Morgunblaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020FRÉTTASKÝRING
L augarnar í Reykjaví k
Jólasund
SUNDK
ORT
ER GÓ Ð
JÓL AG
JÖF
Lengdur opnunartími y fir jól og áramót
Nánar á w w w.itr.is
Ég mæli með því við lesendur sem
eiga leið til Lundúna, þegar farald-
urinn er liðinn hjá og lífið aftur komið
í eðlilegar skorður, að þeir athugi
hvað er á dagskrá hjá frjálshyggju-
hugveitunni Institute of Economic
Affairs (IEA). Stofnunin, sem er með
aðsetur steinsnar frá þinghúsinu, efn-
ir reglulega til
fyrirlestra og
funda þar sem
snjallasta frjáls-
hyggjufólk sam-
tímans veitir inn-
sýn inn í málefni
líðandi stundar.
Árlegur há-
punktur í starfi
IEA er Hayek-
fyrirlesturinn þar sem kanóna úr
heimi frjálshyggjunnar fær frjálsar
hendur til að rýna í áskoranir sam-
tímans. Meðal fyrirlesara undanfar-
inna ára má nefna Grover Norquist,
Matt Ridley, Elinor Ostrom, Martin
Wolf, Hernando de Soto og Vaclav
Klaus en í ár féll það í hlut Stephen
Davies að flytja erindið sem streymt
var yfir netið þann 17. desember síð-
astliðinn.
Davies er fræðslustjóri IEA og
maður sem er gaman að kynna fyrir
lesendum. Hann er djúpfróður sagn-
fræðingur og manna duglegastur við
að rýna í söguna gegnum linsu frjáls-
hyggjunnar en jafnframt framúr-
skarandi kennari og fyrirlesari og
yndislegt að hlusta á hann tala enda
einstaklega skýr og skiljanlegur. Þeir
sem leita að fyrirlestrum Davies á
YouTube verða ekki fyrir von-
brigðum.
Efni fyrirlestrarins í ár þarf ekki
að koma á óvart: Hvernig verður
heimurinn eftir faraldurinn?
Greining Davies er sannfærandi og
jafnvel ógnvekjandi á köflum en
reynslan af faraldrinum gefur líka til-
efni til bjartsýni á vissum sviðum og
veitir okkur vísbendingar um hvar
þarf að gera betur. Það sem er sér-
staklega umhugsuanarvert er sú spá
Davies að heimsfaraldrar eigi eftir að
verða mun tíðari sem þýðir að sam-
félög þurfa að átta sig betur á hvað
virkar – og hvað virkar ekki – þegar
næsti faraldur fer á kreik.
Ekta óvissuástand
Fyrst af öllu minnir Davies á
hversu erfitt það er að átta sig á at-
burði eins og heimsfaraldri á meðan
hann stendur yfir og að enginn hafi
fullkomna yfirsýn og hárréttan skiln-
ing á því sem er að gerast hverju
sinni. Að því leyti eru bæði stjórnvöld
með sínar harkalegu smitvarnaað-
gerðir, og þeir sem gagnrýna aðgerð-
irnar, að gera sömu mistökin að mati
Davies: báðar fylkingar telja sig búa
yfir miklu meiri vissu en þær gera í
raun. Sjúkdómsfaraldrar eru svo af-
skaplega flókið fyrirbæri þar sem
ótalmargar breytur koma við sögu og
við skiljum ekki til hlítar hvað gerðist
fyrr en allt er yfirstaðið.
Að því sögðu þá þýðir ekki að gera
ekki neitt þegar smitandi sjúkdómur
lætur á sér kræla og eðlilegt að gera
heiðarlega tilraun til að spá fyrir um
verstu mögulegu útkomu til að geta
síðan vegið og metið hvort áhættan sé
það mikil að kalli á harkalegar að-
gerðir. Þar gagnast að líta á reynsl-
una af öðrum heimsfaröldrum og því
mynstri sem þeir hafa fylgt. Við get-
um t.d. verið nokkuð viss um að veiru-
faraldrar vara í 18 til 30 mánuði og
koma í a.m.k. tveimur bylgjum. Við
vitum líka að faraldrar byrja á einum
stað og berast síðan eftir ferða- og
viðskiptaleiðum og ná fyrst til þeirra
borga sem eru vel tengdar við um-
heiminn.
