Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Side 10
10 | Eyjafréttir | 22. janúar 2020 Ég er ótvíræður Yatzy-meistari liðsins Lágkolvetna brokkolísalat, pizza og Quinoa puffs kökur Ég vil byrja á því að þakka Guðbjörgu áskorunina. Þar sem ég hef sjálf dregið úr kolvetnaneyslu sl. 18 mánuði ætla ég að koma með nokkrar hugmyndir í þeim dúr. Fyrst kemur brokkolí salat sem ég hef gert í mörg ár. Í upprunalegu uppskriftinni er 1 dl. sykur en ég er farin að setja sykurlaust síróp í staðinn og er salatið alveg jafn gott þannig. Brokkolísalat • 2 búnt brokkolí • 1 rauðlaukur • 1 dl sólblómafræ eða furu- hnetur • 1,5 dl Majones (nota oft meira eða set smá sýrðan rjóma) • 3 msk rauðvínsedik • 1 dl sykur (nú sleppi ég sykr- inum og set ca 3 msk Fiber sírop, smakka mig til) • 300 gr saxað og steikt beikon. Byrjið á að steikja beikonið og kælið. Ristið fræin á pönnu og kælið. Brytjið brokkolíið smátt og rauðlaukinn líka. Blandið saman majonesi, rauðvinsediki og Fiber- sírópi og hrærið vel saman. Bætið öllu hinu saman við og blandið vel. Þetta er bæði gott á kex og brauð og einnig sem meðlæti með kjöti. Við fjölskyldan bökum, eins og svo margir, pizzu á föstudögum. Ég geri mér tvenns konar pizzu botn. Gott að geta breytt til. Pizzabotn úr huski • 300 gr ostur • 3 egg • 2 msk Husk • Krydd, t.d heitt pizza krydd frá Pottagöldrum. Allt sett í skál og hrært saman. Dreift á ofnplötu milli tveggja laga af bökunarpappír. Mér finnst best að nota hendurnar eða glas til þess að fletja út botninn. Baka við 180 gr í 10-15 mín. Tekið út og álegg sett á og bakað aftur þangað til pizzan lítur út eins og þú vilt hafa hana. Sjálf nota ég pizzaofn. Þá nota ég 1/3 af uppskriftinni, móta hring og baka fyrst í bakaraofn- inum og baka svo með álegginu í pizzaofninum. Spínat pizzabotn • 2 lúkur ferskt spínat • 1 egg • 100 gr ostur • Heitt pizzakrydd eða ítölsk hvítlauksblanda frá Potta- göldrum Spínatið skolað og undið og sett í blandara ásamt egginu. Verður vatnsþunnt. Ostinum og kryddinu blandað saman við með gaffli. Mótaður 12“ hringur á olíuborinn bökunarpappír. Best að nota hendurnar í þetta. Bakað við 200 g í 12-15 mínútur þar til botninn er orðinn fallega gylltur. Mér finnst nauðsynlegt að eiga einhver sætindi í frysti þegar sykurpúkinn er að trufla mig. Þá er t.d mjög gott að eiga sykurlaust „rise crispies“ úr quinoa puffs sem ég hef reyndar ekki fundið í búðum í Vestmannaeyjum. Ég enda allar borgarferðir í Nettó í Mjódd og birgi mig upp af lágkolvetna vörum. Quinoa puffs kökur • 80 g ósaltað smjör • 150 Cavalier súkkulaði (fást í Nettó og eru þau bestu að mínu mati) • ¼ tsk sjávarsalt • 150 g Fiber Síróp eða Sukrin gold síróp • 6 dr Karamellustevia • 160 g Quinoa puffs. Hitið smjör, súkkulaði, síróp og salt í potti (stundum sleppi ég saltinu og nota venjulegan smjörva) Hrærið stöðugt í og blandið quinoa puffs útí þegar allt er bráðnað saman. Ég set þetta svo í minnstu muffinsformin og geymi í frysti. Einn, tveir eða þrír molar með kaffinu er svo gott. Að lokum ætla ég að skora á vinkonu mína Ragnheiði Borgþórsdóttur að koma með eitthvað gott í næsta blaði. Hún býr til einstaklega góðan, hollan og fallegan mat. matgæðingurinn Þóra Þorleifsdóttir Eins og eflaust hefur ekki farið framhjá neinum tekur Íslenska landsliðið í handbolta þátt í úrslitakeppni Evrópumeist- aramótsins þessa dagana. Þar er okkar maður, Kári Kristján Kristjánsson, í stóru hlutverki. Við heyrðum í Kára á milli leikja, í miðri Yatsy viðureign. Nafn: Kári Kristján Kristjánsson. Fæðingardagur: 28. okt. 1984. Fæðingarstaður: Vestmanna- eyjum. Fjölskylda: Giftur Kiddý. Á Klöru og Kristján Kára + norska skógar- köttinn Kút. Uppáhalds vefsíða: eyjafrettir.is Aðaláhugamál: Þessar blessuðu íþróttir. Uppáhalds app: NFL. Uppáhalds matur: Úfffhh, hvar á ég að byrja. Segjum samt rifsauga- steik, ógeðslega gott. Versti matur: Soðinn Lax, ógeð. Hvað óttastu: Að missa heilsuna. Mottó í lífinu: Út með það. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Alexander Mikla. Hvaða bók lastu síðast: To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Já... Packers, Brewers, Liverpool og ÍBV Ertu hjátrúarfullur: Jaaaá. Uppáhalds sjónvarpsefni: Gæða heimildarefni og auðmelt glæpó. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Amerísk sveitatónlist. Hvernig er að vera kominn aftur í lykilhlutverk í landsliðinu? Þetta er pínu óvænt en mikil viðurkenning. Eins og alltaf er upp og niður í þessu en fyrst fremst að reyna drullast til að halda stöðug- leika. Sem er búið að ganga upp og ofan. Er þetta mót eitthvað öðruvísi en fyrri mót? Já ég verð að segja það, hef aldrei verið í stærra hlutverki en akkúrat núna bæði innan sem utan vallar. Hvernig er stemmningin í hópn- um? Hópurinn er flottur bræðingur af ungum og eldri leikmönnum og svo tveimur gömlum. Þeir sem eldri eru að reyna fá þá yngri úr símunum og miðla til þeirra því sem lífið hefur upp á að bjóða. Hefur einhver unnið þig í Yatzy í ferðinni? Ekki nokkur, ég er ótvíræður Yatzymeistari liðsins og þó víða væri leitað. eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.