Morgunblaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020 7VIÐTÖL 2020
Við vorum fengin til þess að tengja þessa aðila saman
og ég var hérna í mesta lagi í eina eða tvær vikur. Það
var leitt að ekki tókst að bjarga félaginu en það var farið of
seint af stað. Ég fylgdist með starfsfólki WOW air sem allt var
ótrúlega öflugt, vel menntað og með mikla reynslu. Það reyndi
allt sem það gat til að bjarga félaginu og baráttan var hörð. Ég
skildi þau ótrúlega vel enda hef ég oft staðið í sömu sporum.
Mig langaði mikið til að segja þeim að þetta myndi allt ganga
yfir enda er það reynsla mín af þessum markaði. […]
Það er alveg klárt að MAX-vélarnar munu fljúga á ný og
sennilega verður kyrrsetningunni aflétt á síðari hluta þessa
árs. Nú tekur við mikil vinna að fá fólk til að fljúga með vél-
unum og það gerist ekki nema fólk trúi því að þær séu 200%
öruggar. Það er vinna sem við verðum að leggja út í en okkur
mun takast það.“
11. mars
Nina Jonsson, stjórnarmaður í Icelandair
”
Það var oft þannig að menn hlupu bara út í port og
náðu í einhvern varahlut sem svo annaðhvort pass-
aði ekki eða var skemmdur. Það fór gríðarleg orka í að
vinna verkstæðin á okkar band og fá þau til að treysta því
að það væri í lagi að nýta notaðan varahlut. Eitt árið varð
hlutfall nýtingar á notuðum varahlutum 7-8%, sem er besta
árið til þessa. Það sýnir vel hvað hægt er að ná miklum ár-
angri á þessu sviði. En þegar það er ekki virk eftirfylgni
með þessu, og allir fara beint í að kaupa nýtt, þá detta
menn aftur í gamla farið. Þetta er eins og þegar fólk er
duglegt að borða heilsufæði en dettur svo aftur í skyndibit-
ann.“
15. júlí
Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta
”
Leiðin fram á við er skýr í okkar huga. Á sama
tíma og hlúa þarf að því sem fyrir er þá á að
virkja hugvitið í auknum mæli til verðmætasköpunar.
Þannig er hægt að skapa aukin verðmæti til þess að
standa undir þeim lífsgæðum sem landsmenn hafa vanist
og óska eftir. Þetta er hægt en þá þurfum við öll að leggj-
ast á eitt og ganga í takt. Það tókst okkur vel í vor þegar
við börðumst við veiruna og þetta getum við sé vilji fyrir
hendi og skýr leiðsögn. Stjórnvöld varða veginn og skapa
almenn skilyrði svo fyrirtæki og frumkvöðlar geti einbeitt
sér að nýjungum og fjármagnið þarf að fylgja með til
vaxtar.
Sóknarfærin liggja mjög víða og lykilatriðið er að við
þurfum að hreyfa okkur hraðar.
16. september
Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins
”
Það var dýrt fyrir kvikmyndaverin að útvega okkur
filmurnar. Þegar stafrænu spólurnar komu spöruðu
kvikmyndaverin mikið, en við þurftum að kaupa rándýrar
sýningarvélar til að geta tekið við þessu. Þá hefur upplýs-
ingaflæðið breyst nokkuð frá því sem áður var. Hér áður fyrr
voru menn ekkert að biðja okkur um upplýsingar um eitt né
neitt, enda erum við svo lítið land. En núna erum við talin með
í hópi stærri þjóða. Við erum reglulega beðin um álit á kvik-
myndum sem taka á til sýningar. Menn vilja vita hvað við
höldum um mögulega aðsókn, jafnvel á myndir sem við höfum
ekki einu sinni séð! Það er erfiðara að gefa álit á þeim mynd-
um. [...]
Við lokum á aðfangadag, jóladag og á gamlársdag. Annars
hefur verið opið alla daga ársins alveg síðan ég byrjaði í þess-
um bransa.“
20. maí
Árni Samúelsson, eigandi SAM-bíóanna
”
Núna er skýr krafa um að viðskiptavinurinn sé í fyrsta
sæti í öllum verkefnum okkar en samhliða gríðarlegri
hagræðingu í rekstri var það gert án þess að skerða þjónustu á
nokkurn hátt. Það lætur nærri að við höfum náð að skera kostnað
niður um 1.100 milljónir á ári. Arðsemin hefur því aukist mikið og
reksturinn styrkst mjög mikið. Það er afrek sem við erum öll
stolt af og hver einn og einasti starfsmaður Póstsins á hlut í þess-
um árangri.