Einnig getum við stólað á það að
sjúkdómsfaröldrum mun fylgja ein-
hver röskun sama hvað yfirvöld gera.
Jafnvel ef stjórnvöld gera ekki neitt
mun fólk breyta hegðun sinni til að
vernda eigin heilsu og hagsmuni.
Bendir Davies t.d. á að löngu áður en
ríkisstjórn Borisar Johnsons fyrir-
skipaði að íbúar Bretlands skyldu
halda sig heima og fyrirtæki skella í
lás mátti þegar greina allt annan brag
á mannlífinu og sást m.a. á miklum
samdrætti í notkun almennings-
samgangna. Sumsé: veruleg röskun
er óhjákvæmileg.
Færni og skilvirkni stjórnvalda
En reynslan af kórónuveirufaraldr-
inum og þeim heimsfaröldrum sem á
undan komu kennir okkur líka ým-
islegt um hvað virkar vel og hvað ger-
ir illt verra. Formúlan er í grófum
dráttum þessi: bregðast þarf hratt við
áður en vandinn verður óviðráð-
anlegur; loka landamærum, draga úr
ferðalögum innanlands og banna stór-
ar samkomur; hafa skilvirka ferla til
að greina og rekja smit og ganga
nógu hreint til verks til að ná alvöru-
árangri – sem þýðir samt ekki að eigi
að ganga fram af offorsi.
Hér kemur í ljós áhugaverð breyta
sem skýrir hvers vegna sumum lönd-
um hefur gengið illa að glíma við veir-
una en öðrum gengið mun betur. Víða
virðist að það sem hafi gert útslagið
hafi ekki verið hvort að nóg var af
sjúkrarúmum og öndunarvélum eða
hvort búið var að gera ítarlegar áætl-
anir fyrir öll hugsanleg stóráföll, held-
ur hvort að stofnanir hins opinbera
gátu aðlagast með hraði og brugðist
við án tafar. Ef kerfið er þannig hann-
að, segir Davies, að ofuráhersla er
lögð á að fylgja öllum reglum og ferl-
um sama hvað, þá hægir það á við-
brögðunum við faraldri og ekkert er
gert fyrr en það er orðið of seint. Það
virðist hafa skipt miklu meira máli í
baráttu ríkja heims við faraldurinn
hvort að stjórnvöld gátu verið skilvirk
í aðgerðum sínu frekar en nákvæm-
lega hvaða úrræða þau gripu til. Far-
aldurinn hefur varpað ljósi á það hjá
hvaða löndum vantar sárlega upp á
færni og hæfni stjórnvalda.
Hnattvæðing gerir
meira gagn en ógagn
Sumir hafa spáð því að kór-
ónuveirufaraldurinn verði til þess að
heimurinn lokist: að alþjóðavæðingin
hafi átt stóran þátt í því hve greiðlega
veiran breiddist út um allan heim og
margar þjóðir hafi líka vaknað upp við
vondan draum þegar í ljós kom að
þær voru háðar öðrum löndum um
framleiðslu á lyfjum og hlífðarbúnaði.
Davies bendir hins vegar á að hvernig
faraldurinn sýndi líka að við erum,
með tækni okkar, auði og innviðum,
miklu betur í stakk búin en forfeður
okkar til að takast á við sjúkdómsfar-
aldra og að það að búa í alþjóðlegu
samfélagi gefi þjóðum, einstaklingum
og fyrirtækjum aukna getu til að að-
lagast og finna nýjar lausnir. Að-
fangakeðjur alþjóðahagkerfisins
komust t.d. fjótlega í lag og það er til
marks um krafta nýsköpunar og sam-
starfs þvert á landamæri að það
skyldi takast að þróa og prófa þrjú
bóluefni við kórónuveiru á mettíma.
