Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Page 9

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Page 9
22. janúar 2020 | Eyjafréttir | 9 Um 200 próftökur fóru fram í Visku í kringum jól og áramót, sem er nokkur aukning frá fyrri prófa- tíðum. Um er að ræða bæði loka- og upptökupróf og stendur vertíðin frá nóvember og fram í janúar. Mikill meirihluti þessara prófa er á háskólastigi en einnig er eitthvað um próf á framhaldsskólastigi og próf til rétt- inda. Valgerður Guðjónsdóttir segir bæði vera um stað- og fjarnemendur að ræða. „Við höfum auk þess verið að fá töluvert af nemendum sem eru í staðnámi í borginni í sjúkra- og upptökupróf hjá okkur eftir jól. Þetta er þá fólk sem er að koma heim um jólin og nýtir sér þessa þjónustu hjá okkur í stað þess að þurfa að rjúka upp á land strax eftir hátíðarnar. Þá hefur fjarnám frá Eyjum aukist undan- farin ár og það skýrir að hluta þessa aukningu.“ Valgerður á von á að annar eins fjöldi muni taka próf í vor. Þessi hái fjöldi prófa á sér m.a. þá skýringu að það voru um tuttugu nýnemar í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri. Það er eitt og annað framundan á vorönn hjá Visku. Seinni hluti Grunnmenntaskólans er nú þegar hafinn og nokkrir hópar í íslensku fyrir útlendinga, bæði í grunnnám og einnig framhaldshópar. Þessir námshópar er annars vegar Pólverjar og svo blandaðir hópar. Fram- undan eru svo menntabúðir og alls kyns námskeið. Albert og Bergþór verða með stutt námskeið 29. janúar og Ragnhildur Vigfúsdóttir mun koma með nám- skeið Jákvæðni og vellíðan í starfi og erindi sem kallast ertu gleðigjafi eða fýlupúki. Hún mun samhliða þessu vera með erindi fyrir starfs- fólk Grunnskólanna. Við stefnum á saumanámskeið og matreiðslunám- skeið og ýmislegt fleira. Auglýsing frá okkur kemur innan tíðar. Mikið líf í fjarnámi hjá Visku Það var svipað stef og undan- farnar vikur hjá sjávarút- vegsaðilum í Eyjum í vikunni. Bræla eftir brælu og ekkert útlit fyrir betri tíð. „Það er bara endalaus bræla, suðvestan áttir og haugasjór. Það kemur nú ekki á óvart þótt séu brælur í janúar en þetta er engu líkt,“ sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni þegar við ræddum við hann á mánudag og hélt áfram, „bátarnir hafa þó verið á sjó og afli verið ágætur, þegar hægt er að vera að. En það þarf að hafa mikið fyrir þessu þegar tíðarfarið er svona.“ Brynjólfur landaði á sunnudag og Drangavík á mánudag. Báðir voru með fullfermi af blönduðum afla. Breki er væntanlegur á miðviku- dag, þeir eiga ekki langt í að fylla sig en næsta sólarhring verður lítið hægt að gera vegna veðurs að sögn Sverris. Kap II er byrjuð á netum vestur í Breiðafirði og búin að landa einu sinni. Veiðin er að komast í gang þar en veðrið er að gera það erfitt eins og annað. Upp- sjávarskipin hjá Vinnslustöðinni hafa ekkert farið út sem af er ári og þar bíða menn fregna af loðnu. Eyþór Harðarson hjá Ísfélaginu var nokkuð brattur þegar við náðum í hann. „Heimaey landaði um helgina 750 tonnum af síld úr íslenska stofninum. Síldin fékkst 50 sjómílur vestur úr Reykjanesi í flotvörpu. Nú bíða uppsjávar- skipin eftir verkefnum og helsta vonin er að einhver loðna finnist í því magni að kvóti verði gefinn út. Annars er kolmunnaveiði í apríl það næsta sem þau gera ef loðnan sýnir sig ekki.“ Ottó N. Þorláksson landaði 424 körum af blönduðum afla í Eyjum á mánudag og Dala Rafn var á miðunum fyrir austan land í rysjóttu veðri eins og lands- menn hafa orðið varir við síðustu vikurnar. „Smáey fór út á fimmtudag. Það er búið að ganga ágætlega þrátt fyrir leiðinda veður, þeir hafa verið í ýsu og karfa. Bergey fór í prufutúr á laugardag sem gekk vel. Þeir komu inn vegna brælu og var sá tími var notaður til að gera sjóklárt. Vest- mannaey fór norður á fimmtudag í Slippinn á Akureyri en þar á að fara í endurbætur á millidekki,“ sagði Arnar Richardsson í samtali við Eyjafréttir á mánudag. Gylfi Sigurjónsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur var bundinn við bryggju þegar við náðum í hann á mánudaginn. „Við skutumst út milli bræla vestur í skerjadýpi. Náðum í 350 kör og lönduðum því í Þorlákshöfn á laugardag. Það fer svo út með Akranesinu í dag.“ Gylfi sagði þessar ferðir Smyril Line frá Þorlákshöfn opna á fleiri möguleika að koma vöru með meiri hraða en áður á markað í Þýskalandi. „Þetta skiptir okkur máli varðandi karfann, fiskur sem fer héðan á fimmtudegi getur farið á sama uppboð og fiskur sem við sendum frá Þorlákshöfn mánudeginum á eftir. Þetta getur verið góður möguleiki sérstaklega þegar við er ekki á réttu róli vegna veðursins,“ sagði Gylfi. Hann segir þá ætla að fara út í fyrramálið og reyna að ná í einn stubb fyrir næstu brælu. Kristján Georgsson hjá Fisk- markaði Vestmannaeyja sagðist varla hafa fengið fisk inn í hús hjá sér þar til á laugardaginn en þá var mikill afli frá smábátum í kringum Eyjar. „Það var flottur dagur, góð veiði og fínn fiskur. Nú bíðum við bara eftir fleiri svona dögum fyrir smábátana en það er oft gott fiskirí hjá þeim á þessum árstíma.“ Það var svipað hljóðið í Kidda og öðrum varðandi tíðarfarið. „Ég veit ekki hvað er langt síðan maður sá ákveðna báta hérna vera bundna við bryggju í rúma viku. Þetta er búið að vera afleitt veður hjá okkur.“ Kiddi sagði síðasta ár hafa verið fínt á markaðnum og mjög svipað og 2018. „Svona miðað við allt þá er ég nokkuð sáttur við árið, þetta eru orðnir fáir bátar sem eru að skila til okkar en við höfum verið að fá mikið frá Ottó á síðasta ári og það er uppgrip fyrir okkur.“ Það er bara endalaus bræla Sjávarútvegurinn Ný Bergey kom til heimahafnar sl. föstudag. V Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vinarhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa. Sævars Brynjólfssonar skipstjóra Pósthússtræti 3, Keflavík Einnig þökkum við öllum þeim sem af alúð og fagmennsku studdu hann í veikindum hans. Ingibjörg Hafliðadóttir, Bryndís Sævarsdóttir, Einar Þ. Magnússon, Hafliði Sævarsson, Jenný Lovísa Þorsteinsdóttir, Brynjólfur Ægir Sævarsson, Áslaug Ármannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eyjafréttir - vertu með á nótunum!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.