Morgunblaðið - 16.12.2020, Page 17

Morgunblaðið - 16.12.2020, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020 ✝ Paula SejrSörensen fæddist 1. maí 1932 í Brabrand á Jót- landi í Danmörku. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Drop- laugarstöðum 7. desember 2020. Foreldrar henn- ar voru Einar Sörensen fisksali, 1905-1963, og Jo- hanne Sejr, 1914-1994. Systkini Paulu eru Leo Sejr Sörensen, 1935-2019, Else Madsen, f. 1937, og Hanne Sejr Sörensen, f. 1946. Paula fluttist til Íslands 1957 og giftist Ármanni Kristinssyni sakadómara, f. 21. nóvember til Reykjavíkur vann hún skrif- stofustörf, fyrst hjá Heildverslun Magnúsar Víglundssonar en síð- an og lengst af hjá Vélasölunni undir stjórn Gunnars Friðriks- sonar. Paula var löggiltur skjala- þýðandi á Íslandi í dönsku, ensku og spænsku. Hún stundaði nám í listmálun í áratugi og hélt sýn- ingar á verkum sínum í Garða- bæ. Hún var iðinn garðræktandi. Þau Ármann bjuggu fyrst á Sólvallagötu í Reykjavík en lengst af í Garðabæ. Paula veikt- ist og þurfti í rúmt ár að dveljast á hjúkrunarheimili, síðast á Droplaugarstöðum. Útför Paulu fer fram í Vída- línskirkju í Garðabæ í dag, 16. desember 2020, klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymi á slóð: https://streyma.is/utfor/ Virkan hlekk á slóð: https://www.mbl.is/andlat/ 1926 í Reykjavík. Hann lést 12. maí 1994. Foreldrar hans voru Kristinn Ármannsson (1895- 1966), rektor Menntaskólans í Reykjavík, og Þóra Árnadóttir (1900- 1986) nuddkona. Paula ólst upp í Brabrand nálægt Árósum og lauk stúdentsprófi við menntaskóla þar og stundaði síðan nám í verslunarháskóla í Árósum, Kaupmannahöfn og Barcelona. Hún starfaði síðan hjá Lövens-lyfjafyrirtækinu í Kaup- mannahöfn. Eftir að hún fluttist Ármann bróðir minn tilkynnti mér sumarið 1954 að hann kæmi með unnustu sína frá Danmörku tiltekinn dag og ég ætti að sjá um mat handa þeim. Foreldrar okk- ar voru fjarverandi og það eina sem ég treysti mér að útbúa var að sjóða svið og rófur. Skólasyst- ur mínar í MR kenndu mér að búa til súkkulaðiköku sem því miður kolféll í ofninum. Paula beit á jaxlinn og um árabil bjugg- um við á hvor á sinni hæðinni við Sólvallagötu. Þau barnlaus tóku þátt í uppeldi sona minna, Ár- mann stríddi og Paula huggaði. Þau ólu líka upp hund. Þá var hundahald bannað í Reykjavík og óþægilegt fyrir sakadómara að sekta borgarana fyrir að eiga hund en kjassa sinn eigin á kvöld- in. Því fluttu þau í Garðabæinn í það sem við kölluðum stærsta hundahús landsins. Þar ræktaði Paula auk hundsins dýrindis skrúðgarð og grænmetisreit. Vel menntuð úr verslunarhá- skólum starfaði hún hjá nokkrum fyrirtækjum á lífsleiðinni, lengst hjá Vélasölunni. Alls staðar varð hún fljótlega ómissandi enda tók hún alla hluti að sér af alúð, fór m.a. til Pól- lands að kaupa fiskiskip! Paula var mikil málamanneskja, hún talaði íslensku reiprennandi og var löggiltur skjalaþýðandi á dönsku, ensku og spænsku. Þegar Ármann lést flutti Paula í minna hús í Garðabænum. Þar óx líka upp fádæma flottur garð- ur. Nú tók listamannseðlið held- ur betur við sér og næstu áratug- ina stundaði hún nám í málaralist og sýndi afraksturinn í bæjar- félaginu. Hún synti í lauginni alla morgna og varð tíðrætt um sund- konurnar sínar sem hún hitti þar. Ekkert lát varð á umhyggju hennar gagnvart fjölskyldunni og veisluhöld eins tíð og tök voru á. Hún hafði líka náið samband við Else og Hanne systur sínar og önnur ættmenni í Danmörku og heimsótt var á báða bóga. Þessi dugnaðarforkur veiktist af sjúkdómi sem dró úr henni mátt og hefur nú lagt hana að velli. Við vandamenn hennar þökk- um fyrir að þvílík merkiskona skyldi flytjast til Íslands og send- um systrum hennar og fjölskyldu í Danmörku innilegar samúðar- kveðjur. Árni Kristinsson. Paula frænka hefur nú fengið hvíldina og skilur eftir sig marg- ar góðar minningar. Sérstaklega eru kærar minningar frá því ég var lítill snáði í helgarheimsókn- um hjá Paulu, Ármanni frænda og hundinum þeirra Skottu á Sunnuflötinni í Garðabæ. Þótt þau væru barnlaus og fullorðin var ávallt stutt í barnið í þeim sjálfum og þau óþreytandi í að leika og spila. Oft var spilaður manni og það var ekki að spyrja að því að þau voru jafn stríðin við spilaborðið eins og þau voru utan þess. „Halló manni allt í gamni!