Morgunblaðið - 30.12.2020, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020ÁRAMÓT
Væntingar á nýju ári
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
ViðskiptaMogginn bauð framkvæmdastjórum hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að horfa fram á
næsta ár, líkt og áður hefur verið gert á þessum vettvangi við áramót, og svara spurningunni:
Hvaða breytingar myndir þú vilja sjá á nýju ári til þess að bæta rekstrarumhverfi og samkeppnis-
hæfni fyrirtækja sem tilheyra þínum samtökum? 11
Íslensk fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög
hafa dregið mjög úr rekstrarkostnaði sínum á
undanförnum árum. Enn eru þó ytri þættir og
séríslensk ákvæði í löggjöf sem þrýsta upp
kostnaði við veitingu þessarar þjónustu. Yrði
það fólki og fyrirtækjum hagfellt ef tekið yrði á
þeim, kreddulaust, ásamt því að leiða til sterk-
ari samkeppnisstöðu íslensks fjármálamarkaðar. Í fyrsta lagi sitja
ekki allir lánveitendur hér á landi við sama borð þegar kemur að
skattlagningu. Þannig er sérstökum sköttum miðað að stóru bönk-
unum og þó að t.d. lækkun bankaskatts hafi verið flýtt til ársins
2021, þá verður sú sértæka skattlagning enn sú hæsta í Evrópu og
mun þannig áfram skekkja samkeppnisstöðu hér innanlands og
hafa áhrif á samkeppnishæfni íslensku bankanna gagnvart erlend-
um fjármálafyrirtækjum. Í öðru lagi eru fyrirtæki á fjármála- og
vátryggingamarkaði þau einu sem greiða þurfa sérstakan fjár-
sýsluskatt af launagreiðslum starfsmanna sinna. Það þyrfti að
endurskoða. Í þriðja lagi eru þættir í okkar löggjöf, sem tengist
vátryggingastarfsemi, sem hafa þróast með öðrum hætti en t.d.
annars staðar á Norðurlöndum, sem leiðir til hærri iðgjalda fyrir
íslensk heimili og skekkir verulega allan samanburð á iðgjöldum,
einna helst þegar kemur að iðgjöldum í ökutækjatryggingum. Í
fjórða lagi þarf nú af alvöru að taka á þeim háa kostnaði sem við
búum við vegna fjármálainnviða. Vissulega er landið smátt og leið-
ir það að einhverju leyti af sér „náttúrlegan“ kostnað en það er
víða hægt að gera betur t.d. með því að draga úr tvíverknaði og
höfum við væntingar til leiðtogahlutverks Seðlabankans í þeim
efnum. Í fimmta lagi eru eiginfjárkröfur umtalsvert hærri hér á
landi en í nágrannaríkjum okkar. Í því felst töluverður kostnaður
og þyrfti að eiga sér stað samtal við geirann um hvernig við getum
dregið úr þessum kostnaði án þess að auka áhættu í kerfinu.
Við hlökkum til samtalsins um leiðir að enn betri og hagkvæm-
ari fjármálaþjónustu á nýju ári – megi 2021 færa okkur öllum
gæfu.
Samtök fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir
Fyrir íslenzkt atvinnulíf er mikilvægast að við náum tökum
á kórónuveirufaraldrinum með bólusetningu þorra lands-
manna þannig að aflétta megi hömlum og fyrirtæki starfi
við eðlilegar aðstæður.
Gera má ráð fyrir að eitthvert framhald verði á stuðn-
ingsaðgerðum stjórnvalda við atvinnulífið vegna faraldurs-
ins. Félag atvinnurekenda hefur lagt megináherzlu á að
slíkar aðgerðir séu almennar og hamli ekki samkeppni. Hingað til virðast
stjórnvöld oftast hafa reynt að hafa slík sjónarmið í huga, en í tvö skipti hafa
ráðherrar keyrt lengst út í móa; fyrst menntamálaráðherrann með nið-
urgreiðslu á samkeppnisrekstri háskólanna síðastliðið sumar og svo landbún-
aðarráðherrann með framlagningu frumvarps, sem skerðir samkeppni og
hækkar vöruverð á matvælamarkaði.
Stjórnvöld ættu að forðast að falla í fleiri slíkar gryfjur og fremur fylgja for-
dæmi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem beitti sér fyrir sam-
keppnismati OECD á ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Út úr þeirri vinnu
kom fjöldi tillagna um hvernig megi draga úr samkeppnishömlum fremur en
að reisa nýjar og efla samkeppnishæfni fyrirtækja.
