Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Page 4

Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Page 4
Kópavogsblaðið4 Að morgni 7. mars árið 1975 strandaði Ms. Hvassafell, þá nýjasta skip Skipadeildar Sambandsins, við Flatey á Skjálfanda. Um borð í skipinu, sem flutti yfir þúsund tonn af áburði, voru 19 manns, með áhöfn. Þar af var ein kona sem var ólétt og komin langt á leið. Í nýlegu „Máli dagsins,“ sem efnt er til á hverjum þriðjudagseftirmiðdegi í safnaðarheimili Kársnessóknar, var þessa einstaka björgunar- afreks minnst. Ásgeir Jóhannes- son, fyrrverandi forstjóri, fékk til sín þá Ingvar Hólmgeirsson, skipstjóra og Vilhjálm Pálsson, fyrrverandi formann björgunar- sveitarinnar Garðars frá Húsavík, til að rifja upp þessa giftursam- legu björgun. Sat fast í fjörunni við Flatey Hvassafell fékk á sig brotsjó rétt fyrir utan Flatey. Það snérist í 153 gráður og sigldi á fullri ferð í gegnum brimlöðrið og sat fast í fjörunni. Hópur björgunar- sveitarmanna og sjómanna frá Húsavík vann stórmerkilegt björgunarafrek við gríðarlega erfiðar aðstæður. „Þessu afreki hefur ekki verið haldið verulega á lofti. Fjölmiðlar á þessum tíma gáfu því lítinn gaum, hugsanlega vegna þess að engin slys urðu á fólki og engin sérstaklega fréttnæm, dramatísk atvik urðu. Sannast þar hið fornkveðna að góðar fréttir þykja sjaldnast stór- fréttir. En afrek björgunarmanna var ekki minna, nema síður sé, þó ekkert hafi farið úrskeiðis og enginn slasaðist,“ segir Ásgeir Jóhanesson. Endurfundir í Kópavogi: Björgunarsveitarmenn rifja upp einstaka sjóbjörgun við Flatey fyrir 40 árum Fyrstu viðbrögð Vilhjálmur Pásson, fyrrum for- maður björgunarsveitarinnar Garðars frá Húsavík, segir að Hannes Hafstein, sem þá var framkvæmdastjóri Slysavarnar- félags Íslands, hafi vakið sig með símtali að morgni 7. mars og tilkynnt sér að Hvassafell hafi strandað við Flatey. „Hann bað mig að kanna hvort hægt væri að komast sjóleiðina ves- tur í eyju og hvort ég teldi að möguleiki væri þar á björgun. Ég hafði strax samband við mína menn með útkalli til að reyna að ná saman hópi sem yrði í viðbragðsstöðu ef hægt yrði að sigla út. Síðan athugaði ég með skipakost. Tveir stærstu bátarnir voru Jón Sör, sem var 54 tonn og skipstjóri Pétur Olgeirsson, og svo Svanur ÞH, 35 tonn, og skipstjóri Ingvar Hólmgeirsson. Ég hafði samband við Ingvar en hann var allra manna kunnugastur þarna, enda Flateyingur að uppruna, og spurði hvort hann treysti sér til að fara með björgunarsveitina út í Flatey og koma henni í land.“ Haugasjór og slæmt veður „Þegar Villi hafði samband við mig þá þurfti ég auðvitað að kanna veðrið,“ segir Ingvar Hólmgeirsson, skipstjóri. „Það reyndist vera mjög slæmt. Norðaustan stormur, líklega ein 9 vindstig, haugasjór, éljagangur og snjókoma á móti. Það voru auðvitað allir bátar í landi, en ég kvaðst skyldi reyna þetta, en Þessi björgun er einstök í sögu Slysavarnarfélags Íslands að því leiti að fara þurfti 15 sjómílna leið í foráttuveðri, koma búnaði og mönnum í land við mjög ótryggar aðstæður og hefja síðan göngu við afar erfið skilyrði með þungan búnað á öxlum – og sömu leið til baka með skipbrotsmenn. Góður rómur var gerður að framsögu Ásgeirs Jóhannessonar í „Máli dagsins“ í safnaðarheimili Kópavogskirkju á dögunum um einstakt björgunarafrek.

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.