í Bolung- arvík og átti þar heima lengst af ævinnar, en síðustu árin á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Eftir hefðbund- ið barnaskólanám og síðar hús- mæðranám á Varmalandi giftist hún æskuástinni, honum Gesti, og stofnaði heimili, börnin urðu fimm. Á stóru heimili er í mörg horn að líta og mikilvægt að fara vel með og láta ekkert fara til spillis, segja má að þar hafi Bogga verið í essinu sínu, en hún kunni vel að gera mikið úr litlu sem viðkom heimilinu. Hún var flinkur kokkur og handavinna lék í höndum henn- ar. Meðfram heimilisstörfum vann hún í fiski og seinna á Sjúkraskýl- inu. Það er óhætt að segja að alls staðar hafi hún komið sér vel og átti marga vini, en óvini enga. Í eðli sínu var Bogga hæglát og afar þægileg í umgengni, hún var söngelsk og kunni mikið af vísum og ljóðum og hrókur fagnaðar á góðum stundum. Hjálpfús var hún og afar auðvelt að leita til hennar, það getur bróðir hennar vitnað um með góðri samvisku. Það er líka gaman að segja frá því að ungt starfsfólk á Hrafnistu naut stundum liðsinnis hennar við handavinnu. Það er líka gaman að segja frá óvenju nánu systrasambandi Erlu og Boggu en einu ári munar í aldri, má segja að þær hafi verið sem tvíburar frá barnæsku til loka. Það hefur verið fastur liður í til- verunni undanfarin ár að heim- sækja Boggu á Hrafnistu. Þá töl- uðum við gamla tíma, ekki síst um heyskapinn í Vatnsnesi, en þar höfðum við í upphafi tvö tjöld, sof- ið í öðru og annað minna eldhús- tjald. Bogga var eldabuskan þá innan við tvítugt og sauð fisk og kart- öflur í sama pottinum á prímus og maturinn átti að vera og var tilbú- inn klukkan tólf. Seinna kom hús í Vatnsnes og nýtískukolaeldavél með tilheyrandi þægindum. Stundum ef veður var gott fór- um við í göngutúr í nágrenni Hrafnistu og þá minntist hún þess þegar hún tíu ára gömul keyrði yngsta bróður sinn í vagni, en nú höfðu orðið hlutverkaskipti; hún sat í stólnum sínum og ég keyrði. Það var alltaf ánægjulegt og mannbætandi að hitta Boggu. Við eftirlifandi systkini, Erla, Heiðrún og undirritaður, eigum ótal minningar um systur okkar og allar ljúfar og biðjum hennar nánustu Guðs blessunar. Guðmundur B. Sigurgeirsson. Í dag er kvödd mín kæra frænka Guðfinna Sigurborg Sig- urgeirsdóttir oftast kölluð Bogga. Hún verður jarðsett við hlið eig- inmanns síns í Bolungarvík. Við Bogga vorum systradætur og þrátt fyrir að fjögur ár væru á milli okkar náðum við mjög vel saman og kært var milli okkar alla tíð. Þegar Bogga eignaðist sitt fyrsta barn var ég sextán ára og var mjög stolt þegar ég fékk að baða drenginn nýfæddan. Ég sótt- ist mikið eftir að fá að vera hjá Boggu og ein jólin langaði mig að gefa Ingu mömmu kjól og nefndi það við Boggu. Hún sagði: „Gerðu það, ég skal hjálpa þér að sauma.“ Ég fór strax af stað að kaupa efni og snið og úr varð að Bogga saumaði tvo kjóla sem mamma fékk að gjöf og hún varð bæði undrandi og glöð. Eftir að ég fluttist til Reykja- víkur kom ég aldrei svo til Bolung- arvíkur að ég færi ekki í heimsókn til Boggu minnar. Nokkrum árum eftir að Gestur eiginmaður hennar lést flutti hún suður og síðustu ár- in dvaldi hún á Hrafnistu í Hafn- arfirði og undi sér þar vel. Þangað átti ég auðvelt með að heimsækja hana sem ég gerði oft með mikilli ánægju og gaman var að rifja upp gamlar minningar. Síðasta árið var henni erfitt. Hún bar veikindi sín vel en það var sárt að mega ekki heimsækja hana vegna Covid. Ég heyrði oft í Boggu í síma og er þakklát fyrir að hafa átt gott samtal við hana nokkrum dögum fyrir andlát hennar. Þá sagði hún með sinni rólegu röddu: „Þær eru nú að hjálpa mér stúlkurnar, ég er víst eitthvað veik.“ Svona var Bogga róleg og æðrulaus. Ég kveð frænku mína með miklu þakklæti og söknuði. Hvíl í friði elsku Bogga mín. Börnum hennar, barnabörnum og öllum aðstandendum votta ég mína innilegustu samúð. Þín frænka, Kristín Sigurðardóttir. Sigurborg Sigurgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.