Undir lok ársins dró heilbrigðisráðherrann til baka áform um breytingar á
verðlagningu lyfja, sem hefðu leitt til þess að fjöldi lyfja hefði verið afskráður
af íslenzka markaðnum. Þau áform eru angi af stærra máli; heilbrigðisyfirvöld
hafa um árabil haldið uppi opinberri verðstýringu á lyfjum, sem bæði hindrar
að ný lyf með bætta virkni séu skráð á Íslandi og dregur úr kostnaðarhagræði
í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma litið. Bráðnauðsynlegt er að endurskoða
þessa stefnu.
Í faraldrinum kom vel í ljós hversu mikilvægt hlutverk einkafyrirtæki leika
við að tryggja velferð og öryggi landsmanna. Lyfja- og heilbrigðisvörufyr-
irtæki áttu stóran þátt í að tryggja að nóg væri til af lyfjum, varnarbúnaði og
lækningatækjum í mestu farsótt í heila öld. Innflutningsverzlunin sýndi mikla
útsjónarsemi til að tryggja fæðuöryggi landsmanna og aðgang að daglegum
nauðsynjum. Það væri ánægjuleg breyting að stjórnvöld viðurkenndu mik-
ilvægi einkageirans og hættu að leggja steina í götu fyrirtækja í þessum grein-
um.
Félag atvinnurekenda
Ólafur Stephensen
Rekstrarumhverfi fyrirtækja á Ís-
landi er flókið, kostnaðarsamt og
íþyngjandi á ýmsan máta. Það
mun að óbreyttu hafa áhrif til að
lengja í kreppuáhrifum, viðhalda
atvinnuleysi og hægja á bráðnauð-
synlegri viðspyrnu og auka lang-
tímakostnað samfélagsins af Covid-kreppunni.
Til að tryggja hraða viðspyrnu verða stjórnvöld og
aðilar vinnumarkaðarins að sameinast um að hafa
hemil á ósjálfbærum launahækkunum sem annars
munu hamla vexti. Sömuleiðis verða launatengd
gjöld að lækka, sérstaklega tryggingagjald. Skuld-
sett fyrirtæki sem eru að vinna sig upp úr gríðarlegu
áfalli munu annars geta ráðið færra fólk í vinnu.
Fasteignagjöld eru stórvandamál sem ríki og
sveitarfélög verða að taka á. Fresta þarf greiðslu
fasteignagjalda um 2-3 ár til að taka á bráðavand-
anum(sem er hægt án tekjufalls sveitarfélaga) og til
frambúðar þarf að breyta útreikningi fasteigna-
skatta til lækkunar og betra samræmis við ná-
grannalönd.
Lágmarka þarf sértæka skatta og gjöld á ferða-
þjónustu. Engin rök eru fyrir því að taka stórgall-
aðan gistináttaskatt upp að nýju og vega verður af
ábyrgð allar ákvarðanir varðandi þjónustugjöld og
aðra gjaldtöku af fyrirtækjum. T.d. er ekki hægt að
gera sjálfkrafa ráð fyrir því að þjóðgarðar séu að-
allega fjármagnaðir af ferðaþjónustufyrirtækjum.
Það er stórmál fyrir samkeppnishæfni Íslands sem
áfangastaðar að opinberir skattar og gjöld séu sem
lægst, ekki verður hægt að velta álögum út í verð og
þær munu því éta fyrirtækin að innan.
Lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu hefur
þegar komið til álita og/eða framkvæmdar í sam-
keppnislöndum (t.d. í Noregi) og því nauðsynlegt að
skoða það hér á landi. Þar mætti einnig nefna breyt-
ingar á ýmissi sérstöðu mismunandi greina gagnvart
vaskumhverfinu sem leitt gæti til betri samkeppn-
ishæfni t.d. varðandi ferðaskrifstofur og bílaleigur.
Hér er einnig rétt að nefna stærra viðvarandi
framtíðarhlutverk ríkisins í markaðssetningu á
ferðaþjónustu sem er fjárfesting sem skilar beinum
ágóða fyrir samfélagið, einföldun leyfiskerfa og af-
námsamkeppnishindrana í anda þess sem OECD
lagði til í nóvember síðastliðnum, og skilvirkara eft-
irlit með erlendri og ólöglegri starfsemi í ferðaþjón-
ustu, sbr. tillögur SAF í skýrslu frá mars 2019.
Samtök ferða-
þjónustunnar
Jóhannes Þór Skúlason