Morgunblaðið - 16.12.2020, Side 6
merkið inn og út, bæði í afgreiðslu í verslun sem
og í hönnun. Sá hópur sem vinnur hjá fyrir-
tækinu í dag er með mikla reynslu og þekkir
vörumerkið út í hörgul. Á því verður byggt til
framtíðar. Þetta er allt fólk sem hefur unnið hjá
Cintamani áður, allt í allt sex manns. Einn
starfsmaður hefur til dæmis starfað hjá okkur í
tuttugu ár.“
Cintamani er í dag með eina starfsstöð, í
Austurhrauni 3 í Garðabæ. Þar er öll starfsemin
til húsa; verslun, lager og skrifstofa. Þegar mest
lét var Cintamani með fimm verslanir og þó-
nokkuð marga endursöluaðila eins og Einar
Karl útskýrir. „Auk verslunarinnar í Austur-
hrauni þá hefur verið settur mikill kraftur í vef-
verslunina, sem hefur verið mikilvægur hluti af
góðri sölu hjá okkur á síðustu mánuðum.“
Helstu samkeppnisaðilar Cintamani hér á Ís-
landi í dag og síðustu ár eru önnur útivistar-
merki eins og 66° norður, Zo-On og IceWear,
auk fjölda þekktra erlendra framleiðenda.
Spurður að því hver sérstaða Cintamani er í
keppninni við þessi vörumerki, nefnir Einar
Karl áhersluna á að vera íslenskt hönnunar- og
framleiðslufyrirtæki. „Íslendingar eru í raun
heppnir að eiga nokkur sterk útivistarvöru-
merki. Framboðið og samkeppnin er mikil, en
allir reyna að skapa sér ákveðna sérstöðu. Okk-
ar sérstaða felst í því að við ætlum að halda
áfram að vera íslenskt hönnunar og framleiðslu-
fyrirtæki, og um það er algjör samstaða hjá mér
og mínum bakhjörlum. Við viljum vera með okk-
ar eigin hönnunarteymi. Viðskiptavinir okkar
eru enda ánægðir með að við séum ekki eins og
allir hinir.“
Gætirðu útskýrt hvernig þið hafið skipulagt
starfsemina á þessum krefjandi tímum. Nú má
ætla að sala til ferðamanna hafi verið drjúgur
hluti af tekjunum áður en gamla fyrirtækið fór í
þrot?
„Þegar best lét var sala til ferðamanna 20-
25% af veltunni. Samdráttur í komu ferðamanna
hingað til lands nú í ár hefur því ekki haft úr-
slitaáhrif á reksturinn. Okkar stærsti og mikil-
vægasti viðskiptavinahópur, Íslendingar, hefur
verið tryggur okkur á árinu.“
Aðspurður segir Einar Karl að hlutur netsölu
í tekjum fyrirtækisins á þessu ári sé um það bil
40%. Áætlanir fyrir næsta ár gera ráð fyrir að
netsala verði um 25% tekna. Almennt aukinn
áhugi á netverslum í veirufaraldrinum hefur
þannig hjálpað enn frekar til hjá Cintamani.
