Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020SJÓNARHÓLL STEFÁN E. STEFÁNSSON Nú þegar eitt sérkennilegasta ár í seinni tíð erað renna sitt skeið og við horfum fram ábetri tíð með komu bóluefnis er ekki úr vegi að staldra við og reyna að átta sig á stöðu mála og hvað sé líklegt að gerist í nánustu framtíð. Von um að illa laskaðar atvinnugreinar nái viðspyrnu bæði heima og um allan heim og að því fylgi uppgangur í atvinnulífinu með aukinni velmegun og nægri at- vinnu er líklega það sem flestum er efst í huga en það er fleira sem skiptir máli. Ávöxtun fjár hefur að mörgu leyti verið árangurs- rík á liðnu ári en þótt markaðir hafi almennt lækkað á upphafsvikum farsóttarinnar náðu þeir lágmarki í mars og hafa hækkað hressi- lega síðan og eru almennt komnir vel yfir stöðuna við upphaf árs. Þannig hækkaði íslenski hlutabréfamarkaður- inn um næstum 20% á árinu og sá bandaríski um næstum 15%. Bandaríski hlutabréfa- markaðurinn er sá lang- stærsti í heimi en sem dæmi þá er hann um tveir þriðju hlutar af heimsvísitölu hluta- bréfa. Þessi markaður er því afar mikilvægur fyrir alla fjárfesta sem stunda alþjóð- legar fjárfestingar, sem á meðal annars við um ís- lenska lífeyrissjóði, og fyrir þessa fjárfesta er mikilvægt að hafa góðan skilning á bæði stöðu og horfum markaðarins. Þróun hlutabréfaverðs á bandaríska markaðinum hefur meðal annars verið drifin áfram af umfangs- miklum inngripum ríkisvalds og seðlabanka á liðnu ári sem hafa meðal annars með svokölluðum magn- bundnum inngripum aukið peningamagn í umferð verulega, nokkuð sem er reyndar alls ekki ein- skorðað við Bandaríkin. Þetta aukna peningamagn hefur leitað eftir ávöxtun sem hefur þýtt mikið fjár- magnsstreymi inn á hlutabréfamarkað með tilsvar- andi hækkandi verði hlutabréfa. Þessar miklu hækk- anir þýða að bandarísk hlutbréf eru orðin dýr mælt á flesta mælikvarða. Sé til dæmis skoðað hlutfallið á milli virðis og heildartekna þá fór það síðast jafn hátt í aðdraganda svokallaðs „dot-com“ hruns skömmu eftir aldamótin síðustu og það sama gildir um hlutfallið á milli virðis og væntra framtíðar- tekna. Hlutfallið á milli virðis hrávara og virðis hlutabréfa hefur ekki verið lægra í áratugi sem þýð- ir að hlutabréf hafa ekki verið dýrari í samanburði við hrávörur í meira en fimmtíu ár. Á sama tíma og peningamagn í umferð hefur vax- ið verulega hafa vextir lækkað og eru víðast í sögu- legu lágmarki. Lágir vextir þýða almennt lægri fjár- magnskostnað fyrirtækja og þar með bættar kennitölur rekstrar sem styður við hlutabréfaverð, jafnvel þótt vextir hafi tilhneigingu til að sveiflast í takt við hagsveiflur og komi örugglega til með að hækka aftur. Í ljósi ofangreinds er líklegt að það sé bólumyndun á bandarísk- um hlutabréfamarkaði með til- svarandi aukinni áhættu en þrátt fyrir nokkuð augljós merki um bólumyndun virðist lítið lát á inn- streymi fjármagns á markaðinn. Hvort þessi staða muni breytast og bólan springa eða loftið leka úr henni hægt og rólega mun lík- lega ráðast að talsverðu leyti af áframhaldandi inngripum ríkis og seðlabanka, en aukið peninga- magn í umferð mun þó að öllum líkindum leiða til vaxandi verðbólgu þar sem hlutbréf munu á end- anum eiga erfitt með að viðhalda núverandi raun- virði sinu. Eins og áður sagði þá stöndum við á nokkrum tímamótum þar sem fyrirheit um bóluefni getur þýtt að straumhvörf