Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Síða 6

Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Síða 6
Kópavogsblaðið6 www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Ferskir vindar blása í pólitíkinni í Kópavogi og ljóst að margir nýir bæ- jarfulltrúar muni ná kjöri í vor. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins er nýlokið þar sem einna helst vakti athygli framboð Margrétar Friðriksdóttur sem bauð sig fram í fyrsta sæti gegn sitjandi bæjarstjóra og efsta manna flokksins, Ármanni Kr. Ólafssyni. Margrét hefur ekki verið á pólitíska leikvellinum áður. Hún hlaut kosningu í annað sætið á lista Sjálfstæðismanna. Hjördís Ýr Johnsen er einnig nýtt andlit hjá Sjálfstæðisflokknum í bænum en hún skipar fjórða sætið á lista flokksins. Ný framboð Pirata, Dögunar og Bjartrar framtíðar hafa boðað komu sína og svo hefur orðið algjör endurnýjun á lista Sam- fylkingar. Vinstri-grænir og flokksbrot úr Samfylkingu kynntu framboð sitt í gær. Birkir Jón Jónsson, fer fyrir Framsóknarflokknum og bætist í hóp nýrra andlita á pólitíska leikvelli Kópavogs. Athygli vekur að á lista Bjartrar framtíðar kemur nafn Hjálmars Hjálmarssonar, oddvita Næst-besta flokksins, hvergi fram. Hann hafði sterklega verið orðaður við framboð Bjartrar framtíðar. Aðspurður segist Hjálmar ætla að meta sín mál og taka ákvörðun fljótlega um framhaldið. Vettvangur Næst- besta flokksins sé opinn fyrir Kópavogsbúa sem vilja starfa þar. „ Það er nóg af verkefnum og tækifærum í Kópavogi. Við erum ekki flokk- ur í hefðbundnum skilningi heldur frekar vettvangur fyrir kjósendur í Kópavogi að koma sínum málum á framfæri,“ segir Hjálmar. Á fótboltamáli má segja að út af vellinum í vor fari Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki, Ómar Stefánsson, Framsóknar- flokki, Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson, Samfylkingu og Rannveig Ásgeirsdóttir, Y-lista Kópavogsbúa. Inn á völlinn koma hins vegar nýliðar Sjálf- stæðisflokksins, þær Margrét Friðriksdóttir og Hjördís Ýr Johnson. Samfylkingin sendir inn á þau Pétur Hrafn Sigurðsson, Ásu Richardsdóttur, Unni Tryggvadóttur Flóvens og Hannes Heimi Friðbjarnason. Framsóknarmenn tefla fram Birki Jóni Jónssyni. Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir mun fara fyrir Bjartri framtíð en beðið er tíðinda frá Pírötum og Dögun. 8 Hjördís Ýr Jóhanson, Sjálfstæðisflokkur Pétur Hrafn Sigurðsson, Samfylkingin Birkir Jón Jónsson, Framsókn Margrét Friðriksdóttir Sjálfstæðisflokkur Ása Richardsdóttir, Samfylkingin Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Framsókn Unnur Tryggvadóttir Flóvens, Samfylkingin Hannes Heimir Friðbjarnarson, Samfylkingin Nýir á völlinn: Á leið út af velli: Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðis- flokkurinn Rannveig Ásgeirsdóttir, Y- listi Kópavogsbúa Guðríður Arnardóttir, Samfylkingin Hafsteinn Karlsson, samfylkingin Ómar Stefánsson, Framsókn Pétur Ólafsson, Samfylkingin Bæjarstjórnarmál: Algjör endurnýjun framundan í bæjarpólitíkinni. Nýtt lið inn á völlinn Lax- og silungsveiðimenn Nú fer að vora. Við reykjum og gröfum eftir ykkar ósk Bréf til blaðsins: Mistök á Miðbæjartorgi Fyrir nokkrum árum var gert mjög myndarlegt torg í miðbæ Kópavogs. Það er nefnt Hálsatorg en er að mínu áliti misheppnað nafn og ætti fremur til dæmis að nefnast Hamratorg eða Miðbæjartorg. Á miðju torginu er komið fyrir fallegu merki Kópavogsbæjar þar sem er hið fagra kvæði Þor- steins Valdimarssonar skálds er hann orti í tilefni 10 ára afmælis Kópavogsbæjar 1965. Þetta kvæði við lag Jóns Jónssonar fyrsta stjórnanda Tónlistarskóla Kópavogs og stjórnanda Karlakórs Kópavogs er eins- konar átthagasöngur Kópavogs- búa og hefst á: „Vagga börnum og blómum.“ Öll 3 erindi kvæðisins eru rist í merki Kópavogs en því miður er ritvilla í einu erindi kvæði- sins. Ég hefi í nokkur ár bent starfsmönnum bæjarins á þessa villu, nú síðast í vetur bæjarsst- jóra, án sýnilegra úrbóta. Mér finnst ekki kinnroðalaust að við Kópavogsbúar þurfum ár eftir ár að horfa á þessa ritvillu í átthagakvæði okkar á höfuð- torgi og samkomustað bæjarins. Unglingsstúlka benti strax árið 2006 á þessa villu bæði með bloggi og símtali við starfsfólk bæjarins. Síðan eru liðin 7 ár. Ætla bæjaryfirvöld virkilega að láta þetta vera svona bornum og óbornum Kópavogsbúum auk bæjarstjórnar til minnkunar um langa framtíð? Ásgeir Jóhannesson, Kópavogsbraut 1 B Ásgeir Jóhannesson.

x

Kópavogsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.