Einnig selur Cintamani vörur til útlanda. „Við
höfum ekki sett mikinn kraft enn þá í endursölu
erlendis, en erum þó með þrjú lönd sem hafa
verið að selja Cintamani; Noreg, Kanada og
Færeyjar. Það hefur komið skemmtilega á óvart
hve góð sala hefur verið þar. Þá hefur erlend
sala á vefsíðunni okkar verið mjög lífleg og við
höfum afgreitt pantanir til þrettán landa.“
Einar Karl segir að fyrstu verkefnin eftir að
kaupin voru um garð gengin í mars sl. hafi verið
að tryggja pantanir og vöruflæði. Það hafi tekist
og hafa nýjar vörur verið að berast fyrirtækinu
frá því í september. Félagið kaupir efni í vörur
sínar frá Ítalíu og Kína og saumaskapurinn fer
fram í Kína og Evrópu. „Það var frekar stirt í
fyrstu að kaupa efni og annað til að halda uppi
eðlilegri framleiðslu en nú er allt komið í eðlilegt
horf og framleiðslan komin á fullt. Það má ekki
gleyma því að Ítalía og Kína voru þau lönd sem
urðu fyrir hvað mestum búsifjum í fyrstu bylgju
faraldursins. Það var því eins og að ræsa gamla
Í mars á þessu ári, þegar kórónuveirufarald-
urinn var nýbyrjaður að gera usla, og óveðurs-
ský hrönnuðust upp í íslensku efnahangslífi,
bárust þau tíðindi að útivistarverslunin Cintam-
ani hefði verið endurreist, en fyrirtækið hafði
verið gefið upp til gjaldþrotaskipta rúmum ein-
um mánuði áður, nánar tiltekið í lok janúar.
„Eftir að Cintamani varð gjaldþrota höfðu
nokkrir aðilar sem voru að skoða kaup á þrota-
búinu samband við mig, og vildu fá mig til skrafs
og ráðagerða varðandi fyrirtækið, og framtíðar-
möguleika þess. Sjálfur hafði ég einnig áhuga á
verkefninu, og það varð úr að ég gerði tilboð í
vörumerkið, vörulagerinn og vefsíðuna ásamt
hópi fjárfesta sem ég safnaði saman. Í þeim hópi
eru bæði aðilar sem hafa reynslu af smásölu og
aðrir sem hafa það ekki. Í hópnum er þó enginn
þeirra sem höfðu haft samband við mig á und-
an,“ segir Einar Karl Birgisson framkvæmda-
stjóri Cintamani.
Hafði góða tilfinningu fyrir verðmætum
Einar Karl segir öfluga fjárfesta standa að
baki honum í verkefninu. Sjálfur var hann fram-
kvæmdastjóri Cintamani árin 2015 – 2018 og
hafði því góða tilfinningu að eigin sögn fyrir
verðmætunum sem fólust í lagernum og vöru-
merkinu sem slíku. Félagið er skuldlaust að
sögn Einars Karls og framtíðarhorfur góðar.
En endurreisn vörumerkis getur verið meira
en að segja það eins og Einar Karl útskýrir.
Vörumerki sem lenda í hremmingum geta misst
trúverðugleika auk þess sem viðskiptasambönd
geta laskast. Að endurvekja vörumerki síðan á
krefjandi tímum eins og þeim sem nú eru, þegar
heimsfaraldur geisar, hjálpar heldur ekki til,
eins og Einar Karl bætir við. „Þetta var auðvit-
að pínu happdrætti,“ segir Einar um ákvörðun
hans og fjárfestanna.
„Það var til dæmis búið að taka niður heima-
síðuna og því var ekki hægt að fara þangað inn
og skoða neitt þegar við vorum í kaupferlinu.“
Þú talar um enduruppvakningu 30 ára gamals
vörumerkis í miðjum faraldri. Er það tilfinning
þín að það sé verið að endurvekja vörumerkið,
þótt stutt sé síðan fyrirtækið varð gjaldþrota?
„Margir þeirra sem höfðu áhuga á að kaupa
merkið af þrotabúinu ætluðu til dæmis að leggja
það niður, en skiptastjóri Íslandsbanka hreifst
af minni hugmynd um að halda Cintamani á lífi,
og það var ein af ástæðunum fyrir því að tilboð-
inu var tekið. Cintamani er þrjátíu ára gamalt
vörumerki með sterkar rætur hjá Íslendingum.
