Morgunblaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020 3FRÉTTIR Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is. „Ég hef enn fulla trú á Íslandi sem áfangastað og ferðaþjónustu lands- ins,“ segir Skúli Mogensen, stofn- andi Hvammsvíkur sjóbaða, um til- efni hins nýja félags um reksturinn. Greint er frá stofnun félagsins í hlutafélagaskrá. Heimili og varnar- þing félagsins er í Hvammsvík í Hvalfirði en fjölskylda Skúla keypti jörðina í haust en Skúli eignaðist jörðina árið 2011. Með mörg járn í eldinum Skúli kveðst aðspurður munu verða framkvæmdastjóri félagsins, ásamt „ýmsu öðru“ en tilgreinir þau verkefni ekki frekar að sinni. Hann muni sjá um rekstur fyrirtækisins ásamt fjölskyldu sinni. „Foreldrar mínir keyptu jörðina og þess vegna segi ég að þetta sé orðið eitt allsherjar fjölskyldu- fyrirtæki. Ég hef ótrúlega gaman af því [innsk. að sinna þessu verkefni] og hef verið þarna lengi og ætla mér að vera þar áfram,“ segir Skúli um Hvammsvík en hann eignaðist jörðina fyrir um áratug. Skúli er stjórnarmaður en vara- maður í stjórn er móðir hans, Anna Skúladóttir, fyrrverandi fjármála- stjóri Reykjavíkurborgar. Endur- skoðandi félagsins er Matthías Þór Óskarsson. „Ég stofna félagið og við fjölskyldan verðum eigendur að því,“ segir Skúli. Afla tilskilinna leyfa „Eins og komið hefur fram erum við að undirbúa sjóböð í Hvamms- víkinni. Við höfum verið að fara í gegnum ferlið við að fá öll tilskilin leyfi og vonumst til að geta hafist handa fljótlega. Það er útlit fyrir að þessi Covid-vitleysa sé að leysast, sem betur fer, og [innsk. ef það gengur eftir] munum við setja allt á fullt á vormánuðum,“ segir Skúli. Spurður hvort Íslendingar muni því geta farið í sjóböðin í apríl segir Skúli það of bratt; eitthvað verði liðið á sumarið þegar hægt verði að taka á móti fyrstu gestum. „En vonandi í sumar,“ segir Skúli. Margháttuð starfsemi Spurður um markmið félagsins vitnar Skúli í hlutafélagaskrá. Segir þar að tilgangur félagsins sé uppbygging og rekstur sjóbaða, rekstur ferðaþjónustu og tengd starfsemi; kaup, sala, rekstur, eignarhald og leiga fasteigna og hvers kyns lausafjár; eignarhald, kaup og viðskipti með hlutabréf, hluti í félögum, önnur verðbréf og hvers kyns önnur fjárhagsleg verð- mæti og skyldur rekstur. Samkvæmt skipulagslýsingu verða hlaðnar baðlaugar á jörðinni. Skúli opnar sjóböð í Hvammsvík Baldur Arnarson Stefán Einar Stefánsson Athafnamaðurinn Skúli Mogensen snýr aftur í íslenskt viðskiptalíf á nýju ári með rekstri sjóbaða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 45 mínútur tekur að aka frá miðborg Reykjavíkur og til Hvammsvíkur, sem er landnámsjörð og kom við sögu í síðari heimsstyrjöldinni. Morgunblaðið/Kristinn Athafnamaðurinn Skúli Mogensen hefur víða komið við á ferlinum. Árið 2011 setti Orkuveita Reykjavíkur jarðirnar Hvamm og Hvammsvík í opið söluferli. Í október það ár var tilkynnt að Skúli Mogensen, fjárfestir og aðaleigandi MP banka, hefði orðið hlutskarpastur í ferlinu og að eignirnar hefðu verið slegnar honum á 155 milljónir króna. Þremur árum fyrr hafði orkuveitan stefnt að sölu sömu eigna og bárust þá á annan tug tilboða í jarðirnar og var hæsta tilboð þá 231 milljón króna. Ekkert varð af sölunni í það skiptið. Í báðum söluferlunum voru jarðhitaréttindi sem finna má á jörðunum undanskilin. Hvammsvíkurlandið komst í eigu Veitustofnana Reykjavíkurborgar árið 1996 þegar þær keyptu það af Lögreglufélagi Reykjavíkur á 26,2 milljónir króna. Lögreglumenn höfðu keypt jörðina fimm árum fyrr af þrotabúi fiskeldisstöðvar Laxalónsfeðga á 39 milljónir. Voru kaupin mjög umdeild innan félagsins. Reyndust kaupin félaginu mjög þungbær vegna framkvæmda sem ráðist var í, m.a. þar sem borað var eftir jarð- hita, og lá við gjaldþroti þess um tíma. Í Hvammsvík hefur verið byggð upp aðstaða til sjóstangveiði, kajakferða og grillveislna og þar er níu holu golfvöllur og tjaldsvæði. Keypti jörðina 2011 af OR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.