Morgunblaðið - 16.12.2020, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020 11FRÉTTIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Í vor tók Vigdís Jóhannsdóttir
við nýju starfi sem markaðsstjóri
Stafræns Íslands. Verkefnið
heyrir undir fjármála- og efna-
hagsráðuneytið og hefur það
hlutverk að bæta stafræna þjón-
ustu hins opinbera.
Hverjar eru helstu áskor-
anirnar í rekstrinum þessi
misserin?
Við stöndum frammi fyrir ein-
hverju stærsta breytingastjórn-
unarverkefni sem við höfum þurft
að horfast í augu við. Breytingar
sem eru búnar að vera á leiðinni
lengi en aðstæður hafa sýnt að
þær eru gerlegar. Við þurfum að
hafa þor til að gera breytingar og
þor til að gera mistök – því af
þeim lærum við mest.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Ég reyni markvisst að fara út
fyrir eigin ramma eins mikið og
ég get. Það geri ég helst með því
að sækja ráðstefnur, lesa bækur
og hlusta á hlaðvörp. Söguleg, al-
þjóðleg sem og samtöl við áhuga-
vert fólk. Þegar ég vel mér bæk-
ur snúa þær að stjórnun sem og
ævisögum áhugaverðs fólk sem
ég lít upp til. Stundum líka þeirra
sem ég lít ekki upp til í von um
að læra af þeirra mistökum.
Ég hóf meistaranám í alþjóða-
samskiptum í byrjun árs. Nám
sem er langt út fyrir allt sem ég
hef gert hingað til og naut þess
að verkja í heilann sökum vaxta-
verkja. Er í smá hléi núna en
hlakka til að finna tíma til að
taka eitt og eitt fag.
Hugsarðu vel um líkamann?
Eins og svo margir þá hreyfi
ég mig ekki næstum því eins
mikið og ég vildi. Vinn allt of
mikið til þess. Það er fátt sem ég
nýt meira en að fara í sund, nýt
þess að fara í langar göngur,
spila golf og tennis. Finnst allt of
margt skemmtilegt til að geta
valið eitthvað eitt enda elska ég
fjölbreytni. Það sama á við um
mataræði. Ég trúi að með fjöl-
breyttri hreyfingu og mataræði
næri maður bæði líkama og sál.
Bý á heimsins besta veitingastað
þar sem ég sé um að gera mat-
seðilinn. Ekkert endilega það
allra hollasta, en fjölbreyttur
matur eldaður frá grunni.
Hvert væri draumastarfið
ef þú þyrftir að finna
þér nýjan starfa?
Draumastarfið væri að halda
úti viðtalsþáttum. Ég er forvitin
um fólk, alls konar fólk. Hvaðan
það kemur og hvers vegna það er
eins og það er. Væri til í að
ferðast um landið og heiminn all-
an og taka viðtöl við alls konar
áhugavert fólk. Ég trúi því að við
eigum öll svo miklu meira sam-
eiginlegt en okkur grunar og ef
við myndum bara hlusta betur þá
væri allt betra.
Hvaða kosti og galla
sérðu við rekstrarumhverfið?
Við stöndum á tímamótum mik-
illa breytinga. Breytinga sem
þegar voru hafnar en árið 2020
hefur ýtt við ýmsu og afhjúpað
margt. Það er verið að rífa ofan
af ýmsu sem hefur verið plástrað
sem gefur ýmis tækifæri í að
bæta rekstrarumhverfi með
auknum sveigjanleika og fram-
legð. Svigrúm til að láta á reyna
og gera mistök hefur aukist en
það er þannig sem okkur mun
takast að gera betur.
Hvað gerirðu til að fá orku
og innblástur í starfi?
Ég fæ orkuna mína frá öðru
fólki. Samtali og samstarfi bæði í
vinnu og utan þannig að þessir
tímar hafa verið mér eins og svo
mörgum mikil áskorun. Í þessu
ástandi hafa langir göngutúrar
með hundinn með hlaðvarp eða
bók í eyrunum gefið mér mikið.
Hvaða lögum myndirðu
breyta ef þú værir
einráð í einn dag?
Ég myndi setja af stað mark-
vissa vinnu við að yfirfara öll lög.