Þegar ég tók við stjórntaumunum byrjuðum við
á að fletta til baka og við höfum síðan þá verið að
skoða ræturnar sem í raun komu vörumerkinu á
þann stað sem það er á. Við áttum samtal við
marga sem hafa tengst Cintamani frá upphafi,
m.a. einn af stofnendum vörumerkisins, Jan
Davidsson. Hann tók mér mjög vel og sagðist
vera ánægður með að vörumerkið væri að ganga
í endurnýjun lífdaga. Hann gaf góð ráð og var
boðinn og búinn að aðstoða eftir þörfum. Það er
ómetanlegt að leita í reynslubanka hans og ann-
arra sem störfuðu hjá félaginu á árum áður,“
segir Einar Karl.
Kafað í kjarnann
Kafað hefur verið ofan í kjarnann í merkinu á
árinu að sögn Einars Karls og sótt í gamlar
glæður, eins og hann bætir við. „Við sóttum í
hluti sem viðskiptavinir hafa saknað. Hluti af
því var ráðning á starfsfólki sem þekkti vöru-
díselvél að koma öllu af stað. En nú mallar vélin
fínt.“
Mikið til af ónotaðri hönnun
Einar Karl segir að töluverð ónotuð hönnun
sé til í félaginu, hönnun sem ekki var búið að
framleiða úr. „Við höfum unnið með hana og
réðum til okkar hönnuð í september, Þóru
Ragnarsdóttur. Hún hefur einbeitt sé að því að
halda utan um vörulínur okkar og leggja línur
fyrir tímabilið 2021 – 2022.“
Þóra býr að langri reynslu úr útivistargeir-
anum eins og Einar Karl útskýrir og vann í Cin-
tamani á árunum 2005 – 2015, en fór eftir það til
66° norður. „Hún var frá upphafi hluti af mínum
hugmyndum um uppbyggingu fyrirtækisins.
Hún er mikilvægt púsl í að horfa til rótanna í
vörumerkinu og setja sterkan fókus á þær. Við
höfum nýtt þekkingu hennar og annars starfs-
fólks til að byggja upp þá vörulínu sem við ætl-
um okkur að keyra á á næstu árum. Það er erfitt
að finna reynslumeiri manneskju í hönnun úti-
vistarfatnaðar á Íslandi en Þóru. Hún á heið-
urinn af mörgum af söluhæstu vörunum í þess-
um geira á síðustu árum.“
En augljóslega var ekki hægt að stóla á ónot-
aða hönnun eða nýja hönnun á fyrstu mánuðum
í uppbyggingu fyrirtækisins. Með í kaupunum
fylgdi vörulager, sambland af nýlegum og eldri
vörum að sögn Einars Karls. Kostnaðarverð
hans var 170 milljónir króna. „Maður fékk þarna
alla viðskiptasögu síðustu þrjátíu ára, bæði það
góða og það slæma. Það var ærið verkefni að
vinna úr lagernum, en það hefur þó tekist vel að
ná út úr honum góðri framlegð frá því við byrj-
uðum í vor. Salan úr lagernum hefur lagt grunn-
inn að því sem við erum að gera og munum gera
fram á veginn.“
Einar Karl segir að kosturinn við útivistarföt
sé að þau séu ekki háhraða tískuvara, eins og
margur annar fatnaður er. „Ég hef unnið í smá-
sölu nær allt mitt líf. Ég byrjaði ferilinn í Dress-
mann og fór svo til Zöru og vann til dæmis að
undirbúningi opnunar Zöru hér á Íslandi. Þar
voru fötin orðin úrelt nánast um leið og þú tókst
Þetta var
happdrætti
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Útivistarvörumerkið Cintamani, sem endurreist var snemma á árinu, hefur
náð að halda vöru- og tekjuflæði gangandi í miðjum heimsfaraldri.
”
Margir þeirra sem höfðu
áhuga á að kaupa merkið
af þrotabúinu ætluðu til
dæmis að leggja það niður,
en skiptastjóri Íslands-
banka hreifst af minni hug-
mynd um að halda Cin-
tamani á lífi.
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020VIÐTAL
Einar Karl Birgisson segir að
kaup félagsins hafi verið vel
fjármögnuð og það muni skila
góðum afgangi á þessu ári.