Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Qupperneq 14

Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Qupperneq 14
Kópavogsblaðið14 Framhaldsskóla-nemendur um land allt fá ókeypis bókasafns- skírteini, verður boðið á tiltekna tónleika í Salnum og fá frítt í sund á meðan á verkfalli ken- nara stendur. Þetta var samþyk- kt á fundi bæjarráðs Kópavogs. Nemendur eru auk þess hvattir til þess að nýta sér ókeypis að- gang að Gerðarsafni og öðrum söfnum í Kópavogi. Með framtakinu vill Kópavogs- bær kynna ungu fólki listir, menningu, og aðra þá afþreyingu sem í boði er í Kópavogi en um leið stuðla að fræðslu og virkni framhalds- skólanema á meðan á verkfalli stendur. „Við vonumst sannarlega til þess að framhaldsskólanemendur nýti tækifærið og kynni sér það sem Kópavogur hefur upp á að bjóða,“ segir Ármann Kr. Ólafs- son bæjarstjóri Kópavogs. Í verkfallinu verður boðið upp á námskeið og fyrirlestra í Bókasafni Kópavogs. Einnig stendur leiðsögn um Héraðs- skjalasafn Kópavogs, Tónlistar- safn Íslands og Náttúrufræði- stofu Kópavogs nemendum til boða. Þá verður ókeypis á tónleikana Við slaghörpuna og veittur afsláttur af tónleikum Sætabrauðsdrengjanna mið- vikudaginn 26. mars. Þá geta framhaldsskólanemendur nýtt sér góða lesaðstöðu í aðalsafni bókasafnsins og lesaðstöðu í ungmennahúsinu Molanum, sem einnig ætlar að lengja opnunar- tíma sinn í verkfallinu. Eins og alltaf er ókeypis inn á Gerðar- safn en þar stendur sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands yfir. Bent er á að öll þessi söfn eru á sama reitnum og því stutt að labba á milli. Þaðan er örstuttu spölur yfir í Sundlaug Kópavogs en einnig er ókeypis í Salalaug í verkfallinu. Framhaldsskólanemendum verður kynnt tilboðið í gegnum nemendafélög skólanna. Þá eru ítarlegar upplýsingar að finna á vef Kópavogsbæjar. Til að nýta sér tilboðin þurfa nemendur að framvísa nemendaskírteini. Vinstri græn munu bjóða fram í samstarfi við félagshyggjufólk í Kópavogi í bæjarstjórnar- kosningunum 31.maí. Með því að efna til slíks samstarfs vilja VG leggja sitt af mörkum til að vera vettvangur þeirra sem vilja ekki endilega binda sig á flokkslista en telja að sjónarmið félagshyggju, velferðar, um- hverfisverndar og kvenfrelsis falli að sínum skoðunum. Sex efstu sætin á listanum skipa: Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi Margrét Júlía Rafnsdóttir, umhverfisfræðingur og varabæjarfulltrúi Sigríður Gísladóttir, dýralæknir Arnþór Sigurðsson, forritari og varabæjarfulltrúi Signý Þórðardóttir, þroskaþjálfi Gísli Baldvinsson, náms-og starfsráðgjafi og nemi Ókeypis í sund, á tónleika og söfn fyrir framhaldsskólanemendur Listi VG og félagshyggjufólks birtur Skólamál: GETRAUNANÚMER Breiðabliks ER 200 GETRAUNANÚMER HK ER 203 Nemendur í fjölmiðlafræðiáfanga í MK skrifa um skólalífið: Börrlesk Við í Sauðkindinni, leiklistarfélagi Mennta-skólans í Kópavogi, erum að setja upp söngleikinn Börr- lesk. Börrlesk sýningin er í anda kvikmyndarinnar Bur- lesque. Hún segir frá sveitastelpunni Ali sem flytur í stórborgina til að láta drauma sína rætast. Hún rekst á hinn fræga stað Burlesque þar sem stemningin er í 50’s stíl og dansararnir eggjandi. Þar byrjar hún að vinna sem þjónn þrátt fyrir að draum- urinn sé að vera dansari. Hún kynnist barþjóninum Jack og komast þau að því að þau eiga margt sameiginlegt. Eigandi staðarins er Tess sem á í miklu basli við að halda staðnum gan- gandi. Til sögunnar kemur þá Markús sem vill kaupa staðinn af Tess en hún gefur sig ekki. Með aðalhlutverk sýningar- innar fara Natalía Blær með hlut- verk Ali, Guðrún Björg með hlut- verk Tess, Elías með hlutverk Markúsar og Sturlaugur með hlutverk Jack. Leikstjórarnir sem við höfum í ár eru þau Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason. Við erum heppin að fá þessa þaulreyndu og lærðu leikara úr leiklistar- skólanum Rose Bruford í London. Sýningardagar eru eftirfarandi: 26. mars: General prufa kl. 20:00. 27. mars: Frumsýning kl. 20:00. 28. mars: Sýning kl. 20:00. 29. mars: Sýning kl. 15:00 og kl. 20:00. 30. mars: Sýning kl. 15:00 og kl. 20:00. 31. mars: Sýning kl. 20:00. 1. apríl: Sýning kl. 20:00. 2. apríl: Sýning kl. 20:00. Miðaverð eru litlar 1.500 krónur fyrir MK-inga og krakka yngri en 12 ára og 2.000 krónur fyrir aðra. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til einstakra verkefna sem hafa framgang mannréttinda og jafnréttis í Kópavogi að markmiði. Verkefni geta t.d. verið þróun námsefnis, námskeið, útgáfa eða vefsíðugerð. Styrkir eru veittir einstaklingum, stofnunum og hagsmunasamtökum eða öðrum hópum. Heildarúthlutun er kr. 400.000. Umsóknum skal skila fyrir 22. apríl 2014 til Jafnréttisráðgjafa, Fannborg 2, 200 Kópavogur eða asakr@kopavogur.is á eyðublaði sem nálgast má hjá jafnréttisráðgjafa. Styrkir til jafnréttis- og mannréttindaverkefna kopavogur.is Fyrir heimili - húsfélög - fyrirtæki Úrval slökkvitækja. Leitið tilboða! Auglýstu í Kópavogsblaðinu og náðu til 30 þúsund lesenda á hagkvæman hátt KópavoGsblaðið www.kfrettir.is Bæjarstjórnarmál:

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.