Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 7
Kópavogsblaðið 7
Kópavogur er bærinn minn og ég ber hag hans fyrir brjósti.
Hér lifi ég og hrærist ásamt
eiginmanni mínum, Sig-
tryggi, sem er innfæddur af
Snælandinu og sonum okkar
tveimur. Þrátt fyrir að vera
ekki innfædd þá hef ég verið
með annan fótinn hér frá
unglingsárum og átt sterk
tengsl við Kópavog. Við fjöl-
skyldan erum hluti af mannlífi
Kópavogsbæjar og tökum
þátt í því lífi og starfi sem í
bænum fer fram. Montin get
ég sagt frá því að fyrsta
Bæjarstýra Kópavogs Frú
Hulda Jakobsdóttir var
náskyld mér.
Skipulagsmál og framtíðarsýn
bæjarins eru mér einkar
hugleikin. Því fagna ég
stórkostlegu einstaklingsfram-
taki í uppbyggingarstarfsemi
sem nú er farin af stað á
Nýbýlaveginum og í Hamra-
borginni þar sem verið er að
skipuleggja hótel. Mörg teikn eru
á lofti sem benda til þess að það
sé uppgangur í hagkerfinu og er
þar Kópavogur engin
undantekning.
Eins á sér stað mikill
uppgangur og þróun í
Auðbrekkunni en þar hafa
margir listamenn komið
sér fyrir hver með sitt
hugðarefni. Til að bæta enn
um betur væri mikill
fengur að frekari tengin-
gu frá Hamraborginni
við umlykjandi götur
eins og Auðbrekkuna
og Nýbýlaveginn. Góður
göngustígur gæti hæglega
orðið til þess að byggja upp
skemmtilegan gönguhring.
Ég tel að með því móti væri
verið að styrkja og standa
við bakið á þeirri starfsemi
sem nú þegar er farin af
stað á þessum slóðum. Á
góðum dögum gætu ge-
stir og gangandi litið inn í
vinnustofur listamanna og
skoðað þau ólíku hönn-
unar- og hugvitsverk sem þar
eru að finna. Þá gæti Sögufélag
Kópavogs tekið að sér skemmti-
legar fræðsluferðir um Kópavog.
Það er góður grundvöllur
Í upphafi skyldi
endinn skoða
Bærinn minn:
Katrín Helga Reynisdóttir, framkvæmdastjóri,
leiðbeinandi og eigandi Profito.
fyrir því að gera Kópavog að
ferðamannabæ.
Í látunum hér á árum áður
voru margir stórhuga og settu
af stað fyrirtæki og rekstur en
höfðu ekki næga kunnáttu í
farteskinu og létu það jafnan
sitja á hakanum að afla sér
þekkingar og aðstoðar í öllum
hraðanum sem oftar en ekki var
við völd. Bókhaldsfyrirtækið
mitt sigldi líka gegnum ólgusjó
eins og margur annar rekstur
en ég hóf sjálfstæðan rekstur í
bílskúrnum hjá mér í vesturbæ
Kópavogs fyrir 10 árum síðan
eftir að hafa unnið við bókhald
í um 20 ár með hléum. Um tíma
var ég svo með starfsemi mína
í Hambraborginni. Eftir hrun-
lægðina fórum við af stað á nýjan
leik og erum nú komin í góð
húsakynni á Nýbýlavegi 8 þar
sem við starfsrækjum Pro-
fito bókhaldshús. Þar bjóðum
við upp á hina hefðbundnu
bókhaldsþjónustu og leggjum
allan metnað í að að rekstrar-
aðilinn geti lesið og skilji sinn
rekstur frá A-Ö, viti hvað hann á
og hvað hann má.
Vöntun á handleiðslu
Í gegnum starf okkar höfum við
skynjað óvissu hvað varðar
marga hluti þegar á að fara að
skella sér í að hefja atvinnu-
rekstur. Endalausar spurningar
vakna og þykir okkur til dæmis
vera mikil vöntun á handleiðslu
þegar að þessu kemur. Þarna
erum við að tala um sérstaklega
öll þau eyðublöð sem þarf að
fylla út og hvaða skyldur því
fylgja. Sem dæmi má nefna RSK
5.02 eyðublaðið sem fjallar um
að skrá sig á virðisaukaskatts-
skrá og launagreiðendaskrá.
Þetta blað markar upphaf sam-
skipta við skattyfirvöld en ekki
er alltaf á hreinu hvað það þýðir.
Við hjá Profito Bókhaldshúsi
ákváðum að bretta upp ermar
og setja af stað örnámskeið þar
sem farið er í upphaf reksturs
frá grunni. Við erum með átta
manns í einu sem hámarks fjölda
á hverju námskeiði. Við leggjum
áherslu á persónulega og
einstaklingsmiðaða þjónustu.
Hægt er að skrá sig á
www.profito.is
Okkar helstu viðskiptavinir
á þessum námskeiðum hafa
verið verktakar, frumkvöðlar
og eigendur smærri fyrirtækja.
Við teljum mikilvægt að gera
rekstraraðilum ljóst að bókhald
er vandasamt verk og hraði og
spenna á lítið við í þeim efnum.
Til hægðarauka fyrir viðskipta-
vini bjóðum við jafnframt upp
á fjarnámskeið því mörgum
þykir það án efa hentugt að geta
verið á sínum heimavelli og sótt
námskeiðið þaðan. Okkur er
umhugað um að leiða viðskipta-
vini okkar í gegnum oft og tíðum
torskilið tungumál sem á rætur
sínar að rekja í frumskógi skatta-
laga og reglugerða. Það hefur
sýnt sig og sannað að oft hefur
ekki meira þurft til en að hitta
fólk og fara yfir hlutina með
þeim á mannamáli.
Katrín Helga Reynisdóttir.