Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Page 5
Kópavogsblaðið 5
taldi skynsamlegt til öryggist að
fara á tveimur bátum; Jóni Sör
og Svani. Við lögðum af stað um
tíuleitið. Það var haugasjór en
siglingin gekk vel. En þegar við
komum vestur af Flateynni, þá
leist mér ekki alveg á blikuna.
Þarna eru svokallaðir austur-
boðar og vesturboðar og brýtur
sitt hvoru megin við þá og þetta
leit alls ekki vel út. Ég var svona
korter að finna út hvernig best
væri að komast þarna í gegn
og að endingu sættum við lagi,
settum allt á fullt og sluppum
í gegn.“ Það voru ekki aðeins
skipstjórnarhæfileikar Ingvars
sem komu þarna að góðum
notum, heldur einnig reynsla og
þekking föður hans, Hólmgeirs
Árnasonar, á staðháttum og
sjóalögum við Flatey.
Útilokað að komast að skipinu
„Við vissum að það yrði erfitt
að komast vestur og jafnvel enn
erfiðara að koma búnaði og
mannskap í land,“ segir Vilhjálm-
ur. „Við vorum í sambandi við
stýrimanna á Hvassafellinu og
hann sagði útilokað að komast
að skipinu af sjó og raunar engar
líkur á að við kæmumst í land,
því það væri mikill brotsjór allt
í kringum eyjuna. Þess vegna
leituðum við til Hólmgeirs, því
þó Ingvar væri kunnugur á
þessum slóðum þá var hann ekki
jafn vanur brimlendingum og
faðir hans, sem hafði stundað
sjó frá Flatey. Hólmgeir rey-
ndist ráðagóður í meira lagi.
Þegar Ingvar hafði metið brotin,
þá var allt sett á fullt og við
komumst inn fyrir og í skjól við
eyjuna. Síðan var siglt norður
með eyjunni og höfnin reyndist
ófær, alveg eins og Hólmgeir var
búinn að segja okkur. Og þá var
ekki um annað að ræða en að
reyna að komast upp að gömlu
bryggjunni.“
Töluverður gangur yfir Flatey
Hvassafell var strandað hinum
megin á eynni og því töluverður
gangur að strandstað. Veðrið
hafði ekkert skánað, áfram
stórhríðarbylur og mjög erfitt
fyrir björgunarsveitarmenn að
klofa snjóinn yfir þýfða eyjuna
með þungar byrðar á öxlum.
Þegar komið var á strandstað
þá lá Hvassafellið þvert fyrir
um 50 metra frá landi en skipið
hafði strandað á flóðinu. Það
hreyfðist nánast ekkert því það
var innan við aðalbrotin og fólk
um borð var ekki í bráðri hættu.
„Við vorum í talstöðvarsambandi
við skipið og vissum að ekkert
amaði að fólkinu og það taldi
sig ekki í neinnu hættu á þessari
stundu,“ segir Vilhjálmur.
11 manns bjargað, 8 urðu eftir í
Hvassafelli
Greiðlega gekk að koma línum
í skipið og festa þær. Björgun
skipverja gekk eins og í sögu.
„Við drógum ellefu manns í
land á hálftíma og ekkert kom
upp á. Í þessum hópi voru þrjár
eiginkonur skipverja sem voru
með í för og ein þeirra ólétt
og langt gengin með,“ segir
Vilhjálmur. „Nokkrir yfirmenn
fóru fram á að fá að vera lengur
um borð í Hvassafelli til að ganga
frá ýmsu og þar sem ekki var
nein sýnileg hætta á ferðum var
leyfið veitt. Við gerðum því hlé
á björgunaraðgerðum. Sex vakt-
menn voru settir á strandstað til
að gæta að búnaði og til að vera
reiðubúnir að slaka á línum á
flóðinu, því þegar skipið færi að
hreyfa sig þá var líklegt að það
myndi rífa allar festingar lausar.
Vaktmenn á staðnum nýttu
björgunarbát sem þeir drógu
í land úr skipinu sér til skjóls.
Aðrir sveitarmenn fóru með
ellefumenningana yfir eyjuna.