verði í hagkerfum heimsins. Gangi það eftir er ekki spurning hvort dregið verði úr inn- gripum stjórnvalda um allan heim á næstunni held- ur hvenær og þegar það gerist mun það að öllum líkindum hafa umtalsverð áhrif á virði fjárfestinga. Núna er því rétti tíminn til hefja undirbúning fyrir breyttan heim. EFNAHAGSMÁL Hjörtur H. Jónsson forstöðumaður ALM verðbréfa hf. Ávöxtun án tillits til áhættu ” Lágir vextir þýða al- mennt lægri fjármagns- kostnað fyrirtækja og þar með bættar kenni- tölur rekstrar sem styð- ur við hlutabréfaverð, jafnvel þótt vextir hafi tilhneigingu til að sveifl- ast í takt við hagsveiflur og komi örugglega til með að hækka aftur. Þrátt fyrir ferðatakmarkanir og almenn leiðindi sökum sam- komutakmarkana hefur yf- irferðin í heimi kampavínsins verið með þokkalegasta móti þetta árið. Margt afar spenn- andi borið við nef og munn sem vert er að minnast þeg- ar kampavínsárið er gert upp. Það er í raun dálítið skrítið að renna yfir smökkin þegar hugsað er til þess að á sama tíma og manni auðnaðist að kynn- ast öllum þessum frá- bæru vínum hefur sala kampavíns dregist saman um þriðjung á heimsvísu. Sennilega munu þjóðir heims ekki opna nema 200 milljónir flaskna í ár, samanborið við ríflega 300 milljónir í fyrra. Það kemur helst til af því að lítið hefur verið um veisluhöld eða sérstök tilefni til þess að skála yfir gleðiviðburðum. Því skal þó haldið til haga að ekki er verra að njóta samvista við kampavín þegar gefur á bátinn en þegar allt leikur í lyndi og stóru sigrarnir nást. Rétt áður en kórónuveiran skall á af fullu afli var ég svo heppinn að ferðast með góðum mönnum til Champ- agne en þar er, eðli máls sam- kvæmt, auðveldara að komast í tæri við það besta sem frá héraðinu sprettur á hverjum tíma, en annars staðar í ver- öldinni. Margir snillingar Þar var mjög fróðlegt að komast í tæri við nokkra af flottustu ræktendum svæð- isins, menn á boð við An- selm Selosse, Eric Rodez, De Sousa fjölskylduna, Oli- vier Collin, Hervey-bræðurna sem framleiða Jacquesson og Bérêche- bræðurna sem sífellt vex ásmegin í kampavínsheiminum. Gróft á litið skipti ég því víni sem ég smakka í fimm flokka, það eru hefðbundin fjölárgangavín (non vintage) sem gjarnan eru blönduð úr þremur þrúgum, Pinot Noir, Pinot Meu- nier og Chardonnay en geta einnig verið samsett úr öðrum þrúgum (Pinot Blanc, Arbane, Petit Meslier, Pinot Gris), einni eða fleirum í senn. Þá eru það einnarþrúguvín sem oftast nær eru gerð úr einhverri þriggja fyrst nefndu þrúganna. Þá eru það árgangsvín sem geta verið úr einhverri þeirra 7 þrúgutegunda sem heimilt er að gera kampavín úr. Í fjórða lagi eru það einn- arekruvín sem koma af tilteknum ekrum, úr einni þrúgutegund eða fleirum og í fimmta og síðasta lagi rósa- kampavín sem eru raunar í miklu uppá- haldi. Þetta er sann- arlega nokkuð gróf flokkun og gefur ekki heildstæða mynd af því sem framleiðslan í Champagne hefur upp á að bjóða en til þess að einfalda hlutina finnst mér gott að horfa svona á hlutina. Féll kylliflatur Í fyrsta lagi langar mig til þess að nefna vín sem ég féll kylliflatur fyrir. Það er Brut Réserve úr smiðju Bérêche- bræðranna. Það er inngang- svínið þeirra og þar með það ódýrasta en jafnvægið og ljúf- fengleikinn gerir það að verk- Þær flöskur sem standa upp úr á árinu HIÐ LJÚFA LÍF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.