Málfríður - 15.11.1988, Síða 5

Málfríður - 15.11.1988, Síða 5
Auður Torfadóttir: BÓKMENNTIR í TUNGUMÁLAKENNSLU Auður Torfadóttir lauk BA prófi í ensku og þýsku frá Háskóla Is- lands árið 1964 og síðan MA prófí í málvísindum frá Michig- anháskóla í Bandaríkjunum árið 1967. Veturinn 1981-1982 lagði hún stund á kennslufræði er- lendra mála við Lundúnarhá- skóla. Hún er lektor í ensku við Kennaraháskóla íslands. í þessari grein verður fjallað um hlutverk og stöðu bókmennta í tungumálakennslu og leiðir til að gera nemendur að virkari lesendum. Hugleiðingar um þetta efni hafa fylgt undirritaðri gegnum tíðina og hafa mótast af vangaveltum, mis- heppnuðum og árangursríkum til- raunum og stöðugri leit að leiðum til að gera bókmenntalestur aðgengi- legri en hann oft vill verða. Það er rétt að taka það fram að hér á eftir er að öllu jöfnu átt við bókmenntaverk í sinni upprunalegu mynd, þ.e.a.s. óstytt. Þó getur það einnig átt við um stytt og einfölduð bókmenntaverk sem einkum eru notuð á grunnskólastigi. BÓKMENNTIR - HVERS VEGNA? Svarið ætti að liggja í augum uppi, en þó er rétt að undirstrika nokkur atriði. Bókmenntir hafa ótvírætt mennt- unargildi og eru sá þáttur tungu- málanáms sem gefur því dýpt fram yfir ýmsa aðra þætti og veitir þar af leiðandi möguleika til aukins vits- munaþroska. Tengt menntunargildinu er það persónulega gildi sem bókmenntir hafa fyrir einstaklinginn (þ.e.a.s. ef hann á annað borð gefur sig af ein- lægni að lestrinum). Með því að fá innsýn í hinar ýmsu hliðar mannlegs lífs fær lesandinn um Ieið nýja sýn á sjálfan sig og eigin heim. Það er e.t.v. þetta persónulega samband lesanda og texta sem er hvað mikil- vægast að skapa og ætti að vera eitt af höfuðmarkmiðum bókmennta- lesturs í skólum. Við bókmenntalestur (og lestur annars konar rauntexta einnig) fer lesandinn yfir mikinn texta. Það er ekki vafi á því að við það eykst orða- forði hans og jafnframt tilfinning fyrir málkerfinu og notkun málsins. Lestur bókmennta eykur færni í að lesa á milli línanna, túlka, skilja út frá samhengi, greina aðalatriði frá aukaatriðum svo eitthvað sé nefnt. Bókmenntir eru til þess fallnar að örva nemendur til að hugsa og nota málið á skapandi hátt. HORFT YFIR FARINN VEG Hér á landi sem víða annars stað- ar er löng og rótgróin hefð fyrir notkun bókmenntatexta í tungu- málakennslu. Þau okkar sem komin eru um og yfir miðjan aldur minnast þess eflaust hve stór þessi þáttur var. Eins og ég minnist þess úr mennta- skóla urðu fyrir valinu sígildar bók- menntir frá fyrri hluta aldarinnar eða þaðan af eldri og minnist ég þess ekki að samtímabókmenntir hafi borið fyrir augu. Það var lesið, glós- að og þýtt; aldrei hraðlesið og lítið sem ekkert fjallað um heildarmerk- ingu textans. Þetta var óskaplega tímafrek vinna og endalaus barning- ur við orð og orðasambönd, þannig að maður sá oft ekki skóginn fyrir trjám. En það voru sólskinsblettir inn á milli og mér eru enn í fersku minni frábærar þýskar og franskar smásögur og ensk ljóð. í umræðunni um tungumálakennslu dagsins í dag hafa ýmsir orðið til að líta til þessa tíma með ’nostalgíu’ og sagt sem svo að þessi aðferð hafi skilað góðum árangri. Miðað við kröfur þess tíma er kannski sannleikskorn í því. En nú eru breyttir tímar, breyttar kröf- ur og miklu meiri breidd í þeim nem- endahópi sem sækir menntun á framhaldsskólastig. Með aðferðum sem ruddu sér til rúms víðs vegar um heim upp úr 1960 var bókmenntum hrundið úr sínum háa sessi. Þessar aðferðir náðu hér aldrei fótfestu sem slíkar, en höfðu hins vegar óbein áhrif í gegnum kennslubækur sem notaðar voru hér um árabil. Eitt af höfuðeinkennum margra þessara bóka voru innihalds- lausir textar byggðir á tilteknum málfræðiatriðum. En það verður að segja íslenskum tungumálakennur- um til hróss að þeir létu þessar nýju aðferðir ekki ráða ferðinni alfarið og almennt voru bókmenntatextar not- aðir áfram þó í minna mæli en áður hafði tíðkast. STAÐAN í DAG Bókmenntakennslan virðist vera í hálfgerðri kreppu og það sem ein- kennir stöðuna er einkum þetta: Þrátt fyrir þá miklu grósku sem ríkt hefur á sviði tungumálakennslu undanfarna tvo áratugi og allar þær bækur sem skrifaðar hafa verið um hina ýmsu þætti hennar, hefur sára- lítið komið út á prenti um bók- menntaþáttinn. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að þessum þætti hefur verið gefinn einhver verulegur gaumur í bókum og tímaritum. Hlutverk, markmið og vægi bók- mennta í tungumálakennslu hefur lítið verið rætt og þyrfti að skilgreina nánar. Sama máli gegnir um náms- matið. Fæstir kennarar hafa fengið menntun í kennslufræði greinar sinnar svo sjálfsögð sem hún er. Því freistast margir til að beita sömu að- ferðum og þeir sjáifir lærðu eftir í framhaldsskóla eða jafnvel háskóla. 5

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.