Ingvar bauð skipbrotsfólki
aðstöðu í húsi þeirra feðga í
Flatey og þar fékk það vel þegna
hressingu.“
Siglt til baka til Húsavíkur
í haugasjó
Um kvöldið var tekin ákvörðun
um að koma skipbrotsmönnum
til Húsavíkur. Hópnum, ásamt
sex björgunarsveitarmönnum,
var ferjað í slöngubát úr í Jón í
Sör og síðan siglt til Húsavíkur.
Þá var ekkert farið að skána í
sjóinn, að sögn Vilhjálms. „Við
urðum þarna eftir í Flatey, 17
Garðarsmenn og Ingvar og hans
áhöfn á Svaninum. Á flóðinu
reyndist síðan lag að komast á
bátnum inn í höfnina og leggja
honum við bryggju, þannig að
mannskapurinn gat hafst við
um borð. Það var mikill lúxus
eftir erfiði dagsins.“ Veðrið hafði
svolítið gengið niður daginn eftir
en það var ennþá haugasjór. Á
heimleiðinni dáðust yfirmenn
á Hvassafellinu mjög að því
hvað skiptjórinn Ingvar væri
klár að sigla í brimi. „Að koma
björgunarsveitinni út í Flatey og í
land er afrek sem ekki er auðvelt
að átta sig á nema að hafa upp-
lifað það. Komu þar til útsjónar-
semi og færni skipstjóranna,
svo og mjög góð ráð Hólmgeirs
Árnasonar. Þessi björgun er
einstök í sögu Slysavarnarfélags
Ingvar Hólmgeirsson, fyrrum skipstjóri og Vilhjálmur Pálsson, fyrrverandi
formaður björgunarsveitarinnar Garðars frá Húsavík, rifja upp giftursamlega
björgun við Flatey fyrir tæpum 40 árum.
Glæsilegur undirfatnaður frá
Vanity Fair og Lauma.
HAMRABORG 20A • KÓPAVOGI 544-4088 • YNJA.IS
Útsalan er hafin
Erum á Facebook
Vinsælu læknahal ararnir frá
komnir í hvítu & svörtu.
Skólameistari MK:
„Ekki hægt að draga lengur
breytingar á skipulagi
framhaldsskóla.“
Það er tómlegt um að litast í MK þessa dagana. Á meðan verkfall fram-
haldsskólakennara stendur
yfir hafa nokkrir nemendur
nýtt sér bókasafnið til lesturs
og svo hafa náms- og leshópar
myndast sem hafa aðgang
að kennslustofum. Margrét
Friðriksdóttir, skólameistari,
segir að á meðan samninga-
nefndir eru að tala saman þá sé
von til að samningar náist og
hægt sé að hefja kennslu á ný.
Hún vonar að það verði sem
allra fyrst þar sem hver dagur
er dýrmætur. Tuttugu og fimm
kennsludagar voru eftir af
önninni auk prófa þegar verk-
fallið hófst og nemendur þurfa
svo sannarlega á allri aðstoð
að halda á lokasprettinum.
„Ég vona að ríkissáttarsemjari
fari að leggja fram málamiðlun
til að leysa hnútinn. Á þessari
stundu er ég bjartsýn á að
verkfallið leysist en svo getur
allt breyst og farið í strand á
augabragði. Ég er búin að fara
í gegnum sex verkföll á mínum
starfsferli svo ég er nú ýmsu
vön. Verkfall er alltaf neyðarúr-
ræði og ég veit að kennarar
hafa áhyggjur af
nemendum sínum.“
Hvernig blasir þessi deila
við þér?
„Þessi umræða um styttingu
námstímans er ekki ný af nál-
inni. Þetta hefur lengi verið
í umræðunni. Það eru 175
skóladagar á starfsárinu. Þar
af eru 145 kennsludagar og 30
prófdagar. Það er ekki þörf
fyrir svona marga prófdaga
eftir að námsmat er orðið
fjölbreyttara með símati og
verkefnatengdum áföngum.
