Morgunblaðið - 16.12.2020, Page 4

Morgunblaðið - 16.12.2020, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020FRÉTTIR Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma „Eftir að hafa séð hvernig Macron Store-verslanir virkuðu í öðrum löndum ákváðum við að við taka stökkið,“ segir Hafþór Hafliðason, annar eigenda Macron Store á Íslandi. Vísar hann þar til opnunar verslunarinnar á Íslandi, en í desember eru fimm ár liðin frá því að ítalska vörumerkið kom fyrst hingað til lands. Segja má að Macron Store hafi komið eins og stormsveipur inn á markað íþrótta- vöruverslana. Fyrirtækið gerði strax samninga við fjölmenn íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu og hefur vöxturinn frá þeim tíma verið stöðugur. Ný- lega flutti Macron Store í stærra húsnæði í Skútu- vogi, en þar áður hafði verslunin verið til húsa á Grensásvegi. Reka umboðsskrifstofu Fyrirtækið er í eigu Hafþórs og Halldórs B. Bergþórssonar. Óhætt er að fullyrða að þeir komi úr ólíkum áttum, en Hafþór starfaði áður í banka- geiranum og Halldór í markaðsstörfum. Þeir hafa þó þekkst frá tíma sínum í Verzlunarskóla Íslands og hafa síðustu ár rekið umboðsskrifstofuna Sportic. Hafa þeir m.a. komið að sölu íslenskra landsliðsmanna í atvinnumannalið erlendis. „Eftir hrun var krónan mjög veik og þar af leiðandi mik- ill hvati fyrir íslenskt íþróttafólk að komast til út- landa í betra launaumhverfi. Við náðum á þessum árum að koma mörgum út, til dæmis landsliðs- mönnunum Arnóri Ingva, Hannesi Þór og Alfons Sampsted. Við höfum svo sem ekki tekið það sam- an en tekjurnar sem íslensk félagslið fengu hlaupa á hundruðum milljóna,“ segir Hafþór. Spurður hvernig hugmyndin að Macron Store kviknaði segir Hafþór að upphaflega hafi ætlunin verið að opna netverslun. „Á þessum árum fórum við að taka eftir þessu ítalska íþróttamerki, Mac- ron, sem okkur fannst vera að gera spennandi hluti og vaxa hratt. Við höfðum samband við þá og þeir tóku okkur opnum örmum. Þeir sögðu við okkur að ef við ætluðum að fá umboðið yrðum við að opna svokallaða Macron Store-verslun á Ís- landi. Upphaflega hugmyndin okkar var að vera einungis með netverslun. Það virkaði ekki sann- færandi þegar við hittum íslensk félagslið með fleiri hundruð iðkendur. Eftir að hafa séð hvernig Macron Store-verslanir virkuðu í öðrum löndum ákváðum við að taka stökkið og opnuðum á Grens- ásvegi árið 2015,“ segir Hafþór og bætir við að fyrst um sinn hafi viðskiptavinirnir fyrst og fremst verið vinir og vandamenn. Það hafi þó fljótt breyst. „Kúnnahópurinn jólin 2015 voru vinir og vandamenn og einstaka fólk sem slysaðist inn í verslunina, enda Grensásvegur ekki beint þekktur sem blómleg verslunargata. HK var fyrsta liðið sem samdi við okkur og Víkingur kom fljótlega í kjölfarið. Síðan komu Valur og Fylkir og núna síð- ast Njarðvík. Við segjum stundum í gamni að í kringum árið 2016 hafi formleg kaupskylda vina og vandamanna verið afnumin. Þá væri óhætt að koma í kaffi án þess að fara út lestaður af vörum.