Málfríður - 15.11.1988, Side 19

Málfríður - 15.11.1988, Side 19
VI) 150 manns sóttu vinnufund er nefndist „Dictation, a major new tool“, hjá Mario Rinvolucri og sam- starfsmanni hans, Paul Davis. Könnun í upphafi fundar leiddi í ljós að nær allir fundargestir höfðu kynnst „dictation“ sem nemendur og um helmingur þeirra kvaðst nota þessa aðferð í kennslu. I ljósi þessar- ar niðurstöðu var lögð mest áhersla á að fá kennara til að segja frá hug- myndum sínum og reynslu af „dictation“. Dæmi um notkun „dictation" við ólíkar aðstæður: 1. Fyrirblandaðanbekkervalinn texti, örfá orð strikuð út fyrir þá slökustu, þriðjungur orðanna fyrir meðalnemendur en þeir sem mest kunna fá autt blað. Einn fundar- gesta stakk upp á því að gefa nem- endum kost á að velja þyngdarstig þar sem slíkt væri alltaf hvetjandi. Einnig var bent á að þessi aðferð gefur möguleika á að snúa hlutverk- um í bekknum við - þeir lakari sem hafa meiri hluta textans á sínu blaði geta aðstoðað betri nemendurna sem þurfa að skrifa allan textann. 2. Kennari frá Súdan lýsti aðferð er hann notar í mjög fjölmennum bekk. Nemendum er skipt í minni hópa, í hverjum hóp er upplesari og síðan leiðréttir hópurinn í sam- vinnu. 3. Nemendur fá í hendur blað með texta sem nota skal fyrir „dictation". Kennari gefur þeim 2-3 mínútur til að lesa textann og gaum- gæfa erfið orð. Síðan eru blöðin tek- in og upplestur fer fram. Væntanleg er á markað nú í októ- ber bókin „Dictation“ eftir þá Rin- volucri og Davis, útgefin af Cam- bridge University Press. Þess má geta að Mario Rinvolucri er afkastamikill og vinsæll kennslu- bókahöfundur og skal kennurum t.d. bent á ágæta bók eftir hann sem nefnist „Grammar Games“. Þátttakendur bjuggu á stúdenta- görðum í Pollock Halls. Húsnæði og fæði var með ágætum og umhverfi stórkostlegt. (Næstum hægt að seil- ast í Arthur’s Seat út um herbergis- gluggann!) Boðið var til kvöldveislu þar sem tekið var á móti gestum með sekkjapípuleik og ríkulegar veiting- ar kryddaðar með snilldarlegum upplestri úr verkum Burns. Pá var boðið til sýningar á skosk- um dönsum og að því loknu voru ráðstefnugestir sjálfir látnir þreyta danslist heimamanna við mikinn fögnuð. Fleira var mönnum gert til ánægjuauka en skal ekki frekar rak- ið hér. Að lokum: Næsta alþjóðaráð- stefna IATEFL verður haldin í Warwick á Englandi 31. mars - 3. apríl 1989. Guðrún Jónsdóttir, Ingi Viðar Árnason, Hagaskóla 75% vextir álSmánaða veróti>ggöum spameíkmngi SAMVINNUBANKIÍSLANDS HF 19

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.