Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Síða 3

Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Síða 3
Kópavogsblaðið 3 Elfur Logadóttir: „Mikið starf að vera bæjarfulltrúi í Kópavogi.“ Afsakið orðbragðið, en það er drullu mikið starf að vera bæjarfull- trúi í Kópavogi,“ sagði Elfur Logadóttir, vara bæjarfulltrúi Samfylkingar, við upphaf máls síns á bæjarstjórnarfundi þegar tillaga Ómars Stefánssonar um starfshlutfall bæjarfulltrúa var til umræðu. Elfur flutti tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún dró saman ábyrgðina sem lögð er á herðar bæjarfull- trúa, vinnuálag og tímann sem fer í að sinna þessu starfi fyrir bæjarbúa. Í ræðunni sagðist Elfur hafa mikinn metnað fyrir því að mæta undirbúin á fundi, en það taki mikla orku að fylgjast með öllum málum og setja sig inn í þau. „Þetta er miklu meira en 27% starf. Fyrir utan að sinna pólitískum skyldum þarf að fylgjast með listum, menningu, íþróttum og fleira. Fyrir vikið þá er ekki mikið eftir til að afla upplýsinga og setja sig inn í mál. Ég hef ekki alltaf náð að lesa allt en ég kem aldrei óundirbúinn á fundi. Það á enginn bæjarfulltrúi að vera settur í þá stöðu að vera illa undirbúinn eða óundirbúinn fyrir fundi,“ sagði Elfur sem bætti því við að oft sé boðað til funda með einungis sólarhrings fyrirvara og þarf þá að reiða sig á upplýsingar embættismanna til að setja sig inn í mál. „Ég kveinka mér ekki undan andvökunætum að lesa gögn sem varða sveitarfélagið mitt. En ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé fáranlegt að halda að starf bæjarfulltrúa í Kópavogi sé bara 27% starf,“ sagði Elfur á bæjarastjórnar- fundinum og bætti því við að tækifærið til að gera þetta væri núna því ljóst væri að mikil endurnýjun myndi eiga sér stað eftir næstu kosningar og því væru núverandi bæjarfulltrúar ekki að hygla sjálfum sér. „Ef við ætlum að hafa gott fólk til að sinna starfinu sínu vel þá þýðir það hærri laun og hærra starfshlutfall,“ sagði Elfur. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, tók undir þetta og sagði þetta mál hafa haf- ist í nefndinni Betri bragur, sem hún og Pétur Ólafsson, Samfylkingu, hefðu átt sæti í. Markmiðið hafi verið að bæta starfið í bæjarstjórn. Umræðan í bæjarstjórn hafi hins vegar farið á hvolf. 27% starfsskylda af þingfarakaupi hafi verið neyðarúrræði til að útskýra laun bæjarfulltrúa í Kópavogi. „Við þurfum einhverntímann að hafa hugrekki til að horfast í augu við bæjarbúa og spyrja: „Hvað finnst ykkur vera í lagi að við vinnum mikið fyrir ykkur?“ Ég þarf að vera tilbúin við símann ef bæjarbúar, starfs- menn, forstöðumenn og fleiri þurfa á mér að halda og ég geri það auðvitað. En gerir fólk sér almennt grein fyrir hvað þetta er mikil vinna? Til að ég vinni þetta nægilega vel þá tek ég tímann frá annarri vinnu eða fjölskyldu,“ sagði Karen sem lagði það til að óháður aðili yrði fenginn til að meta starfskjör bæjarfulltrúa. Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri, kvaddi sér hljóðs og sagðist vera andvígur því að bæjarfulltrúar væru að ákveða sjálfir launin sín. Betra væri ef launakjör bæjarfulltrúa væru ákveðin af öðrum, til dæmis hjá Samtökum sveitarfélaga. Tillöguni var vísað til forsætis- nefndar Kópavogs. Fjörlegar umræður í bæjarstjórn um starfs- og launakjör bæjarfulltrúa. Elfur Logadóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingar í bæjarstjórn Kópavogs. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstóri. Skák: Álfhólsskóli Íslands- meistari í skák, þriðja árið í röð Álfhólsskóli fór með sigur af hólmi í Íslandsmóti barnaskólasveita í skák um helgina en 49 sveitir tóku þátt í mótinu. Fyrirfram mátti búast við nokkrum sveitum í toppbaráttunni. Það kom á daginn að eftir fyrri keppnis- dag voru margar sveitir við toppinn en Íslandsmeistararnir í Álfhólfsskóla höfðu þó tveggja vinninga forskot á Hraunvallaskóla og Rimaskóla. Í sjöttu umferð mættust Álf- hólsskóli og Hraunvallaskóli. Álfhólsskóli vann þá viðureign 3-1 eftir þónokkrar sviptingar. Í sjöundu umferð lögðu þeir svo aðra hönd á bikarinn með sannfærandi sigri á Rimaskóla 3-1. Hörðuvallaskóli hefur á að skipa harðskeyttri sveit leiddri áfram af Vigni Vatnari Stefáns- syni. Sveit skólans náði einum og hálfum vinningi af Álfhólsskóla í áttundu og næstsíðustu umferð og setti þar með mikla spennu í mótið þar sem Rimaskóli vann sína viðureign 4-0. Fyrir lokaumferðina hafði því Álfhólsskóli einn og hálfan vinning í forskot á Rimaskóla. Erfitt verkefni beið Álfhólsskóla í síðustu umferðinni þegar sveitin tefldi við Ölduselsskóla sem hefur á að skipa sterkri sveit og sérstaklega eru efstu tvö borðin sterk með Mykael Kravchuk og Óskar Víking Davíðsson. Fór svo að Óskar vann sína skák og kom Öldu- seli þannig yfir í viðureigninni. Taugar Álfhólsskólamanna héldu þó vel og höfðu þeir viðureignina 2,5-1,5, sem dugði til sigurs. Álfhólsskóli er því Íslands- meistari barnaskólasveita 2014 og það þriðja árið í röð. Sveit Rimaskóla varð í öðru sæti og vann sér þannig rétt til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita rétt eins og Álfhólsskóli en keppnin fer fram á Íslandi í haust. Hörðuvallaskóli tók svo bronsið eftir harða baráttu. Munar þar mikið um árangur Vignis Vatnars sem tapaði aðeins hálfum vinningi niður. „Álfhólsskóli er vel að sigrinum kominn. Gríðarlega gott utan- umhald er um alla skákiðkun og kennslu í skólanum. Metnaðar- fullir skákmenn, sterkur foreldrahópur og svo er Lenka Ptacniková einstakur þjálfari sem á mikinn heiður skilið fyrir framlag sitt til skákuppbygg- ingar í Kópavogi. Sveitin mun endurnýjast töluvert á næsta ári en Felix Steinþórsson og Guð- mundur Agnar Bragason tefldu nú á sínu síðasta Íslandsmóti barnaskólasveita. Þeir kappar hafa heldur betur skilað sínu á síðustu árum,“ segir í frétt á vef Álfhólsskóla. Íslandsmeistarar Álfhólsskóla 1. Felix Steinþórsson 2. Guðmundur Agnar Bragason 3. Halldór Atli Kristjánsson 4. Róbert Luu Liðstjóri: Lenka Ptácníková Íslandsmeistarar í skák, þriðja árið í röð. Tilbúið á einungis 2-3 mín . Ferskt og fljótlegt!

x

Kópavogsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.