Hægt er að nýta tímann betur
og kenna í fleiri daga. Allir hafa
skilning á að breytingar þurfa
að eiga sér stað. Kennarar
segja að ekki sé búið að útfæra
þetta nógu vel og það má til
sanns vegar færa en ég er hins
vegar á því að hægt sé að stytta
námið. Það eru ýmsar leiðir til
þess eins og þegar hafa verið
prófaðar í tveimur tilrauna-
skólum, í Kvennaskólanum
og Fjölbrautaskólanum í
Mosfellsbæ auk Menntaskóla
Borgarfjarðar. Það er ekki
mjög flókið að fara í þriggja
ára nám án þess að draga úr
gæðum námsins. Auk betri
nýtingar á tímanum í desem-
ber og maí gera lögin ráð
fyrir að skólaárið sé lengt um
5 daga. Jafnframt að grun-
náfangar í íslensku, ensku,
dönsku og stærðfræði færist í
grunnskólana. Þá megum við
ekki gleyma því að sveigjan-
leiki áfangakerfisins verður
áfram til staðar og nemendur
geta tekið námið á sínum
hraða. Kennarar kalla hins-
vegar eftir skýrara módeli
og að það sé ekki eðlilegt að
um svona stóra breytingu sé
samið í þeirri spennitreyju sem
verkfall er. Það sé mikil vinna
eftir við að útfæra slíka kerfis-
breytingu.“
Er sanngjarnt að keyra á
kerfisbreytingu á náminu um
leið og samið er um kjör við
kennara?
„Já, þessi mál geta vart
dregist lengur. Skólarnir
hafa verið að vinna að nýjum
skólanámskrám út frá breyttu
skipulagi framhaldsskóla og
það er vart hægt að draga það
lengur að taka þær í notkun.
Framhaldsskólalögin sem
samþykkt voru á Alþingi 12.
júní 2008, fyrir hrun, gerðu
ráð fyrir að nýtt skipulag
framhaldsskólans yrði komið
til framkvæmda árið 2011
en því var síðan frestað til
2015. Tíminn líður hratt og að
mínu viti ekki hægt að dra-
ga þessar breytingar frekar.
Kennarar hafa hins vegar
ekki verið til umræðu um
þessi atriði. Þeim var í fyrra
boðin 4% launahækkun gegn
því að þeir myndu skoða
þessa kerfisbreytingu en þeir
höfnuðu því. Núna er krafa
kennara 17% launaleiðrétting,
því þeir hafa dregist aftur úr
öðrum samanburðarhópum.
Þegar þeir eru búnir að fá þá
leiðréttingu eru þeir tilbúnir að
skoða kerfisbreytingar á nám-
stíma og öðru. Ég vona svo
sannarlega að úr þessu leysist
og að kjör kennara verði bætt
til muna þannig að friður ríki í
skólunum.“
Hvað með nemendur í MK.
Verður hægt að klára önnina
og útskrifa nemendur?
„Við munum alltaf ljúka
önninni með einhverjum hætti.
Þetta er sjötta verkfallið á
mínum starfsferli. Það síðasta
var árið 2000 og leystist ekki
fyrr en í janúar 2001 enda stóð
það í átta vikur. Þá var kennt
aukalega í tíu daga til að vinna
það upp. Verkfall er yfirleitt
leyst með hraðkennslu og
síðan prófum og verkefna-
skilum. Hver og einn skóli
finnur lausn á því í samráði við
kennara og nemendur
en yfirleitt er gerður viðbóta-
samningur við kennara til að
vinna upp tímatap nemenda.
Nemendur MK munu því alltaf
klára önnina með einhverjum
hætti,“ segir Margrét Friðriks-
dóttir, skólameistari MK.
Margrét Friðriksdóttir,
skólameistari MK.
Skólameistari í tómri skólastofu.
Íslands að því leiti að fara þurfti
15 sjómílna leið í foráttuveðri,
koma búnaði og mönnum í land
við mjög ótryggar aðstæður og
hefja síðan göngu við afar erfið
skilyrðin með þungan búnað á
öxlum – og sömu leið til baka
með skipbrotsmenn,“ segir Vil-
hjálmur Pálsson, fyrrverandi
formaður björgunarsveitarinnar
Garðars frá Húsavík.