Við búum við góðan grunn en allt
of víða er að finna orðalag sem
hamlar framþróun enda skrifað á
öðrum tímum. Með markvissri yf-
irferð og vinnu við að aðlaga lög-
in í landinu ekki aðeins að nú-
tímasamfélaginu heldur
samfélaginu sem við viljum til
framtíðar má hraða þeim breyt-
ingum sem þurfa að eiga sér stað
fyrir réttlátara og betra sam-
félag. Við getum alltaf bætt okk-
ur.
SVIPMYND Vigdís Jóhannsdóttir markaðsstjóri Stafræns Íslands.
Mætti bæta lögin með markvissri yfirferð
Morgunblaðið/Eggert
NÁM: Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Eðlisfræðibraut, 1996; Há-
skólinn í Rvk., viðskiptafræði með áherslu á stjórnun 2006; leið-
togaþjálfun TBWA. Hóf meistaranám í alþjóðasamskiptum,
meðfram vinnu, við HÍ vorið 2020.
STÖRF: Markaðsfulltrúi hjá 365/Íslenska útvarpsfélaginu 1999-
2005; dagskrárgerð Stöð 2 2002-2004; kynningarstjóri Útvarps
365 2005-2007; ráðgjafi hjá Pipar\TBWA 2009-2016; kosn-
ingastjóri Höllu Tómasdóttur 2016; aðstoðarframkv.stjóri Pip-
ar\TBWA 2016-2019; markaðsstjóri hjá Stafrænu Íslandi síðan
vorið 2020. Stjórnarformaður Hannesarholts. Sit í stjórn FKA og
hef verið félagi til fjölda ára.
ÁHUGAMÁL: Nýt mín í golfi, göngum, tennis, á ferðalögum og í
góðra vina hópi. Ég stekk til í flest þegar færi gefst en síðustu ár-
in hafa farið að mestu í heimilið og fjölskyldu ef ég er ekki í vinnu.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift hljóðhönnuðinum og tónlistarmann-
inum Bigga Tryggva og saman eigum við fjögur börn, þar af tvö
sem ég fékk í forgjöf. Ég er reyndar ekki viss að þau væru sátt
við að vera kölluð börn lengur enda sá yngsti 13 ára.
HIN HLIÐIN
GREIÐSLUKORTAVIÐSKIPTI
Samkvæmt nýbirtum kortaveltutöl-
um frá Seðlabankanum skrapp
kortavelta landsmanna saman um
tæp 5% að raungildi í nóvember mið-
að við sama mánuð í fyrra.
Um þetta er fjallað á vef Íslands-
banka en þar segir einnig að mikill
munur hafi hins vegar verið á þróun
innlendrar kortaveltu og kortaveltu
utan landsteinanna í mánuðinum.
Þannig hafi kortavelta innanlands
numið alls 71,5 milljörðum króna og
óx hún um ríflega 6% að raungildi
frá nóvember í fyrra. Kortavelta
landsmanna erlendis dróst hins veg-
ar saman um tæpan helming á sama
kvarða og nam alls tíu mö.kr.
Tilboðsdagar höfðu áhrif
Er á það bent í pistlinum að lík-
legt sé að tilboðsdagar kenndir við
Dag einhleypra og Svartan föstudag
hafi haft sitt að segja um veltuaukn-
ingu innanlands á milli ára á þessu
tímabili. Slík tilboðstímabil hafi rutt
sér hratt til rúms undanfarin ár hér-
lendis og í samkomutakmörkunum
kórónuveirukreppunnar hafi hlutur
netverslunar í slíkum tilboðs-
tímabilum tekið stökk.
Morgunblaðið/Hari
Kortavelta innanlands nam alls 71,5 milljörðum króna í nóvembermánuði og
óx hún um ríflega 6% að raungildi. Kortavelta erlendis dróst mikið saman.
Kortavelta skrapp sam-
an um 5% í nóvember
„Við stöndum á tíma-
mótum mikilla breyt-
inga. Breytinga sem
þegar voru hafnar en
árið 2020 hefur ýtt við
ýmsu og afhjúpað
margt,“ segir Vigdís.
Allt um sjávarútveg