Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Page 2
Kópavogsblaðið2
kfrettir.is
Útgefandi: ago.slf - Lyngheiði 1 - 200 Kópavogi
Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson - Sími: 899 3024
Netfang: audun@kfrettir.is
Heimasíða: www.kfrettir.is
Netfang: kfrettir@kfrettir.is
Prentun: Ísafold. Dreifing: Póstdreifing
Kópavogsblaðinu er dreift frítt í öll hús í Kópavogi.
Ritstjórnarstefnan er eftirfarandi:
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu
Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu
mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að
sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja.
Á fundi Rótarýklúbbs Kópavogs fyrir skömmu var Guðbjörg Kristjáns-
dóttir listfræðingur og forstöðu-
maður Listasafns Kópavogs,
Gerðarsafns, útnefnd Eldhugi
Kópavogs 2014. Rótarýklúbbu-
rinn hefur um árabil útnfefnt
Eldhuga ársins. Á 350 ára afmæ-
li Árna Magnússonar hand-
ritasafnara, 13. nóvember sl. var
opnuð merk sýning á Gerðar-
safni í Kópavogi, að viðstöddum
m.a. Danadrottingu, forseta
Íslandss, menntamálaráðherra
og fjölda fræðimanna á sviði
lista og menningarsögu. Tilefnið
var opnun sýningar á myndum,
ásamt skýringartextum úr
nýútgefinni bók eftir Guð-
björgu Kristjánsdóttur,
Íslenska teiknibókin.
Á miðöldum og fram
á endurreisnartímann
bjuggu listamenn til
handbækur með mynd-
efnum sem þeir notuðu
við vinnu sína og gengu
mann fram af manni.
Þessi vinnuplögg ey-
ddust flest og týndust
með tímanum. Í Evrópu
allri er nú aðeins vitað
um tæplega fjörutíu slík
handrit. Á Norðurlönd-
unum er aðeins til eitt,
Íslenska teiknibókin.
Hún varpar ómetanlegu
ljósi á vinnulag teiknara
og lýsenda handrita á
fjórtándu og fimmtándu öld og
er í raun kennslubók teiknarans,
rétt eins og Snorra-Edda var
rituð sem kennslubók ungra
skálda. Segja má að Teiknibókin
hafi samskonar gildi fyrir
skilning okkar á lýsingum í
handritum og Edda Snorra
fyrir rannsóknir á kveðskap
dróttkvæðanna. Teiknibókin er
Blásarasextett Skóla-hljómsveitar Kópavogs fékk viðurkenningu fyrir
framúrskarandi atriði í miðnámi
á Nótunni, uppskeruhátíð tón-
listarskólanna. Sextettinn skipa
sex stúlkur úr 8. og 10. bekk
grunnskóla. Þær heita Auður
Skarphéðinsdóttir, Björg Stein-
unn Gunnarsdóttir, Helga Mi-
kaelsdóttir, Herdís Ágústa
Linnet, Ingibjörg Ragnheiður
Linnet og Katrín Guðnadóttir.
Nótan var haldin hátíðleg í
Hörpu síðastliðinn sunnudag.
Kópavogur átti þar fjóra fulltrúa,
tvo frá Tónlistarskóla Kópavogs
og tvo frá Skólahljómsveitinni.
Auk Blásarasextettsins léku sex
nemendur í grunnnámi saman
á píanó lagið Litla spörfuglinn,
þau heita Andri Snær Valdimars-
son, Andrea Ósk Jónsdóttir,
Helena Rós Jónsdóttir, Ingibjörg
Brynja Finnbjörnsdóttir, Katrín
Arnardóttir og Þórhildur Anna
Traustadóttir. Þá fluttu Hjördís
Anna Matthíasdóttir og Vilhjál-
mur Guðmundsson Lærdóms-
blús við undirleik
Matthíasar V. Baldurssonar.
Loks lék Anna Elísabet Sig-
urðardóttir á víólu við undirleik
Evu Þyri Hilmarsdóttur. Anna
Elísabet flutti 1. þátt Märchen-
bilder eftir Schumann en hún
tók þátt í flokki nemenda í fram-
haldssnámi. Á hátíðinni komu
fram fjöldi atriða frá tónlistar-
skólum víðs vegar að af landinu
en keppt var um viðurkenningar-
gripi í tíu mismunandi flokkum.