Pósturinn, eins og flest fyrirtæki, getur þó enn staðið sig betur
í þjónustu við viðskiptavini sína og ég var t.d. búinn að vinna heila
vinnuviku þegar ég byrjaði án þess að heyra orðið „við-
skiptavinur“, það var ekki góð tilfinning.“
22. júlí
Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins
”
Í ár og næstu ár munum við einblína á vöxt á kostn-
að arðsemi. Þegar tekjurnar aukast þá nýtast inn-
viðir fyrirtækisins betur en rekstrar- og þróunar- og rann-
sóknarkostnaður mun lækka hlutfallslega og eftir nokkur ár
verður félagið arðbært. Undanfarinn áratug höfum við fjár-
fest mikið í þróun og rannsóknum og okkur hefur gengið vel
að selja vöruna. Aðalmálið núna er að koma vörunni til sem
flestra sjúklinga og með því munu eflaust skapast ýmis tæk-
færi, s.s. kaup okkar á öðrum fyrirtækjum eða kaup annarra
á okkur. Við einblínum á að koma vörunni til sem flestra
sjúklinga og svo koma tækifærin til okkar, vegna þess hversu
miklum árangri varan okkar skilar. Þar einblínum við á
Bandaríkin, þessa þýskumælandi markaði og svo Mið-
Austurlönd.
7. október
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis
”
Við höfum aukið markaðshlutdeild okkar, og við-
haldið henni, en það bíða enn mörg tækifæri til
að veita þjónustu sem viðskiptavinir eru tilbúnir að
greiða fyrir og nýta þannig betur markaðshlutdeild okk-
ar. Leiðarljós okkar er alltaf, og í gegnum núverandi
ástand, að þjónusta viðskiptavini og við verðum að hafa
eitthvað að bjóða sem viðskiptavinirnir vilja kaupa af
okkur. Við verðum að vera tilbúin að bjóða fjármagn á
ásættanlegum kjörum með gagnkvæmum ávinningi. Það
er okkar meginhlutverk. Svo er ýmis bankaþjónusta, á
borð við eignastýringu, vaxandi þáttur í okkar starfsemi
og verður áfram vaxandi þáttur. Og við sjáum það líka
að við höfum mörg sóknartækifæri sem við erum búin að
greina.“
19. ágúst
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
”
Það hefur gengið mjög vel í Danmörku. Ég held að við
höfum aldrei lokað í Kødbyen, sem er aðalstaðurinn í
Kaupmannahöfn. Við vorum svo heppnir að þar má taka matinn
með sér heim og hægt að sitja úti. Svo opnuðum við stað í Nør-
rebro og það hefur gengið framar vonum. Við vorum langt komin
með að innrétta hann þegar faraldurinn byrjaði en við kláruðum
hann í rólegheitum. Svo létum við slag standa og opnuðum stað-
inn í miðjum faraldrinum. Okkur til mikillar undrunar gekk það
mjög vel. [...] Ég hef einhvern eiginleika með auglýsingar sem ég
geri mér enga grein fyrir hvaðan kemur. Ég get ekki lært á píanó
en skil eitthvað sem hefur að gera með auglýsingar. Það má orða
það þannig að ég geti spilað auglýsingar eftir eyranu.
29. júlí
Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar
”
Tómas J. Gestsson, frkv.stjóra Heimsferða.
Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar
Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI.
Frosta Ólafsson og Björn Lárus Örvar hjá ORF líftækni.
Þorvald Gissurarson, framkvæmdastjóra ÞG verks.
Gunnar Má Sigurfinnsson, frkv.stjóra Icelandair Cargo.
Anders Jensen, forstjóra Viaplay.
Ara Edwald, forstjóra MS.
Sveinbjörn Indriðason, forstjóra ISAVIA.
Höskuld Ara Hauksson, vínræktanda.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA.
Gylfa Gíslason, framkvæmdastjóra Jáverks.
Benedikt Skúlason, forstjóra Laufs.
Þórarin Ævarsson, eiganda Spaðans.
Sigurð Pálsson, forstjóra BYKO.
Finn Geirsson, forstjóra Nóa Síríuss.
Höllu Helgadóttur, frkv.stjóra Hönnunarmiðstöðvar.
Skjöld Sigurjónsson, verslunareiganda.
Guðmund Magnason, forstjóra Heimkaupa.
Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóra Kaldalóns.
Þorstein Víglundsson, forstjóra Hornsteins.
Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.
Elvar Örn Þormar, framkvæmdastjóra Reon.
Ólafur Baldursson, forstjóra Verkfæris.
Tryggva Þór Herbertsson, stj.form. Icelandair Hotels.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs.
Guðmund Gauta Reynisson, eiganda Greenwater.
Marinó Örn Tryggvason, forstjóra Kviku banka.
Friðrik Adolfsson, forstjóra Norlandair.
Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóra Cintamani.
Einnig var rætt við þessi