Morgunblaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020FRÉTTIR
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
Mesta lækkun
BRIM
0,00%
49,85
Mesta hækkun
REITIR
+7,03%
70,00
S&P 500 NASDAQ
+0,74%
12.899,307
+1,04%
3.741,48
+2,04%
6.627,95
FTSE 100 NIKKEI 225
30.6.'20 30.6.'2029.12.'20
1.500
2.004,15
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
51,38
+3,37%
27.568,15
2.000
29.12.'20
1.619,75
60
20
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
41,15
Fulltrúar verslunar segja fyrirséða
íbúafjölgun á Íslandi á næstu árum
munu skapa ýmis tækifæri.
Samkvæmt mannfjöldaspá Hag-
stofunnar, miðspá, mun lands-
mönnum fjölga úr 368 þúsund frá
lokum 3. fjórðungs í ár í 400 þúsund
einhvern tímann á árinu 2026.
Með því bætast 32 þús. manns við
íbúafjöldann, eða álíka fjöldi og býr
alls í Garðabæ og á Seltjarnarnesi.
Því er spurning hvaða áhrif þessi
fjölgun muni hafa á eftirspurn eftir
verslun og þjónustu á næstu árum.
María Jóna Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Bílgreinasambands-
ins, segir að með íbúafjölguninni
geti eftirspurn í bílgreininni einnig
aukist. En á sama tíma hafi fjöldi
ferðamanna á landinu mikil áhrif á
fjölda skráðra bíla hverju sinni en
árið 2019 voru rúmlega 24 þúsund
bílar skráðir á bílaleigu.
Sjálfkeyrandi bílar nálgast
Fyrir utan þessa þætti séu ýmsar
breytingar í farvatninu.
Meðal annars færist sjálfkeyrandi
bílar stöðugt nær veruleika.
„Þeir munu hafa áhrif á mark-
aðinn og hvernig hann þróast.
Spurningin er hvenær þeir verða til-
búnir fyrir okkar markað og hvenær
okkar gatnakerfi verður tilbúið að
taka við þeim. Verður það eftir þrjú
ár eða sjö ár?“ spyr María Jóna.
Hvað snertir fyrirséða fjölgun ný-
orkubíla á móti bensín- og dísel-
bílum, segir María Jóna of snemmt
að svara því hvort þjónusta við bíla
muni dragast saman eða aukast –
fyrst og fremst sé hún að breytast.
Þótt reglubundið viðhald kunni að
vera minna á hreinum rafbílum kalli
þeir áfram á ýmsa þjónustu, svo sem
almennar viðgerðir, tjónaviðgerðir
og uppfærslur.
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu, SVÞ, segir samtökin
ekki hafa unnið greiningu á áhrifum
fólksfjölgunar á verslunina.
Hitt hafi verið áætlað að 2,3 millj-
ónum erlendra ferðamanna árið
2018 hafi verið jafnað við að hér
byggju 35 þúsund manns á landinu.
Þá tölu megi setja í samhengi við
að landsmönnum muni fjölga um 32
þúsund fram til ársins 2026.
Áhrifin svæðisbundin
Áhrif íbúafjölgunar á verslunina
verði að einhverju leyti svæðis-
bundin enda líklegast að fólkinu
muni fjölga mest á höfuðborgar-
svæðinu og í sveitarfélögunum í
kring. Jafnframt muni fjölgun eldra
fólks, hlutfallsleg og eiginleg fjölg-
un, skapa tækifæri fyrir fyrirtæki
sem þjónusta þann hóp.
„Sá hópur fólks sem fer á eftir-
laun á næstu tíu árum kallar eftir
aukinni og bættri þjónustu. Hann
hefur líka meira milli handanna og
býr við sterkari lífeyrissjóði og
hærri eftirlaun en margir þeirra
sem hafa verið að taka lífeyri á síð-
ustu 20 árum. Þetta er hópur sem
hefur meiri kaupmátt og gerir meiri
kröfur til þjónustu. Og það skapar
ný viðskiptatækifæri, eðli málsins
samkvæmt,“ segir Andrés.
Veltan eykst með fleira fólki
Finnur Oddsson, forstjóri Haga,
segir almennt mega áætla að velta í
verslun aukist í takt við íbúafjölgun.
Í þessu tilviki þá spá Hagstofunnar
að landsmönnum muni fjölga um 32
þúsund fram til ársins 2026.
Hvað snertir möguleg áhrif íbúa-
fjölgunar á verslunina séu ýmsir
straumar á markaðnum.
„Á undanförnum árum hefur fólk
í auknum mæli borðað utan heim-
ilis, í mötuneytum og á veitinga-
stöðum. Það er hins vegar óvíst
hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn
mun hafa á þessa þróun til lang-
frama. Mun hún jafnvel ganga til
baka að hluta?“
Spurður hvort þessi íbúafjölgun,
ef spáin gengur eftir, muni kalla á
samsvarandi fjölgun verslana, til
dæmis hjá Bónus, bendir Finnur á
að verslanir á Íslandi starfi nú al-
mennt ekki nærri mörkum afkasta-
getunnar.
„Reyndar mega akkúrat nú að-
eins hundrað manns fara í stórar
búðir, og það er jólaös, en þar fyrir
utan geta verslanirnar vel annað
fleirum en þær gera nú. Hins vegar
mun verslunarmynstrið breytast á
næstu fimm árum með aukinni
spurn eftir einfaldleika og þæg-
indum, t.d. heimsendingum, einföld-
um lausnum og tilbúnum réttum og
öðru slíku sem sparar tíma. Við
munum laga okkur að þeim þörfum,
bæði í vöruframboði og verslunum.
Hlutfall dagvöruverslunar í net-
verslun mun örugglega aukast en
það er nú í kringum 2%, sem er
töluvert lægra hlutfall en í ná-
grannalöndunum. Þetta er kannski
milljón dollara spurningin á Íslandi:
Hversu hröð verður aukningin og
hversu mikil?“ spyr Finnur.
Færist inn í hverfin
Spurður hvort þétting byggðar
dragi úr þörfinni fyrir nýjar versl-
anir, þrátt fyrir íbúafjölgun, bendir
Finnur á þá stefnu Reykjavíkur-
borgar að breyta hverfisskipan á
þann veg að hægt verði að nálgast
alla þjónustu, gangandi eða hjól-
andi, innan 20 mínútna. Hluti versl-
unar muni því mögulega færast inn
í hverfin til að koma til móts við
breyttan lífsstíl. „Því fylgja breyttir
verslunarhættir og hugsanleg fjölg-
un smærri þægindavöruverslana til
viðbótar við stærri og afkastameiri
verslanir,“ segir Finnur.
Mannfjölgun skapar tækifæri
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ef mannfjöldaspá Hagstof-
unnar, miðspá, gengur eftir
verða landsmenn orðnir
400 þúsund árið 2026. En
hvaða áhrif mun sú fjölgun
hafa á eftirspurnina?
Þúsundir íbúa skv. miðspá Hagstofunnar
Spá um mannfjölda á Íslandi til ársins 2030
425
400
375
350
2021 2022 2023 2024 2025 2026 2027 2028 2029 2030
Heimild:
Hagstofan
* Rauntölur
frá 30.9.2020
368*
376
391
401
411
Búum í haginn
fyrir atvinnulíf
framtíðarinnar
arionbanki.is