Málfríður - 15.11.1988, Page 18

Málfríður - 15.11.1988, Page 18
RÁÐSTEFNA í EDINBORG Alþjóðasamtök enskukennara héldu 22. ráðstefnu sína í Edinborg dagana 11.-14. apríl. Frá íslandi fóru sjö enskukennarar, Auður Torfa- dóttir frá KHÍ, Kristín Guðmunds- dóttir frá MH, Auður Stella Pórðar- dóttir frá Tjarnarskóla, Kolbrún Valdimarsdóttir frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti, Ingi Viðar Árna- son og Guðrún Jónsdóttir frá Haga- skóla, Anna Sjöfn Sigurðardóttir frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Stjórn FEKÍ fékk úthlutað tveim- ur styrkjum frá endurmenntunar- sjóði (STRÍB) til fararinnar. Aðrir þátttakendur sóttu um ferðastyrki á eigin spýtur hjá endurmenntunar- sjóði og fengu ferðir og ráðstefnu- gjald greitt. Það er skemmst frá því að segja að ráðstefnan minnti í heild fremur á námskeið þar sem hver einstakling- ur var á hlaupum milli fyrirlestra og vinnuhópa. Framboðið var mjög fjölbreytt og krafðist það góðrar skipulagningar að velja og hafna. Kom á óvart að þekktir fyrirlesarar sem mikið hafði verið mælt með voru illa undirbúnir og ollu von- brigðum. Menn fóru að velta fyrir sér að líklega væri skynsamlegra að fyrirlesarar þyrftu að fá erindi sín samþykkt fyrir fram. Þó voru margir áhugaverðir fyrirlestrar sem vert er að geta en þar sem þátttakendur voru sjö frá íslandi og völdu mis- munandi vinnuhópa og fyrirlestra þá verður hér aðeins getið nokkurra sem vöktu athygli undirritaðra. I) Fyrst ber að geta vinnuhóps, sem Jill Hadfield frá Tomas Nelson & Sons stóð fyrir, um „Commu- nication games“. Jill kynnti þátttakendum 8 mis- munandi leiki sem ýmist voru ætlað- ir öllum hópnum í einu, litlum hóp- um eða pörum. Á þennan hátt er hægt að æfa mjög marga þætti í mál- fræði og orðaforða auk þess sem allir nemendur eru virkir í að tala og hlusta á ensku. I lok tímans var hún spurð hversu miklum tíma ætti að 18 verja til slíkrar kennslu og kvaðst hún sjálf mæla með þessu sem oftast og bætti við: „Remember it’s serious language learning and enjoyable for both teacher and students.“ Feikir þessir eru fáanlegir í bókum sem nefnast „Elementary Communica- tion Games" og „Advanced Com- munication Games“. II) Tim Murphy flutti fyrirlestur er nefndist „The discourse of pop song lyrics“. Hann kynnti niðurstöð- ur sínar úr könnun á innihaldi 50 ný- legra popptexta og ræddi um vax- andi notkun tónlistar og söngtexta í kennslu. Um mikilvægi slíks efnis í kennslu hafði Tim eftirfarandi að segja: „Can teachers really afford to ignore this huge amount of input?“ III) Sylvia Chalker nefndi fyrir- lestur sinn „What’s the use“ þar sem hún gerði að umræðuefni málfar í fjölmiðlum og áhrif þess á málþró- un. Sylvia sýndi okkur fjórtán setn- ingar sem dæmi um vafasamt málfar sem hún hafði tekið saman úr blöð- um og útvarpi. Þáttakendur voru síðan látnir gera athugasemdir. Feiddi þetta hugann að þeirri kvíðvænlegu þróun sem átt hefur sér stað á allra síðustu árum með tilkomu nýrra fjölmiðla hér á landi. IV) Alan Duff flutti fyrirlestur um þýðingar sem bar yfirskriftina „Coming in from the Cold, — on the value of translation.“ Rök hans voru: „What is the point of being fluent in English if you can’t refer back in your own mother tongue.“ Hann sagði að kennarar hefðu einkum gagnrýnt þýðingar í kennslu fyrir eftirfarandi: 1. Henta ekki í hópvinnu (nem- endur einangraðir við þýð- ingu). 2. Takaofmikinntíma-(ogsein- legt að leiðrétta). 3. Of tengdar prófum og allt mið- að við villur. 4. Bundnar texta - engin æfing í að tala og hlusta. 5. Erfitt að finna hentugt efni. 6. Nota þarf móðurmálið. 7. Tilviljanakennt hvaða vanda- mál koma upp hverju sinni. Kostirnir eru þó fleiri að mati Al- ans Duff. 1. Eðlilegt og nauðsynlegt til kennslu. 2. Raunhæft (relevant) á öllum sviðum tungumála - í öllum tegundum texta. 3. Felur alltaf í sér samræður og skilgreiningar og er því „com- municative". 4. Er hægt að framkvæma munn- lega. 5. Hægt að nota í hópvinnu. 6. Er hægt að nota án orðabóka. 7. Hvetur til nákvæmni, lipurðar og sveigjanleika í máli (accur- acy, fluency, flexibility). 8. Styrkir vald á daglegu máli (helps reinforce everyday language). 9. Endalaust er hægt að velta fyrir sér blæbrigðum máls (debatable). V) Á kappræðufundi sem haldinn var í samvinnu við BBC og hefur þegar verið útvarpað víða um heim var eftirfarandi fullyrðing (notion) rökrædd: „This house believes that language and culture can be di- vorced.“ Þátttakendur voru þrír málvís- indamenn og einn rithöfundur. Þá voru starfsmenn BBC með færan- lega hljóðnema og gáfu fundargest- um færi á að taka þátt í umræðum sem stjórnað var röggsamlega af Gill Sturtridge, sem er þekktur höfundur kennslubóka og starfsmaður IATEFL. Málshefjendur voru allir mjög snjallir og áheyrilegir. Sérstaklega þótti undirrituðum áhugavert að hlusta á annan andmælandann, Ngugi Wa Thing’o, sem er einn þekktasti rithöfundur og leikskáld Kenyabúa, en býr nú í útlegð í Bret- landi.

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.