Í valnefnd sátu þau Helga Þóra-
rinsdóttir, Martial Nardeau og
Þóra Einarsdóttir.
Félagar úr Kiwanis-klúbbnum Eldey í Kópavogi Reynir,
Guðlaugur, Steinn og
Gestur heimsóttu nýlega
sambýlið að Marbakka-
braut 14 og afhentu tveimur
íbúum tvær iPad air tölvur.
Söfnun klúbbsins í verk-
efninu Isgolf 2012 var notuð
í þetta verkefni sem mæltist
mjög vel fyrir hjá íbúum
sambýlisins.
Guðbjörg Kristjánsdóttir
Eldhugi Kópavogs 2014
Blásarakvartett SK
fékk Nótuverðlaun
Eldey gefur spjaldtölvur
Eldhuginn ásamt formanni viðurkenningarnefndar Þóri Ólafssyni t.v og Jóni Ögmundssyni
formanni klúbbsins.
Spurning dagsins: Bæjalífið:
Bæjalífið:
Hvað vilt þú
greiða bæjar-
fulltrúum Kópa-
vogs í laun?
Óskar Guðmundssson:
„Menn eiga að fá borgað
eftir afköstum. Bæjarfulltrúar
eiga að vera á tímakaupi.“
Páll Pétursson:
„Best væri að það væri bara til
einn pottur sem tekjur þeirra
kæmu úr. Ef það eru fleiri bæjar-
fulltrúar, þá minnkar potturinn
Andri Týr:
„Þeir eiga að vera áfram í 27%
starfi og miða við meðallaun í
landinu sem eru 350 þúsund. 150
þúsund fyrir bæjarfulltrúa er því
eðlilegt.“
Valgerður Hjartardóttir:
„320 þúsund fyrir 100% vinnu.“
Anna María Hákonardóttir:
„Ég þekki ekki hvað viðvera
þeirra er mikil. En fyrir fullt starf
mætti þetta vera um 350 – 400
þúsund á mánuði.“
Hallur Guðmundsson:
„Þetta þurfa að vera mann-
sæmandi laun. Ef þetta á að
vera 100% starf þá þurfa launin
að vera þannig að hæft fólk
fáist í þetta. En þá myndi ég
vilja að fólk væri virkt í þessu
starfi og myndi sitja í öllum
nefndum og ráðum.“
ein af merkustu skinnbókunum
í safni Árna Magnússonar.
Verðmæti hennar birtist ekki í
ytra útliti: brotið er lítið, bók-
fellið þykkt og dökkt, blöðin
illa skorin, sum skert og önnur
götuð, enda var bókin í notkun
allt fram á sautjándu öld. Auður
hennar er fólginn í einstakri
innsýn í myndheim kaþólskun-
nar, sérkenni íslenskrar mynd-
og skreytilistar á síðmiðöldum
og táknfræði trúarlegra mynd-
verka.
Guðbjörg Kristjánsdóttir list-
fræðingur hefur um áratuga
skeið rannsakað Teiknibókina
og niðurstöður hennar koll-
varpa flestu því sem áður hefur
verið haldið fram. Hún hefur
einangrað ólíka stíla í hand-
ritinu og heimfærir þá upp á
fjóra teiknara sem voru uppi
á árabilinu 1330 – 1500. Í
rannsókn sinni bregður hún
ljósi á það hvernig túlkun
teiknaranna þróast í tímans
rás, bendir á fyrirmyndir þeirra
og hliðstæður í öðrum bókum.
Með nákvæmri og frumlegri
rannsókn á einu handriti bætir
Guðbjörg mörgum köflum við
menningarfsögu okkar. Frekari
staðfesting á þessu merka verki
Guðbjargar fékkst síðan við
úthlutun bókmennta-
verðlauna ársins á
Bessastöðum 30. janúar sl. er
Guðbjörg hlaut verðlaunin í
flokki fræðibóka.
Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir,
Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.
Eldeyjarfélagarnir Reynir, Guðlaugur, Steinn
og Gestur komu færandi hendi.