Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 1
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is Upplifðu faglega og persónulega þjónustu Skuldahlutföll á hreyfingu í ár Þetta kemur fram í greiningu Kristrúnar Frostadóttur, aðalhagfræðings Kviku banka, fyrir ViðskiptaMoggann í tilefni áramóta. Íbúðaskuldir heimila hafi aukist um tæpa 200 milljarða króna í ár hjá bönkum, líf- eyrissjóðum, Íbúðalánasjóði (nú HMS) og öðrum fjármálafyrirtækjum og -sjóðum. Ný útlán nema 280 milljörðum Þá nemi ný útlán banka og lífeyrissjóða til heimila um 280 milljörðum, borið saman við 200 milljarða á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til uppgreiðslna og endurfjármögnunar. Spurð um skiptingu milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána í ár segir Kristrún að nettó aukningu í íbúðalánaskuldum heimilanna megi að öllu leyti rekja til óverðtryggðrar lántöku. „Um 55% af útlánum innlánsstofnana til heimila eru nú óverðtryggð, miðað við þriðjung í byrjun síðasta árs og tæplega 40% í byrjun þessa árs. Ef við tökum Íbúðalánasjóð inn í myndina er nú um þriðjungur af íbúða- skuldum í landinu óverðtryggður, miðað við 20% í byrjun árs,“ segir Kristrún um þróunina. „Þessi hraða lántaka á árinu hefur leitt til þess að skuldir heimilanna hafa aukist um 200 milljarða frá lokum 2019. Á sama tíma hefur landsframleiðslan dregist saman. Skuldahlut- fall heimilanna hefur því snarhækkað, úr 76% af landsframleiðslu í 87% undir lok þess árs, þar sem skulda- og landsframleiðslutölur hafa farið í sitthvora áttina,“ segir Kristrún. Skýr- ingin liggi m.a. í því að þeir sem bæti við sig lánsfjármagni og þeir sem taki á sig lands- framleiðsluskellinn séu ólíkir hópar. Pólun á lánamarkaði ekki jákvæð Loks nái ný útlán til atvinnufyrirtækja, að frádregnum uppgreiðslum, ekki einu sinni milljarði hjá bönkunum í ár. „Þessi pólun á lánamarkaðnum er ekki jákvæð, enda augljóst að heimilin hafa ekki endalaust svigrúm til að bæta við sig skuldum ef fyrirtæki ná ekki að fjármagna atvinnusköpun,“ segir Kristrún um þróunina á lánamarkaði á árinu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skuldir heimila hafa aukist sem hlutfall af landsframleiðslu og óverðtryggð íbúðalán tekið fram úr verðtryggðum íbúðalánum í ár. Skuldir heimilanna 2015-2020 Útlán innlánastofnana til heimila* Verðtryggð lán Útlán innlánastofna og skuldir heimilanna 90% 85% 80% 75% 70% 750 650 550 450 350 250 Heimild: Kvika banki *Lán með veði í húsnæði 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2019 2020 674 570 604 356 Ma.kr.Sem hlutfall af landsframleiðslu Árslok 2020: 87% Ársbyrjun 2020: 76% Óverðtryggð lán EUR/ISK 30.6.'20 29.12.'20 165 160 155 150 145 140 155,25 156,15 Úrvalsvísitalan 2.500 2.400 2.300 2.200 2.100 2.000 1.900 30.6.'20 29.12.'20 2.089,45 2.548,97 Fyrr í þessari viku var gengið frá samkomulagi þess efnis að félagið Riftún ehf. kaupi helmingshlut danska félagsins Semler í bílaum- boðinu Heklu. Riftún ehf. er í eigu Friðberts Friðbertssonar, forstjóra Heklu, sem fyrir átti helminginn í fyrirtækinu á móti Semler. Friðbert segir að breytt eignar- hald fyrirtækisins hafi verið til skoð- unar um nokkurt skeið og að þessi lending hafi orðið enda rími hún við þá framtíðarsýn Semler að einbeita sér fremur að bílamarkaðnum í Danmörku en fyrirtækið er með umboðið fyrir bifreiðar sem fram- leiddar eru undir hatti Volkswagen- samsteypunnar, þ.e. Volkswagen, Audi, Porsche, SEAT og Skoda. „Semler, sem hefur átt hlut í félag- inu síðan 2013 hefur verið góður samstarfsfélagi og þetta hefur verið ánægjulegur tími,“ segir Friðbert. Hann segir spennandi tíma fram undan hjá Heklu, ekki síst í tengslum við að fyrirtækið hefur á undanförnum misserum kynnt margar tegundir nýrra rafbíla á markaðinn. „Á næsta ári munu nýir rafbílar bætast í hópinn og margar áhuga- verðar nýjungar líta dagsins ljós. Ís- land er leiðandi í innleiðingu rafbíla og sá reynslumikli og öflugi hópur sem starfar hjá fyrirtækinu er reiðubúinn að takast á við nýja tíma.“ Friðbert segir að kaupverð hlutar- ins af Semler sé trúnaðarmál. Arion banki og Lögfræðistofan Landslög voru ráðgefandi við söluferlið. Fyrir- tækið velti um 15 milljörðum króna á árinu sem nú er að líða. Félag Friðberts eignast Heklu að fullu Friðbert Friðbertsson, for- stjóri bílaumboðsins Heklu, á fyrirtækið nú að fullu leyti. Friðbert eignast nú fyrirtækið að fullu eftir samstarf við danska félagið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.