“ Varnarsigur í erfiðu ástandi Ljóst er að heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft slæm áhrif á rekstur fjölda fyrirtækja. Að- spurður segist Hafþór ekki hafa farið varhluta af ástandinu. Hins vegar hafi þeim með mikilli seiglu tekist að komast í gegnum ástandið. „Eins og hjá fleiri smásölum var höggið í vor mikið en með áherslu á netverslun og aukinni heildsölu hefur unnist ákveðinn varnarsigur,“ segir Hafþór og tekur fram að engar tafir hafi verið í framleiðslu. Þá hafi gengið mjög vel að fá vörur hingað til lands. Að sögn Hafþórs má áfram búast við vexti í sölu á hlaupafatnaði og öðrum íþróttavörum næstu ár. Segir hann að lögð verði sérstök á heildverslun hjá Macron Store. „Á næstunni sjáum við aðallega fram á vöxt í heildverslun ásamt sölu á hlaupafatn- aði. Það var stór liður í því að flytja í stærra hús- næði, að fá meira pláss fyrir hlaupa- og tískuvörur. Hvað heildverslunina varðar er okkar markmið ekki að gera samning við endalaust af liðum. Við viljum vanda vel til verka og sinna hverju liði af metnaði.“ Macron lætur að sér kveða Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Nú eru liðin fimm ár frá því að Macron Store hóf rekstur á Íslandi. Fjölmörg íþróttafélög hér á landi klæðast nú búningum vörumerkisins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Halldór er lengst til hægri á myndinni, en milli hans og Hafþórs er Ágeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður HK. Til vinstri er Hróðmar, starfsmaður í verslun. Bergþór Karlsson, framkvæmda- stjóri Bílaleigu Akureyrar, segir fyrirhugaða lækkun á vörugjöldum munu hafa mikla þýðingu fyrir endurnýjun bílaleiguflotans og flýta orkuskiptum. Til stendur að veita leigunum afslátt af vörugjöldum á bíla 2021 og 2022. „Fyrir kórónuveirufaraldurinn hafði hagnaður í bílaleigugreininni hrunið síðustu ár, sem má m.a. rekja til lægri tekna af útleigu, falls WOW air, hækkandi rekstrar- kostnaðar og af- náms afsláttar af vörugjöldum svo fáein dæmi séu nefnd. Þá hefur fjárfesting dregist verulega saman og bílafloti bílaleiga minnkað og elst. Eiginfjárhlutfall í greininni er mjög lágt og hefur ný- skráningum bílaleigubíla fækkað um 59,2% í ár vegna faraldursins. Því gefur augaleið að endurnýjunar- þörfin er orðin gríðarleg eftir árið í ár og var hún mikil fyrir.“ Hjólin fari að snúast á nýju ári Spurður hvort raunhæft sé að ís- lenskar bílaleigur muni geta greitt vörugjöld á næsta ári, í ljósi þess mikla áfalls sem greinin hefur orðið fyrir, segir Bergþór að það sé klár- lega raunhæft „en auðvitað þurfi ákveðnar forsendur að liggja fyrir“. „Þetta ár hefur sannarlega verið þungt en það má gera ráð fyrir að hjólin geti farið að snúast að nýju á öðrum ársfjórðungi 2021 með já- kvæðum áhrifum á rekstrar- umhverfi og fjárfestingargetu bíla- leiga, ef rétt er haldið á spilunum. Þessir hvatar þurfa þó að haldast í hendur við opnun landamæra. Bíla- leigur og önnur sambærileg ferða- þjónustufyrirtæki eru rekin nær eingöngu á afkomu sumarsins. Af þeim sökum er mikilvægi sumarsins gífurlegt fyrir greinina. Til að við- spyrnan í ferðaþjónustunni geti haf- ist er því bráðnauðsynlegt að landið verði opnað fljótlega með fyrir- sjáanlegum aðgerðum,“ segir Berg- þór. Bergþór kveðst aðspurður ekki vita til þess að bílaleigur hafi stað- fest pantanir fyrir 2021 en óneitan- lega muni boðaðir hvatar hleypa lífi í þær áætlanir. baldura@mbl.is Léttir á bílaleig- unum Bergþór Karlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.