Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Qupperneq 6
6 | Eyjafréttir | 22. janúar 2020 Gunnar Már Kristjánsson var vígður til prests í Stamsund kirkju í Lofoten í Noregi þann 5. janúar síðastliðinn. Gunnar er hress Eyjapeyi sem hefur alla tíð verið virkur í félags- skapnum Vinum Ketils bónda og áberandi í þeirra hópi. Það lá beinast við að byrja á að spyrja Gunnar hvernig VKB villingur verður prestur í Noregi? „Svarið er í sjálfri spurningunni. Þegar maður tilheyrir bræðrafélagi eins og VKB eru manni allar dyr opnar. Enda samtök með alþjóðleg ítök og erum við bræður ötulir í að hvetja hvern annan áfram í vitleysunni.“ Gunnar var þó ekki lengi að skipta yfir í alvarlegri gír eins og kirkjunnar manni sæmir. „Það er ekki öllum gefið að ná einbeitingu og fótfestu í lífinu á ungdómsárunum og fyrstu árunum sem fullorðinn. Þeir sem muna eftir mér á eyjunni fögru muna eflaust að áfengi var ekki mín stærsta gæfa og var ég það sem Birgir Þór bakari kallar „lundabarn“. Árið 2005 lánaðist mér að hætta að drekka áfengi. Byrjaði ég á sama tíma að leita meira í trúna.“ Langaði að vinna með fólki Í trúnni fann Gunnar eitthvað sem gaf honum kraft og ró sem hann hafði ekki áður. Á sama tíma hætti Gunnar líka á sjónum og fór að vinna í landi. „Ég vann í Nethamri rúm þrjú ár. Seinna fór ég að taka að mér aukavinnu hér og þar. Ég þjálfaði sund hjá stór- og meistara- liðinu Ægi íþróttafélagi fatlaðra. Þá var ég einnig farinn að hjálpa til í barna- og unglingastarfi í Landa- kirkju. Á einhverjum tímapunkti vaknaði ég upp og fattaði að ég hlakkaði meira til að mæta í aukavinnurnar en föstu vinnuna. Það var meira fyrir mig að vinna með fólki. Það gæti mögulega verið að einhverjar af predikunum frá Séra Gumma (sem allir kalla Örra af einhverri ástæðu) hafi haft einhver áhrif, þrátt fyrir að hann haldi leiðinda lofræður inn á milli um viftuna sem er reist á hverju ári í annars gullfallega Herjólfsdaln- um. Ég veit ekki nákvæmlega hvað varð til þess að ég fór að hugsa að prestastarfið gæti verið eitthvað Hvernig verður VKB villingur prestur í Noregi? Fjölskyldan að lokinni guðþjón- ustu. Aftari röð frá vinstri: Unndís Ósk Gunnarsdóttir, heldur á Jón Gísla Garðarssyni. ég, Guðbjörg Guðmundsdóttir, móðir Gunnars, Þuríður Gísla- dóttir, systir Gunnars. Í fremri röðinni eru börn Gunnars og Unndísar. Frá vinstri Mattías Breki, Guðbjörg Salka og Sæmundur Guðni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.