“ höfðu þau fyrir sið að góla þegar þau þóttust hafa unnið slaginn. Þær eru mér einnig minnisstæð- ar gönguferðirnar í Öskjuhlíð og Heiðmörk með Skottu í broddi fylkingar. Ýmislegt lærði maður af Paulu og Ármanni svo sem að kanínur heita í raun kanananín- ur og þá kann ég stöku orð í grænlensku sem mér hefur enn ekki tekist að sannreyna. Þau voru prakkarar í húð og hár og stríddu okkur bræðrunum óspart en ekki síður hvort öðru og er gott dæmi um það úrklipp- ur af skopmyndum úr Morgun- blaðinu sem þau hengdu á eld- húsvegginn og tileinkuðu hvort öðru. Paula var alla tíð brjáluð bíla- kona og vildi helst aka um á glæsikerrum. Það skein í gegn í metingi milli hennar og pabba á áttunda áratugnum en hún átti ítalskan Fiat-smábíl og pabbi breskan Morris. Til eru níðvísur um bíl hins sem þau skutu á víxl, í hinu mesta bróðerni þó. Paula var ekki þekkt fyrir að hafa verið neitt sérstakt tækni- tröll. Þegar kom að tölvum og tækjum langaði hana helst til að beita hamri. Ófá eru skiptin sem ég ók þvert yfir bæinn til að veita henni aðstoð við að finna uppá- haldssjónvarpsstöð hennar DR1. Það eru þó minningar af henn- ar einstöku hjartagæsku, um- hyggju og hjálpsemi gagnvart sínum nánustu sem eru mér efst í huga. Paula var mér afar kær og það var mikil gæfa að eiga að eins yndislega frænku og hún reyndist mér og mínum. Á bak við það sem sumir hefðu e.t.v. álitið harða skel var í senn ljúfmenni og lífskúnst- ner, viskubrunnur og vinur vina sinna. Þeir sem náðu beitta húm- ornum hennar mynduðu við hana sterkasta sambandið. Henni leið hvergi betur en í góðra vina hópi, enda fræg fyrir glæsileg veislu- höld. Listrænt auga hennar skein í gegn í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur, og eru ófá listaverk hennar til vitnis um það. Síðustu ár hafði Paula glímt við veikindi og það reyndist þessari sjálfstæðu konu þungbært að verja síðustu mánuðunum á hjúkrunarheimili. Heimsfaraldur með öllum sínum takmörkunum gerði henni vistina erfiðari. Lang- aði hana mest að vera heima á Smáraflötinni að sinna garðinum sínum og taka á móti gestum. Heilsu hennar hrakaði skyndi- lega undir lokin og andlát hennar bar brátt að. Það var mér því mik- il blessun að hafa átt með henni góða stund daginn sem hún kvaddi. Ég sé fyrir mér Ármann, Mollý og Skotturnar þrjár taka á móti henni við himnahliðið og þykist vita að þar hafi orðið miklir fagnaðarfundir. Megi hún hvíla í friði, hennar verður sárt saknað. Snorri Örn Árnason. Paula Sejr Sörensen Fyrst lágu leiðir okkar Þórðar sam- an þegar hann kom heim að Brekku á gráu Massey Ferguson-dráttarvélinni til að hjálpa til við að slá túnið heima. Þá var hann 13 ára og ég 12. Þórður var glettinn og skemmti- legur og lifandi í sér. Líkaði mér strax mjög vel við hann og held ég að það hafi verið gagnkvæmt. Atvikin höguðu því þannig til að þrátt fyrir eins árs aldursmun fermdust við saman í kirkjunni á Þingeyri. Í gegnum tíðina lágu leiðir okkar oft saman og varð okkur vel til vina. Við unnum saman einn vetur í frystihúsinu á Þingeyri og kynnt- ist ég Þórði þá enn betur og því hvern mann hann hafði að geyma. Var alltaf gott að vera þar sem hann var. Hann var mjög flinkur maður og var sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Hann gat tekið vél í sundur og gert við hana og sett saman aftur þannig að hún varð jafn góð og ný. Fáir voru jafn vandvirkir og fljótir að flaka fisk og hann. Það var líka gaman að hlusta á hann þegar hann greip nikkuna og spilaði fjörlega polka og valsa af færni og inn- Þórður Jakop Sigurðsson ✝ Þórður JakopSigurðsson fæddist 21. júní 1946. Hann lést 5. nóvember 2020. Útförin fór fram 21. nóvember 2020. lifun. Allt lék í hönd- um hans og átti hann það sameigin- legt með bræðrum sínum öllum. Þegar Þórður hætti hjá frystihús- inu fór hann á sjóinn og var á Þorgrími og hugsanlega Fram- nesinu líka. Þrátt fyrir að við ynnum ekki lengur saman