Það verður kannski ögn meira vesen í
framtíðinni að ferðast á milli heims-
álfa en hnattvæðingin verður ekki
blásin af.
Að því sögðu þá er ljóst að gengið
hefur verið aðeins of langt í að
straumlínulaga bæði alþjóðlega og
innlenda framleiðslu- og þjónustu-
ferla. Ef farið er alla leið í að hámarka
skilvirkni verður lítið svigrúm eftir til
að bregðast við áföllum: Skilvirkustu
kerfin virðast vera viðkvæmust fyrir
hvers kyns röskun. Eitt besta dæmið
um þetta, segir Davies, er hvernig
búið er að hámarka nýtingu á heil-
brigðiskerfum þjóða heims svo að þau
rétt svo geta ráðið við flensufaraldra
og bugast þegar sjúkrahúsin fyllast
af Covid-19 sjúklingum.
Smithætta í landbúnaði
Eitt þarf þó að laga alveg strax, og
það er verksmiðjulandbúnaður sem
Davies segir vera eins og tifandi
tímasprengju. Að vísu hófst kórónu-
veirufaraldurinn ekki á nauta-, svína-,
eða kjúklingabúi en af öllum þeim
stöðum þar sem ný og skaðleg örvera
gæti sprottið fram og borist í fólk er
hættan mest á verksmiðjubýlum: Þar
er sýklalyfjanotkun óhófleg og dýrum
og mannfólki þjappað saman í einn
allsherjar graut af úrgangi, innyflum
og vessum. Væri ekki hægt að skapa
betri kringumstæður til að láta stór-
varasamar veirur og fjölónæmar
bakteríur berast úr öðrum dýrateg-
undum yfir í menn og er þá alveg eftir
að taka dýravelferðarsjónarmið með í
reikninginn. Blessunarlega virðist
lausnin handan við hornið og miklar
framfarir orðið í frumuræktun á
kjöti. Er þess skemmst að minnast að
að nýlega gáfu stjórnvöld í Singapúr
grænt ljós á sölu á frumræktuðum
kjúklinganöggum sem kosta álíka
mikið og hefðbundnir naggar.
Fram undan eru ótal fleiri áskor-
anir sem faraldurinn magnaði upp.
Davies nefnir mikla skuldasöfnun
ríkja, fyrirtækja og einstaklinga.
Skuldir atvinnulífsins eru sérstakt
áhyggjuefni og ljóst að afskrifa þarf
risastórar fjárhæðir en fjár-
málakerfið verður mjög viðkvæmt
þar til tekist hefur að leysa úr þessum
vanda. Þá eru ákveðnir geirar at-
vinnulífsins í miklum vanda og t.d.
ljóst að verslun hefur færst að stórum
hluta yfir á netið. Þessu fylgir að tölu-
vert minni eftirspurn verður eftir
húsnæði á besta stað í stórborgum
heimsins og mun valda sviptingum á
fasteignamarkaði. Í þessu nýja um-
hverfi verður erfiðara að réttlæta
dýra leiguna á Regent Street og
Fimmta breiðstræti, og þökk sé góðri
reynslu af fjarvinnu munu skrifstofu-
fyrirtækin geta látið sér nægja a.m.k.
helmingin minna húsnæði. Skrif-
stofufólkinu liggur heldur alls ekkert
á að þurfa aftur að ferðast langar leið-
ir vinnu sinnar, klukkutíma hvora
leið, ellegar borga svimandi háa leigu
til að geta búið hæfilega miðsvæðis í
París eða Tókýó.
Veröldin orðin reynslunni ríkari
Ásgeir Ingvarsson
skrifar frá Mexíkóborg
ai@mbl.is
Faraldurinn varpaði ljósi á
bæði kosti og galla al-
þjóðavæðingar og mikil-
vægi þess að stjórnvöld
séu hæf og skilvirk.
AFP
Meðal þess sem Davies varar við er að sjúkdómar geta hæglega farið á kreik í verksmiðjubúskap og valdið faraldri.
Stephen
Davies