hittumst við Þórður oft á förnum vegi heima á Þingeyri. Tókum við ævinlega spjall saman og ræddum málin. Eins skrapp ég gjarnan á hjólinu mínu heim til þeirra Þórðar og Lollu í Skolvík- ina eins og húsið þeirra var kall- að. Var gaman að líta þar við og spjalla um heima og geima. Síðar lá leið mín til Ísafjarðar. Þegar þangað var komið greip ég oft símann og sló á þráðinn til Þórðar. Var það eins og að vera kom- inn aftur heim því hann gat sagt mér hvað var að gerast á Þing- eyri og gerði það á lifandi og skemmtilegan hátt eins og hon- um var lagið. Svona leið tíminn og árin færð- ust yfir okkur Þórð. Og nú er hann horfinn á braut. Ég er þakklátur fyrir minningarnar góðu sem eru tengdar og helg- aðar honum. Guð blessi þær allar. Aðstandendum votta ég samúð mína. Bjarni Guðmundsson frá Brekku í Dýrafirði. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma, dóttir, systir, mágkona, frænka og vinkona, LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR, Dvergabakka 8, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 7. desember. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir útförina sem mun fara fram í kyrrþey. Birgir Sigurjónsson Vilhelmína Birgisdóttir Eldar Máni og Nökkvi Jökull Vilhelmína Þórarinsdóttir Hanna Sigurðardóttir Óskar Sigurðsson og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ELSA BREIÐFJÖRÐ, Jöldugróf 4, Reykjavík, lést í faðmi fjöldskyldu sinnar á Landspítalanum miðvikudaginn 9. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 18. desember klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Streymt verður beint frá athöfninni á slóðinni www.sonik.is/anna. Ámundi Friðriksson Friðrik Ámundason Hrafnhildur Harpa Skúladóttir Agnar Þór Ámundason Agnes Ámundadóttir barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, KJARTAN JÓHANNSSON, fv. sendiherra, lést á heimili sínu í Reykjavík 13. nóvember. Útförin mun fara fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 19. desember klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Í ljósi aðstæðna verður fjöldi í kirkjunni takmarkaður en nálgast má streymi frá útförinni á slóðinni https://promynd.is/kjartan. Irma Karlsdóttir María Kjartansdóttir Þorkell Guðmundsson Kári Þorkelsson Atli Þorkelsson Colby Rapson Sunna Þorkelsdóttir Ingigerður M. Jóhannsdóttir Reynir Guðnason RAGNHEIÐUR DÓRA ÁRNADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lengst af til heimilis að Suðurbyggð 3, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 13. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. desember klukkan 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Pétursdóttir Press Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, HERMANN MARINÓ SIGURÐSSON, Haddi, Lindarholti 1, Ólafsvík, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi mánudaginn 14. desember. Hann verður jarðsunginn, ásamt Kandísi sínum, frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 19. desember klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en unnt verður að fylgjast með athöfninni í streymi og verður slóðin aðgengileg á Facebook-síðu Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls. Ingveldur Magnea Knaran Karlsdóttir Maggý H. Hermannsdóttir Hermann M. Maggýjarson Regína Valbjörg Reynisdóttir Ingvaldur M. Hafsteinsson María Káradóttir Kristrún Hafsteinsdóttir Fannar Hilmarsson Tómas Hermannsson Una Björg Jóhannesdóttir Stella Tómasdóttir Margrét Freyja Eydal Katrín Helga Eydal og barnabarnabörn Kærar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, RAGNARS GUÐMUNDAR JÓNASSONAR, fyrrverandi slökkviliðsmanns. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hrafnistu í Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Árnadóttir Hannes Arnar Ragnarsson Halldóra S. Lúðvíksdóttir Jónas Ragnarsson Ragnhildur Sigurðardóttir Guðmundur Ingi Ragnarsson Sigrún Kristjánsdóttir Hermann Ragnarsson Sóley Víglundsdóttir Halldór Karl Ragnarsson Sigurður Vignir Ragnarsson Valdís I. Steinarsdóttir Unnar Ragnarsson María Guðmundsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.